Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 2
Neytendur fagna aukinni samkeppni EFNI NEYTENDABLAÐIÐ 2. tbl. 63.árg. júní 2017 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ábyrgðamaður: Ólafur Arnarson Ritnefnd: Ólafur Arnarson, Ívar Halldórsson Umbrot og hönnun: Lýðveldið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumynd: Istockphoto Ljósmynd af BP: Bent Marinósson Upplag: 8.250 eintök, blaðið er sent öllum félags­ mönnum í Neytendasamtökunum. Árgjald Neytendasamtakanna árið 2017 er 5.500 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðunni: Notendanafn: félagi Lykilorð: kaffi2017 Leiðari 2 Fréttir af NS 3 Íslenskt grænmeti 4 Mýkingarefni 5 Leigufélög 6 Ráðherra svarar 8 Goji ber 9 Ósanngjarnir flugskilmálar 10 Lýsi 12 Frá formanni 13 Spurt og svarað 14 Kaffivélar ­ gæðakönnun 16 Ferðamál eru framtíðin 18 Neytendur á ferð og flugi 19 Viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur 20 Tilboð og afslættir 21 Vafasamar fullyrðingar 22 Dýravelferð 23 Það ekki lengur frétt að biðraðir myndist við opn­ un nýrra verslana í eigu erlendra verslanakeðja. Ég man ekki betur en færri hafi komist að en vildu þegar Bauhaus var opnað á sínum tíma og gott ef það varð ekki vöruskortur þegar Lindex var opn­ að. Nú síðast hefur athyglin beinst að Costco en aðsóknin hefur á köflum verið svo mikil að fólk hef ur jafnvel þurft frá að hverfa. Sögur af framandi vörumerkjum, hagstæðum kjörum og girnilegum ávöxtum og grænmeti berast frá manni til manns og það fer ekki hjá því að það örli á öfund hjá okkur sem búum fjarri suðvesturhorninu að hafa ekki greiðan aðgang að herlegheitunum. Það er ekki að undra að íslenskir neytendur fagni nýjum seljendum sem hasla sér völl á okkar litla markaði. Vöruverð er í mörgum tilfellum allt of hátt hér á landi og stundum hreinlega óskiljanlega hátt. Samkeppni er eina leiðin til að halda niðri vöruverði, það hafa dæmin sýnt. Það er þó kannski ekki sanngjarnt að bera verð hjá stórum alþjóðlegum verslana­ keðjum eins og Costco og H&M saman við það verð sem umsvifalitlir innlendir seljendur geta boðið. Stórar keðjur geta keypt, eða látið fram­ leiða fyrir sig, mikið magn í einu og þar af leiðandi fengið betri kjör. Þá fjármagna þær keðjur sem hér hafa numið land sig alveg örugglega ekki á þeim háu vöxtum sem innlendum seljendum bjóðast. Það er vissulega kominn tími til að íslenskum neytendum bjóðist bet­ r a lægra verð en vonandi þarf það ekki að leiða til meiri neyslu. Oft og tíðum óþarfrar neyslu. Sú umhverfisógn sem við stöndum frammi fyrir; loftslagsbreytingar, skógareyðing, mengun, súrnun sjávar og ágang­ ur í takmarkaðar náttúruauðlindir, er að mestu leyti til komin vegna framleiðslu og flutnings á neysluvörum. Um það er ekki deilt. Til að bregðast við vandanum verðum við að draga úr neyslu – draga úr sóun. Það er því ánægjulegt af heyra að fólk sameinist um að gera hagstæð magninnkaup í Costco. Lægra verð og minni sóun eiga að geta verið samrýmanleg markmið. Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 LEIÐARINN 2

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.