Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 19
Sigrún Stefánsdóttir er flestum lands­ mönnum að góðu kunn. Hún starfaði um áratuga skeið hjá Ríkisútvarpinu við fréttamennsku og dagskrárgerð, og síðast sem dagskrárstjóri sjón­ varps og útvarps. Sigrún lét af stöðu sviðsforseta hug­ og félagsvísinda­ sviðs Háskólans á Akureyri um síðustu áramót en hún hef ur þó í nógu að snú ast. Sigrún er for maður afmælis­ nefndar Háskólans á Akureyri, sem fagnar 30 ára afmæli í ár, auk þess sem hún er nýútskrifuð sem leiðsögumaður. Danir lítið fyrir bruðl Þrátt fyrir annir gaf Sigrún sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Neyt endablaðið. Sigrún hefur búið víða erlend is og því liggur beinast við að spyrja hvort hún merki mun á erlend­ um og íslenskum neytendum. Sigrún svarar því játandi. „Ég finn mikinn mun, ekki síst á Dönum og Íslendingum. Danir eru mjög praktískir og passa mun betur upp á peningana sína. Margt af því sem okkur finnst sjálfsagt að kaupa finnst Dönum algert bruðl. Ég man líka eftir því þegar ég var fátækur námsmaður í Noregi fyrir mörgum árum hvað mér fannst merkilegt að sjá fólk borga krónu ef það fékk að hringja úr síma hjá vinum sín um. Svona hefur einhvern veginn aldr ei tíðkast hér.“ Innkaupalistinn mikilvægur Skyldi Sigrún vera hagsýn? „Ég reyni að fara vel með peninga og fer ekki út í neinar fjárfestingar ef ég á ekki fyrir þeim. Ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar og vil ekki þurfa að lenda í einhverjum „reddingum“ um mánaðamót. Ég nota ekki yfirdrátt og vil heldur eiga svo lítinn afgang á reikningnum mínum í lok mánaðar. Hvað varðar matarinnkaupin þá eru þau einföld á okkar bæ. Ég fer sjaldan í matvöruverslun og kaupi þá inn til lengri tíma. Mér finnst líka mikilvægt að vera með innkaupalista og vera búin að fara yfir hvað okkur vantar. Besta sparnaðarráðið mitt er að senda ekki manninn einan og eftirlitslausan í mat­ arinnkaupin.“ Horfir í gæðin Sigrún lumar á fleiri góðum sparnaðar­ ráðum. „Eitt besta ráðið hef ég frá ritstjóra Neytendablaðsins sem sagði einu sinni í útvarpi að það borgaði sig ekki að fara á útsölu nema mann vant­ aði eitthvað. Ég hef fylgt þessu ráði og fer aldrei til þess að gera „góð kaup“ á útsölu. Hins vegar fer ég oft á útsölur í þeim verslunum sem ég veit að eru með vandaðar vörur og kaupi þá með­ vitað það sem mig vantar. Ég kaupi fáar flíkur og vandaðar og fer vel með fötin mín.“ Sigrún segir að þetta hugar­ far gildi ekki bara um föt. „Húsgögnin mín eiga líka langan lífaldur. Sófinn í stofunni okk ar er keyptur í Noregi árið 1974 og mér finnst hann alltaf jafn flottur og borðstofu borðið og stólarnir eru frá árinu 1978. En auðvitað getur það líka verið veikleiki að vilja kaupa vandaða vöru. Ég keypti ný lega bleik­ an Smeg ísskáp sem kost aði tvisvar sinnum meira en venju legur ísskápur og kælir ekkert betur. Ég veit að þetta eru ekki skynsamleg kaup en ég klappa skápnum alltaf með bros á vör áður en ég opna hann. Mér finnst það æðislegt þegar stelpurnar í fjöl skyld unni taka selfie af sér við ísskáp inn. Sú elsta er búin að biðja ömmu sína um að fá að erfa þann bleika.“ Gangan besta líkamsræktin Sigrún sést gjarnan arka um Akureyri og má þá einu gilda hvernig veðrið er. Það er þó ákveðin ástæða fyrir þessum lífsstíl. „Fyrir rúmlega 20 árum starfaði ég sem rektor Norræna blaðamanna­ háskólans í Árósum. Ég var farin að finna til í bakinu og fór fram á að fá upp hækkanlegt skrifborð. Eftir það má segja að ég hafi varla sest. Ég stend í vinnunni, ég tek fundi gjarnan stand­ andi og flestar mínar ferðir innanbæjar fer ég fótgangandi. Ég á reyndar bíl en ég nota hann sparlega,“ segir Sigrún og bætir við að gangan hafi ekki síður góð áhrif á andlega líðan. „Ég kemst í sam­ band við fólk og náttúruna með því að ganga og ég fæ tíma með sjálfri mér til þess að hugsa.“ VIÐTAL VIÐ SIGRÚNU STEFÁNSDÓTTUR Gerir innkaupalista og horfir í gæðin NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.