Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 18
Guðrún Ósk Óskarsdóttir, starfsmaður leigjendaaðstoðar­ innar, er sólgin í gott kaffi sem hún sést iðulega sötra úr ferða máli. Guðrún hefur átt nokkur ferðamál í gegnum tíðina en heldur mikið upp á það nýjasta. Neytendablaðið ákvað að forvitnast nánar um málið og komst að því að Guðrún hefur notað margnota bolla í um tíu ár. Geri aðrir betur. Guðrún segist aðspurð hafa átt nokkrar tegundir ferðamála í gegnum tíðina. „Ég hef keypt bolla á bensínstöðvum og einn bollinn kom með stórri vél sem pabbi keypti frá DeWalt verk­ færaframleiðandanum. Þá hef ég líka átt stóran bolla sem var til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Flesta boll­ ana hef ég þó keypt hjá Kaffitári. Ég hef átt nokkra KeepCup úr plasti, sem hafa enst vel og verið alveg hreint ágætir. Mér hef ur þó fundist að smám saman komi plastbragð/­lykt sem hefur áhrif á gæði kaffisins. Þess vegna á ég nú glerbolla frá KeepCup. Ég hafði smá áhyggjur af því að glerbolli myndi ekki ná að halda kaffinu heitu en það hefur ekki verið vandamál.“ Guðrún segist sérstaklega ánægð með nýjasta bollann sem er úr gleri. „Þetta er besti bolli sem ég hef átt og ég er ekki síst ánægð með hvað hann er fallegur og lítill. Hann kemst vel í veskið hjá mér enda er ég alltaf með hann með mér, meira að segja þegar ég fer til útlanda. Þá kemur ekkert aukabragð eða ­lykt af kaffinu, ég þarf ekki að hafa samviskubit yfir að vera sífellt að henda einnota bollum og síðast en ekki síst fæ ég afslátt af kaffinu þegar ég mæti með ferðamálið mitt,“ segir Guðrún að lokum. Kaffi í einnota drykkjarmálum er selt í gríðarlegu magni úti um allan heim á ári hverju. Í ástralska neytendablaðinu Choice kemur fram að þrír milljarðar ein nota kaffimála séu seldir í Ástralíu á hverju ári. Fæst kaffimálin eða plast­ lokin eru endurunnin og áströlsku um­ hverfis verndarsamtökin Take3 segj ast finna þúsundir kaffimála og plastloka í hreingerningarherferðum sínum um strandir landsins. Mörg pappa mál eru ekki endur vinnanleg þar sem þau eru húðuð að innan með plastfilmu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja í kaffi drykkju. Ekki liggur fyrir hversu mikið er selt af pappamálum á íslensk­ um kaffi húsum en það hleypur væntan­ lega á ein hverjum þúsundum. Sam­ kvæmt uppl ýs ingum Neytendablaðsins hefur Kaffitár alfarið skipt yfir í pappa­ mál sem eru að fullu endurvinnanleg og Te og kaffi eru í þann mund að skipta út pappa mál um fyrir umhverfis­ vænni tegund. Báðar keðj urnar veita viðskiptavinum sínum afslátt ef þeir mæta með ferðamál líkt og flest kaffi­ hús gera í dag. Samkvæmt upplýsing­ um Neytendablaðsins eru þeir sem nota ferðamál þó í miklum minnihluta. NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Ferðamál eru framtíðin - Einnota drykkjarmálum fylgir mengun og sóun Með ferðamálið í veskinu Guðrún Ósk Óskarsdóttir Margnota mál umhverfisvænni Í Viktoríuháskóla í Kanada var gerð rann­ sókn á vistspori pappamálanna með plast­ loki og það borið saman við þrjár tegundir margnota bolla eða ferðamála. Því fylgir ákveðin orkunotkun að framleiða hvort held ur sem er einnota pappamálin með plast loki eða hinar ólíku tegundir ferða­ mála. Orkunotkunin var mæld og í ljós kom að það er jafn orkufrekt að framleiða eitt ferða mál úr gleri og 15 pappamál með plast­ loki. Ef ferðamálið er úr plasti jafnast það á við 17 pappamál og ef það er úr keramíki jafnast það á við 29 pappamál. Það þarf því ekki að nota ferðamálin ýkja mikið til að jafna umhverfisáhrifin hvað orkunotkunina varðar. 18

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.