Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ___________UMRÆÐAN________ Andlegar og líkamlegar pyndingar á Islandi? FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 57„ Qlroaf HVAÐ þarf maður að brjóta af sér til þess að verða fyrir andlegum og líkamlegum pynd- ingum hér á landi? Hvað mundum við gera ef börn yrðu fyrir and- legum pyndingum svo dögum, vikum, mánuð- um eða jafnvel árum skiptir? Dauðadómur er bannaður á Islandi, er það ekki? Svörin við spurning- unum hér að framan eru því miður þau að andlegar og líkamlegar pyndingar eru stundað- ar hér á landi og hafa valdið dauða. Þeir lenda í þessum óhugnaði sem eru svo ólánsamir að slasast eða veikjast og eru settir á biðlista í mánuði eða jafnvel 1-3 ár. Fólk hefur dáið á þessum biðlistum sem vel hefði verið hægt að bjarga. I ritstjórnargrein Morgunblaðsins 16. mars 1997 segir orðrétt: Við er- um að tala um dýrmæt mannslíf. Hver hefur leyfi til þess að spila á þá strengi er kveða á um líf og dauða? Það hefur enginn mannleg- ur máttur. Og síðar áfram: Læknar eiga ekki undir neinum kringum- stæðum að vera settir í þá aðstöðu að neyðast til að setja sjúklinga á biðlista, hugsanlega með hræðileg- um afleiðingum eins og það hafði fyrir bróður minn. Þarna er vitnað í grein er skrifuð var í blaðið þann 15. mars 1997, um mann er lést á biðlista eftir hjartaskurðaðgerð. Ráðherrar, þingmenn og við fólkið er kjósum þá, lærum við ekkert? Hvað þurfa margir að kveljast og deyja á biðlistum til að opna augu okkar svo við stöðvum þennan ósóma? Ég hef verið á biðlista tvisvar. í fyrra skiptið rúmt ár og þá eftir að hafa verið uppdópaður af lyfjum. Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu, um það er engin spurning, og hún var gerð á bæklunarskurðdeild Land- spítalans. Og nú er búið að loka henni vegna fjárskorts, er ekki í lagi með ykkur ráðamenn? Vonin um aðgerð einnig horfín. Þetta er alveg fullkomin pyndingarstarf- semi. Ég varð fyrir gífurlegum and- legum og líkamlegum sársauka við að bíða eftir aðgerð og það þrátt fyrir um fimm þúsund töflur er áttu að bæta þjáningar mínar á meðan ég var á biðlistanum. Vitið þið hvernig svona fáránleg lyfjaneysla fer með mann andlega og líkamlega og hvað það kostar? Maður bilast og kvelst í víti og verður allt annar maður en maður er dags daglega. Maður er í vímu en sársaukinn hverfur ekki nema að hluta. Maginn í mér eyðilagður af öllu þessu dópi í algjöru tilgangsleysi. Bömin manns verða að horfa upp á mann uppdóp- aðan og þolandi vítis- kvalir og verða því fyrir andlegum pynd- ingum að óþörfu. Hvað hafa bömin brotið af sér til að þola aðra eins með- ferð og þá að horfa upp á mann í svona óþolandi og siðlausu ástandi? Er víti mitt og minnar fjölskyldu ekki nóg eða er þörf á að lítilsvirða fleiri fjölskyldur á þennan siðlausa hátt? Ráðamenn, viljið þið láta ykk- ar börn horfa upp á ykkur svona? Eða fáið þið sérstofu á sjúkrahús- um eins og ráðherra var boðið upp á hjá sjúkrastofnun í vetur og hvað Bidlistar Vitið þið hvað ég braut af mér til að fá þessa meðferð? spyr Guðmundur Ingi Kristinsson og svarar: Ekkert, ég lenti í umferðarslysi á leið heim úr vinnu og var í 100% rétti. var hann lengi á biðlista? Bann við pyndingum 3.gr. lög um mannréttindasáttmála Evrópu. Enginn maður skal sæta pynding- um eða ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna l.gr. Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttind- um. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan. Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og rétt- inda, er eigi verði af honum tekin. Hvað hafa ráðherrar og þingmenn verið lengi á biðlista eftir aðgerð- um? Viku, mánuð eða ekkert? Eru bara til peningar til að lækna út- valda eða þá er slasast rétt, en ekki hina ólánsömu er má kvelja á bið- listum? Eru mannréttindi bara orð- in tóm eða eru biðlistar bara ör- yrkjaframleiðslutæki fyrir ríkið? Guðmundur Ingi Kristinsson ■BB Frjáls eins og fuglinn í Camp-let tjaldvagni Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést vel af hverju Camp-let nýtur vinsælda ár eftir ár. flíSLI JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Vantar þá ráðamenn og hafa þeir þörf fyrir fleiri öryrkja? í Noregi segjast þeir spara milljarða ef biðin eftir aðgerð sé fjórar vikur eða skemmri og þá muni langvarandi fjarvistum frá vinnu minnka um 6%. Þá hefur það verið sannað að maður er tvisvar sinnum lengur að ná sér, en sá tími sem maður er á biðlista. Einn mánuður á biðlista tvo mánuði að ná sér. Eitt ár á biðlista, tvö ár að ná sér. Lokuð deild og engin að- gerð og vítiskvalir eða dauði eina lausnin? Þessi hráskinnaleikur með slasað og veikt fólk er ábyrgðarlaus og fáránlegur. Peningarnir eru til, t.d. væri gróðanum af sölu FBA vel varið í það að eyða biðlistum. Ef þetta er ekki hægt í góðæri þá verð- ur það aldrei og þið ráðamenn berið þá fulla ábyrgð á þessum ómannúð- legu og óþörfu pyndingum. Vitið þið hvað ég braut af mér til að fá þessa meðferð? Ekkert, ég lenti í umferðarslysi á leið heim úr vinnu og var í 100% rétti. Bíllinn minn fékk gjörgæslumeðferð. Ekk- ert peningaleysi og enginn biðlisti eftir viðgerð á honum. Nei, bíllinn minn hefur mun meiri rétt en ég. Aðraeins heimsku er varla hægt að hugsa sér. Það stendur í skaðbóta- lögum að sá sem bótaábyrgð ber á líkamstjóni skuli greiða sjúkra- kostnað og annað fjártjón. Það stóð ekki á tryggingafélaginu að borga viðgerðina á bifreiðinni, en að borga aðgerðina á mér kom ekki til greina. Ég bað þá um að borga að- gerðina en þeir voni fljótir að benda á það að það væri ólöglegt að greiða fyrir svona aðgerð hér á landi. Lög sem vernda bíldrusluna en banna aðgerð á manni, hvað er að ykkur, þingmenn? Af hverju borga tryggingafélögin ekki fyrir aðgerðir á fólki? Það er vegna þess að þá verður gróðinn minni. Hluti örorkubóta og lífeyrissjóðs- gi’eiðslna tekinn af okkur slösuðum og gefinn tryggingafélögum en ekki notaður til að lækna slasaða er fár- ánlegt. Ti-yggingafélögin verði látin borga allt tjón vegna umferðaslysa. Þá hverfa biðlistar því þá losnar um fé til að eyða biðlistum og lækna aðra. Gerið þetta strax í dag, þing- menn, og þá verður vonandi lokið einum ljótasta kafla okkar tíma, það er andlegum og líkamlegum pynd- ingum á Islandi á veiku og slösuðu fólki, sem er á biðlistum og því mið- ur þekkjast dæmi um eins og áður hefur komið fram að sjúklingar deyi þar. Hver vill bera þá ábyrgð? Höfundur er öryrki. .<■ Ferskur nútfmastfll. Ýmsar útfærslur. Á tilboðsverói í maf. Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 tmkaá h reinsunin gsm 897 3634 Þrif í rimlagluggatjöldum. % Notar fyrirtækió þitt rétt rtúmer? 8oo 4000 er gjaldfrjálst númer fyrirtækjaþjónustu Símans. Þar er opið virka daga milli kl. 8 og 17. www.simmn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.