Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tsjetsjneskir skæruliðar fella átján rússneska hermenn Ein mannskæðasta árásin utan Tsjetsjníu Moskvu. Reuters. Hafna tillögum frá Microsoft TSJETSJNESKIR skæruliðar urðu að minnsta kosti 18 rússneskum her- mönnum að bana í Ingúsetíu í gær í einni af mannskæðustu árásum þeirra utan Tsjetsjníu. Utanríkisráð- herrar aðildarríkja Evrópuráðsins komu saman í Strassborg og minnt- ust ekkert á refsiaðgerðir gegn Rússum þrátt fyrir harða gagnrýni Vesturlanda á hemaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníu. Skæruliðamir sátu fyrir her- mönnunum og réðust á þá með vél- byssum og sprengjum norðan við þorpið Khalashki í Ingúsetíu, grann- héraði Tsjetsjníu. Rússneski undirhershöfðinginn Valerí Manílov sagði að átján her- menn hefðu fallið, þrír særst og eins væri enn saknað. Rússneskar fréttastofur höfðu eft- ir talsmanni rússnesku stjórnarinn- ar í málefnum Tsjetsjníu, Sergej Jastrzhembskí, að stórskotalið og herflugvélar hefðu gert árásir á skæruliðana sem hefðu reynt að flýja til Tsjetsjníu. Manílov sagði að fyrir blóðsúthell- ingarnar í gær hefðu 2.233 rússnesk- ir hermenn fallið í átökum við Tsjet- sjena frá því í ágúst. Mann- réttindahreyfingar telja að þúsundir Tsjetsjena hafi beðið bana í hernað- araðgerðunum. Rússneskir embættismenn hafa sagt að herinn hafi náð mestum hluta Tsjetsjníu á sitt vald og myndað „stálhring" umhverfis héraðið tii að hindra að skæmliðamir geri árásir utan þess. Skæmliðamir hafa þó komist frá vígjum sínum í fjöllunum í suðurhluta héraðsins og falið sig í þorpum á láglendinu og í Ingúsetíu. Shamil Basajev, einn af helstu for- ingjum skæraliðanna, hefur hótað árásum utan Tsjetsjníu verði rúss- nesku hersveitimar ekki fluttar úr héraðinu. Leiðtogi Ingúsetíu, Rúslan Aus- hev, hefur hvatt rússnesku stjómina til að fallast á viðræður við Aslan Maskhadov, leiðtoga Tsjetsjníu. Manflov sagði hins vegar að ekki kæmi til greina að hefja samninga- viðræður við Maskhadov. Sagðir hafa tekið skref í rétta átt Þing Evrópuráðsins hvatti til þess í síðasta mánuði að gerðar yrðu ráð- stafanir til þess að víkja Rússlandi úr ráðinu vegna mannréttindabrota í Tsjetsjníu ef stjómin í Moskvu hæfi ekki friðarviðræður og virti ekki mannréttindi Tsjetsjena. Utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna sögðu þó í gær að Rússar hefðu tekið skref í þá átt að binda enda á mannréttindabrotin og minntust ekkert á refsiaðgerðir. Ráðherramir sögðust ætla að halda áfram að fylgj- ast með ástandinu í Tsjetsjníu. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið og fulltrúar 17 ríkja höfn- uðu í gær tillögum hugbúnaðarfyr- irtækisins Microsoft um aðgerðir til að bregðast við úrskurði alríkis- dómstóls í landinu um að fyrirtæk- ið hefði brotið samkeppnislög. Tillögur Microsoft gera ráð fyrir margs konar breytingum á rekstri fyrirtækisins, hugbúnaði sem það framleiðir og markaðssetningu hans. Alríkisstjórnin og ríkin 17 hafa áður farið fram á að viðurlög vegna brota Microsoft verði þau að fyrirtækinu verði skipt upp í tvær sjálfstæðar einingar. Stjórnvöld vilja að sérstakt fyrirtæki verði myndað um framleiðslu Windows- stýrikerfisins en að annað fyrir- tæki muni sjá um framleiðslu ann- ars Microsoft-hugbúnaðar. For- ráðamenn Microsoft telja hins vegar að tilmæli stjórnvalda gangi allt of langt. „Microsoft fer fram á að dóm- stóllinn hafni kröfu stjórnvalda þegar í stað,“ sagði William Neu- kom, einn af æðstu stjórnendum Microsoft. ,Að skipta upp fyrir- tækinu er refsing sem kæmi til með að skaða neytendur alvarlega og einnig hugbúnaðariðnaðinn í heild sinni.“ Yfirmenn Geta haldið eldri Windows-útgáfum Meðal þess sem tillögur Micro soft gera ráð fyrir er að táknmynd Explorer-vafrans, sem Microsoft framleiðir, komi ekki sjálfkrafa upp á skjáinn þegar tölva sem not- ar Windows stýrikerfið er ræst. I stað þess geti tölvuframleiðendur látið vafra annarra framleiðenda koma upp á skjáinn. Önnur tillaga gerir ráð fyrir að fyrirtækið haldi áfram að gefa út leyfi fyrir notkun eldri útgáfa af Windows stýrikerf- inu, jafnvel þótt ný útgáfa hafi ver- ið sett á markað. Með því móti gæfist framleiðendum kostur á að halda áfram að selja tölvur með eldri útgáfum kerfisins. Stjórnvöld hafa nú frest fram til 17. maí til að bregðast formlega við tillögum Microsoft. Þúsundir manna hafa verið fluttar frá Los Alamos í Nýju Mexíkó vegna skógarelda Tugir húsa í ljósum logum Los Alamos. AP, Reuters. MIKLIR skógareldar, sem geisað hafa í nágrenni Los Alamos í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, náðu til bæjarins í fyrrakvöld. Stóðu þá strax um 100 hús í ljósum logum en búið var að flytja um 18.000 manns frá bænum. Slökkviliðsmenn, sem berj- ast við eldana, urðu að láta undan síga í gær vegna vatnsskorts. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti yfir því í gær, að Los Al- amos væri hamfarasvæði og vom hundmð starfsmanna kjarnorku- rannsóknastöðvarinnar í bænum flutt burt. Léku eldtungurnar um stöðina án þess að í henni kviknaði en sprengiefni og geislavirk efni em í eldtraustum geymslum. Bill Richardson, orkuráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að engin hætta væri á ferðum hvað stöðina varðaði. Þjóðgarðsverðir kveiktu eldinn fyrir viku í því skyni að brenna mnnagróður en misstu strax tök á honum. Síðan hefur hann eytt um 1.800 hektumm af skóglendi. Hvasst var í gær og búist við, að heldur bætti í vindinn. Fæðingarbær kjarnorku- sprengjunnar Los Alamosbær byggðist upp vegna kjamorkurannsóknastöðvar- innar og við hana starfa flestir með einum eða öðmm hætti. Reis hann snemma á fimmta áratug síðustu al- dar vegna Manhattan-áætlunarinn- ar um smíði ^ fyrstu kjarnorku- sprengjunnar. í gær virtist hann ætla að verða eldinum að bráð. Um 700 slökkviliðsmenn hafa bar- ist við eldinn frá því á föstudag í síð- AP Rústir húss sem brann í Los Al- amos i gær. Á minni myndinni er annað hús alelda. ustu viku og auk þess er notast við þyrlur og sérútbúnar flugvélar. Úr þyrlunum er varpað vatni en úr flug- vélunum efni, sem á að halda aftur af eldinum. Allt hefur þetta þó komið fyrir lítið. Varað við farsímanotk- un barna Gefíð í skyn að „ástarveiran“ hafí farið á kreik fyrir slysni? Hefnd gæti hafa legið að baki hönnun veirunnar Manila. AFP. ONEL de Guzman, sem gmnaður er um að vera einn af höfundum „ástar- veirannar“, kom fram á fréttamanna- fundi í Manil á Filippseyjum í gær en hans hefur verið leitað í nokkra daga. Játaði hann ekki beint, að hann væri upphafsmaður að tölvuveimnni en viðurkenndi, að hugsanlega hefði hann komið henni af stað fyrir slysni. Lögregluyfirvöld á Filippseyjum bönnuðu í fyrradag Reonel Ramon- es, sem talinn er vera einn af höfund- um „ástarveimnnar", að fara úr landi og héldu jafnframt áfram ákafri leit sinni að níu einstaklingum er taldir em tengjast hönnun tölvuveimnnar. Tveir þeirra, þar á meðal Guzman, skrifuðu nýverið ritgerð um hvernig best sé að stela lykflorðum af Netinu. Guzman er bróðir Irene de Guz- man, unnustu Reonel Ramones, og stundaði hann nám við AMA-tölvu- háskólann í Manila á sama tíma og Ramones. Hefur verið greint frá því að de Guzman hafi skrifað námsrit- gerð við skólann og þar hafi hann fjallað um hugmyndir sínar um að stela lykilorðum með aðstoð tölvu- póstforrita. Hinn maðurinn er Michael Buan, skólabróðir Guzmans, og hafði hann skrifað ritgerð um tölvuforrit sem væri gætt þeim eigin- leikum að fjölfalda sig. Ritgerð de Guzmans var hins veg- ar felld af leiðbeinendum hans við skólann þar sem hún braut í bága við reglugerðir um öryggi tölvunotenda og í kjölfarið var ákveðið að de Guz- man hlyti ekki gráðuna við skólann. Hefur verið leitt að því líkum að de Guzman hafi átt þátt í að hanna „ást- arveiruna" í því skyni að hefna sín á skólayfirvöldum, með þeim afleiðing- um að tölvuveiran ferðaðist út um alla veröld og olli gríðarlegu tjóni á tölvum oghugbúnaði. „Þetta gæti hafa gert hann svo reiðan að hann ákvað að dreifa meist- araverki sínu um allan heim,“ sagði einn þeirra er unnið hafa að rann- sókn málsins. Þá þykir það auka lík- umar á aðild Guzmans að málinu að hann bjó um tíma undir sama þaki og Reonel Ramones, sem handtekinn var fyrr í vikunni en sleppt vegna skorts á sönnunargögnum á þriðju- dag. Sérfræðingar telja ennfremur ólfldegt að Ramones hafi hannað tölvuveimna einn síns liðs. „Forritið er Iausnin“ Á vefsíðu BBC segir að í ritgerð Guzmans hafi komið fram að forrit að hans fyrirmynd „gæti reynst afar gagnlegt fjölda manna til að komast yfir lykilorð og þá einkum notendum Netsins". Þar með gætu þeir eytt meiri tíma á Netinu án þess að borga fyrir. í ritgerðinni segir: „Við eyðum miklum fjármunum til að borga fyrir h'tinn notkunartíma á Netinu. Forrit þetta er lausnin. Notum það til að stela og endurheimta lykilorð úr tölv- um fórnarlamba.“ Karim Bangcola, aðstoðarrektor AMA-tölvuháskólans, sagði í gær að ef tölvuforrit hefðu verið gerð eftir hugmyndum þeim sem koma fram í ritgerðum þeirra Guzmans og Buans og þau „sameinuð" þá myndi slíkt forrit hafa sömu eiginleika og „ástar- veiran". Manuel Abad, fram- kvæmdastjóri skólans, sagði að báðir nemendumir hefðu verið meðlimir í GRAMMERsoft-hópnum ásamt öðr- um nemendum sem sérhæfðu sig í hönnun forrita. Nefndi hann t.a.m. að hægt hefði verið að lesa orðið GRAMMERsoft úr skilaboðum sem „ástarveiran" hefði skilið eftir sig. Talsmenn Rannsóknarlögreglu Fil- ippseyja sögðu í gær að þeir hefðu grennslast fyrir um skólasystkin þeirra Guzmans og Buans og fundið sönnunargögn sem hægt væri að rekja til þeirra. London. AFP. KOMA á í veg fyrir að böm noti far- síma reglulega. Er þetta niðurstaða umfangsmikillar könnunar, sem bresk stjómvöld stóðu fyrir, en tekið er þó fram að engar óyggjandi sann- anir séu fyrir því að farsímanotkun geti verið varasöm. Ungt fólk er um fjórðungur 27 milljóna farsímanotenda í Bretlandi og því mun vafalaust fjölga mikið með næstu kynslóð símanna sem bjóða m.a. upp á aðgang að Netinu. Margir hafa þó af því áhyggjur að mikil far- símanotkun geti verið hættuleg og því var ákveðið að skipa rannsóknar- nefndina. Formaður hennar, William Stewart, sagði í gær að hann myndi nota sinn síma áfram en myndi þó reyna að koma í veg fyrir óheftan að- gang bamabamanna að farsímum. Niðurstaða rannsóknarinnar var í stuttu máli sú að engar beinar sann- anir væm fyrir skaðsemi farsíma þótt eitt og annað hefði komið fram sem hugsanlega gæti bent til þess. Þess vegna þykir rétt að vara við mikilli farsímanotkun bama enda em tauga- kerfi þeirra og heili enn að taka út þroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.