Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 51 KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR + Kris(ín Þor- steinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 20. ágúst 1962. Hún lést á sjúkrahúsi f Bandaríkjunum 14. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 28. apríl. Jarðsett var í Graf- arvogskirkjugarði. Ég trúi á sólina, meira að segja þegar hún skín ekki. Ég trúi á ástina, meira að mörgum árum þegar eg sótti námskeið hjá henni. Það var óhjá- kvæmilegt að við myndum bindast vin- áttuböndum vegna sameiginlegra áhuga- mála, bæði hina and- legu tilveru lífsins og áhuga okkar á börnum okkar. í auga þínu allt í heimi ásýnd fær, eins og þú horfir, eins það grætur eða hlær. (Friedrich Ruckert) segja þegar ég finn ekki fyrir henni. Ég trúi á Guð, meira að segja þegar hann þegir. Þessi orð komu upp í hugann minn er ég heyrði um ótímabæran dauða vinkonu minnar Kristínar Þorsteins- dóttur. Það er ekki mitt að skrifa um lífshlaup hennar, þar eru aðrir hæf- ari til og hafa reyndar gert það í hin- um fjölmörgu minningargreinum sem um hana hafa verið birtar. Leiðir okkar lágu saman fyrir all Ég var svo lánsöm að ferðast með henni og Guðmundi Einarssyni til Svíþjóðar sumarið 1997 á þing sem var þar haldið um hina ýmsu þætti andlegra upplifana. Ég minnist sérstaklega þegar Kristín fór með allan hópinn út í skóg til hugleiðslu og til að við öll gætum upplifað orkuna sem í kring- um okkur var. Við þetta tækifæri tók Guðmund- ur myndir þó að úti væri farið að rökkva, en þegar þessar myndir komu úr framköllun þá sást lítið sem ekkert á þessum myndum nema myndin af Kristínu með sérlega stóran geislahjúp í kringum sig. Ég nefni þetta atriði sem er eitt af mörgum sem eg geymi í hjarta mínu um kraft Kristínar á hinum ýmsu sviðum, bæði andlegum og ekki síst tæknilegum veraldar hlutum. Ég gæti haldið áfram að telja upp kosti Kristínar og þrautseigju en ætla að geyma þær minningar í hjarta mínu. „Miklar vonir skapa mikilmenn- in.“ Við lágum saman á Grensásdeild- inni síðastliðið vor og þar var henni rétt lýst, því þrátt fyrir veikindi sín þá hafði hún meiri áhyggjur af Palla og stelpunum sínum, sérstaklega litlu prinsessunni sem enn var á brjósti, heldur en á eigin heilsu og var hún að prjóna trefla til að æfa upp höndina og líka til að gleðja bömin sín. Palli minn, ég bið algóðan Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, ég veit líka að það eru ekki til nein rétt orð við þessar harm- þrungnu aðstæður, ég get aðeins beðið um að tíminn lini sársauka þinn og telpnanna. Aldrei er sú nótt að hún eigi sér ekki morgun. Þórunn Kristín Emilsdóttir. GRETTIR JÓHANNESSON + Grettir Jóhann- esson fæddist í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspít- ala 12. apríl siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Digranes- kirkju 19. apríl. Mér er ofarlega í huga 6. apríl sl. Þá vorum við, fjöl- skyldan, á leiðinni úr bænum þegar við ákváðum að renna upp á Vífilsstaði að heimsækja afa. Þegar við komum til hans lá hann í rúminu sínu mjög slappur. Hann var svo ljúfur og mikill friður yfir honum. Við spjölluðum um daginn og veginn, En áður en við fórum spurðum við hann hvort við mætt- um biðja fyrir honum. Hann þáði það og við áttum yndislega stund saman. Friður Guðs fyllti herbergið og ekki leið á löngu þar til tár fóru að renna. Þetta var síðasta stundin sem við áttum saman og það var eins og við værum að kveðjast í hinsta sinn. Afi hefur verið bænabarnið mitt í langan tíma og svo oft hefur Drott- inn reist hann við úr veikindum sínum. Tveggja ára sonur minn sagði oft við mig: „Mamma, við skulum biðja fyrir afa Gretti því hann er svo lasinn." Ég er ekki í vafa um að þessar bænir hafa verið heyrðar. En þarna var kallið komið og engin mannleg hönd fær við það ráðið. Nú hefur hann fengið langþráða hvíld. Drottinn hefur kallað hann til sín og þar mun afi dvelja í náðarfaðmi hans um eilífð. Páll postuli segir í einu af sínum bréfum: „Að líflð er mér Kristur en dauðinn ávinningur, af þessum orð- um að dæma er dauðinn ávinningur okkar ef lífið er okkur Kristur. í bústöðum Drottins er okkur ætlað betra líf en hér á jörðu niðri. Jesús sagði: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Ég trúi því að afa líði betur núna en honum hefur nokkru sinni liðið. Ég er Guði þakklát fjTÍr allar þær stundir sem ég átti með hon- um. Elsku amma, söknuðurinn er mestur hjá þér þar sem þú hefur misst eiginmann og besta vin þinn. Megi góður Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Gunnlaug. EINAR BJARNI HJARTARSON + Einar Bjarni Hjartarson fædd- ist á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 20. júní 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 3. maf síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 11. maí. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Einars Hjart- arsonar samstarfs- manns okkar hjá Olís á Akranesi. Það var mikil lán fyrir okkur hjá Olís um haustið 1991 að fá Einar til starfa hjá okkur, þar sem hann starfaði sem afgreiðslumaður í Olís- Nesti í tæp tíu ár. Einari var margt til lista lagt, var hvers manns hug- ljúfi og sérstakt snyrtimenni, enda hafði hann verið verkstjóri í frysti- húsi og útgerð hjá Þórði Óskarssyni h.f. um mörg ár og skildi vel það markmið vinnuveitandans að veita góða þjónustu og hafa snyrtilegt í kringum sig. Það má segja að það sé mikið happ hvers fyrirtæki að hafa mann eins og Einar í sinni þjónustu. Okkur sem unnum með Einari var ljóst að fjölskylda hans var í fyrirrúmi hjá honum, en hann hafði líka gaman af stangveiði, ferðalögum, dansi og hverskonar skemtun- um. Síðast þegar við hittumst starfmenn Olís á Akranesi var í jólahlaðborði sl. des- ember og þar var Ein- ar mættur og hress að vanda, og þar fann maður einsog áður hvað hann hafði mik- inn áhuga á að okkur gengi vel, bæði fyrir- tæki og sérstaklega starsfólki, en ekki hvarflaði að okkur að þetta yrði í síðasta sinn sem við yrðum saman. Þegar ég heimsótti Einar á Sjúkrahús Akraness í síðustu viku gerði hann sér fulla grein fyrir hvert stefndi, en þrátt fyrir að hafa grennst mikið var reisn yfir honum og bjart eins og alltaf. Þegar ég rölti niður stig- ann á Sjúkrahúsinu og hugsaði til baka datt mér í hug það sem dóttir mín sagði eitt sinn er hún vann með Einari: „Pabbi, þú gast ekki verið heppnari með starfsmann, hann Einar er svo góður að hann er alger dúlla.“ Þetta segir allt sem segja þarf um sómamanninn Einar Hjart- arson. Ég þakka Einari samfylgdina og bið góðan Guð að blessa aðstand- endur hans. Gunnar Sigurðsson. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. STEINGRIMUR STEFÁN THOMAS SIG URÐSSON + Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson fæddist á Akur- eyri 29. apríl 1925. Hann varð bráðkvaddur í Bolungarvík 21. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju 29. apríl. Fyrir ári mætti mér í vinnunni maður á götu, sem vildi forvitnast um, hvaðan ég væri ættuð. Þetta var lífskúnsterinn, Steingrímur St. Sigurðsson. Fáu gat ég svarað um það - enda engan áhuga á ættfræði, miklu fremur forvitin um svarið við spurningunni miklu: Hvaðan komum við, hvert förum við? Eða erum við ekki öll af sama meið? Það er mikill söknuður að einum síðasta, litríkasta kvisti landsins. í mínum huga býður nýja öldin upp á tíma Miðlungs-Stóra- bróður - tölvur, internet og far- síma, þrátt fyrir nýjustu fréttir af einræktaðri kú, sem eldist ekki, og einræktun mannsins í framhaldi af' því. Guðrún Jacobsen. HAPPDRÆTTI vinninganiirfájst dae Vinningaskrá 2. utdráttur 11. maí 2000 Bif reiðavinningar Kr. 1.000.000 Kr. 2.000.000 (tvðfaldur) 31782 46235 63908 72000 76925 rerðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200,000 (tvöfaldur) 23397 39794 [ 53917 ] 79873~1 Ferð avinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 írí 3537 11800 14654 36144 48662 65593 8937 13782 31093 38130 49288 77797 Húsbún Kr. 10.000 aðarvinningur Kr. 20.1 211 12205 18806 33042 42192 53251 62332 72161 1232 12782 19630 34483 43191 54589 63805 72976 1825 14283 19980 34490 43631. v 55674 65554 73743 3127 14328 22319 35498 43753 57048 65949 73981 3273 14510 22962 35631 44054 57479 66154 75618 3594 14648 23269 35666 44573 58145 67720 77384 4941 15020 24481 36626 46175 58350 68261 77859 5231 15660 26794 36685 46938 58548 68411 78586 6658 15762 28877 37752 47430 59227 69018 79767 10097 15973 30586 37916 48940 59750 69577 10103 16012 31039 38126 49423 60077 71427 10151 17187 32349 38870 49856 61486 71825 10220 18418 32614 40017 50042 61870 71827 Húsbú Kr. 5.000 nað ar vi Kr. 10.i n m í n g u r 51 10277 18747 31736 42198 51022 61428 70401 434 10595 19070 32095 42211 51498 61729 70415 813 10831 19171 32482 42318 52517 62738 70476 923 10919 19748 32525 42390 52533 63459 70689 1161 11058 2091 1 32822 42550 52582 63885 70730 1184 11285 21092 32946 43198 52665 64247 71100 1435 12134 21550 33188 43308 53477 64294 71732 2420 12317 21922 34119 43344 53509 64593 72118 2504 12735 22417 34288 43762 53948 64837 72132 3334 12918 22559 34808 43840 54060 65041 72678 3523 13235 23161 35999 44415 54065 65063 * 11114 3740 13441 23687 36646 44597 54196 65416 73425 4025 13713 23756 37074 45009 54321 65462 73487 4546 14203 23935 37780 45251 54879 65953 74151 5245 14504 24228 37947 45589 55732 66366 74574 5304 14545 25036 38370 45955 56393 66633 74896 5374 14772 25084 38598 46268 57215 67081 75585 5475 14949 25098 38672 46789 57467 67257 75859 5503 15111 25217 38897 47301 57551 67599 75993 5795 15363 25235 39082 47336 57838 67690 76014 5876 15738 25390 39301 47435 57877 67786 76186 6228 16005 26096 39925 48170 58370 68288 76991 6643 16081 26155 40083 48564 58512 68744 77237 7293 17053 26773 40194 48812 59990 68803 78372 8099 17076 26968 40367 49123 60152 68836 78603 8311 ' 171,28 27484 41067 49502 60500 68888 79956 8344 17168 28201 41232 49988 60739 69194 8629 17568 2931 1 41312 50186 60848 69336 8654 18035 29391 41404 50265 61154 69528 8748 18254 29641 41529 50312 61237 70137 8757 18396 30114 41602 50431 61259 70272 8957 18542 31424 41643 50644 61287 70313 Næstu útdrættir fara fram 18. 25. og 31. maí 2000 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.