Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti Póllands og forsetafrú eru í opinberri heimsókn á Islandi Morgunblaðið/Ásdís Tekið var á máti forseta Póllands, Aleksander Kwasniewski og konu hans á Bessastöðum um hádegisbil í gær. Hátíðarblær var yfir staðnum og skólabörn veifuðu íslenskum og pólskum flöggum. Morgunblaðið/Asdis Aleksander Kwasniewski, ritar nafn sitt í gestabók Alþingis. Halldór Blöndal og Ólafur Ragnar Grímsson fylgjast með. Segir samskipti Islands og Póllands , • i; Forseti Póllands, Aleksander Kwasniewski, og Jolanta, eiginkona hans, komu í tveggja daga heimsókn til Islands í gærmorgun. hafa styrkst Morgunblaðið/Sverrir Jolanta Kwasniewski kynnti sér starfsemi Barnaspítala Hringsins og naut við það leiðsagnar Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðiráðherra. HEIMSÓKN pólsku forsetahjón- anna er til að endurgjalda heim- sókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Póllands fyrir rúmu ári. í fylgdarliði forsetahjónanna eru forystumenn úr ríkisstjórn Pól- lands og stjórnendur úr ráðuneyt- um utanríkismála, efnahagsmála og landbúnaðarmála auk áhrifamanna úr pólsku atvinnulífi, einkum frá fyrirtækjum í skipasmíðum og sjáv- arútvegi. Heimsóknin hófst með há- tíðlegri athöfn á Bessastöðum laust fyrir hádegi að viðstaddri ríkis- stjóm íslands og handhöfum for- setavalds. Síðdegis heimsótti forsetinn Al- þingi og ávarpaði, ásamt forseta ís- lands, viðskiptaráðstefnu íslenskra og pólskra fyrirtækja í Húsi versl- unarinnar. Forsetafrúin heimsótti hins vegar Karmelklaustrið, Kjar- valsstaði og Barnaspítala Hrings- ins. Pólsku forsetahjónin heimsóttu síðan bæði Höfða og Ámastofnun áður en þau héldu til hátíðarkvöld- verðar á Bessastöðum í boði forseta íslands. Á Alþingi tók Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á móti pólska for- setanum, ásamt öðrum þingfulltrú- um. Halldór hélt stutta ræðu þar sem hann bauð forsetann velkom- inn og fjallaði um sögu þingsins. Hann óskaði Pólverjum til ham- ingju með góðan árangur í efna- hagsmálum og sagði að innganga þeirra í NATO, sem var hinn 12. mars í fyrra, hefði markað ákveðin tímamót. Halldór sagði að viðskipti íslendinga og Pólverja hefðu verið nokkuð mikil í gegnum tíðina, en sagðist vonast til þess að þau ættu enn eftir að aukast. Kwasniewski hélt stutta ræðu í sal Alþingis og lýsti yfir sérstakri ánægju með það að fá að ávarpa þetta gamla þing. Hann sagði að samskipti fslands og Póllands hefðu verið með miklum ágætum í gegnum tíðina og að þar sem marg- ir Pólverjar hefðu flust búferlum til íslands síðustu ár hefðu samskiptin enn styrkst. Hann sagðist þó vonast til þess að efnahagsleg, menningar- leg og vísindaleg samvinna land- anna ætti eftir að aukast. Kwasniewsi fjallaði um mikilvægi þess fyrir Pólland, sem og önnur lönd í Mið- og Austur-Evrópu að fá inngöngu í NATO, því aðeins þann- ig væri hægt að tryggja stöðugleika og frið í álfunni. Forsetinn sagði að Pólland væri að færast í nútíma- legra horf, það væri nú frjálst og lýðræðislegt ríki og sagði hann það von sína að árið 2003 myndi það fá inngöngu í Evrópusambandið. ALEXANDER Kwasniewski er fyrsti forseti PóIIands sem sækir Is- land heim og á blaðamannafundi þeirra Ólafs Ragnars fagnaði Kwasniewski því að vera kominn hingað til lands, ári eftir að forseti íslands heimsótti Pólland. Ólafur Ragnar hafði á orði að þótt samskipti ríkjanna hafi ætíð verið til staðar þá hafi þau á undanfömum árum orðið nánir bandamenn við sköpun nýrrar Evrópu lýðræðis og frelsis. Innganga Pólverja í Atlants- hafsbandalagið hefði því fært sam- skiptin á hærra stig. Forsetinn lagði einnig áherslu á að tvíhliðatengsl ríkjanna hvað viðskipti og menn- ingu varðar hafi ætfð verið traust og þakkaði hann sérstaklega öllum þeim Pólverjum sem í seinni tíð hafa átt þátt í að efla fslenskt þjóðfélag. „Hin mikla þróun íslenskrar tónlist- ar á síðustu áratugum hefði ekki átt sér stað með þeim hætti sem raun ber vitni ef mikilhæfra pólskra lista- manna hefði ekki notið við hér á Iandi,“ sagði forsetinn. Á fundi forsetanna á Bessastöðum var rætt um framtíð Atlan- tshafbandalagsins, samskipti Evrópuríkjanna innan þess og mikil- vægi þess að viðhalda markmiðum og hlutverki bandalagsins þar sem bandamenn í Evrópu og Norður- Hann sagði að það væri rökrétt framhald á enduruppbyggingu landsins. Áður en forsetinn kvaddi Alþingi ræddi hann við nokkra fulltrúa þingflokkanna og ritaði nafn sitt í Ameríku koma saman á jafnræðis- grundvelli. Auk efldra samskipta ríkjanna með inngöngu PóIIands í Atlantshafsbandalagið sagðist Ólaf- ur Ragnar jafnframt fagna fyrir- hugaðri aðild Póllands að Evrópu- sambandinu, sem vegna tilurðar EES-samningsins, gæti orðið til þess að efnahagsleg tengsl ríkjanna yrðu aukin. Kwasniewski sagðist fagna því að vera hér á landi og njóta vinskapar og gestristni íslensku þjóðarimiar, ekki sist í ljósi þess að hinn 12. mars á síðasta ári hefði forseti íslands verið í Póllandi, orðið vitni að og (ekið þátt í hinum sögulega degi er landið gekk í Atlantshafsbandalag- ið. Kwasniewski sagði að mikill áhugi væri á hreyfingu í átt að auk- inni getu og þátttöku Evrópuríkj- anna innan hemaðararms Atlants- hafsbandalagsins en í því tilliti væri afar mikilvægt að á undan færi op- inská og hreinskilin umræða um framtíð bandalagsins og hvemig unnt væri að sameina ólík sjónar- mið. Hvað þetta varðar taldi Kwasn- iewski stefnu og afstöðu Islands og Póllands vera afar svipaða. Kwasniewski sagði að á undan- fömum cllefu ámm hefðu miklar breytingar orðið í landi sínu. Friður gestabók þingsins, þá færði hann þinginu gjöf frá pólsku þjóðinni. í Höfða tók Helgi Pétursson, varaforseti borgarstjórnar, á móti forsetahjónunum og gaf þeim bók um ísland að gjöf og geisladisk með Kuran Swing. Helgi fjallaði stutt- lega um sögu Höfða og þá sérstak- lega leiðtogafundinn 1986, þegar Reagan og Gorbatsjov hittust og ræddu afvopnunarmál og það þegar íslendingar komu fyrstir þjóða á stjórnmálasambandi við Eystra- saltsríkin í Höfða árið 1991. Þá var boðið upp á léttar veitingar og var forsetanum sýnt myndband frá leiðtogafundinum 1986 og fundinum árið 1991. Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar, tók á móti forseta- hjónunum í Árnastofnun. Þar voru þeim sýnd mörg af merkustu hand- ritum þjóðarinnar, svo sem Kon- ungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók og Staðarhólsbók Grágásar. Vé- steinn fjallaði um sögu handritanna og þá sérstaklega sögu Árna Magn- ússonar. Ólafur Ragnar sagði að mikið af þeim atburðum sem lýst væri í handritunum hefði átt sér stað á Þingvöllum, en þar munu for- setahjónin snæða hádegisverð með forsætisráðherra og frú á morgun. í dag munu þau einnig heim- sækja Granda, Listasafn íslands og Nesjavelli, en þau halda síðan af landi brott um klukkan 18.30. hefði ríkt, ekki bara í sögu landsins heldur einnig í bjarta Pólverja sjálfra. í PóIIandi væri tímabilið eft- ir kalda stríðið túnabil mikillar reynslu og aukins skilnings og þroska. Eftir árið 1989 hefðu Pól- verjar þurft að taka afstöðu til nýrr- ar stöðu heimsmála og á þeim árum hefði hann sjálfur tekið þátt í hrmg- borðsumræðum þar sem framtíðin var rædd og ákveðin. „Það var okk- ar skilningur að Atlantshafsbanda- lagið hefði, á undangengnum 50 ár- um, verið styrkasta stoð öryggis - ekki aðeins í Evrópu heldur veröld- inni allri. Bandalagið stóð vörð um mikilvægustu gildi okkar tíma, lýð- ræði og mannréttindi, og beitti aldrei valdi gegn aðildarríkjum," sagði Kwasniewski og benti á sögu Varsjárbandalagsins íþeim efnum. „í dag horfir málið svo við að í Ijósi almenningsálitsins heima fyrir og breiðrar pólitískrar samstöðu um aðildina þá njótum við afar sterkrar stöðu innan bandalagsins og erum því afar virkir þátttakendur í að- gerðum þess,“ sagði forsetinn. „Nú, ári eftir inngöngu okkar í bandalagið er ég þess fullviss að ákvörðunin um aðild var rétt og að hún hafi verið í þágu Póllands, Evrópu og Atlantshafsbandalagsins í heild sinni." <D ] BM'VMIÁ Söludeild i Fomalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Byggingaráðgjöf Tryggðu þér bestu lausnirnar ef þú ert að byggja eða breyta. Kynntu þér byggingaráðgjöf á www.bmvalla.is www. bmvalla.is N ánir bandamenn við sköpun nýrrar Evrópu I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.