Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 ÍB UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SAMFÉLAG er flók- ið fyrirbæri. Þar eiga að búa í sátt og sem bestu samlyndi ýmsir hópar með ólíkar skoðanir, langanir og hneigðir. Oftast er það þó svo að ríkjandi skoðanir, við- teknar langanir og al- mennar hneigðir setja mark sitt á samfélagið. * Okkar íslenska sam- félag er t.d. samfélag gagnkynhneigðra. Lesbíur og hommar hafa sýnt þeirri stað- reynd umburðalyndi og munu eflaust gera áfram en þeim er mildl- vægt ekki síður en öðrum þegnum samfélagsins að finna að þau eiga sér málsvara, eldd bara á meðal samkyn- hneigðra heldur ekki síður á meðal gagnkynhneigðra. Eins og öllu öðru fólki er þeim nauðsynlegt að eiga stuðningsmenn sem hægt er að leita til, aðstandendur sem skfija vanda- málin, vini sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að líf þeirra verði jitamingjuríkL Mismunun Samkynhneigðir hafa líka átt sér málsvara á Alþingi Islendinga á um- liðnum árum. Lög um staðfesta sam- vist voru samþykkt á Aiþingi í júní 1996 og sama ár var sett ákvæði í al- menn hegningarlög um að bannað væri hér á landi að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Vandinn er bara sá að þrátt fyrir þrotlausa baráttu samkynhneigðra og .beirra sem vilja leggja málum þeirra ' nð hafa þessi lagaákvæði ekki verið að fullu virk. Þau hafa ver- ið til í orði en ekki á borði I hálfan áratug eða svo hefur ekki mátt mismuna fólki á Islandi á grundvelli kynhneigð- ar. Á hinn bóginn hafa hins vegar, svo dæmi sé tekið, gilt önnur lög sem einmitt fela í sér slíka mismunun. Það er einmitt þess háttar ákvæði sem leit- ast er við að leiðrétta með breytingartillögu sem lögð var fram - og samþykkt - á Alþingi nýverið. Með samþykkt hennar er ákveðinn sig- ur unninn því nú liggur fyrir, staðfest í lögum, heimild tíi þess að hommar og lesbíur geti ættleitt böm maka síns á sama hátt og gerist í gagnkynhneigð- um samböndum. Börn í samkynhneigðum fjölskyldum Hér á landi má ætla að um þessar mundir alist u.þ.b. eitt þúsund böm upp í samkynhneigðum fjölskyldum. Þessi áætlun um fjölda byggist á við- miðunum við aðrar þjóðir. Þó við Is- lendingar teljum okkur um margt sér- stæða þjóð emm við nú ekld sérstæðari en svo að í Ijós hefur komið að á flestum sviðum em hlutfallstölur hér svipaðar og í öðmm löndum, t.d. era hér hlutfallslega jafnmargir örvhentir og meðal annarra þjóða, fjölburafæðingar em hér ámóta al- gengar og annars staðar, hlutfall karla og kvenna er svipað o.sirv. Og þá má einnig ætla að hér búi álíka margir samkynhneigðir og annars Mannréttindi Ef við meinum eitthvað með því að segja að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar, seg- ir Kolbrún Halldórs- dóttir, liggur í augum uppi að börn sam- kynhneigðra hljóta að eiga sama rétt og börn gagnkynhneigðra. staðar í heiminum. Ef mið er tekið af þessum staðreyndum má sem sagt ætla að um eitt þúsund böm á íslandi búi í samkynhneigðum fjölskyldum. Rannsóknir Örfáir þeirra sem tekið hafa þátt í umræðunni um stjúpættleiðingar samkynhneigðra hafa haldið því fram að hætt væri við að böm sem ælust upp í slíkum fjölskyldum hlytu síðra uppeldi en í annars konar fjölskyld- um, væm jafnvel verr upp alin eða verr um þau hugsað. Það er reyndar ótrúlegt að til sé fólk sem haldið er nógu miklum fordómum til að halda slíku fram. Hið sanna er að rannsóknir frá mörgum löndum sýna og staðfesta að samkynhneigðir em nákvæmlega jafngóðir uppalendur og gagnkyn- hneigðir, rétt eins og örvhentir era jafn góðir uppalendur og rétthentir. Dæmi um annað byggjast því ekki á kynhneigð viðkomandi heldur ein- hverjum allt öðmm þáttum - sem eins gætu haft áhrif á heimilislíf og bama- uppeldi í gagnkynhneigðri fjölskyldu. Samkynhneigðir elska bömin sín rétt eins og aðrir. Þeim er jafnmikil- Stjúpættleiðing samkynhneigðra Kolbrún Halldórsdóttir ---------------------------------------:-------------------------------------- Blaðauki Morgunblaðsins laugardaginn 20. mai Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 15. maí AUar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeildí síma 569 1111. JtjjrgiwIWaMfo AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is '$r_ vægt og öðrum foreldmm að ala böm sín upp við góðar aðstæður, öryggi, ástúð og umhyggju. Ef við meinum eitthvað með því að segja að ekki megi mismuna fólki á Islandi vegna kyn- hneigðar liggur í augum uppi að böm samkynhneigðra hljóta að sjálfsögðu að eiga sama rétt og böm gagnkyn- hneigðra. Mannréttindabarátta Baráttan fyrir rétti til sjúpættleið- inga samkynhneigðra er mannrétt- indabarátta. Hún varðar mannrétt- indi samkynhneigðra í staðfestri samvist. En umfram allt snýst hún samt sem áður um réttindi, hagsmuni og velferð þeirra bama sem um ræðir. Þetta em böm sem sækja félagslegt og réttarfarslegt öryggi sitt einungis til þess kynforeldris sem þau búa með. Þetta em böm sem eiga ekki kost á slíku frá hinu kynforeldrinu, í sumum tilfellum vegna þess að það er látið en í öðrum tilfellum vegna þess að það vill ekki af baminu vita og hef- ur afsalað sér forsjá þess. Við hlið þessa bams stendur sjúp- foreldri sem tekur þátt í uppeldi þess, en hefur samkvæmt þeim lögum sem gilt hafa til þessa ekki mátt ættleiða bamið. Með breytingunni sem Alþingi samþykkti með einlægum stuðningi í síðustu viku verður hins vegar mikii réttarbót í lífi þess. Það öðlast sömu mannréttindi og önnur böm sem búið hafa við nákvæmlega sömu aðstæður í gagnkynhneiðri fjölskyldu. Með þessari lagabreytingu var mikilvægt skref stigið - en ekki sér- lega stórt. Margt er enn óunnið til að tryggja jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Þau mál verða ekki gerð að frekara umtalsefni að sinni heldur þakkað þeim sem hafa verið nógu fordómalausir og umburð- arlyndir til að styðja þetta mikilvæga mannréttindamál. Höfundur er alþingismaður. Menningarmál- þing í Hafnarfírði Menningarmálþing verður haldið í Bæjar- bíói í Hafnarfirði 13. maí nk. Fyrir rúmum tveimur áram stóð menningarmálanefnd Hafnarfjarðar fyrir svipuðu þingi sem tókst með miklum ágætum. Á því málþingi veltu menn því m.a. upp hvort hafnfirsk list hefði sérkenni og þá hvort slíkt væri hollt eða ekki og eins var rætt um Listahátíð Hafnarfjarðar, hvemig þær hátíðir vora og hvort endurtaka ætti. Þarf vart að geta um að sitt sýndist hverjum. Á komandi þingi verður spumingum um stefnu í menningarmálum velt upp, safnabænum gefinn sérstakur gaumur og rætt um stjómun menn- ingarmála í sveitarfélögum almennt. Um þessar mundir em flest sveit- arfélög að undirbúa stefnumótunar- plögg sín í menningarmálum, enda ljóst að stefnu þarf rétt eins og í skipulags- eða skólamálum. Ekki bara stefnu stjómmálaflokkanna heldur langtímastefnu. Mikilvægi málaflokksins er ekki lengur dregið í efa, enda þótt einungis sé bundið í lög að sveitarfélög skuli hafa bókasafn og að kennd sé tónmennt í grann- skólum. Kannanir hafa leitt í ljós að menningarframboðið eða ímyndin í menningarmálum virðist ráða miklu um hvar menn velja sér að búa. Söfnin vel þess virði Á þeim menningarmálþingum sem ég hef sótt er yfirleitt rætt um tvö efni; bamamenningu og erfiðleika myndlistarmanna að koma list sinni á framfæri. Hér ætla ég ekki að ræða seinna málið en huga aðeins að þeirri gagnrýni sem við sem vinnum að menningarmálum sveitarfélaga fáum oft að heyra. Af hveiju er ekki hugað að menningarframboði fyrir börnin okkar? Nú er það svo að alltaf þegar slíkar spumingar koma upp er auð- velt að benda á það sem þó er gert. Hér í Hafnarfirði er blómlegt menn- ingarlíf í félagsmiðstöðvunum og er haldin hér menningarhátíð unga fólksins. Þá em söfnin boðin og búin að taka á móti skólaheimsóknum og eins er hægt að komast í mynd- listarnám og í aðrar listgreinar hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. Það sem ég tel hins vegar vera galla í menningarumhverfinu er hversu lauslega heimsóknir skólabarna á menningarstofnanir okkar em tengdar námsefni. Söfnin taka á móti hundraðum bama á ári en langflest koma í desember og maí. Flestir for- stöðumenn safna og safnakennarar kvarta undan þessu. Heimsóknir skólabarna hafa þannig aukist frá fyrri áram en era hugsanlega ekki eins lærdómsríkar, þar sem ekki er búið að vinna kennsluefni með heim- sóknunum og þær famar eftir próf. Flestir foreldrar fá að vita af safnaheimsókn- unum en lítið meir, ekki hvað börnin sáu og hvernig unnið var úr heimsókninni. Ég tel brýnt að heim- sóknir í söfn og vinna með því fólki sem þar ræður ríkjum verði sett í stefnumótunarplöggin bæði hvað varðar skóla- og menningarmálin. Það er synd að nýta sér ekki þá miklu þekkingu sem þar er að finna og eins og við vitum er áhugi á menningu lærð- ur, það fæðist enginn menningar- þenkjandi. Menningarleg ímynd Kannski verður þetta rætt á menningarmálþingi í Hafnarfirði, kannski ekki. Én eitt er víst, að sveit- Menning Menningarlíf sveitarfé- laga er metið að stórum hluta eftir ímynd, segir Marín Hrafnsdóttir, og ímynd hefur ekki bara huglæga merkingu heldur líka fjárhagslega. arfélögin sjá nú sína sæng uppreidda í því að vera sem mest og best í menningarmálum og er það vel. Það neitar því enginn að menningarlíf sveitarfélaga er metið að stóram hluta eftir ímynd, og ímynd hefur ekki bara huglæga merkingu heldur líka fjárhagslega. Það er fjárhags- legt tap fyrir sveitarfélag ef lítið er að gerast í menningunni og ef áhugi manna á starfseminni er í lágmarki. Frumkvæði og metnaður flokkast andstætt hinu sem jákvæð ímynd og það er menningunni nauðsyn að um hana myndist öflug umræða. Vert er að benda á að framleiki getur alveg eins falið í sér að gefa gaum að því sem við eigum, að gera hlutum sem okkur finnast sjálfsagðir hærra und- ir höfði, sem kemur aftur að mikil- vægi safnanna. Og hver sagði aftur; „því meira sem hlutirnir breytast því meira verða þeir eins“. Kannski er mesti frumleikinn og fjörið á söfnun- um? Að lokum hvet ég þig, lesandi góð- ur, að mæta á menningarmálþingið í Bæjarbíói og taka virkan þátt í að leggja drög að stefnumótunarplaggi okkar í Hafnarfirðinum. Höfundur er menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. Marin Hrafnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.