Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 56
5.6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sköpun velgengni SKAPANDI ein- staklingar eru oft spurðir með mikilli for- vitni og eftirvæntingu: „Hvernig datt þér þetta í hug?“ Sá sem spyr bíð- ur svo með öndina í hálsinum eftir því að honum sé vísaður veg- ■tirinn að þeirri upp- sprettu sem þeir eru tengdir við. Margir segja eflaust við sjálfa sig að það að vera skapandi sé náðar- gáfa. Eg held því hins veg- ar fram að þetta sé spurning um það hvemig við beitum huganum. I okkar samfélagi er lögð ofur- áhersla á að tengja hugsun við orð. Fæstir gera sér hins vegar grein fyrir því að orð eru einungis eitt tjáningar- form hugans og það að hugsa í orðum getur heft hugsun okkar. Ef við náum að mynda þögn í huganum getum við kítimist handan við orðin og inn í óra- víddir hugans. Það kannast hins veg- ar flestir við það hversu erfitt það er að mynda þögn í huganum. Það er eins og einhver partur hans geti ekki þagnað eða vilji ekki þagna. Eg þekki þetta mjög vel af eigin reynslu. Ef ég mynda ekki meðvitað þögn í hugan- um er ég að tala við sjálfan mig, spila lög, hugsa um hvað aðrir eru kannski að hugsa um mig, hafa áhyggjur af vandamálum sem eru ekki til, skil- greina heiminn sem ég lifi í, dæma ^jya í huganum, hugsa um það sem eg gerði í gær, o.s.frv. Versti huglægi ávaninn sem ég hef er þó að telja upp- hátt í huganum hvað það sem á vegi mínum verður. Það er ekki öll vitleys- an eins og það er eflaust persónu- bundið hvaða huglægu afþreyingu fólk velur sér. Eitt er þó víst að nær enginn lifir í algjörri innri þögn. Eg sé í dag að öll mín sköpun fer fram í innri þögn. Þegar ég er að skapa eitthvað sekk ég svo djúpt nið- ur í það sem ég er að gera að ég hrein- lega gleymi að tala við sjálfan mig í huganum á sama tíma. Ég er þá ekki að velta því fyrir mér hvað sé í sjónv- arpinu í kvöld eða að hugsa um það hvað mér leiddist mikið í fyrradag. Ég er þá al- gjörlega í augnablikinu og það er eining á milli hugsana og fram- kvæmda og þögnin í huganum er eins og brú á milli drauma og veru- leika. Um leið og ég byrja að hugsa um eitt- hvað sem tengist ekki stað og stund eða byrja að tala við sjálfan mig í huganum rofnar sú þögn og einbeiting sem ríkti og það flæði sem égvarí stöðvast. Þá er ég búinn að að- skilja mig frá því sem ég var að gera og hugurinn er um leið kominn í gamla rótgróna farvegi og hugarflug- ið endar með brotlendingu. Margir Tilvera Ef við náum að mynda þögn í huganum telur Jóhann Breiðfjörð að við getum komist hand- an við orðin og inn í óra- víddir hugans. gera sér ekki grein fyrir þvi af hverju þeir ættu að vera að hafa fyrir því að mynda þögn í huganum eða hvernig þeir eigi að gera það. Hingað til hefur helst verið bent á hugleiðslu sem aðferð til að mynda þögn í huganum en hugleiðsla er ekki sérlega hentug fyrir Vesturlandabúa að mínu mati. Sú leið sem hefur sýnt sig að hent- ar okkur betur er sprottin frá frum- byggjum Mexíkó. Hún gengur út á að metta hugann af skynjun á umhverf- inu með því að beita skynfærunum á vissa máta. Þetta á sérstaklega við sjónskynjun okkar þar sem innra skvaldrið tengist henni. Flestir þekkja það að týnast í eigin hugar- heimi og taka ekki eftir því sem gerist í kring um þá. Þetta virkar líka á hinn Jóhann Breiðfjörð Upplýsinga- • X j • • >c • / miöstoöin í Borgarnesi HINN 13. apríl sl. opnaði Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra formlega Upplýsinga- og kynningar- miðstöð Vesturlands (UKV) sem staðsett er í húsnæði Framköllunar- ýþjónustunnar ehf. við Brúartorg í Borgarnesi. Fyrirtækið UKV var stofnað 2. júní 1999 í Borgamesi og voru stofn- aðilar 72. Þar af voru sveitarfélög á Vesturlandi með langstærsta stofn- hlutinn og sýndu með því að þeim var mjög í mun að vel tækist til með stofnun þessa fyrirtækis. Tilgangur félagsins er að starfrækja eina móð- urstöð upplýsingasöfnunar og -miðl- unar á Vesturlandi, einnig að veita innlendum og erlendum ferðamönn- um upplýsingar um framboð ferða- þjónustu á Vesturlandi, sem og á (fedsvísu, og að beina ferðamannast- raumi til Vesturlands. Gert er ráð fyrir að UKV verði samstarfsvettv- angur sameiginlegra markaðsmála ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Það er von okkar sem stöndum að þessu fyrirtæki að vel takist til, því þar fara saman hagsmunir sveitarfé- ijaga og ferðaþjónustuaðila. Það er nqög mikilvægt að allir ferðaþjón- ustuaðilar á Vesturlandi standi vel við bakið á skrifstofu UKV, veiti henni upplýsingar, líti við þegar þeir eiga leið um og gefi henni eins mik- inn styrk og hægt er. Þá er líka mjög Ferðaþjónusta Það er von okkar, sem stöndum að þessu fyrirtæki, segir Gunnar Sigurðsson, að vel takist til, því þar fara saman hagsmunir sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila. áríðandi að sveitarfélögin á Vestur- landi, Ferðamálasamtök Vestur- lands, Ferðamálaráð íslands og Ferðamálasamtök Islands ásamt eignaraðilum, tryggi nægilegt fjár- magn til rekstrar UKV á ársgrund- veginn. Ef athyglin á umhverfinu er algjör getur maður ekki hugsað um óþarfa hluti á sama tíma. Hugurinn er því annaðhvort fullur af orðum eða fullur af skynjun. Það að tæma hugann af orðum með því að fylla hann af skynjun hefur ým- islegt fýsilegt í för með sér því að flestar okkar hugmyndir um okkur sjálf eru einungis hugmyndir sem enginn fótur er fyrir í því sem við köllum raunveruleika. Flestir kann- ast við hugsanir á borð við: „Ég get þetta ekki. Ég kannþetta ekki. Ég er svo lélegur í þessu. Ég get aldrei skil- ið þetta. Ég er ekki nógu gáfaður til þess að ná þessum árangri. Þetta er nú örugglega ekki neitt íyrir mig. Mér misheppnast þetta örugglega. Þetta er nú allt of mikil vinna. Þetta er of flókið. Ég hef ekki tíma fyrir þetta, o.s.frv....“ Þegar það ríkir þögn í huganum eru þessar raddir ekki til staðar. Það sem við sjáum þá jafnvel er að við getum framkvæmt það sem hugurinn reyndi að telja okkur trú um að við gætum ekki. Margir segja að þeir trúi því sem þeir sjá en í raun er þessu öf- ugt farið. Við sjáum það sem við trú- um. Það sem eftir situr þegar við er- um ekki að masa í huganum er haf af möguleikum og þekkingu sem leynd- ist handan við orðin og við getum byrjað að tengjast á stað og stund í okkar innri þögn. Það er vel þekkt að við nýtum einungis 4-5% af heilanum og höfum ekki aðgang að restinni. Við höfum lært að blaðra við sjálf okkur í huganum og hugsa um einhverja vit- leysu til að forðast þá víðáttu sem rík- ir inni í okkur og margir kjósa fremur að lifa í heimi hversdagslegra þarfa, örvæntingar og vonleysis en að hætta sér inn í hið óþekkta . I hinum hvers- dagslega heimi og okkar persónulega víti erum við að minnsta kosti þaulk- unnug landslaginu og líður eins og heima hjá okkur. Dyrnar út eru þó alltaf ólæstar. Spurningin er hvort við þorum að opna þær? Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá nánari útskýrimgar þá verð ég með fyrirlestra í Gerðubergi í maí. Heiti íyrirlestranna er „Sköpun og vel- gengni" þar sem báðir þessir þættir fylgja í kjölfarið ef maður nær að venja sig á innri þögn í stað skvald- urs. Fyrirlestramir verða haldnir í Gerðubergi mánudaginn 15. maí og fimmtudaginn 18. maí og hefjast báð- irklukkan 20:00. Höfundur starfaði sem hönnuður og tæknilegur ráðgjafi hjá LEGO f fimm ár. Hver er hugurinn? Á SAMA tíma og íslenska þjóðkirkjan undirbýr ótrúleg veisluhöld, mest sjálfri sér til dýrðar, ganga kirkjunnar menn fram á sjónar- sviðið og blása til söfnunar svo losa megi indversk börn úr ánauð. Það er göf- ugt markmið og gott. Þeir segja að það kosti aðeins 5.000 krónur að losa eitt barn ur ánauð. Það þarf svo sem ekki Birgir Hólm töluglöggan mann til Björgvinsson að sjá að fyrir hverjar hundrað milljónir sem dregið yrði úr kostnaði vegna væntanlegrar hátíðar væri hægt að losa 20.000 börn úr ánauð. Ég hef velt því fyr- ir mér, hvort ætli sé guði þóknan- legra að gæta hófs á tímamótum, eyða litlu fé og láta frekar það sem Sjómennska Það er að takast að gera sjómennsku, segir _______Birgir Hólm_________ Björgvinsson, eins óvistlega og hugsast getur. af gengur renna til þeirra sem lifa við fátækt og örbirgð og eins til þeirra sem era í ánauð. Ég verð að segja að mér þykir sem kirkjunnar menn séu ekki að- eins að fara fram úr sjálfum sér, heldur öllu velsæmi. Á sama tíma og þeir benda á nauðir annarra og kalla eftir hjálp samþykkja þeir og þiggja sífellt meiri og meiri pen- inga til að gera væntanlega hátíð sem umfangsmesta. Ég hef ekki smekk fyrir þesskonar háttarlagi. Það er fleira sem ég hef ekki smekk fyrir og það er þetta tak- markalausa dekur við menningu. Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður UKV, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Magnús Oddsson ferðamálastjóri við opnun UKV. velli. Með stofnun UKV ehf. í júní sl. og nú með opnun upplýsingamið- stöðvar verður að treysta því að ekki sé verið að gera tilraun heldur sé verið að byggja upp fyrirtæki til framtíðar. Því flestir era sammála því að einhver mesti vaxtarbroddur í íslenskri atvinnuuppbyggingu sé í ferðaiðnaðinum og þar séu upplýs- ingaskrifstofur lykilatriði. Ferðamálaráð Islands á aðild að rekstri alls átta upplýsingamið- stöðva á þessu ári og samkvæmt fjár- hagsáætlun ráðsins er 15 milljónum króna varið til samstarfsins við þær. Nýlega gerðu Ferðamálaráð og Upplýsingamiðstöð Vesturlands samkomulag sem er hliðstætt sam- komulagi við aðrar upplýsingamið- stöðvar og samkvæmt því mun Upp- lýsingamiðstöð Vesturlands staifa eftir ákveðnum gæðareglum, en framlag Ferðamálaráðs til miðstöðv- arinnar era 1.250 þúsund krónur í ár. Vesturland hefur upp á svo margt að bjóða, íslenskum sem erlendum ferðamönnum, þar era margar af fegurstu perlum landsins, Snæfells- jökull, Húsafell og Reykholt, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er það í höndum okkar Vestlendinga að fjölga ferðamönnum á Vesturlandi og því er samstaða ferðaþjónustuað- ila á Vesturlandi nauðsynleg. Sigríð- ur Hrönn Theodórsdóttir atvinnu- ráðgjafi og ferðamálafulltrúi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hefur að mestu unnið að þessu máli og mun hún hafa yfiramsjón með skrifstofu UKV. Era henni færðar þakkir og eins stjórn SSV ár- in 1998 og 1999 sem sýnt hefur mik- inn áhuga á framgangi þessa máls. Stöndum saman. Höfundur er formaður stjórnar Upplýsinga- og kynningar- miðstöðvar Vesturlands. Reykjavíkurborg gengur þar á undan og nú virðist sem endalaust sé til af peningum. 700 millj- ónir eru sagðar hafa farið í að breyta Hafnarhúsinu í Lista- safn Reykjavíkur. Það er ekki laust við að það hafi runnið tvær grímur á flesta sem hafa skoðað þetta safn, safnið sem kost- aði 700 milljónir. Þetta er ekkert annað en tröllvaxinn hálf- kláraður bílskúr. Það voru til nógir peningar til að búa til listasafn og það eru til nógir peningar til að gera einkasnyrtingu fyrir ráðherra og allt á sama tíma og ekki er hægt að kaupa tæki til lækninga nema félagasamtök safni fyrir þeim. Kannski hefði gengið seint að selja ljósaperur til að safna fyr- ir salerni svo einn ákveðinn ráð- herra í ríkisstjórn íslands þyrfti ekki að nota sama salerni og vinnufélagar hennar. Nú er brostið á verkfall háseta á kaupskipum. Það hefur ekki verið hægt að verða við kröfu þeirra um 100 þúsund króna grunnlaun á mánuði, laun til manna sem era meira og minna frá heimilum sín- um. Eimskip segir nei við þessari kröfu og það nánast á sama tíma og félagið lét frá sér tugi milljóna í bókasafn fyrir vestan haf. Á sama tíma gafst Eimskip upp á að hafa fyrrum fíkniefnaneytendur og róna í húsræfli sem félagið á í Hafnarfirði. Rónarnir fyrrverandi eru frekar blankir og gátu ekki borgað svo Eimskip vildi þá út úr húsræflinum. Ekki vegna þess að aðrir vilji leigja húsið, nei rökin eru svo sem engin. Að hluta til eru það sömu menn sem nú verða á götunni, vegna þessa máls, og Eimskip hefur kvartað undan í miðbæ Reykjavíkur. Munurinn er sá að mennirnir eru ekki í neyslu núna, þeir sjá líf framundan, en þá koma Eimskip og yfirvöld í Hafn- arfirði og komu þessu fólki á göt- una. Kannski heyrist næst í Eimskip þegar einhver ógæfumað- urinn pissar á harðviðarhurð Eimskipafélagsins, maður sem fyr- ir fáum dögum pissaði í salerni í lélegu húsi í Hafnarfirði, ekki átta milljóna salerni, en salerni samt. Það má svo sem reyna að skilja að Eimskip leggi fé til bókasafna í öðram löndum. Þriðjungur sjó- manna sem starfa hjá félaginu er jú erlendir sjómenn, en þeir fá ekki bókasafn, þeir fá ekki einu sinni mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Það er einmitt þess vegna sem þeir eru á skipum Eimskips. Eimskip er að nýta sér ömurlega stöðu þessara manna, ráða þá um borð og borga þeim langt undir því sem getur talist verjandi, sæmandi og þolandi. Þrátt fyrir það að Eimskip hafi fundið menn sem eru illa settir, menn sem neyðast til að sættast á ótrúlega lág laun er ekki hægt að sjá að það komi fram í lægra verði á flutningum Eimskips. Það er að takast að gera sjómennsku eins óvistlega og hugsast getur. Eimskip hefur eignast banda- mann í slæmri meðferð erlendra illa settra verkamanna. Páll Pét- ursson vill sem flesta erlenda verkamenn til landsins, sem verð- ur til þess að lægstu laun hér á landi verða áfram skammarlega lág. Eitt skilur þó Pál frá hinum, það er hægt að fyrirgefa honum þvi hann veit ekki hvað hann er að gera. Höfundur er stjómarmaður í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og ímið- stjóm Frjálsynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.