Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ íslenskur raunvísindamaður fær styrk og viðurkenningu „Stór rós í hnappagatið“ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá blaðamannafundi íslenska sjónvarpsfélagsins og Fíns miðils í gær. F.v. Sigursteinn Másson, fréttastjóri Skjás eins, Árni Þór Vigfússon, framkvæmdasljóri íslenska sjónvarpsfélagsins, C.J. Jones, framkvæmdastjóri Fíns miðils, og Valgeir Vilhjálmsson, markaðs- og sölustjóri Fíns miðils. Skjár einn og Fínn miðill hefia samstarf ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið og Fínn miðill undirrituðu í gær samning um samstarf fyrirtækj- anna tveggja. Árni Þór Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Islenska sjónvarps- félagsins, sem rekur Skjá 1, og C.J. Jones, framkvæmdastjóri Fíns miðils, lýstu báðir yfír mikilli ánægju með samning fyrirtækj- anna á blaðamannafundi sem fyrir- tækin efndu sameiginlega til í gær. Þeir sögðust eiga von á að um væri að ræða fyrsta skrefið í enn nán- ara samstarfi í framtíðinni. Samstarf fyrirtækjanna er £ þremur liðum. í fyrsta lagi munu fyrirtækin fara i sameiginlega markaðssókn og verja til hennar rúmlega 120 milljónum króna á næstu 24 mánuðum. Þar af mun 96 milljónum verða varið til beinna auglýsinga en afganginum í annað kynningar- og markaðsstarf. Opna sameiginlega útvarpsstöð næsta haust í annan stað munu Fínn miðill og íslenska sjónvarpsfélagið opna í sameiningu nýja útvarpsstöð næstkomandi haust. A þeirri stöð verða fréttir, fréttatengt efni, sam- félagsumfjöllun og spjallþættir all- an sólarhringinn. í þriðja lagi nær samstarfið til þess að fréttir á Skjá einum voru frá og með deginum í gær sendar út samtímis á Skjá einum og út- varpsstöðinni Létt 96,7. Bráðlega mun fréttum frá fréttastofu Skjás eins verða út- varpað á öllum stöðvum Fíns mið- ils alla virka daga. Þá munu fyrir- tækin enn fremur vera að kanna þann möguleika að standa sameig- inlega að morgunþætti, sem send- ur yrði út samtímis í útvarpi, sjón- varpi og á Netinu. ÍSLENSKUR stærðfræðingur, Davíð Aðalsteinsson, var í vor út- nefndur „Alfred P. Sloan Research Fellow“ og fékk um leið viðurkenn- ingu og ríflega þriggja milljóna króna styrk frá stofnun Alfred P. Sloan í Bandaríkjunum. Stofnunin er afar virt og veitir árlega 100 styrki til fræðimanna sem eru að hefja akademískan feril við bandaríska há- skóla á 6 sviðum raunvísinda. Ein- ungis 16 styrkir fara til stærðfræð- inga, að sögn Davíðs. „Þetta er ein af stóru rósunum í akademískt hnappagat," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið, en raun- vísindamennirnir eru tilnefndir af yfirmönnum þeirra. Davíð hóf störf sem aðstoðarpró- fessor við háskólann I Chapel Hill, Norður-Karólínu, síðastliðið haust en hafði áður lokið doktorsprófi í stærðfræði frá Berkeley-háskóla og starfað að rannsóknum við Lawrence Berkeley National Lab- oratory. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk BS-prófi í stærðfræði við Háskóla íslands áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum árið 1990. Davíð leggur meira upp úr viður- kenningunni sem honum hlotnaðist en styrknum, þótt hann vilji fráleitt gera lítið úr þýðingu hans. Hann segir að viðurkenningin muni líklega liðka fyrir framgangi sínum innan háskólans, en algengt sé að það taki um 6 ár að öðlast fastráðningu sem prófessor við háskóla í Bandaríkjun- um. Davíð kveður styrkinn ekki að- eins fela í sér viðurkenningu fyrir sig sjálfan, heldur líka fyrir deildina sem hann starfar við. Davíð getur notað styrkinn frá Sloan-stofnuninni nokkuð frjálst í starfi sínu. „Eg get til dæmis notað hann í tölvukaup, laun fyrir aðra eða ferðalög," sagði Davíð. Starfssvið hans við háskólann i Chapel Hill snýr að gerð hermilíkana. „Vanda- málin sem ég er að vinna við inni- halda hlutaafleiðujöfnur sem leysa þarf tölulega," sagði Davíð. Á meðal þess sem hann starfar að eru rann- sóknir á vökvaflæði. „Ég kom úr nokkuð hreinni stærðfræði og hægt og rólega hef ég verið að þrepa mig yfir í það sem hefur frekar nothæft gildi,“ sagði hann. Davíð segist kunna mjög vel við sig á hinum aka- demíska vettvangi, en hann hefur áhuga á því í framtíðinni að tengja rannsóknir sínar iðnaði frekar en nú er. Enn óvissa um þingslit FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10 og má gera ráð fyrir að hann verði nokkuð langur. Samkvæmt starfsáætlun átti að slíta þingi í gær en ekki er talið sennilegt að það takist fyrr en á laugardag í fyrsta lagi, enda mörg stór mál enn óafgreidd. Meðal þeirra eru frumvörp um mat á umhverfisáhrifum, sam- keppnislög, vegaáætlun fyrir árin 2000-2004 og frumvarp um afnám skattfrelsis forseta íslands, en það er á dagskrá þingsins í dag. Er ljóst að leita þarf afbrigða eigi mál- ið að komast til umræðu. Frumvarp um lögleiðingu ólymp- ískra hnefaleika er einnig á dag- skrá í dag og gætu spunnist fjörug- ar umræður um það. Ennfremur er líklegt að nokkrar umræður verði um frumvarp um starfsréttindi tannsmiða. Loks verður frumvarp utanríkisráðherra um varnar- samstarf íslands og Bandaríkjanna að öllum líkindum að lögum í dag. Athugasemd frá Úrvali-títsýn Formaður vinstri grænna gerir athugasemdir Ógeðfelld hrossakaup á bak við tjöldin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Úrvali- Útsýn: „Jóhannes Eiríksson, farþegi í páskaferð til Krítar með Ferða- skrifstofunni Úrval-Útsýn skrifar ferðasögu sína £ Morgunblaðið £ gær. Til útskýringar fyrir lesendur Morgunblaðsins og ekki síst fyrir þá 4.000 farþega sem nú þegar hafa bókað sig í ferð til Krítar £ sumar, viljum við koma nokkrum leiðrétt- ingum á framfæri. Skoðunarferð til Aþenu Úrval-Útsýn bauð upp 2ja daga/3ja nátta ferð á kr. 29.900. í þvf verði var innifalinn akstur frá hótelum að höfninni f Souda, sigling f tveggja manna klefa (ytri klefi) milli Krítar og Aþenu, skoðunar- ferð um Aþenu, aðgangseyrír að Akropolis, kvöldferð um Plaka- hverfið, gisting í eina nótt og morg- unverður á hóteli. Akstur til Pir- aeus, sigling til baka, akstur á hótel og islensk fararstjórn. Haft var i huga við skipulagningu ferðarinnar að til að njóta Aþenu væri tveggja daga dvöl nauðsynleg. Verðið, sem Jóhannes nefnir í sinni grein - er fyrir ferjukostnaði milli Krítar og Aþenu og er einung- is hluti af heildarverði ferðarinnar. Verð á bílaleigubílum Fjöldi bilaleiga er á Krít eins og á öðrum sólarstöðum Úrvals-Út- sýnar og hefur skrifstofan valið eina bílaleigu, sem uppfyllir ákveð- in skilyrði. Þau skilyrði eru t.d. að brugðist sé við i þeim tilfellum ef eitthvað kemur uppá. Hugsanlegir strandaglópar með bilaðan bíl fái aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á eyjunni. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að skipta við hvaða bílaleigu sem er. Þjónusta við farþega á Krít Við komuna til Krítar fá farþegar afhenta 20 bls. upplýsingahandbók, þar sem m.a. koma fram hagnýtar upplýsingar, sem farþegum geta gagnast, þ.m.t. almenningssam- göngur, læknisþjónusta, goðafræði, matarvenjur og grískt orðasafn. Jóhannes hvetur fólk til að læra kveðju- og ávarpsorð grískrar tungu. Við tökum undir það og hvetjum alla þá, sem hyggja á ferð til Krítar að skoða upplýsingahand- bókina okkar um Krít, sem farar- stjórarnir unnu á staðnum og er að finna á heimasíðu skrifstofunnar: urvalutsyn.is. Að lokúm þökkum við Jóhannesi góð orð í garð Krítverja, sem nú þegar hafa heillað þá 500 farþega sem notið hafa einstakrar gestrisni þjóðarinnar sl. vikur. Aldrei fyrr í sögu Úrvals-Útsýn- ar hefur nýr áfangastaður náð ann- arri eins hylli á jafn skömmum tíma.“ VIÐ upphaf þingfundar á Alþingi í gær mótmælti Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, harðlega skiptingu á auknum framlögum til vegamála sem samgöngunefnd ákvað á fundi sínum í fyrradag, og sem kynnt var í gær. Sagði Stein- grímur að skiptingin virtist hafa ver- ið ákveðin á bak við tjöldin með ógeðfelldum hrossakaupum og ekki væri hægt að sjá betur en að kjör- dæmi samgönguráðherra og for- manns samgöngunefndar fengju sér- staka meðhöndlun í tillögunum. Steingrímur tók fram að hann fagnaði að sjálfsögðu auknu fé til vegamála. Vinnubrögðin sem viðhöfð hefðu verið væru hins vegar fyrir neðan allar hellur. Þessar breyting- ar hefðu ekkert verið kynntar í þing- inu og þær væru jafnframt brot á öll- um venjum um að þingmannahópar kjördæma kæmu sér saman um skiptingu vegafjár þegar um al- mennar framkvæmdir í vegamálum væri að ræða. „Það horfir öll þjóðin upp á það,“ sagði Steingrímur, „að ástæða margra sólarhringa dráttar á því að samgöngunefnd kæmi málinu frá sér er hrossakaup á bak við tjöldin, þar sem verið var að togast á um gælu- verkefni manna sem eru þegar komnir í prófkjörsslag í sínum vænt- anlegu kjördæmum, Suðurkjördæm- inu og Vesturkjördæminu." Skynsamlegt í ljósi viðvarana Seðlabankans? Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks, sagðist telja eðlilegra að þingmenn gleddust yfir að verið væri að setja aukna fjármuni í vegamálin. Benti hún á að samgöngunefnd hefði af- greitt málið með sameiginlegu nefndaráliti sem benti til þess að ekki væri jafn mikill ágreiningur um málið og Steingrímur vildi vera láta. Sagði hún að lýðræðislega hefði ver- ið staðið að málum, það væri meiri- hluti í þinginu og hann réði. Um þessi orð Sigríðar Önnu sagði Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hins vegar að bæði hann og Jón Bjarnason, vinstri grænum, hefðu gert fyriivara er þeir skrifuðu undir nefndarálit sam- göngunefndar. Ennfremur væri gagnrýnivert hversu seint þetta mál væri unnið, einkum þegar það væri haft í huga að fyrirhugað hefði verið að slíta þingi í gær. Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, spurði hvern- ig það 9-10 milljarða króna viðbótar- framlag, sem nú hefði verið ákveðið til vegamála á næstu fímm árum, samræmdist viðvörunum Seðla- bankans um aukna þenslu og við- skiptahalla. Varpaði hann þeirri spurningu til fjármálaráðherra hvort þetta væru rétt og skynsamleg við- brögð af hálfu ríkisstjómar við þess- um viðvörunum. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjár- laganefndar Alþingis, sagði að líkleg þensluáhrif þessara framkvæmda yllu vissulega umhugsun en benti á að ekki væri verið að leggja til við- bótar framlag nú þegar, heldur tækju tillögurnar til áranna 2002- 004. Ósanngjarn málflutningur Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður samgöng- unefndar, sagði að þegar öll rök stæðu til þess að menn samgleddust yfir einhveijum mesta áfanga sem náðst hefði í vegamálum, tækju sum- ir stjómarandstöðuþingmenn upp á þeim ósið að hafa allt á hornum sér. Slíkt væri óþarfa handapat því ef vegaáætlun, með viðbótaráætlun- inni, væri skoðuð í heild, spannaði hún landið allt. Það væri sama hvar farið væri um landið, alls staðar væri verið að taka á mjög brýnum verk- efnum. Það væri mjög ósanngjarn málflutningur að stilla málum þann- ig upp að um væri að ræða gælu- verkefni og hrossakaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.