Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 47 MINNINGAR + Líney Sigurlaug Kristinsdóttir fæddist á Hofsósi í Skagafírði 28. des- ember 1913. Hún lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urlína Á. Gísladóttir frá Neðra-Ási í Skagafirði, f. 1880, d. 1967, og Kristinn B. Erlendsson, f. 1873 í Gröf á Höfða- strönd, d. 1951. Þau Sigurlína og Krist- inn bjuggu lengst af á Hofsósi. Líney var áttunda í röð tíu bama þeirra hjóna. Þau em: Kristín, bjó lengst í Bæ á Höfðast- rönd, Ingibjörg, á Hlemmiskeiði á Skeiðum, Gísli, Reykjavík, Hlemmiskeiði og víðar, Ásta, Siglufírði, Konráð, Reykjavík, Guðberg, Reykjavík, Guðmundur, dó á fyrsta aldursári, Erlendur, bjó í Mosfellsbæ, og yngst er Auður sem býr á Akureyri og er ein eftir- lifandi þeirra systkina. Auk þess átti Líney hálfsystur samfeðra, Margréti, sem búsett var á Sauðár- króki. Líney giftist 1934 Guðmundi An- toni Tómassyni, f. 1914, d. 1982. Foreldrar Antons voru hjónin Tómas Jónasson og Ólöf Þorkelsdóttir, búsett á Mið-Hóli og Hofsósi, Skagafirði. Líney og Anton eignuðust _ sex böm sem em: 1) Ólaf- ur Tómas, f. 1935, trésmiður, kona hans er Ásdís Dagbjarts- dóttir. Þeirra böm eru Dagbjartur, f. 1960, Líney, f. 1963, Steinunn, f. 1964, An- ton, f. 1967, Sigríður Margrét, f. 1971, og Anna Sigurlína, f. 1982. Bama- börn eru 15. Tómas á auk þess son, Hlyn Trausta, f. 1956 og á hann þijú börn. 2) Sigríður, f. 1938, hjúkrunarfræðingur, maður Hörð- ur Einarsson, d. 1999. Þeirra böm em Líney, f. 1963, d. 1986, Guð- finna, f. 1967, og Hrafnkell, f. 1973. Barnaböm eru fjögur. 3) Kristinn Gísli, f. 1942, múrari og bóndi, kona María Þórarinsdóttir. Þeirra börn em Sigurlína, f. 1967, Þórarinn, f. 1968, og Líney Sigur- laug, f. 1975. Bamabörn em fimm. 4) Þorkell Máni, f. 1946, d. 1999, múrari. Fyrri kona Erna Marlen. Þeirra böm em Guðmundur, f. 1970, Líney Magnea, f. 1975, og Ólöf Þóra, f. 1979. Ólöf á eina dótt- ur. Seinni kona Þorkels Mána var María Bjamadóttir, dóttir þeirra er Guðrún Telma, f. 1992.5) Sigur- lína Ásta, f. 1948, bóndi, maður Arnar Daðason. Synir þeirra eru Ásbjöm, f. 1969, Daði Steinn, f. 1971, og Hallur Freyr, f. 1977. 6) Auður Kristín, f. 1950, líffræðing- ur, maður Andrés Sigurðsson. Böm þeirra em Sigurlína, f. 1974, og Sighvatur, f. 1976. Líney og An- ton slitu samvistir. Seinni maður Líneyjar var Þorlákur Guðmunds- son, f. 1917, d. 1989. Foreldrar hans voru Guðmundur Gottskálks- son og Helga Sæmundsdóttir, bú- sett í Hveragerði. Líney ólst upp á Hofsósi og eftir barnaskóla var hún einn vetur í héraðsskólanum á Laugarvatni. Hún vann ýmis störf fram yfir tví- tugt en hóf búskap með Antoni á Hofsósi og bjó þar til 1952 er hún flutti ásamt bömum sinum og móð- ur til Hveragerðis. í Hveragerði var Líney forstöðukona Dvalar- heimilisins Áss í tæpa þijá áratugi. Frá 1982 vom Líney og Þorlákur búsett á Stór-Reykjavikursvæðinu. Lúiey tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, bæði á Hofsósi og í Hveragerði, m.a. var hún formað- ur verkakvennafélags á Hofsósi og átti sæti í hreppsnefnd Hveragerð- is. Útför Líneyjar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. LÍNEY SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR Hún amma mín hafði á sínum 86 árum upplifað einhverjar þær mestu tæknibreytingar í íslensku þjóðlífi, sem hægt er að hugsa sér. Frá torf- bæjum og sauðskinnsskóm til far- síma og internets. Ung fór hún að vinna, giftist og eignaðist böm. Fyrstu búskaparárin án nokkurra þeirra nútímaþæginda, sem okkur unga fólkinu finnst svo sjálfsögð. Hún hafði ekki einu sinni rennandi vatn. Það er því oft, er mér finnst óhreinatausfjallið vart yfirstígan- legt, að ég hugsa til hennar og hálf- skammast mín. Aldrei nokkurn tím- ann man ég eftir, að hún hafi talað um vinnuálag og tímaskort. Hún tók lífinu eins og það var, reyndi að njóta þess, sem það hafði upp á að bjóða, og velti sér ekki upp úr glötuðum tækifærum. Markmið hennar var ekki að ná öllu, heldur að gera það vel, sem hún tók sér fyrir hendur. Jákvæð, létt í lund, fjörug og stríðin em orð, sem lýsa henni vel. „Féll engan veginn inn í þá ímynd, sem ég hafði gert mér um ömmur,“ sagði Hafsteinn, maðurinn minn, um fyrstu kynnin við hana. Hún var ekki þessi virðulega, pilsklædda amma með uppsett hár, sem fylgdist með leik barnabarnanna úr fjarlægð. Hún vildi fá að vera með í fjöri'nu og oftast vom mestu fíflalætin í henni sjálfri. Síðustu árin hefur lífsorkan þó smám saman fjarað út og því held ég að hin eilífa hvíld hafi verið henni kærkomin. Þær hittast nú í himna- ríki nöfnurnar, hún systir mín og amma mín, og saman setja þær án efa svolítið „fútt“ í hið annars frið- sæla paradísarlíf. Fai- þú í friði, amma mín, og haf þökk fyrir allt og allt. Guðfinna. Elsku amma. Nú er þínu góða lífs- hlaupi lokið og minningarnar koma. Mikið var nú oft glatt á hjalla í jóla- og afmælisboðunum þínum í Bröttuhlíðinni. Spennandi var að fá að sofa í gestaherberginu, hitta þig upp á Elló og þú alltaf á hlaupum en áttir samt alltaf smá tíma fyrir okk- ur. Þegar þú sagðir okkur til um hina ýmsu hagnýtu hluti svo sem: Ekki draga lappirnar (skemmir skóna). Ekki bogra yfir hlutum, beygja hnén (betra fyrir bakið) og þannig mætti lengi telja. Við eigum svo margar góðar minningar sem við búum alla tíð að og viljum við kveðja þig og þakka þér með þessu sálmaversi að lokum: Far þú í friði, firiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð Guði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dagbjartur, Líney, Steinunn, Anton, Sigríður Margrét og Anna Sigurlína. Kvödd er kær móðursystir, Líney Kristinsdóttir. Með þessum minn- ingarorðum eru kveðjur frá systur- börnum hennar frá Bæ. Líney var ein af þessum hetjum sem þurftu að taka á í áföllum lífsins. Hún varð fyrir þeirri reynslu að standa uppi með sex böm, það yngsta í reifum, er Anton maður hennar greindist með alvarlegan sjúkdóm sem leiddi til þess að hún þurfti að yfirgefa heimili þeirra með börnin. Sem betur fer var hún ekki ein á báti. Hallfríður mágkona henn- ar tók dótturina Sigurlínu og ól hana upp sem sitt bam. Amma Sigurlína flutti með Líneyju til Hveragerðis þar sem Líney tók við forstöðukon- ustarfi við Dvalarheimilið Ás. Án ömmu hefði þetta verið hæpið. Amma hélt heimili með Líneyju og börnum hennar sem heima vom. Það var þeim báðum mikils virði að halda utan um hópinn. I Hveragerði hitti hún aftur skóla- bróður sinn frá Laugarvatni. Settu þau saman heimili sem var þeim báð- um til hamingju. Lúlli var bömum Líneyjar Ijúfur og góður og vom þau eins og hans börn. Líney var afar glaðsinna kona, alltaf átti hún eitt- hvað til að létta lund. Við Bæjarsystur, Sigurlína og ég, fóram ávallt í heimsókn til Líneyjar á Hrafnistu þar sem hún átti sitt her- bergi síðari árin. Hún sagði: „Það er vaktmaður hinum megin við gang- inn,“ og var það mikið öryggi fyrir hana sem hún mat að verðleikum. Oft er við Sigurlína systir mín kom- un í heimsókn, fengum við að sjá fjöl- skyldumeðlimi sem við höfðum ekki áður kynnst. En þannig er lífið í stór- fjölskyldunni, fólkið þekkist ekki. En við höfðum samkennd og það er í anda Líneyjar. Nú er yngsta systirin, Auður, ein eftir af hópi níu systkina og einnar hálfsystur, Margrétar Kristinsdótt- ur, sem Líney hafði gott samband við. Samband Auðar og Líneyjar var mikið og gott. Kæra Auður, Guð blessi þér minninguna um góða syst- ur. Kæra frænka, þér em færðar kveðjur úr Skagafirðinum sem ég veit að var þér svo kær. Fjölskyldu þinni sendum við systkinin frá Bæ og fjölskyldur okkar samúðarkveðjur og biðjum ykkur öllum Guðs bless- unar. Jófríður Bjömsdóttir. Sá er ríkur, sem á eða hefur átt kæra og eftirminnilega ættingja eða vini. Ég er ein þessara ríku, því Lín- ey Kristinsdóttir var móðursystir mín. Meðal fyrstu endurminninga minna em minningar um þessu góðu og glaðvæm frænku, sem kom stundum í heimsókn til okkar á Ak- ureyri alla leið frá Skagafirði - nánar tiltekið frá Hofsósi - og hafði þá gjarnan eitthvað af bömum sínum meðferðis og þá varð kátt í höllinni. En lífið var ekki leikur einn, það var oft óréttlátt og erfitt. Á miðjum fertugsaldri stóð Líney ein með sex böm á framfæri, öll innan við fimm- tán ára aldur. Á þeim tíma var ekki um neina félagslega aðstoð að ræða, svo maður minnist nú ekki á launa- jöfnuð eða fæðingarorlof eins og við búum við í dag, en hún átti fjöl- skyldu, sem lagði henni lið eftir mætti, eins og þeirra tíma siður var. Um þetta leyti urðu þáttaskil í lífi hennar. Leiðin lá suður í Hveragerði þar sem hún gerðist ráðskona á Elli- heimilinu Ási, sem var rekið af Gísla Sigurbjörnssyni, frænda hennar. Þar nutu atorka hennar og vinnu- semi sín einstaklega vel. Hún var nánast hamhleypa til verka og reyndist ekkert ómögulegt. Á hverju hausti tók hún gífurlegt magn af slátri, sauð kæfu og útbjó rúllupylsu eins og von væri á heilli herdeild í bæinn og þeir yrðu allir í föstu fæði hjá henni fram á vor. Þá prjónaði hún með slíkum ofurhraða að undur var á að horfa og flíkin birtist án nokkurrar viðvömnar. Aldrei heyrði maður hana kvarta yfir því sem mið- ur fór né allri vinnunni og útsjónar- seminni, sem hún varð linnulaust að sýna. Það afgreiddi hún einfaldlega á þann hátt, að hún þekkti aðra, sem hefðu það verra en hún. Börnin uxu úr grasi, fóm að heim- an og stofnuðu sínar eigin fjölskyld- ur. Líney kynntist og giftist seinni manni sínum og um hægðist hjá henni á ýmsan hátt. Síðustu árin var hún orðin þreytt og þrotin kröftum. í fyrravor varð hún svo fyrir þeirri sám raun, að missa son sinn Þorkel Mána eftir stutt en erfið veikindi. Þá var eins og slokknaði nánast á lífsneistanum enda öllum erfitt að lifa börnin sín. Þegar litið er til baka má draga saman, að einkenni þessarar hvunndagshetju vom glaðværð og glettni og á stundum allt að stjórn- laus gjafmildi og hjálpsemi. Slíkt .fólk á sér sjaldan óvildarmenn og þannig var því einnig farið með hana. Það er sagt að maður velji sér ekki foreldra eða ættingja, en hefði ég átt þetta val, þá hefði ég ekki hikað við að velja Líneyju í mitt lið og ég er þakklát fyrir að hún var þar. Guðrún Ámadóttir. Ertu kominn, skarfurinn þinn? spurði Líney mig þegar ég kom til hennar á Hrafnistu í fyrra, en þá hafði ég látið undir höfuð leggjast að heimsækja hana um tíma. Hún átti það til að kalla mig skarf þegar ég var lítill og hún var að ala mig upp. Því hagaði svo til að ég var settur í fóstur til hennar og Lúlla þegar for- eldrar mínir bmgðu sér til Banda- ríkjanna í ár. Þá var ég sjö ára. Það lá bókstaflega beint við að ég færi til hennar, því hún bjó beint á móti okk- ur í Hverahlíðinni og ég fór að venja komur mínar á heimili hennar löngu áður en ég man eftir mér. Svo þegar Bolli bróðir fæddist flutti ég til henn- ar; ég tók sæng mína og kodda, gekk yfir götuna og lét ekki bjóða mér að deila athyglinni með nýjum bróður sem ég þekkti ekki neitt. Enda fékk ég næga athygli hjá Líneyju og Lúlla. Þar var ég eins og kóngur í höll. Og það var áíkaflega gott að dvelja hjá Líneyju, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Líney var mér af- skaplega góð og var mér sem móðir. Hún var mér ströng þegar þess þurfti með og ég gaf tilefni til. Hún hélt mér vel til náms. Hún lét mig alltaf reikna tólf dæmi á dag og þá þurfti ég að reikna og lesa fyrir hana inni í eldhúsi á elliheimilinu því að hún var þá að elda og skipa fyrir á meðan ég lærði. Samt hlustaði hún á mig og fór yfir reikningsdæmin áður en ég hljóp út til að fara að brjóta rúður í gróðurhúsum með Sigga og Nonna. Maður var ekkert lyklabarn hjá Líneyju, heldur var ég með henni í vinnunni allan daginn. Hún var ráðs- kona á elliheimilinu og stjómaði þar af miklum skömngsskap. Eftir á að hyggja er það dálítið einkennilegt að vera að hálfu alinn upp á elliheimili, þegar maður hefði kannski átt að vera á barnaheimili. Ég er hins veg- ar viss um að það var miklu skemmtilegra. Þar var fóstra mín stöðugt nálæg og ég gat alltaf hlaup- ið inn í eldhús til Líneyjar ef ég varð hræddur við tautakallinn, Mumma mállausa eða aðra kynlega kvisti sem dvöldu á elliheimilinu. Það var skemmtilegt að alast upp á heimili Líneyjar. Hún átti barna- láni að fagna: Tommi og Sigga vora flogin úr hreiðrinu en Auður passaði mig og ók mér í vagni; Silla setti á sig þann svakalegasta augnskugga sem ég hefi augum litið og er það enn greypt í huga mér, hann var fagur- blár og minnir mig að Líney hafi gert einhverjar athugasemdir við þetta; Kiddi og Máni vom yfirtöffarar Hveragerðis, rökuðu sig berfættir í sparibuxunum en á ermalausumv hvítum bol. Mér fannst það ógeðs- lega töff. Svo sat maður á Blesa hjá Kidda og á mótorhjóli hjá Mána. Það gustaði af Líneyju, því hún var svo mikið hörkutól. Þegar mýs gerðu sig heimakomnar í eldhúsum húsmæðra í Hveragerði, þá var kall- að á Líneyju og hún kom, rak þær undir teppi og rotaði þær síðan með skrúbbnum. Þegar Gvendur eilífi hafði næstum fyllt herbergi sitt á elliheimilinu af rasli, þá stormaði hún inn til hans og spurði hvurslags þetta væri eiginlega og mokaði haugnum út. Einu sinni grenjaði ég-~ lengi af því að ég hafði komið of ná- lægt kleinupottinum hjá Líneyju í elliheimiliseldhúsinu. Hún þreif snöggt og ákveðið í handlegginn á mér og ég hélt að hún væri mér mjög reið. En svo var náttúmlega ekki. Hún var bara að forða mér frá sjóð- heitri feitinni. Það er síðan önnur saga að hún bjó til heimsins bestu kleinur. Mig minnir að hún hafi bak- að vikuskammtinn á þriðjudags- morgnum. Það vom þeir morgnar sem ég fór á fætur löngu á undan Líneyju og Lúlla því ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af nýbök- uðum kleinum á elliheimilinu. Það er til vitnis um hvaða hug við strákarnir bámm til Líneyjar að. þegar átti að sprauta okkur í skólan- um, þá stungum við Jónas á Bakka og Stebbi á Þórastöðum af vegna hræðslu við nálina, og fórum upp á elliheimili og vildum að Líney sprautaði okkur. Hún brosti að vit- leysunni í okkur og sannfærði okkur um að læknirinn ætti að gera þetta. Við sneram því við, vonsviknir, og fómm á stofuna til læknisins. Þegar maður komst á unglinsaár minnkaði samgangurinn við Líneyju og Lúlla. Ég kom þó oft í heimsókn til þeirra í Bröttuhlíðina og fékk allt- af niðursoðin jarðarber með þeyttum rjóma. Síðan rifjuðum við upp gaml- ar minningar og yljuðum okkur við þær. „Manstu þegar þú stalst hrís- grjónapakkanum úr Reykjafossi, skarfurinn þinn, og Kristján náði þér og þú hljópst inn í eldhús til mín og hágrést í nokkra klukkutíma á stóln- um við hliðina á eldavélinni? Svo þegar Pelli kom inn í eldhús ætlaðir þú alveg at tapa þér því þú hélst að hann væri Kristján í Reykjafossi því þeir vom báðir í hvítum sloppum. Það er góð tilfinning að hugsa aft- ur til bernskuáranna, sérstaklega vegna þess hve samofin þau voru Líneyju. Nú er hennar löngu og góðu ævi lokið. Megi hún hvíla í friði. Ég votta börnum hennar og öllum henn- ar niðjum mína dýpstu samúð. Kjartan Valgarðsson. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDA PÉTURSDÓTTIR, Ásavegi 7, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 10. ma(. Ásta Sigurðardóttir, Sveinn Sigurðsson og fjölskyldur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR JÓNSSON, Holtsgötu 39, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 10. maí. Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, Ingveldur Ragnarsdóttir, Guðmundur Theodórsson, Hilmar Árni Ragnarsson, Guðrún Langfeidt, Stefanía Koibrún Ragnarsdóttir, Bernd Beutel, Sigurður Ragnarsson, Juliana Grigorova, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.