Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 68
1 ^68 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Smáfólk 'f: BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sérréttindi samkynhneigðra Frá Sverri Halldórssyni: Á ALÞINGI okkar íslendinga hef- ur að undanfömu verið rætt um að úthluta enn einu sérleyfinu á ís- landi. Að þessu sinni snertir sér- leyfið málefni barna. Fram að þessu hafa landslög ein- ungis gert ráð fyrir því að foreldrar barns séu karl og kona. Sennilega af þeim ástæðum að börn verða yfir- leitt ekki til nema fyrir tilverknað beggja kynjanna. Hingað til hafa tveir einstaklingar ekki getað ætt- leitt saman barn nema þeir séu af sitt hvoru kyninu. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að breyta þessu, breytingarfrumvarp á lögum um staðfesta samvist. Verði frum- varpið að lögum þá verður til nýr forréttindahópur. Tveir einstakling- ar af sama kyni munu aðeins geta ættleitt böm ef þeir eru samkyn- hneigðir í staðfestri samvist. Tveir gagnkynhneigðir einstaklingar af sama kyni munu ekki eiga þess kost að ættleiða bam saman. Til dæmis er útilokað lagalega fyrir tvo gagn- kynhneigða vini eða vinkonur, systkini eða aðra sem búa saman, að ættleiða bam, þó svo að hagsmun- um barnsins sé með því vel borgið, t.d. ef sá sem ekki er kynforeldri er fjársterkari, heilsuhraustari, ber mikla umhyggju fyrir barninu og hefur alið það upp. Réttur samkyn- hneigðra til að ættleiða börn yrði með slíkum lögum meiri en réttur gagnkynhneigðra. Forsendur og rök fyrir þessum lögum em sögð vera hagsmunir barnanna. En ef verið væri að gæta hagsmuna barna þá tækju lögin einnig til tveggja gagnkynhneigðra einstaklinga sem óskuðu eftir að ættleiða barn saman ef hægt væri að færa rök fyrir því að það væri barninu fyrir bestu. Sannleikurinn er sá að samkynhneigðir hafa notað þessa umræðu um ættleiðingar til þess að knýja yfirvöld og almenning til að viðurkenna samlíf þeirra og leggja það að jöfnu við hjónaband karls og konu. Umrætt frumvarp felur í sér lög- leiðingu sérréttinda, í þessu tilviki á grundvelli kynhneigðar. Það sem hlýtur að skipta máli er hagur barn- anna. Eiga allir að fá að ættleiða börn eða á að setja mörkin við karl og konu í hjónabandi eða sambúð? Öll málefni barna verður að skoða mjög gaumgæfilega og faglega. Það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli. Óábyrg stefnumótun stjórnvalda vegna áhrifa þrýstihópa er óviðun- andi, einkum þegar málefni barna eru annars vegar. Akvarðanir stjómvalda geta haft mikil áhrif á framtíð bamanna sem em dýrmæt- asti auður landsins. SVERRIR HALLDÓRSSON, vinnur að sölu og markaðsmálum. Að skemmta skrattanum Frá IngóIS Steinssyni: LENGI MÁ manninn reyna, segir máltæki. Stundum kemur það fyrir að eitthvað ýtir hressilega við manni sem gerist úti í því stóra fé- lagi þjóðfélaginu. Ef maður ætti að skrifa í blöðin í hvert skipti sem það gerist þá væri það víst að æra óstöðugan. En nú get ég ekki á mér setið. Fyrir nokkmm dögum lauk sam- ræmdum prófum. Mikið hefur verið gert til þess að snúa við þeirri óheillaþróun að tíundu bekkingar haldi upp á prófalok í Kringlunni og miðbænum við glasaglaum. Þar hafa tekið saman höndum heimili og skólar landsins ásamt löggæslu- mönnum. Skólar hafa skipulagt ferðir með unglingana út úr bæn- um. Krakkar sem ég þekki til fóru í mikla reisu til þriggja daga. Það var siglt niður jökulár, farið í hesta- ferðir, sundferðir, fjallgöngur, ball- ferð ofl. ofl. Þetta var einstaklega vel heppnað og krakkarnir í skýjun- um þegar heim kom. Kvöldið sem samræmdu prófun- um lauk, miðvikudaginn 3. maí, varð ég vitni að fréttamennsku sem vinnur gegn allri þeirri viðleitni sem áður er nefnd. Fréttamaður á sjónvarpinu sagði eitthvað á þá leið að boðið væri upp á ferðir en þær nytu blendinna vinsælda. Hins veg- ar færu margir unglingar í bæinn eða Kringluna og dyttu í það. Síðan var viðtal við tvo drengi sem ætluðu ekki í skólaferðalag. Þeir sögðust reyndar ætla að hvíla sig um kvöld- ið, hvernig sögðu þeir ekki. Síðan ætluðu þeir að fara „nirí“ bæ og „bara“! Þessi frétt var svo grátlega van- hugsuð, svo innilega laus við nokk- urn snefil á skilningi á þessu máli að mig setti hljóðan. Þarna var það auglýst að verið væri að fara í bæinn og Kringluna. Það var gert eftirsóknarvert, því það var í sjón- varpinu og það sem er í sjónvarpinu er eftirsóknarvert. Hefði ekki verið nær að tala við krakka sem voru að fara í eða koma úr ferð norður í land þar sem farið var á hestbak og siglt niður íslenskar jökulár og far- ið á ball o.s.frv? Til að sýna það já- kvæða! Gefa fordæmi! Það sem er í sjónvarpinu, það virkar. I stað þess að sýna alltaf hina sem hanga í Kringlunni og „bara“ drepa tímann og finnst þessar skólaferðir bara hallærislegar. Það þarf nú varla mikinn speking til að skilja þetta, eða hvað? Fréttamenn ættu að reyna að rífa sig upp úr neikvæðn- inni og leggja hönd á plóginn við að forða börnunum okkar frá sjálfstor- tímingunni. Það væri sómi að því. INGÓLFUR STEINSSON, ritstjóri og tónlistarmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hæ, Rauði barón. Ertu ekki undrandi. Til hamingju með afmælið Viltu ekki einu sinni blása á kertin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.