Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ahugaleiksýning ársins í Þjóðleikhúsinu Úr sýningu lcikdeildar Eflingar, Reykjadal, á Sfldin kemur og sfldin fer. „Mikil viðurkenning“ „ÞETTA er mikil viðurkenning fyrir leikfélagið að vera valið til að sýna í Þjóðleikhúsinu," segir Amór Ben- ónýsson leikstjóri sýningarinnar Síldin kemur og Síldin fer eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur sem valin var áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Það er leikdeild Ungmennafélagsins Efl- ingar í Reykjadal sem stendur að sýningunni og koma um 40 manns að henni með einum eða öðrum hætti. „Á sviðinu standa 34 þegar flest er svo okkur veitir ekki af plássinu,“ segir Arnór. Sýningin í Þjóðleikhús- inu verður annað kvöld kl. 20. Arnór hefur um þriggja ára skeið leikstýrt sýningum Eflingar í sam- starfi við Framhaldsskólann á Laug- um í Reykjadal og taka nemendur skólans þátt í sýningunum og fá það metið sem hluta af námi sínu. „Þetta hefur gefist mjög vel og unglingarnir fá meiri reynslu af því að starfa með reyndum áhugaleikurum á öllum al- dri fremur en eingöngu jafnöldrum. Við höfum leyft krökkum í 10. bekk grunnskólans að vera með líka og þau hafa sýnt mikinn áhuga.“ Þess má geta að dóttir Arnórs tekur þátt í sýningunni auk hans sjálfs og tveggja bræðra hans. „Við bræðurn- ir höfum aldrei leikið saman áður þó við höfum allir starfað að leiklist um árabil hver með sínum hætti,“ segir Arnór. I umsögn dómnefndar kom meðal annars fram að hér væri um sérstak- lega kraftmikla og skemmtilega sýn- ingu að ræða, mikilli leikgleði stafaði frá hópnum og í heild sinni vitnaði þessi sýning um metnað og dugnað leikfélagsins, leikstjóra og allra aðst- andenda hennar. Leikritið Síldin kemur og síldin fer hefur verið vinsælt viðfangsefni áhugaleikfélaga víða um land, enda er hér fjallað á líflegan hátt um kringumstæður og fólk sem íslend- ingar þekkja vel úr sinni sögu. Óhætt er að segja að félagar í leikl- istarhópi Eflingar notfæri sér kosti verksins til hins ýtrasta, þannig að úr verður bráðskemmtileg sýning. Leikstjórinn, Arnór Benónýsson, hefur unnið ötullega að því að virkja sköpunargleði leikaranna og ann- arra sem að sýningunni standa. Leikarahópurinn er stór en sam- stilltur, og er ánægjulegt að verða vitni að skemmtilegri samvinnu kynslóðanna í sýningunni, en hér leikur hópur nemenda við Fram- haldsskólann á Laugum við hlið eldri og reyndari leikara félagsins." Með helstu hlutverk fara Snorri Kristjánsson, Ingólfur Ingólfsson, Karl Ingólfsson, Friðrika Illugadótt- ir, Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Linda Björk Guðmundsdóttir, Nanna María Elvarsdóttir, Hanna Þorsteinsdóttir, Kristjana E. Sig- urðardóttir, Hjörtur Hólm Her- mannsson, Ásgrímur Guðnason, Guðmundur Arnarsson, Hörður Þór Benonýsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Jón Friðrik Benonýsson og Arnór Benonýsson. Auk þeirra taka fjölm- argir þátt í hópatriðum og söng, að ógleymdri hljómsveit. Tónlistar- stjóri er Jaan Álavere. Blandað efni flutt á Sóloni BANDARÍSKI píanóleikarinn Er- ik Griswold og bassaleikarinn Úlfar Ingi Haraldsson munu flytja blandað efni úr söngbók djassins á efri hæð Sólon Islandus á morg- un, laugardag, kl. 15. Á efnisskránni verða m.a. lög eftir Griswold, Monk, Gershwin, Weill, Madonna. Flytjendur hafa leikið saman á fjölda tónleika í Bandaríkjunum og Mexíkó en þétta verða einu tónleikar þeirra hér á landi. Úlfar Ingi Haraldsson Burtfararpróf frá FÍH DANÍEL Bjarnason heldur burtfararprófs- tónleika í klassískum píanóleik í sal Tónlist- arskóla F. í. H. í Rauðagerði, í dag, föstudag, kl. 19.30. Á efnisskránni er fyrsti kafli úr píanó- konsert í d-moll eftir J. S. Bach, píanósón- ata op. 31 nr. 3 eftir L. van Beethoven, Rapsó- día nr.l op. 79 eftir J. Brahms, Etýða nr. 3 op. 10 eftir F. Chopin Daníel Bjarnason og valdir kaflar úr Vis- ions Fugitives eftir S. Prokofiev. Daníel hóf nám við Tónlistarskóla F. í. H. haustið 1997 og síðan þá hefur kennari hans verið Svana Víkings- dóttir. Með Daníel Bjarna- syni á tónleikunum kemur fram níu manna strengjasveit skipuð nemendum úr Tónlist- arskólanum í Reykja- vík. Meistara- námskeið SÖNGHÁTÍÐ verður haldin til heið- urs bamalækninum og tónlistarunn- andanum Halldóri Hansen í Salnum í Kópavogi dagana 18.-20. júní nk. Hátíðin hefst með námskeiði (mast- erclass) Elly Ameling og Dalton Baldwin, sunnudaginn 18. júní. Alls verða í boði fimm hálfsdagsnán> skeið, sem öll hafa hlotið heitið „í meistara höndum" og er lokaskrán- ing mánudaginn 15. maí. Aðrir meistarar sem halda námskeið dag- ana 19. og 20. júní eru þær Olivera Miljacovic frá Júgóslavíu og Lorr- aine Nubar frá Bandaríkjunum. Umsóknareyðublöð um námskeið- in og allar nánari upplýsingar em auðfengnar í Salnum, en umsóknar- frestur er til 15. maí. Leyndardómar undir Langjökli ERLEIVDAR RÆKUR Spennusaga „STEALING THUNDER" eftir Peter Millar. Bloomsbury 1999. 307 blaðsíður. SPENNUSAGNAHÖFUNDAR sækja nú einn af öðmm leyndarmál í iður íslenzkra jökla. Arnaldur Indriðason gróf endalok Hitlers upp úr Vatnajökli í sögu sinni Nap- óeleonsskjölin og um líkt leyti sat Peter Millar við og skrifaði sögu um atómleyndarmálið undir Langjökli. Peter Millar er fæddur á Norður- Irlandi, menntaður í Oxford og hef- ur unnið til verðlauna fyrir frétta- skrif af erlendum vettvangi fyrir Sunday Times. Hann hefur búið í Berlín, Moskvu, París og Brussel. Hann skrifar nú í Financial Times; Daily Mail og Evening Standard. I athugasemdum fremst í bókinni segir höfundur söguna byggða á ýmsum staðreyndum en hann hafi skáldað í eyðurnar. Stealing Thunder er hans fyrsta bók. Sögunni vindur fram á tvennum tímum; formálinn hefst vestanhafs; í Alamogordo-auðninni 16. júlí 1945, þegar vísindamenn sprengdu mannkynið fram til þúsund sólna, miðkaflinn gerist í Berlín 50 árum síðar, þegar skjal er sótt í gamlar höfuðstöðvar austur-þýzku leyni- þjþnustunnar Stasi og lyktirnar eru á íslandi, þar sem Gundar Peterson fellir merina Freyju og banar sjálf- um sér á eftir. Dagbók Klaus Fuchs Aðalsöguhetjan er Eamonn Burke, brezkur blaðamaður, sem auðvitað stígur inn í söguna á E1 Vino í Fleet Street. Nú er hún Snorrabúð stekkur getur maður sagt, þegar í Fleet Street er komið, því blöðin eru öll á bak og burt og fátt sem minnir á þann fjölmiðla- heim, sem þessi gata var. En keim- urinn er enn á kaffihúsunum og kránum. Burke kemst í samstarf við þýzka blaðakonu, að því er hann heldur, Sabine Kotzke að nafni. Kotzke þessi er með dagbók eðlisfræðings- ins og njósnarans Klaus Fuchs upp á vasann. Fuchs var fæddur Þjóð- verji en flúði til Bretlands, mennt- aðist þar og var síðar sendur vestur um haf til að taka þátt í smíði kjarn- orkusprengjunnar. Eftir stríð var hann forstöðumaður brezku kjarn- orkurannsóknastofnunarinnar í Harvel, þar til 1950 að hann var dæmdur fyrir njósnir í þágu Rússa, m.a. fyrir hjálpa þeim við smíði at- ómsprengjunnar. Hann var látinn laus 1959 og bjó eftir það í A- Þýzkalandi, þar sem hann lézt 1988. Nú hefur Kotzke sem sé komið höndum yfir dagbókarbrot Fuchs og fylgir það sögunni, að hann hafi ekki dáið eðlilegum dauðdaga, held- ur verið myrtur. Ur dagbókinni má, fyrir utan alls kyns formúlur og flókna útreikn- inga, lesa ýmislegt um feril Fuchs, m.a. minningar frá fangelsisvistinni í Bretlandi og svo eitt og annað um starfið vestur í Los Alamos allt þar til Fuchs segist loksins ætla að létta á hjarta sínu og ljóstra upp um leyndarmálið mikla. En lengra nær dagbókin ekki. Og nú vill Kotzke endilega frá Burke í lið með sér til þess að grafast fyrir um leyndar- málið mikla og ástæður þess að Fuchs fékk ekki að gefa upp öndina á eigin spýtur. í þeim hluta, sem Burke lætur gerast fyrir stríðslok, gengur sagan út á það, að vísindamennirnir, sem stóðu á þröskuldi atómaldarinnar, treystu ekki vestrænum stjórn- málamönnum til þess að vera einir um hituna, heldur bundust þeir samtökum um að senda starfs- bræðrum sínum í Sovétríkjunum nægar upplýsingar til þess að þeir gætu líkað smíðað kjarnorku- sprengju fyrir sína stjórnmála- menn. Þannig töldu vísindamenn- irnir sig tryggja það að austrið og vestrið stæðu jafnt að vígi og þá yrði vinna þeirra ekki misnotuð gegn mannkyninu. Lykillinn að at- ómsprengjunni var sendur flugleið- is til Sovétmanna, en eftir viðkomu á Keflavíkurflugvelli hafnaði flug- vélin á Langjökli, sem óðara gróf þessa sendingu í kaldbláa gröf. Allir voru þeir með Leyniþjónusta Bandaríkjanna hafði pata af því sem var að gerast, en var seinheppin og vissi svo ekki af afdrifum flugvélarinnar á Lang- jökli. Um þau vissu Rússar hins vegar, en með klóklegri blekkingu tókst þeim að telja Bandaríkja- mönnum trú um að leyndarmálið hefði komizt á leiðarenda. Þar með hófst kalda stríðið, sem auðvitað er réttnefni í ljósi þess að upptökin lágu undir íshellu á Islandi! Leið Burke og Kotzke liggur bæði vestur um haf og í austurveg, en á endanum til Islands og upp á Langjökul. En einhverjir vilja fyrir alla muni ekki að þau leiði sannleik- ann í ljós, einhverjir sem vilja hafa mannkynssöguna áfram eins og búið er að skrifa hana. Þessir menn svífast einskis. Ennþá er það svolít- ið sérkennilegt að lesa um byssu- bardaga með tilheyrandi mannfalli í íslenzku umhverfi, en sennilega rjátlast það nú af manni eftir því sem sögunum þar um fjölgar. En upp á Langjökul komast þau með íslenzkum fylgdarmönnum. Og jökullinn lýkur upp fyrir þeim leyndarmáli sínu, efnablöndu sem er greypt í plútóníum og átti að vísa Rússunum leiðina. En það er bréf- ið, sem gerir útslagið. Bréfið er stíl- að á yfirmann Vísindaakademíunn- ar í Moskvu og kemur nú í ljós, að Fuchs var síður en svo einn á báti. Fyrsta nafnið undir bréfínu er Niels Bohr, þá Isidor Rabi og Klaus Fuchs, en neðar nafn J. Robert Oppenheimer og allra neðst nafn Albert Einstein! En jökullinn vill bara lofa þeim að sjá leyndarmál sitt, ekki láta þeim það laust. Með brauki og bramli leggst hann yfir það aftur. Peter Millar skrifar lipurlega, eins og við er að búast af blaða- manni með hans reynslu. Hann hef- ur unnið heimavinnuna sína vel, þannig að yfir sögunni er sannsögu- legt andrúmsloft, sem hann gæðir mikilli spennu og öll hans úrvinnsla er mjög svo grípandi og hugvitsam- leg. Órlítil ónákvæmni varðandi ís- lenzk nöfn stingur í íslenzk augu, en spilar annars enga rullu. Þetta er heimssöguleg spennu- saga með íslenzku ívafi. Freysteinn Jóhannsson Tónleikar til styrktar Halaleik- hópnum MINNINGARTÓNLEIKAR verða í safnaðarheimili Laugar- neskirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Fram koma m.a. Þor- valdur Halldórsson og hljóm- sveit skipuð félögum úr Hala- leikhópnum. Tónleikarnir eru haldnir í minningu Hilmars Þórs Reyn- issonar sem lést í umferðarslysi 7. janúar sl„ og eru til styrktar Halaleikhópnum. Hópurinn stendur nú í kaupum á stólum í leikhús sitt í Hátúni 12. Aðgangseyrir er 1.300 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.