Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ M Fiskur á grillið Matur og matgerð „Hvar ertu, kría?“ spyr Kristín Gestsdóttir sem snýr sig næstum úr hálsliðnum daglega við að skima upp í ÞESSI fallegi, flugfimi fugl er hér seinna á ferðinni en venju- lega. Það er meira að segja lítið um kríu við Skógtjömina hér rétt fyrir vestan en aftur á móti mikið um margæs þessa dagana þar sem hún er að fita sig á marhálmi fyrir ferðina yfir Grænlandsjökul til Kanada. Svo vappar hún líka um tún og engi og flýgur í fríðurn flokkum um loftin blá yfir Álfta- nesi. Margir rauðbrystingar vom við Skógtjörnina um daginn auk ýmissa annarra tegunda, en þar virðist öll fuglaflóran safnast saman á þessum árstíma, en bara fáar kríur enn sem komið er. Ég tók fram grillið og ákvað að grilla fiskmeti á spjóti - hörpu- disk og stórlúðu, en sá fiskur hentar mjög vel til að grilla. Ekki var veðrið gott, rigning og rok, eiginlega kolómögulegt grillveð- ur, en grillið stendur við eldhús- dyrnar og auðvelt að smeygja sér inn. Of mikil kæling verður á grillinu við slíkar aðstæður, en við erum íslendingar og blásum á allar hefðir. Þegar ég kippti spjótunum af griilinu, flugu þrjár kríur yfir með gargi og mér heyrðist þær segja: „Verði ykkur að góðu.“ Þegar fiskur er grillað- ur, hættir honum til að festast við grind grillsins. Best er að smyrja grindina með smjörlíki, þá festist minna við en ef notuð er olía. Stórlúða og hörpudiskur á spjóti 500 g hörpudiskur 500 g stórlúðg (eða smærri) ferskt dill á lúðuna fersk steinselja á hörpudiskinn 1 stór rauð papríka 200 g smáir sveppir (stærri sund- urskornir) 2 frekar litlir rauðlaukar 1 hálfdós niðursoðinn smámaís I hálfdás ananas í bitum matarolía + örlítið salt til að pensla með 3 tsk. salt mikið af nýmöluðum pipar safi úr 2 sítrónum (um 2 dl) 2 dl matarolía 2 skvettur tabaskósósa (má sleppa) Vi tsk, sykur nokkrir grillpinnar, helst úr málmi 1. Skerið lúðuna í bita á stærð við 2 sykurmola, afþíðið hörpu- diskinn, ef hann er frosinn, stráið salti og pipar yfir hvort tveggja. 2. Setjið matarolíu, sítrónu- safa, sykur og tabaskósósu í skál og þeytið saman. Skiptið í tvær skálar, klippið dill út í aðra skál- ina en steinselju í hina. Setjið hörpudiskinn í skálina með stein- seljunni en lúðuna í þá með dill- inu. Látið standa í kæliskáp í 6- 12 klst. en á eldhúsborðinu í 1-2 tíma. Gætið þess að lögurinn þeki alla bitana 3. Takið ysta lagið af laukunum, sjóðið síðan í heilu lagi í vatni í 3-5 mínútur, stinga má lauknum í bolla og sjóða í ör- bylgjuofni, kælið og skerið hvorn lauk í fernt og losið blöðin í sund- ur. 4. Takið stilk og steina úr papríku og skerið í frekar litla bita. 5. Þerrið ananasbitana og smámaísinn með eldhúspappír og skerið hann í tvennt. Skerið sveppina í sundur, ef þeir eru stórir. 6. Þræðið fisk, grænmeti og ávexti á víxl upp á grillpinna, helst úr málmi, hinir vilja brenna. 7. Penslið allt á spjótunum með matarolíu. 8. Hitið grillið, setjið spjótin á grindina, snúið þrisvar, fjórum sinnum. Látið ekki vera á grillinu lengur en í 5 mínútur. Berið strax á borð, þetta er fljótt að kólna. Meðlæti: Heitt brauð og smjör. « C-ViSmÍii " Socke/frt le ■ ,, CUtrctit Jt> Apótekin __ GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hugleiðing GUÐMUNDUR hafði sam- band við Velvakanda og langaði að koma á framfæri smá hugleiðingu. Finnst honum að Samtök iðnaðar- ins ættu að heita Samtök loftbólulífsins. Það er ann- aðhvort 30 þúsund störfum ofmikið eðaoflítið. Þakkir til Kexverk- smiðjunnar Fróns KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þökkum til Kexverksmiðjunnar Fróns. Hún er dagmamma og hefur lengi keypt Svala- kex úti í búð og alltaf fengið kexið brotið. Henni datt í hug að hafa samband við Frón og það var ekki að sökum að spyrja. Þeir komu strax og færðu henni fullan innkaupapoka með alls konar tegundum af kexi og tóku brotna kexið til baka. Hafið bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu. Styrkur til Kattholts KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þeirri til- lögu að þeir sem væru með ketti yrðu látnir borga ákveðið gjald eins og þeir sem eru með hunda og að þetta gjald rynni óskipt tii Kattholts. Tapaö/fundiö Nokia 3210 tapaðist NOKIA 3210 GSM-sími tapaðist við Hlemm mánu- daginn 8. maí sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Eygló í síma 557-5169. Canon-myndavél tapaðist CANON-myndavél í svörtu hulstri tapaðist á annan í páskum á skíðasvæði Fram. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 567- 5959. Silfurlitt kvenarmbandsúr tapaðist í Oskjuhlíðinni eða nágrenni laugardaginn 22. apríl sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 568- 4193. Fundarlaun. Dýrahald Hressir og kátir kisustrákar fást gefins HRESSIR, kátir og fjör- ugir níu vikna fress fást gefins. Upplýsingar í síma 557-5918. Læða fæst gefins FJÖGURRA mánaða læða fæst gefins á gott heimili vegna óviðráðanlegra að- stæðna. Upplýsingar í síma 565-5607 eða 692-9837. Persnesk læða hvarf að heiman GÖMUL persnesk læða, brúnbröndótt, hvarf að heiman frá sér í Fléttu- rima. Hún fer aldrei út úr húsi. Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast hringið í síma 587-0766 eða 699-2728. Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Raddir framtíóar Hvernig vitum við að það er vindur? Afþví að hann blæs á mann. Maður finnur það, hann blæs fast, hann er ósýnilegur og kemst ekki ígegnum mann. Hann kemst inní gallann minn og húfuna og buxurnar. Börn frá Jók|aborg Víkverji skrifar... VÍKVERJA féll allur ketill í eld, þegar forystumenn hins nýja jafnaðarmannaflokks, sem ætluðu að höfða til íslenzkrar alþýðu með nýrri og ferskri stefnu, tóku í lok stofnfundarins að steyta hnefa og kyrja Nallann á sviðinu í Borgar- leikhúsinu. Hallærislegra gat það nú ekki verið, upphaf þessa nýja jafnaðarmannaflokks, að kyrja þessa gömlu lummu, sem löngu hef- ur gengið sér til húðar og minnir ekki á neitt nema gamlar úreltar kennisetningar krata og sósíalista. Þegar Víkverji heyrði þetta, hugsaði hann með sér - nú, það er alls engin breyting!! Hvar eru mennirnir sem kvatt hafa til stuðnings við einstakl- ingsfrelsið og sagzt hafa skilið við þjóðnýtingu og allar úreltar lummur rauðliða að fomu? Heldur var það líka dapurt að heyra hvernig forystumenn lýstu því, hvernig þeim hefði vöknað um augu, þegar þessi gamli sameining- ardraumur vinstri flokkanna rann upp - með Internationalinn ómandi um húsið. Hvar var nýja stefnan? Hvar var hinn ferski andblær? Dó hann með flokkunum, sem lagðir vom niður um leið og hinn nýi var stofnaður? Hvers vegna féll foryst- an á prófinu og tók að kyrja Nallann öllum að óvöram? Hvílík mistök. xxx RAUNAR hélt Víkverji að söng- urinn í lok stofnfundarins hefði verið mistök einhvers, sem hafið hefði upp raust sína og viðstaddir tekið undir algjörlega hugsunar- laust. Svo ótrúlegt var það að við dagsbrún nýs jafnaðarmannaflokks skyldu menn fara í gamla farið strax á stofnfundinum. En svo var þó ekki - í gögnum fundarins var dreift blaði með fyrir- sögninni „Samsöngur í lok stofn- fundar laugardaginn 6. maí árið 2000“ - að hugsa sér. Þar stendur svo þessi texti, sem hér skal birtur til þess að sýna hve framúrstefnu- legur flokkurinn er og nýtízkulegur: Frara, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök! Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgunar ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum liði í dag - Vér bárum fjötra en brátt við hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Intemationalinn mun tengja strönd við strönd. XXX ESSI söngur var sem sagt skipulagður út í yztu æsar. Menn era greinilega fljótir að átta sig á hvers konar stjórnmálaafl menn voru að mynda við stofnun Samfylkingarinnar. Það er varla nýja jafnaðarmannastefnan, sem kennd hefur verið við Tony Blair eða aðra evrópska forystumenn nýrrar jafnaðarmannastefnu sem sveif yfir vötnum í ómum Nallans. Þeir hefðu varla dottið í þessa gryfju. Annað hvort er að mynda nýtt afl eða ekki. Fram þjáðir menn - já, sárþjáðir í fjötram fortíðar!?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.