Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loksins flokkiir - loksins formaðiir >S|G/^ÖKjD Gjafir vitringanna verða hvorki gull né mirra þó hann sé fæddur. Losað úr vænum urriða á bökkum Minnivallalækjar. Barist um bitann VEIÐIMENN, sem voru á bleikju- veiðum neðst í Hvolsá og Staðar- hólsá í Dölum fyrir skömmu, lentu í vægast sagt spennandi viðureign er selur hóf að elta físk sem tekið hafði agnið og barðist fyrir lífinu. Að sögn Þrastar Elliðasonar, annars leigutaka svæðisins, voru Hrafnkell Björnsson og félagar að veiðum um helgina og þegar þeir reyndu fyrir sér í Lóninu, neðst á svæðinu, settu þeir í „stóran bjart- an fisk“ sem ekki var ljóst hvort væri hoplax eða vænn birtingur. „Þegar þeir voru að kljást við fisk- inn kom allt í einu selur á siglingu og renndi sér á fiskinn sem tók þvílíkt viðbragð að hann sleit úr sér,“ eins og Þröstur komst að orði. Veiðimennimir urðu því af fiskinum en ekki fylgir sögunni hvernig eltingarleik sels og fisks lyktaði. Víðast fín veiði... Silungsveiði gengur víðast hvar með ágætum en að vísu hefur nokkuð dregið úr sjóbirtingsveiði á Suðurlandi enda kominn sá tími er birtingurinn hugar að útgöngu til hafbeitar. í Elliðavatni er góð veiði þessa dagana og algengt að menn séu að fá upp í 10-15 fiska. Helluvatnið hefur einnig gefið vel og þar fékk einn 4,5 punda bleikju fyrir skömmu. Það er bæði urriði og bleikja sem veiðast nú um stundir og fiskur er nokkuð vænn. Bleikjuveiði í Soginu hefur glæðst, fyrir skömmu veiddust t.d. sex bleikjur á einum degi í Bílds- felli og annan dag veiddust átta í Ásgarði. Samkvæmt fréttavef SVFR eru „vænir“ fiskar í aflan- um en Mbl. hefur fregnað af allt að 5 punda bleikjum. Það þarf ekki aðkoma á óvart því í fyrra veidd- ust upp í 7 punda bleikjur í ánni. Góð veiði er í Minnivallalæk og leigutakinn þar, Þröstur Elliðason, sérstaklega ánægður með hve vel veiðin er dreifð um ána. Af 70 urr- iðum, sem veiðst hafa frá 1. maí, voru 7 fiskar á bilinu 7 til 12 pund. Niðurstöður launakönnunar kjararannsóknanefndar Kaupmáttur jókst um 0,6% að meðaltali LAUN hækkuðu að meðaltali um 6,0% frá fjórða ársfjórðungi ársins 1998 til jafnlengdar 1999. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,4% á sama tímabili og jókst því kaupmátt- ur dagvinnulauna um 0,6% sam- kvæmt niðurstöðum launakönnunar kjararannsóknanefndar fyrir 4. árs- fjórðung 1999. Á tímabilinu hækk- uðu laun flestra starfsstétta um 5,1- 6,4%, en laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks hækkuðu um 7,1% og laun sérhæfðs verkafólks um 8,7%. Laun kvenna hækkuðu meira en karla eða um 6,6% að meðaltali en 5,6% hjá körlum. Laun á höfuðborg- arsvæðinu hækkuðu einnig ívið meira en á landsbyggðinni eða um 6,1% á móti 5,7%. í könnuninni voru mældar launa- breytingar rúmlega fjögur þúsund einstaklinga sem voru í úrtaki nefndarinnar á báðum ársfjórðung- um. Fundur um barnagigt Meðferð hefur batnað Jón R. Kristinsson IGTARFÉLAGIÐ heldur fund á morgun í Safnað- arheimili Arbæjarkirkju klukkan 14.00. Til stendur að stofna á fundinum félag áhugafólks um bamagigt. Jón R. Rristinsson barna- læknir heldur fyririestur á fundinum um bamagigt. Hann var spurður um nýj- ungar í lækningum á þeim sjúkdómi. ,A síðustu árum hafa menn fengið reynslu af lyfj- um sem hafa reynst vel til að halda niðri gigtareink- ennum hjá bömum; lið- bólgum og verkjum. Fyrst og fremst hefur reynst vel lyfið methotrexate sem hefur ónæmisbælandi áhrif á ónæmiskerfið. Það er búið að nota þetta lyf á þriðja ára- tug við krabbameinssjúkdómum, en í tíu til fimmtán ár hefur það einnig verið notað í lyfjameðferð við liðagigt. Það hefur verkað og hjálpað. Höfuðmálið er að greina sjúkdóminn. Það getur verið mjög erfitt að greina hann, sérstaklega hjá bömum, af því að hann hagar sér öðmvísi hjá þeim en fullorðn- um. Liðagigt er ekki sami sjúk- dómur hjá bömum og fullorðnum." - Hvaða mun ur er þar á ? „Þessi sjúkdómur fer oftar í stóm liðina í bömum; ökkla, hné- liði og olnboga. Og af því að þetta em einstaklingar sem era að vaxa getur þetta haft áhrif á vöxtinn, t.d. lengdarvöxtinn. Það getur ver- ið erfiðara í upphafi að greina liða- gigtina hjá bömum því aðrir sjúk- dómar geta komið til greina, svo sem sýkingar í liðum og bólgur sem svömn eftir sýkingu, sem þurfa ekki að vera gigt. Það þarf oft töluverðan tíma til að ákveða hvort um gigt sé að ræða.“ - Eru mörg böm sem þjást af liðagigt á íslandi? „Á Islandi greinast um 8 til 10 böm með liðagigt á ári. Bamagigt hefur margs konar einkenni. Barnaliðagigt er flokkuð í fáliða- gigt, íjölliðagigt og í fjölkerfaliða- gigt. I síðast talda tilvikhiu leggst gigtin líka á önnur líffæri en liði.“ - Hvaða um batahorfur? „Gigt getur maður ekki læknað með lyQum, aðeins haldið einkenn- um niðri. Það er gert með lyfjum, sjúkra- og iðjuþjálfun og hollu líf- emi. Einkenni gigtar geta líka gengið til baka. Hjá bömum em um 60-70% líkur á að þau losni við sjúkdóminn. Miklu meiri líkur em á að bamaliðagigt gangi til baka heldur en gigt hjá fullorðnum. Engin þekkt orsök er fyrir gigtar- sjúkdómum. Þeir virðast koma upp eftir sjúkdóma, erfið veikindi eða andlegt álag í sumum tilvikum. Það er líka talið að gigt geti verið að einhveiju leyti erfðatengd en allt þetta þarf að rannsaka betur.“ - Hvað má gera til að sjúkdóm- urinn valdi sem minnstum skaða? „Mikilsvert er að sjúkdómurinn sé greindur snemma og að barnið fái rétta meðferð eins og best er þekkt í dag. Höfuðmeðferðin em lyf og fyrstu lyfin sem við notum em væg bólgu- hemjandi lyf, svo sem naproxenum, ibuprof- enum og skyld lyf. Ef þau duga ekki leggjum við til lyf eins og t.d. sulfasalasinum sem hefur bólgu- eyðandi og ónæmisbælandi verk- un, eða methotraxate sem ég nefndi í upphafi. Þessi lyf em gefin saman eða sitt í hvom lagi og hafa reynst vel til þess að halda sjúk- dómnum í skefjum. Á síðari ámm ► Jón R. Kristinsson fæddist í Borgarholti í Ásahreppi 26. nóv- ember 1943. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1965 og læknaprófi frá Háskóla fslands í júní 1972. Jón fór til fram- haldsnáms haustið 1975 til Sví- þjóðar og lagði þar stund á al- mennar barnalækningar og var erlendis til 1981. Síðan hefur hann starfað við barnaspítala Hringsins á Landspitalanum. Jón er kvæntur Kristrúnu R. Bene- diktsdóttur lækni og dósent við H.í. og eiga þau fjögur börn. hefur tekist að halda sjúkdómnum það mikið í skefjum að hjá bömum sjást varla vemlegar og varanleg- ar fatlanir eins og áður vom stund- um reyndin. Uti í heimi hafa lækn- ar jafnvel gengið svo langt við afar erfið tilfelli að framkvæma merg- flutning til að halda sjúkdómnum í skefjum en þessi meðferð gefur enn óljósan árangur.“ -Erunýlyfí sjónmáU ? „Já, en það em lyf sem ég hef enga reynslu af þar sem við höfum ekki notað þau á böm hér. En segja má að ný lyf séu í farvatninu sem verið er að reyna erlendis og lofa sennilega góðu. Þessi lyf em alls ekki notuð nema sýnt sé að önnur þekkt lyf dugi ekki.“ - Hvað með aðra meðferð? „Nauðsynlegt er að fylgjast mjög vel með hreyfingu í liðum gigtsjúkra barna þannig að þeir kreppist ekki. Það er best gert af sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum sem læra að þekkja getu þeirra frá upphafi og geta þannig metið hvort þau versna eða hvort þeim batnar hvað hreyfingu snertir. Mjög mikilvægt er einnig að for- eldrar séu vel vakandi og þekki eðli þeirra vandamála sem geta komið upp samfara bamagigt.“ -Hvaða hreyfíng er heppilegust fyrir bam með gigtarsjúkdðm ? „Það er mikilvægt að bamið hreyfí sig og leiki sér; ef það fer að draga sig í hlé og verður þreytt og ergilegt þá er ástæða til að athuga fæmi þess. Sund er gott en gæta þarf þess að bömunum verði ekki kalt því kuldi hefur slæm áhrif á gigt yfirleitt. Bömin þurfa að vera vel klædd.“ - Eru böm með gigt- arsjúkdóma mUdð vist- uð ásjúkrahúsum ? „Á síðari áram hefur verið minna og minna um að þessi böm þurfi að liggja á sjúkrahús- um. Þau fá lyfin sín heima, em í eftirliti á göngudeildum eða lækn- astofum og í meðferð hjá sjúkra- þjálfumm og iðjuþjálfum utan sjúkrahúsa eða á göngudeildum þeirra.“ Mikilsvert að sjúkdómurinn sé greindur snemma og rétt meðferð notuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.