Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MINNINGAR MARÍUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL + Maríus Aðal- björnsson Grönd- al fæddist í Reykja- vík 30. september 1980. Hann lést 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Alma Sæbjörnsdóttir, f. 17.2. 1962, húsmóðir og Aðalbjörn Grön- dal, f. 2.11. 1961, matreiðslumaður. Þau skildu 1981. Sambýlismaður Olmu er Antonio Pascoal, f. 9.4. 1969. Dóttir þeirra er Isa- bella Antoniosdóttir, f. 22.11. 1999. Börn Ölmu af fyrra hjóna- bandi eru Sigurður Almar Sig- urðsson.f. 8.10. 1984; Valgerður Sigurðardóttir, f. 4.8.1986 og Jaf- et Egill Sigurðsson, f. 28.12.1990. Foreldrar Öimu eru Valgerður Valtýsdóttir, f. 26.10. 1940 og Sæbjörn Jónsson, f. 19.10.1938. Fyrrverandi eiginkona Aðal- björns er Inga Dóra Jónsdóttir, f. 11.6. 1959. Börn þeirra eru: Ágúst Eir Aðalbjörnsson og Sædís Hulda Að- albjörnsdóttir. For- eldrar Aðalbjörns eru Maríus A. Gröndal, f. 23.1. 1937, d. 21.10. 1980 og Kolbrún Ingólfs- dóttir, f. 23.2. 1941, sambýlismaður hennar er Samúel Bjarnason, f. 11.6. 1938. Bamsmóðir Mar- íusar er Margrét Erla Finnbogadóttir, f. 3.5. 1981. Barn þeirra er Arnar Orri Grön- dal, f. 6.1.1997. Fóstursystkini Maríusar eru Hrefna Björk Sigurðardóttir, f. 10.2. 1980, Jón Hannes Guð- mundsson, f. 17.8. 1977 og Bjami þór Guðmundsson, f. 7.12.1978. Utför Maríusar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. _** Elsku Maríus, drengurinn minn, sem mér þótti svo vænt um. Þú hefur eftirlátið mér svo margar fallegar og góðar minningar sem ég varðveiti í huga mínum. Ég veit að núna hvílir þú í friði og guð almáttugur varðveit- irþig. Ó, guð, þín náð vort geymi láð oggætilandsinsbama, veit hjálp og lið, veit heill og frið og hrjáðum skjóls ei vama, lát eflast dyggð, lát blómgast byggð, lát blessun allt oss færa, þíns sonar borð og sannleiksorð látsálirendumæra. (Helgi Hálfdánarson.) Guð blessi þig, drengurinn minn. Þín mamma. Nú ert þú farinn frá mér til guðs, og ég sem beið eftir að fá að sjá þig og vera með þér þegar ég kæmi heim. En nú ert þú hjá guði, elsku bróðir minn. Núna þegar ég hugsa um gamla tíð rifjast upp góðar stundir sem við áttum saman eins og nýlega þegar við vorum að hjóla saman í Reykjavík í góðu veðri og hvað þú sýndir mér alltaf mikla um- hyggju og ást. Ég man hvað veðrið var gott þennan dag og við stoppuð- um og nutum veðursins og samver- unnar hvor með öðrum, þá grunaði mig ekki að við myndum ekki hjóla aftur saman. Ég skoða gamlar og nýjar myndir af okkur, þannig minn- ist ég þín, stóri bróðir minn, mér finnst leiðinlegt að þú ert farinn frá r Blómabúðin > C\arðsKom . v/ T-ossvo^skirkjwgarð J V Slmii 554 0500 mér en þú lifir í huga mínum. Ég skal passa allt sem þú áttir og gæta þess vel. Ég ætla líka að varðveita minningu þína, kæri bróðir. Mig langar svo til þess að fá þig aftur en ég veit að það er ekki hægt. Þú varst svo góður við alla og sagðir svo margt skemmtilegt. Ég gleymi þér aldrei. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Guð veri með þér. Þinn bróðir, Sigurður Almar. Elsku Maríus bróðir. Nú ertu farinn frá okkur og þú kemur aldrei aftur. Það er svo sárt fyrir okkur að hugsa það, en við trú- um því að guð passi þig og varðveiti þig fyrir okkur. Þú varst stóri bróðir okkar, fallegur og góður. Við minn- umst þess þegar þið Margrét eign- uðust litla drenginn ykkar, Arnar Orra, okkur þótti alltaf svo gaman að sjá þig hugsa um hann og sjá þig svona pabbalegan. Við áttum líka ógleymanlegar stundir með þér þeg- ar við fórum öll saman til Benidorm. Við eigum margar góðar minningar um þig sem við ætlum að varðveita í huga okkar, þó vitum við að þú verð- ur með okkur hvern einasta dag, munt vaka yfir hverju okkar fótspori og við heyrum þig segja: Þótt ég sé látinn harmið mig eigi með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og þótt látinn sé, tek ég þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Við kveðjum þig núna, elsku Mar- íus bróðir, og biðjum guð almáttug- an um að geyma þig og styrkja mömmu okkar á þessari erfiðu stundu. Þín systir og þinn bróðir, Valgerður og Jafet Egill. Elskulegur dóttursonur okkar, Maríus Gröndal, er látinn aðeins 19 ára gamall. Það er erfitt að skýra eða skilgreina hversvegna svo ungt fólk í blóma lífsins hverfur héðan frá okkur í þessari jarðvist á annan stað þar sem við trúum því að góður Guð haldi vemdarhendi yfir drengnum okkar. Hann hvarf frá okkur mjög snöggt, sem gerir ættingjum hans erfitt að skilja hvers vegna þetta gerðist. Þó vorum við í mörg ár búin að takast á við þann vanda sem hann átti við að etja og vissum í raun og veru að hverju stefndi, en við mann- fólkið erum nú þannig að við vonum og vonumað kraftaverkið gerist. Við amma og afi munum vel, þegar við hugsum til baka, litla yndislega drenginn okkar frá því hann fæddist og fram eftir aldri hvað hann var vel gefinn og kraftmikill drengur; þegar hann var að koma til okkar og með sinni hlýju og glaðværð bauðst til að hjálpa okkur í garðinum og taka til með okkur. Og fljótt tókum við eftir því hvað hann var laginn við alla hluti og hafði ótrúlega gott auga fyr- ir verklagni. Enda kom það síðar í ljós þegar hann fór að vinna með fiillorðnum og þrautþjálfuðum mönnum, en hann vann mjög ungur að árum bæði við byggingu álversins á Grundartanga og Sultartanga- virkjunar en þar vann hann við mjög erfitt starf, járnabindingar, sem út- heimti mikla orku og útsjónarsemi. Við vitum fyrir víst frá áreiðanlegum heimildum að þar gaf hann engum eftir þó ungur væri að árum. Við munum líka þegar hann fór í sveitina til frænda síns Hauks og Ingu konu hans á Snorrastöðum, og dvaldist hjá þeim í þijú sumur. Við vitum að þar lærði hann að umgangast nátt- úruna og skynja fegurð hennar, því þar höldum við að honum hafi liðið best þau ár sem hann var hér með okkur. Við viljum fá að þakka þeim hjónum það sem þau gerðu fyrir Maríus. Minningamar hans úr sveit- inni voru honum mikils virði, hann talaði oft um að nú ætlaði hann að fara í heimsókn að Snorrastöðum og heimsækja Hauk og Ingu. Eftir þessi stuttu kynni Maríusar af hinu góða lífi í sveitinni dundi ógæfan yfir. Það er varla hægt að trúa því hversu vont fólk gengur hér á meðal okkar í dag og lætur skína í hvað það sé gott fólk en kemur fram í myrkrinu og rænir lífi saklausra bama og unglinga. Það er ekki von að við amma og afi getum skilið þetta fólk, hvaðan það kemur og hvernig það hefur þetta ægivald í krafti peninga til að stuðla að því að þessi efnilegu ungmenni komist í kynni við hið illa víti sem það þarf að lifa við þangað til það yfírgefur þessa veröld. Elsku Maríus okkar afa og ömmu, við vitum að þú ert nú hjá Guði með frænda þínum sem yfirgaf þetta líf hér fyrir tæpu ári og við vitum að nú líður ykkur báðum vel. Elsku dóttir okkar, Alma, og börnin þín, Sigurður Almar, Valgerður, Jafet og ísabella, og sambýlismaður þinn, Antonio Pascoal, Guð almáttugur haldi verndarhendi yfir ykkur um alla ei- lífð. Þess óskum við af öllu hjarta. Elsku Maríus okkar, við óskum líka að góður guð verndi son þinn, Arnar Orra, og bamsmóðm- þína, Margréti, að eilífu. Þess óska amma og afi, Skúlagötu 40. Yndislegi vinur. Nú ert þú horfinn til annars heims þar sem ég veit að þér líður betur. í tæp tuttugu ár fékk ég að fylgjast með þínu lífi. Ég leit þig fyrst augun nokkurra mín- útna gamlan og þar með áttir þú ávallt stóran hlut í mínu hjarta. Þú varst yndislegt barn sem óx upp og varðst að ungum myndarlegum manni. Upp í huga minn renna ótal minningar, þú í poka á maga mínum, við röltandi Laugaveginn, útilegur og síðast en ekki síst Spánarferð okkar fyrir tveimur ámm þar sem þú varst með son þinn, Möggu bamsmóður þína, systkini, móður og ég og Fannar. Þar áttum við yndis- legan tíma sem á eftir að ylja mér í framtíðinni. Þú áttir yndislega móð- ur sem stóð ávallt þér við hlið í þín- um erfiðleikum. Oft gistir þú hjá mér og lágum við þá fram eftir nóttu og spjölluðum um lífið og tilvemna. Þú varst yfirleitt svo glaður og alltaf var stutt í fallega brosið þitt. Fyrst var ég vinkona mömmu en þegar tíminn leið og þú fórst að koma með vini þína með þér var ég orðin Magga vinkona þín sem fyllti mig miklu stolti. Elsku vinurinn minn, takk fyr- ir vináttu þína, faðmlögin þín, allar góðu stundirnar, einlægni þína, fallegu orðin þín, fallega brosið þitt. Elsku Alma, Bjössi, Meny, Amar Orri, Magga, systkini og aðrir ætt- ingjar, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Við eigum minningu um góð- an dreng í hjarta okkar. Margrét Sverrisdóttir. Mér er það ekki í vald sett að skil- greina hvar þú ert nú en við munum hittast aftur, að lokum. Sálin í útlegð er, æmeðandvelsthúnhér í holdsins hreysi naumu, haldin fangelsi aumu. (Passíusálmur 17.10) Ég þakka þér fyrir góðar stundir og votta aðstandendum samúð mína. Ólafur Kr. Þórðarson. Ég vil skrifa nokkrar línur til þess að minnast vinar míns, Marra, til margra ára. Ég kynntist Marra fyrst um níu ára aldur. Við ólumst upp í sama hverfi og stunduðum um tíma sama skóla. Leiðir okkar lágu svo aftur saman þegar hann hóf sam- band með Möggu vinkonu minni og áttu þau saman yndislegan son, Arn- ar Orra. Ég og Marri höfum yfirleitt alltaf sótt í sama félagahópinn og fyrir þær stundir er ég afar þakklát. Tel ég mig hafa lært mikið af Marra því að Marri var ein sterkasta pers- óna sem ég hef kynnst því að líf hans var ekki alltaf dans á rósum en alltaf hélt hann í góða skapið og það var aldrei langt í brosið. Marri var mjög bamgóður og yndislegur faðir, það var alltaf jafn gaman að sjá hvað hann naut sín í kringum böm og var duglegur að halda utan um fjölskyld- una sína. Marri hafði svo sannarlega stórt og hlýtt hjarta og þótti afar vænt um þá sem hann þekkti. En nú ert þú kominn á hlýjan og bjartan stað sem þér líður vel á því ég veit að þú átt það skilið. Það verð- ur erfitt að stíga fyrstu skrefin í líf- inu núna þegar ég veit að þú ert ekki lengur hjá okkur en við munum hitt- ast aftur og ég veit að það verða ánægjulegir endurfundir. Elsku Marri minn, þín er sárt saknað. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Eg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfrnn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Alma, Aðalbjörn, Ai'nar Orri, Magga, systkini, ættingjar og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Jóhanna (Jóa). Marri, elsku besti vinur minn, engin orð geta lýst sorg minni og söknuði, oft áttum við góðar stundir saman og þó oft syrti í álinn á milli, þá átti morgundagurinn alltaf að verða betri. Far þú í friði, Guð fylgi þér og styrki fjölskyldu þína á þess- ari erfiðu stundu. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígustrengur brostíð. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þina. (Tómas Guðm.) Svavar Sverrir Svavarsson. Ég átti síst von á því símtali sem ég fékk síðastliðinn föstudag, það hafði ekki hvarflað að mér að þú, Marri minn gætir tapað í baráttu þinni við þennan skæða sjúkdóm sem við svo mörg berjumst við. Ég átti einhvern veginn alltaf von á því að þú bærir sigur úr býtum. En svo varð því miður ekki. Ef þú bara vissir hve við söknum þín sárt, og munum sakna þín eftirleiðis. En ljósi punkturinn er þó að við eigum margar fallegar minningar um þig sem hægt er að ylja sér við á erfiðum stundum. Marri minn, Guð veri með þér og varðveiti þig. Og megi Guð vera með fjölskyldu þinni á þessari erfiðu stundu, litla syni þínum honum Arnari Orra, foreldr- um þínum, systkinum og barnsmóð- ur þinni henni Margréti. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guðrún Hulda Fossdal (Gugga). UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri Iandsbyggðinni. J Baldur I Frederiksen I útfararstjóri, )sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is 1 ^3 Sverrir :;'v' H ||L ~íjH Einarsson ■. Æ Sverrir B"- útfararstjóri, nhl Olsen mmWÆ Wft Msími 896 8242 WLH Æt útfararsljóri. ! ' / ■ Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is ' Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. \ •? Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.