Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MENNTUN Skýrari átakalínur Ekki er unnt að vísa til þess liðna því til sannindamerkis að Samfylkinguna skorti sérstöðu. GÖMUL hugsun hefur einkennt viðbrögð við stofnun Samíylk- ingarinnar sem stj ómmálaflokks. Þessa hugsun má orða þannig að flokkurinn geti eklri talist hafa sér- stöðu í íslenskum stjómmálum sökum þess að jafnaðarmenn hafí hafnað ríkishyggju og lýst sig hlynnta frjálsum markaði. Þessi gamli skilningur á inntaki póli- tískrar sérstöðu á ekki lengur við. Að auki blasir VIÐHORF viðaðmeð _____ somu rokum Eftlr Ásgeir máhaldaþví • Sverrísson fram að all- flestir stjóm- málaflokkar á Vesturlöndum hafi nákvæmlega ekkert sérstakt íram að færa. Það er að sönnu athyglisverð fullyrðing. Atökum miðstýringarsinna og talsmanna markaðar og einstakl- ingsfrelsis er lokið. í flestum rílq- um Evrópu hefur forsjárhyggju sósíalista og kennisetningum þeirra um ríkisrekstur og miðstýr- ingu verið hafnað. Einstakling- urinn, sem sósíalistar vildu hefta og gera að þræl ríkisvaldsins, hef- ur á ný verið hafinn til öndvegis. Nútímaleg stjómmál snúast því um frelsi hans og leikreglur þess nýja samfélags, sem upp er að rísa, í senn á rústum hins liðna og á grundvelli nýrrar tækni. Þetta samfélag hinna skýra leikreglna, jafnra möguleika, einstakl- ingsfrelsis og -ábyrgðar má nefna „sanngimis-“ eða, jafnstöðuþjóð- félagið" (e.„Fair Play Society"). Þess vegna vekur furðu að svo margir, sem tjáð hafa sig um stofn- un Samfylkingarinnar, skuli vera fastir í viðmiðum hugsunar, sem augijóslega á ekkert erindi lengur . við almenning. í stjómmálum nú- tímans er ekki lengur tekist á um miðstýringu og markaðshyggju, sósíalisma og einstaklingsfrelsi. Af þessum sökum er ekki unnt að vísa til þess, sem liðið er til að rökstyðja þá fullyrðingu að Samfylkingin hafi enga sérstöðu fram að færa í íslenskum stjómmálum. I því efni skiptir engu hvort menn geta talið sig fylgjandi þeirri stefnu, sem hreyfingin boðar eða ekki. í þessu viðfangi er við hæfi að benda á nokkur atriði, sem Össur Skarphéðinsson, leiðtogi Samfylk- ingarinnar, hefur lagt áherslu á. Formaðurinn nýi hefur sagt að Samfylkingin muni aldrei styðja einkavæðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu. Hann hefur ítrek- að að flokkurinn vilji taka upp auð- lindagjald og vinda ofan af„gjaiá- kvótakerfinu" svonefnda. Össur Skarphéðinsson sagði í ræðu sinni á stofnfundi flokksins að Samfylk- ingin vildi að þjóðaratkvæða- greiðslur yrðu teknar upp á íslandi og að Netið yrði nýtt í þeim til- gangi. Hann fjallaðimeð athyglis- verðum hætti um siðferðislegan grandvöll hins kapítalíska hag- kerfis og sagði íslensk stjómmál skorta siðferðislegt inntak. For- a maðurinn hefur einnig gert að um- talsefni að rétta beri hlut lög- gjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu til að unnt verði að draga úr því frumstæða „ráðherraræði", sem ríkir á ís- landi. Þessi málflutningur er fallinn til að greina Samíylkinguna frá öðr- um stjómmálaflokkum á íslandi. Líkt og gildir um öll stjómmála- fyrirtæki getur hver og einn efast um heilindi forystusveitarinnar og alvörana að baki yfirlýsingunum. Ymislegt er hins vegar óljóst í stefnu Samfylkingaiinnar og ann- að vekur furðu. Formaðurinn hef- ur sjálfur sagt að ágreiningur ríki innan flokksins um hvort Islend- ingum beri að leita eftir aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin boðar að skilgreina þurfi samn- ingsmarkmið þjóðarinnar en upp- lýsir ekki í hvaða tilgangi! Mark- mið þjóða í samningaviðræðum era ávallt skýr: sem mest fyrir sem minnst. Hvað hugsanlega ESB- aðild varðar skal ítrekað það, sem áður hefur verið nefnt á þessum vettvangi: tilgangslaust verður með öllu að bera aðildarsamning við Evrópusambandið undir þjóðaratkvæði leiki minnsti vafi á að forræði yfir auðlindum sjávar verði áfram í höndum íslendinga. í lögum Samfylkingarinnar, sem samþykkt vora á stofnfundinum og vísað var til svonefndrar „laga- nefndar", er að finna ákvæði um kynjakvóta í öllum stofnunum flokksins þannig að „hvort kyn eigi rétt til a.m.k. 40% aðalfúlltrúa og 40% varafulltrúa svo fremi að nægilega margir séu í framboði." Kynjakvótar ganga þvert á hug- myndafræðilegan grundvöll „verð- leikasamfélagsins" og vísa miklu fremur til gamals hugsunarháttar og úreltrar heimssýnar en þeirrar uppstokkunar, sem Samfylkingin kveðst berjast fyrir í íslensku þjóð- félagi. Vafasamar bréfasendingar á kostnað almennings og leyndar- hyggja varðandi fjármál þeirra flokka, sem að Samfylkingunni standa, fara ekki saman við boðaða „siðvæðingu" stjómmálanna. Jafnaðarmenn hafa löngum leit- að út fyrir landsteinana eftir fyrir- myndum og nú er það Lionel Josp- in, leiðtogi franskra sósíalista og forsætisráðherra Frakka, sem vís- ar veginn. Tilvísanir í frönsk stjómmál era ekld sérlega upp- lýsandi fyrir íslenska kjósendur en Lionel Jospin hefur einkum vakið athygli fyrir hentistefnu og sam- starf við kommúnista. Margir frjálslyndir kjósendur munu vafalaust óttast að Össur Skarphéðinsson hyggist gera hið sama og leiða VG-flokkinn til valda á íslandi. Ef til vill munu einhverjir harma að íslenskir jafnaðarmenn hyggist ekki horfa til Tony Blair í hug- myndafræðilegum efnum. Leiðtogi Samfylkingarinnar hefur á hinn bóginn sýnilega leitað til Bret- lands, nánar tiltekið í smiðju til Margaret Thatcher, hvað varðar pólitískt tungutak því líkt og hún talar hann gjarnan um sjálfan sig í þriðju persónu („The lady is not for turaing"). Reynslan sýnir að ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu fyrr en stjórnmálamenn era teknir að ræða um sjálfa sig í virðingarfleirtölu eins og „Járn- frúin“ gerði undir lok valdaferils síns. Flokksstofnun Samfylkingar- innar sætir tíðindum en verður með engu móti líkt við pólitískan landskjálfta. Atakalínur í íslensk- um stjómmálum hafa hins vegar skýrst nokkuð og vera kann að vind taki að hreyfa eftir blanka- logn undanliðinna missera. Fossvogsskóli - Nemendur í Fossvogsskóla hafa unnið áhugaverð verkefni í vetur. Gunnar Hersvemn skoðaði nokkur þeirra: Eftirlíking- ar af steindum gluggum og verkefni um Reykjavík menningarborg. Sögurammar um borg og Jesú Krist • Börnin lærðu um táknin og söguna og sköp- uðu myndir. • í verkefninu um borgina voru þau í hlutverki leiðsögumanna. NÍU OG tíu ára gamlir nemendur í Fossvogs- skóla í Reykjavík unnu síðla veturs verkefnið „Kristin tákn“ í tilefni af 1000 ára af- mæli kristnitökunnar. Þau gerðu eftirlíkingar af steindum kirkju- gluggum og gáfu hverjum glugga ákveðið viðfangsefni. Nemendur unnu verkefnið með kennurum og fengu innsýn í kristna táknfræði. Bömin segjast hafa byrjað verkefn- ið á því að fara í Bústaðakirkju og fá fræðslu um gluggalistaverk Leifs Breiðfjörð sem prýða kirkjuna. Einnig sagði sr. Pálmi Matthíasson þeim frá táknfræði litanna. I Fossvogsskóla var bömunum raðað í fimm blandaða hópa og vann hver þeirra einn glugga, en sérhver þeirra hefur 17 hólf. Hver nemandi fékk því eitt hólf til að myndskreyta. Nemendur og kennarar þeirra hafa fengið mjög góð viðbrögð við verkum sínum og verða gluggamir sýndir í fjölskyldumessu í Bústaða- lrirkju á sunnudaginn 14. maí kl. 14:00. Þar munu nemendur segja frá verkum sínum en gluggamir eru nefndir Kirkjuárið, altarið, kross- inn, englar og útför. Gluggana sýndu þau fyrst í skól- anum fyrir og eftir páska með pínu og upprisu Krists í huga, og urðu vegna viðbragða annarra fljótlega stolt og ánægð með verk sitt. Kynnisferð barna um borgina Böm í Fossvogsskóla hafa einnig tekið þátt með kennuram sínum í dagskránni Reykjavík menningar- borg. Kennaramir Aðalheiður Bragadóttir, Auður Þórhallsdóttir og Magnea Antonsdóttir hafa samið kennsluefni eða söguramma um borgina. Þær Auður og Magnea hafa kennt efnið í bekkjunum sínum og munu 23. og 24. ágúst halda nám- skeið um það fyrir kennara hvaðan- æva í 3.-7. bekk Núna í lok skólaársins er mikla fræðslu að finna í kennslustofunum þeirra, t.d. í formi vandaðra vegg- spjalda eftir níu ára böm. Söguramminn hefur reynst mjög gagnlegur fyrir bömin, því þeklring á nánasta umhverfi sprettur ekki fram af sjálfu sér. Nefna má sem dæmi að þau fóru ekki svo oft í mið- bæinn, og því ekki víst að þau hafi þekkt vel margar byggingar eða þá styttur bæjarins. Auður Þórhallsdóttir kennari seg- ir að þessi kennsla hafi verið mjög fróðleg og ekki síður íyrir kenn- arana. Margt hafi komið á óvart. „Þetta er mikil heimildarvinna fyrir níu ára böm en þess er gætt að kveikjan að hugmyndum komi frá þeim sjálfum. í verkefninu eru þau í hlutverki leiðsögumanna og þau spyrja sig t.d.: Hvaða staðir era merkilegir? Hvað viljum við sýna? Þau raða svo efni t.d. í flokkana söfn, merkilegar byggingar og náttúra. Og búa til bækling um borgina. Eftir það fer þeim að berast bréf frá ímynduðum ferðamönnum frá sex löndum, sem tilgreina áhugasvið sín og þau búa til dagskrá fyrir þá,“ seg- ir Auður. Bömin skipulögðu skoðunarferð- ir um borgina og þurftu því að kynna sér hana vel t.d. með því að fara sjálf í kynnisferð með rútu. Markmiðið sögurammans er að nemendur læri að þekkja borgina og era viðburðir menningarársins 2000 nýttir. Sögurammanum lýkur með því að bömin bjóða foreldrum sínum í stof- umar sínar í skólanum og bjóða þeim sæti í tilbúnum rátum og fara í skoðunarferð með því að varpa skyggnum, úr ferðum sínum um borgina, á veggi. Borgarhljóðum verður einnig varpað út og munu þau taka lagið þegar það á við. Nýjar bækur • GEITUNGURINN 3 er nýjasta heftið í flokki verkefnabóka sem Æskan ehf. gefur út handa börnum sem farin era að sýna áhuga stöfum og tölum. í heftinu eru fjölbreytileg viðfangsefni sem bjóða upp á marg- háttaða en skemmtilega glímu við tölur og bókstafi. Geitungurinn 3 er saminn með það að markmiði að hann veiti góð- an undirbúning fyrir lestrarnám barna og kveiki áhuga þeirra á prentuðu máli. Heftið er beint framhald af Geitunginum 2 sem kom út sl. haust og hefur nú verið endurprentaður fjórum sinnum. Við samningu heftisins var haft að leið- arljósi að foreldri eða leiðbeinandi og barn geti átt skemmtilega stund saman yfir efninu um leið og glímt er við léttan lestur, einfaldar þraut- ir og reikningsdæmi. Það sem birt- ist í þessu hefti er m.a. eftirfarandi: Æfingar í að nota blýant, liti, skæri og lím. Stórir og litlir stafir til að lesa, lita eða skrifa.Litaverkefni út frá tölum og orðum. Verkefni í að telja, para saman og skrifa tölur. Orð og myndir, myndlestur og ritun orða. Þrautir, orðaleit, tengiverk- efni og einföld reikningsdæmi. Höfundar Geitungsins hafa lengi starfað saman að útgáfu barnabóka. Arni Arnason er kennari að mennt en hefur á annan áratug starfað við ritstjórn og útgáfu kennsluefnis og barnabóka. Hann er einnig höfund- ur bóka og námsefnis handa börn- um. Halldór Baldursson hefur starfað um árabil sem teiknari og hefur myndskreytt fjölda þekktra barnabóka auk kennslubóka sem notaðar era í grannskólum. Geitungurinn 3 er 48 bls. að stærð, í A4-broti og kostar 790 kr. út úr búð. Umbrot og hönnun fór fram hjá Æskunni ehf. en prent- smiðjan Oddi hf. annaðist prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.