Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 69 BRÉF TIL BLAÐSINS Misnotkun á eftirmælum Frá Gísla Ásgeirssyni: MINNINGARGREINAR era sérís- lenskt fyrirbæri. Síðan Tíminn hætti að koma út er þær einungis að finna í Morgunblaðinu og á blaðið þakkir skilið fyrir að bjóða upp á þennan tjáningarvettvang. Fólk hefur þörf fyrir að skrifa sig frá sorginni, tjá söknuð sinn, minnast ástvina og ætt- ingja. Oft eru minningargreinar snilld- arlega skrifaðar, einkum þegar höf- undur er nákunnugur hinum látna og kann að segja frá. Öðru máli gegnir um þá sem þekktu viðkom- andi aðeins í sjón en vilja samt sem áður leggja eitthvað af mörkum. Slíkar ritsmíðar geta varla talist til minningargreina enda er höfundur aðallega að koma sjálfum sér á fram- færi og sínum ritsmíðum í einhverri mynd. Dæmi um þetta hafa sést á síðum Morgunblaðsins, en blessun- arlega fá. Eftirfarandi ritsmíð gæti verið eftir slíkan höfund. „Sú harmafregn barst mér í morg- un að látinn væri merkismaðurinn Jónmundur Hans Sveinsson. Mig setti hljóðan enda hafði mig ekki grunað að honum væri svo snöggur aldurtili búinn. En þeir verða að missa sem eiga. Nú er skarð fyrir skildi í fjölmennri fjölskyldunni og sorgarský hvílir yfir heimahögum hans enda um héraðsbrest að ræða. Eg var hinum látna aldrei mál- kunnugur en sá honum iðulega bregða fyrir á bókasafninu hér í bæ og þá jafnan þar sem ritverk okkar bestu skálda er að finna. Ég hef það fyrir satt að hann hafi átt eintak af ljóðabók minni, Tár í glasi, sem ég gaf sjálfur út 1997 og seldi með góð- um árangri. Óhætt er að hvetja fólk til að skyggnast eftir henni á okkar ágætu bókasöfnum. Góðkunningjar mính- meðal ljóðskálda og rithöfunda hafa sagt mér að hinn látni hafi verið höfðingi heim að sækja og veitt vel. Rómaðar eru matarveislur hans fyr- ir vini og ættingja þar sem umræð- urnar einar tóku veitingunum fram. Gaman hefði verið að vera þar gest- ur. Landsfrægur listmálari lét þau orð falla í mín eyru að betri eigin- maður en hinn látni væri vandfund- inn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi konu hans. Við sýningu í Þjóðleikhúsinu síð- astliðinn vetur sat Jónmundur þrem- ur bekkjum fyrir framan mig ská- hallt á hægri hönd og sá ég ekki betur en hann skemmti sér hið besta. Má af þessu ráða að hann hafi verið listunnandi og leikhúsmanneskja eins og hann á kyn til. Mér þykir því við hæfi að kveðja hann með laus; legri þýðingu minni á kvæðinu „I bakkafullan lækinn" eftir W.H. El- iot, eitt af höfuðskáldum Breta, sem reyndar lauk miklu lofsorði á þýð- ingu mína. Eg sit við læk og læt mig dreyma við ljúfan niðinn vatnaheima þar sem urriðamir una inn á milli lækjarbuna og vatnið alltaf er að streyma amstri heims er létt að gleyma því hverfult er vort líf og líður semlækurtær ogenginnfær skilið. Þessi straumur stríður streymir og ég læt það vera endaværiþað að bera íbakkafullanlækinn. Már Högnason." GÍSLIÁSGEIRSSON, þýðandi. Starfsfólk Flug- leiða reyndist vel Frá Brynju Tomer: ÉG MÁ til með að þakka starfs- fólki Flugleiða í Keflavík fyrii- ein- staka þjónustu sem við dóttir mín nutum fyrir skömmu. Stúlkan er nýorðin 14 ára og ekki ferðavön. Hún var ein á ferð og flaug frá Ítalíu til Frankfurt með Lufthansa og áfram til Islands með Flugleiðum. Óskað hafði verið eftir sérstakri fylgdarþjónustu sem flugfélög veita óvönum farþegum, þeim að kostnaðarlausu. Við innritun á ítalska flugvellin- um var ítrekað við starfsmann Lufthansa að stúlkan fengi um- beðna aðstoð, enda þurfti hún að skipta um álmu í flugstöðvarbygg- ingunni til að komast í flugvél. Flugstöðin í Frankfurt er gríðar- lega stór, þar eru margar álmur og ekki er auðratað um bygginguna. Eftir lendingu í Frankfurt fylgdi starfsmaður Lufthansa stúlkunni í vagn sem ók farþegum frá flugvél að flugstöðvarbyggingu. Síðan hvarf hann án þess að kveðja. Stúlkan varð skelfingu lostin, enda vissi hún ekki betur en hún astti að fá aðstoð frá þýska flugfé- laginu. Hún hringdi heim, lét vita af sér og sagðist vera rammvillt og ráðþrota. Ég hafði samband við starfsfólk Flugleiða í Keflavík til að spyrja ráða. Það brást strax mjög vel við, þótt það bæri enga ábyrgð á þess- um unga ferðalangi. Starfskona sem ég talaði við sagðist myndu gera það sem í hennar valdi stæði til að koma dóttur minni um borð í vél Flugleiða. Hún hafði samband við starfs- mann Flugleiða á Frankfurtar- flugvelli sem leitaði að henni. Leit- in tók nokkrar klukkustundir og meðan á henni stóð var starfsfólk Flugleiða í Keflavík í reglulegu sambandi við mig og lét mig vita af stöðu mála. Tilfinningin sem fylgir því að eiga barn í erfiðleikum í útlöndum er einkar óþægileg. Viðmót og skilningur Flugleiðastarfsfólks var því ómetanlegur. Framkoman ein- kenndist af reynslu af mannlegum samskiptum og skilningi á mikil- vægi þess að leysa vandamál sem upp geta komið á ferðalögum. Á sama tíma og ég var í sam- bandi við starfsfólk Flugleiða, gerðu ættingjar stúlkunnar á Ítalíu ítrekaðar tilraunir til að fá starfs- fólk Lufthansa, sem bar ábyrgð á þessum farþega, til að axla ábyrgð- ina. Þar vísaði hver á annan milli þess sem símanum var skellt á ætt- ingjana. Ábyrgð sem starfsfólk Flugleiða ákvað að taka á um- komulausum og villtum unglingi í Frankfurt er áreiðanlega einsdæmi í heiminum. Sjálf hef ég ferðast talsvert gegnum tíðina og oft á tíðum kvartað undan háum fargjöldum og einokunaraðstöðu Flugleiða. Eftir að hafa endurheimt dóttur mína með aðstoð þessa góða starfsfólks, er mér til efs að ég kvarti aftur undan fargjöldum eða einokun á næstunni. Með einstakri fag- mennsku og mannúðlegri fram- komu sýndi starfsfólk Flugleiða mér hversu mikilvægt getur verið fyrir okkur íslendinga að eiga eigið flugfélag. Flugleiðir geta verið stoltar af starfsfólki sínu og við getum verið stolt af því að eiga þetta flugfélag. BRYNJA TOMER, Lambastaðabraut 11, Seltjarnarnesi Mynd eftir Jim Jarmusch höfund NIGHT on EARTH ww Tt<w/ (Lift asíiw íu.va 'Jtvt ÍUfftWi ?<*T!*íW w*a w tiu* Ltwi> *■ lauaa fosömiAi. ojtittxB. txMf. $omitn ■Otm H JAy KAtirtoWlTZ, WTCT* « !mnl,S7rt totey Irf Jfrt JAKíWSöi M&mr \$hjý£A te: Utímt v£$$ey vicm w* #1'tíMbSW tvítc fey Tíít S2A o$v#v. OUiW tt*te-j**** TÉO tOMteOi t>i KiOV£b öUAy -t -M m*i Wftt t*****i*S, M, w. rtfti lí STUD/O C/iNAL+ HASKOLABIO JVC, Œ STutno CANAl-4 ^ &AC f\L ?te56MT 'M a$Sooatiom WiTH pA/\{]>0fcA F»Lh am1> ARD/b£6ET0 FvlM rr/A/D eftir JiM JAKMU$CH NÐNLNLUTVERK foKE$T WHiTAKf^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.