Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rektor HA segir staðsetningu háskóla hafa áhrif á búsetu háskólamenntaðs fólks Lagt til að stöðvum verði komið upp á Isafírði og Egilsstöðum Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, á fundi um há- skólamenntun og landsbyggðina. STAÐSETNING háskólanáms hef- ur mikið áhrif á búsetu háskóla- menntaðs fólks hér á landi, en sam- kvæmt nýrri' könnun á háskóla- menntun og búsetu búa 89% brautskráðra viðskiptafræðinga frá Háskóla íslands á höfuðborgar- svæðinu en einungs 11% á lands- byggðinni. Af brautskráðum rekstrarfræðingum frá Háskólan- um á Akureyri búa 87% á lands- byggðinni en 13% á höfuðborgar- svæðinu. Þetta kom fram í erindi Þor- steins Gunnarssonar, rektors Há- skólans á Akureyri, á fundi sem At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og sjónvarpsstöðin Ak- sjón efndu til á Fiðlaranum á Akur- eyri á miðvikudag, en yfirskrift fundarins var hvort aukin háskóla- menntun væri svar við atgervis- flótta af landsbyggðinni. Þorsteinn vitnaði einnig í skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga „Mannekla í hjúkrun“ en þar kemur fram að tæplega 80% braut- skráðra hjúkrunarfræðinga frá Há- skólanum á Akureyri starfa á landsbyggðinni en nimlega 20% á Reykjavíkursvæðinu. Til saman- burðar starfar aðeins sjötti hver hj ú krunarfrícðingur sem útskrifast frá Háskóla íslands á landsbyggð- inni. Einnig nefndi rektor að um helmingur nemenda í sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri kæmi frá suðvesturhorni landsins en um 80% brautskráðra sjávarútvegs- fræðinga haslaði sér völl í fyrir- tækjum utan höfuðborgarsvæðis- ins. Fjarkennsla skilar árangri Þorsteinn sagði Háskólann á Ak- ureyri hafa leitast við að hagnýt nýjustu upplýsingatæki til kennslu á háskólastigi utan síns heima- svæðis, m.a. með fjarkennslu í hjúkrunarfræði til ísafjarðar og rekstrarfræði til Austurlands og hefði hann fengið staðfest fyrir vestan að hefði þessi kennsla ekki komið til hefðu margir af þeim sem nú stunda hjúkrunarnámið flust með fjölskyldum sínum til höfuð- borgarinnar. Námsframboð háskól- ans með aðstoð fjarkennslu eykst í haust, en þá verður kennd hjúkrun- arfæði á Suðumesjum, leikskóla- kennaranám í Kópavogi, á Horna- firði, í Neskaupstað og á ísafirði og kennsla á nýrri námsbraut í nú- tímafræðum í samstarfi við Há- skóla íslands verður sett upp í haust. Rektor sagði fjarkennsluna þeg- ar hafa skilað miklum árangri en ljóst væri að renna þyrfti styrkari stoðum undir háskólakennslu í þeim landshlutum sem lengst væru frá núverandi háskólum hér á landi, þ.e. á Austurlandi og Vestfjörðum. Því hefði háskólaráð lagt til við menntamálaráðherra að Háskólan- um á Akureyri yrði heimilað að koma á fót kennslustöðvum á Eg- ilsstöðum og Isafirði og þar myndu starfa fastráðnir háskólakennarar sem hefðu fasta búsetu á þessum stöðum og sæju um staðbundna kennslu grunngreina. Sífellt al- gengara væri að háskólar erlendis settu upp slíkar kennslustöðvar og tók rektor dæmi um uppbyggingu háskólamenntunar í hálöndum og eyjum Skotlands þar um. Sagði Þorsteinn að þessi tillaga sameinaði kosti staðbundins náms og fjarnáms á öflugan og einfaldan hátt. Ljóst væri þó að fjarkennslan mundi ein ekki nægja til að byggja upp lífvænlegt þekkingarsamfélag á Austurlandi og Vestfjörðum, en störf háskólakennara á þessum landsvæðum gætu styrkt fjar- kennslu bæði á þeim stöðum þar sem þeir væru búsettir og annars staðar þar sem fjarnám væri stund- að. Ávinningurinn af slíkum kennslu- stöðvum væri hópur háskólamennt- aðs fólks sem kæmi inn í atvinnu- lífið á viðkomandi svæði á hverju ári og vísaði rektor í því sambandi til reynslunnar af starfsemi Há- skólans á Akureyri. Fjárhagsleg áhrif inn á viðkomandi landsvæði gætu numið um tveimur milljónum króna á hvern nemenda að mati Þorsteins. Kostnaður um 62 milljónir króna á ári Kostnaður við starfsemina er áætlaður 16 milljónir króna árið 2001 á hvorum stað, en þegar allt námið er komið til framkvæmda er áætlaður kostnaður um 31 milljón króna á hvorum stað eða samtals 62 milljónir króna. Tók rektor fram að þetta væri ekki ódýrasta leiðin til að mennta háskólafólk „en hver verður afleiðingin fyrir viðkomandi landsvæði ef þessi leið eða aðrar hliðstæðar lausnir koma ekki til?“ Þorsteinn sagði í svari við fyrir- spurn um það hvort aukin sam- keppni á svið fjarskipta hefði áhrif á rekstrarlegar forsendur námsins, að sér sýndist sem síaukin sam- keppni á fjarskiptamarkaðnum mundi bæta stöðuna. Hann sagði háskólann hafa yfir að ráða lágmarksbúnaði sem til þyrfti til að geta sinnt fjarkennslunni, en flutn- ingsgetan væri akkilesarhællinn sem og kostnaður. „Við sjáum að nýir aðilar á mark- aðnum bjóða skilvirkar lausnir og lægra verð en við höfum áður séð,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist sakna þess að háskólar í landinu hefðu ekki aðgang að niðurgreiddu rannsóknarneti, sem víða tíðkaðist erlendis en slíkt væri ekki fyrir hendi hér á landi. Félagsmálaráðherra kynnir alþjóðlegan dag fjölskyldunnar sem verður 15. maí Opinber fjölskyldustefna tilbúin síðar í sumar ALÞJÓÐLEGUR dagur fjölskyld- unrtar verður haldinn mánudaginn 15. maí, en það verður í 7. sinn sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka málefnum fjölskyldunnar sérstak- an dag í þeim tilgangi að vekja at- hygli á mikilvægi ýmissa mála er tengjast fjölskyldunni, sem og mikilvægi fjölskyldunnar sjálfrar í samfélögum þjóða heimsins. Þetta kom fram í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á blaðamanna- fundi í félagsmálaráðuneytinu í gær, en þar kynnti hann helstu að- gerðir stjórnvalda í fjölskyldumál- um síðustu misseri og starfsemi fjölskylduráðs. Páll sagði að ríkisstjórnin hefði unnið ötullega að málefnum fjöl- skyldunnar síðustu ár. Húsnæðis- löggjöfin hefði auðveldað mjög tekjulægri fjölskyldum að komast í eigið húsnæði. 150 fatlaðir einstaklingar á biðlista eftir húsnæði Nýsett lög um fæðingar- og for- eldraorlof væru tvímælalaust mjög stórt skref í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum, en samkvæmt þeim hefðu báðir foreldrar jafnan mögu- leika til að annast barn sitt og vera samvistum við það. Hann sagði að samkvæmt þessum lögum fengju foreldrar sjálfstæðan 3 mánaða fæðingarorlofsrétt og 3 Morgunblaðið/Porkell Alþjóðlegur dagur fjölskyldunn- ar verður haldinn í 7. sinn mánu- daginn 15. maí. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kynnti helstu aðgerðir stjórnvalda í málum fjölskyldunnar síðustu ár og starfsemi fjölskylduráðs. mánuði er þeir gætu nýtt að vild. Þá væri hvoru foreldri heimilt að taka sér 13 vikna fæðingarorlof á fyrstu 8 árum barns. Páll sagði að ýmis önnur mál væru einnig mikilvæg fyrir fjöl- skylduna, svo sem ný lög um starfsfólk með fjölskylduábyrgð, sem tryggðu það að starfsmenn gætu sinnt fjölskylduábyrgð sinni og annast sjúka aðstandendur án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Þá sagði hann að Barna- húsið hefði sannað tilverurétt sinn og að frumvarp til nýrra og endur- bættra barnalaga yrði lagt fyrir Alþingi í haust. Þá sagði hann að möguleikar fatlaðra til bærilegra lífs hefðu verið stórauknir, en þó væru enn 150 einstaklingar á bið- lista eftir húsnæði. Fjölskylduráð var skipað af ráð- herra árið 1998 og er hlutverk þess m.a. að vinna að gerð opin- berrar fjölskyldustefnu stjórn- valda sem ætlað er að hafa það að markmiði að efla fjölskylduna í nú- tímaþjóðfélagi. Drífa Sigfúsdóttir, formaður Fjölskylduráðs, sagði að stefnt væri að því að vinnu við fjöl- skyldustefnuna yrði lokið síðar í sumar. Sveitarstjórnir bjóða í sund í tilefni af alþjóðadegi fjölskyld- unnar sagði Drífa að ráðið hefði farið fram á það við sveitarstjórnir landsins að þær stuðluðu að því að fólk gæfi sér tíma til að verja með fjölskyldum sínum á deginum. Hún sagði að nokkur sveitarfélög hefðu þegar tilkynnt ráðinu hvað yrði í boði fyrir fjölskylduna. Sveitarstjórn Garðabæjar myndi t.d. efna til gönguferðar í Heið- mörk. Á Húsavík, Hvolsvelli, Laugarvatni og Siglufirði yrði ókeypis í sund og á söfn. Á Isafirði og Dalvík hefðu sveitarstjórnirnar ákveðið að sameina alþjóðadag fjölskyldunnar og íþróttadag fjöl- skyldunnar og yrðu þær með ým- islegt í boði 27. maí. Drífa sagði að mikill áhugi væri á meðal sveitarfélaganna um mál- efni fjölskyldunnar og að sá áhugi hefði endurspeglast í könnun sem fjölskylduráðið hefði látið gera meðal sveitarfélaganna. í könnuninni kom í ljós að eitt sveitarfélag hefur þegar mótað fjölskyldustefnu og að flest hinna eru að vinna að undirbúningi slíkr- ar stefnu. Einnig kom í ljós að flestar sveitarstjórnirnar eru með- vitaðar um mikilvægi samræming- ar fjölskyldu- og atvinnulífs og að fjölmörg þeirra bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnu- tíma og vistunartíma fyrir börn á leikskólum. Að lokum kom fram í könnuninni að sveitarfélög leggja áherslu á ýmiss konar forvarnar- starf, svo sem um áfengi, reyking- ar og slysavarnir og eitt sveitarfé- lag býður upp á hjónabands- fræðslu. Ákvörðun samkeppnisráðs Bannar auglýsingu Netsímans SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað auglýsingu Netsímans undir yfirskriftinni „Odýrari símtöl til útlanda". Vísð er til þess í ákvörðun ráðsins að auglýsingin sé ófullnægjandi og villandi fyrir neytendur og jafnframt ósanngjörn gagn- vart keppinautum, ekki megi auglýsa símagjöld Netsímans nema auglýst verð sé endan- legt verð til neytenda. I umræddri auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 29. janúar sl. eru bornar saman gjaldskrár fjögurra fyrir- tækja fyrir símtöl til útlanda. í tilfelli tveggja fyrirtækj- anna, Frjálsra fjarskipta og Íslandssíma, er tilgreint end- anlegt verð sem neytandi greiðir fyrir símtal en í tilfelli auglýsanda og Landsnets þarf að bæta við tilgreint verð kostnaði við innanlands- símtal, en þá þjónustu inna önnur fyrirtæki af hendi og þarf að greiða sérstaklega fyrir þjónustuna. Ekki um að ræða saman- burðarhæfa þjónustu Samkeppnisráð telur því að ekki sé verið að bera saman samanburðarhæfa þjónustu í auglýsingu Netsímans. I ákvörðun samkeppnisráðs segir að nauðsynlegt sé í þeim tilvikum sem þjónusta símafyrirtækis er háð þjón- ustu annars fyrirtækis að bæta dæmigerðum viðbótar- kostnaði við eigin gjaldskrá. Annars geti neytendur ekki borið saman verð einstakra símafyrirtækja á sambæri- legri þjónustu. Hitaveita Suður- nesja og Orkuveita Reykjavíkur Nýjar tillögur leiða til hækkunar VERÐI tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðarráðuneyt- inu að veruleika um framtíðar- skipulag raforkuflutnings á Is- landi munu þær leiða til hærra raforkuverðs á suðvesturhorni landsins en orkufyrirtæki á svæðinu voru sniðgengin við skipun nefndarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á sameiginlegum fundi stjórna Hitaveitu Suðurnesja og Orku- veitu Reykjavíkur. Tillögur nefndarinnar gera m.a. ráð fyrir stofnun Lands- nets og breyttu rekstrarformi fyrirtækjanna sem að áliti stjórnanna leiðir til hærra raf- orkuverðs á svæðinu. Stjórnir íyrirtækjanna munu á næstunni fylgja ályktuninni eftir með viðræðum við þing- menn Reykjavíkur- og Reykja- nesskjördæma og reyna þann- ig að tryggja að tekið verði tillit til sjónarmiða þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins við endanlega gerð nýrra raforku- laga. Jafnframt munu fyrir- tækin áfram vinna sameigin- lega að þessum málum, segir í frétt frá stjórnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.