Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 41 LISTIR flötínn lóðrétt í tvennt, gegna ávalar og sýnilegar línurnar í landslaginu þýðingarmiklu hlut- verki, skera hann lárétt þannig að komin er kross í burðargrind- ina, og fjórir jafn stórir ósýnilegir fletir. Þetta gerir það að verkum að skoðandinn skynjar eitthvað traust og óbifanlegt í myndheild- inni, voldugan tignarlegan og tímalausan skjöld f landslaginu, nokkurs konar ímynd þjóðar- tákns í mesta helgireit landsins. Þá er líkast sem meitluð snjóhett- an á fjallstoppinum sé mótuð af manna völdum frekar en náttúr- unnar, og öll myndin sem á mörk- um þrívíðrar skynjunar, þó svo ekta og í góðum samhljómi við staðbundin jarðsköpin. Hér eru eðlilega á ferð allt önnur og átakameiri vinnubrögð en í Þing- vallamynd Ásgríms, Jón á þrosk- aðra aldurskeiði, ljósið og litirnir gegna hér hlutverki form- mótunar en ekki upphafinnar stemmningar sumardagsins, og þó er myndin þrungin annars konar hrifmögnum berangurs víðernis og firrðar. Sjálfur sagði Jón: „Hlutimir verða að gefa í skyn ímynd af ljósinu. Formið myndast ekki með því að neyta litarins sem sérgildis, því með þeim hætti færi samhengið í myndinni forgörðum, heldur ætti liturinn eingöngu að vera í þjón- ustu ljóssins. Áhorfandinn ætti að finna að litinn bæri þannig að augað gæti ömgglega gengið um myndrúmið samtfmis þvf, að það skynjaði heim myndarinnar sem samheild. Liturinn, ljósið og for- mið áttu að „ganga upp“ í hærri einingu, á þann hátt, að liturinn yrði ljós og ljósið form, og hvert um sig óaðskiljanlegt frá hinu.“ Málverkið Skjaldbreiður er dánargjöf Alexandrínu, drottn- ingar vorrar sem var, til íslenzku þjóðarinnar 1953. Því hefpr lítið verið haldið fram opinberlega en óhætt mun að slá þvf föstu, að hér sé um eitt af lykilverkum á ferli Jóns Stefánssonar að ræða og því mikill fengur að því. Málarinn var mikill Islending- ur, og skyldi hann ekki hafa haft Ijóðlfnur listaskáldsins í huga er hann krassaði útlínur Herðu- breiðar á umslagið: Löngu hefur Logi reiður/Iokið steypu þessa við./Ógnarskjöldur bungubreið- ur/ ber með sóma réttnefnið. Bragi Ásgeirsson Fyrir- lestrar um pfla- gríma PRÓFESSOR Julia Bolton Hol- loway, sérfræðingur í kvennasögu miðaldakirkjunnar, heldur fyrir- lestur í Skálholtsskóla laugardag- inn 13. maí kl. 14 sem hún nefnir „Medieval Women Pilgrims and the Jubilee". Gerðist nunna og einsetukona Holloway er fyrrverandi prófess- or í miðaldabókmenntum við há- skólann í Boulder í Colorado. Hún er fædd í Bretlandi en las bók- menntir við Berkley háskólann í Kaliforníu og lauk doktorsnámi þaðan 1974 í ensku (bókmennta- fræði og miðaldafræði). Hún kenndi miðaldafræði um árabil við háskólann í Princeton og síðar í Boulder uns hún tók þá ákvörðun að gerast nunna og einsetukona í hæðum Toscana í nánd við Flór- ens. Þar heldur hún áfram rann- sóknum sínum í kaþólskum mið- aldafræðum, nú aðallega á trúarsögu heilagrar Birgittu frá Vadstena og Júlíönu frá Norwich. Eftir fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, mun hún sitja fyrir svörum á málþingi í setustofu Skálholtsskóla þar sem fjallað verður um trúarlega tjáningu kvenna á miðöldum og tengsl þeirra við stöðu kvenna í nútíman- um. Fyrirlestur í Odda Julia heldur einnig fyrirlestur í Odda, stofu 101, mánudaginn 15. maí kl. 16.15. Fyrirlestur sinn nefnir hún Dante Alighieri, Pilgr- image and Jubilee. Til skýringar verða sýndar litskyggnur. Eftir hana liggja nokkrar bæk- ur, m.a. Tales Within Tales: Apul- eius Through Time (2000), og þýð- ingar á ævisögu heilagrar Birgittu og opinberunum Birgittu. Hún hef- ur einnig skrifað fjölda fræðigreina og haldið fyrirlestra og erindi í út- varpi um kaþólsk miðaldafræði. Fyrirlesturinn er í boði heim- spekideildar Háskóla Islands. Yortónleik- ar tónlist- arskólanna Tónlistarskólinn í Reykjavík Árlegir vortónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir sunnu- daginn 14. maí nk. kl. 17 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Tónlistarskóli Árbæjar Vortónleikar almennrar deildar Tónlistarskóla Árbæjar verða í Ár- bæjarkirkju laugardaginn 13. maí kl. 14 og 15.30. Fram koma hljóðfæra- og forskólanemendur skólans. Vor- tónleikar einsöngsdeildar og söng- leikjadeildar ásamt samspilhljóm- sveitum skólans verða í Leikhúsinu, Ægisgötu 7, sunnudaginn 14. maí kl. 20. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar I Hásölum verða haldnir skólatón- leikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og ríður Skólalúðrasveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar á vaðið og held- ur tónleika sunnudaginn 14. maí kl. 16. Stjómendur sveitanna eru Stefán Ómar Jakobsson og Helga Björg Amardóttir. Um kvöldið kl. 20 verða vortónleikar Kammersveitar Tónlist- arskólans í Hásölum þar sem flutt verða verk eftir Svendson, Mozart, Telemann og Capuzzi. Einleikarar verða Finnbogi Óskarsson túbuleik- ari og Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari. Einsöngvari á tónleikunum verður Húbert Nói Gunnarsson en stjómandi Kammer- sveitarinnar er Óliver Kentish. Vortónleikar Grunndeildarinnar verða þriðjudaginn 16. maí kl. 18 í og um kvöldið kl. 20.00 verða tónleikar miðdeildarinnar. Tónleikar fram- haldsdeildarinnar verða miðvikudag- inn 17. maí kl. 20. Sunnudaginn 21. maí verða tvennir sérstakir sumartónleikar kl. 14 og kl. 16, þar sem fram koma efnilegir nem- endur Tónlistarskólans. Vortónleikar hjá forskólanum verða föstudaginn 19. maí kl. 18 í Víðistaðakirkju. Tónlistarskóli Austur-Hóraðs Fyrsta heila starfsári Tónlistar- skóla Austur-Héraðs lýkur í lok maí. Tónleikar verða á Eiðum í dag, föstu- dag og í kvöld á Egilsstöðum og mið- vikudagskvöldið 17. maí. -------------------- títskriftartónleik- ar í Borgarnesi TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarð- ar útskrifar nú fjóra nemendur með 8. stig og verða útskriftartón- leikar í Borgarneskirkju. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir lýkur 8. stigi í píanóleik og heldur tónleika sína kl. 17 á morgun, laugardag. Þrír söngnemendur luku 8. stigs prófi að þessu sinni og halda tón- leika sunnudaginn 14. maí kl. 20.30. Það eru Guðfinna Indriða- dóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Snorri Hjálmarsson. Fjölbreytileikinn er á Strikinu Á Strikinu færð þú eigið netfang og dagbók sem auðveldar þér skipulagið. Á Strikinu kemstu í samband við ótal netverslanir en þar er líka að fmna umræðu um trúmál, og pistla Egils Helgasonar sem skerpa sýn á þjóðmálin. Og það besta er að þú getur lagað Strikið að eigin þörfum, raðað þínum áhugaefnum á þitt Strik en látið annað eiga sig. Fjölbreytnin stendur þér til boða, þitt er að velja og hafna. Daqbókin rnfn Raðaðu þínu Striki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.