Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 41

Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 41 LISTIR flötínn lóðrétt í tvennt, gegna ávalar og sýnilegar línurnar í landslaginu þýðingarmiklu hlut- verki, skera hann lárétt þannig að komin er kross í burðargrind- ina, og fjórir jafn stórir ósýnilegir fletir. Þetta gerir það að verkum að skoðandinn skynjar eitthvað traust og óbifanlegt í myndheild- inni, voldugan tignarlegan og tímalausan skjöld f landslaginu, nokkurs konar ímynd þjóðar- tákns í mesta helgireit landsins. Þá er líkast sem meitluð snjóhett- an á fjallstoppinum sé mótuð af manna völdum frekar en náttúr- unnar, og öll myndin sem á mörk- um þrívíðrar skynjunar, þó svo ekta og í góðum samhljómi við staðbundin jarðsköpin. Hér eru eðlilega á ferð allt önnur og átakameiri vinnubrögð en í Þing- vallamynd Ásgríms, Jón á þrosk- aðra aldurskeiði, ljósið og litirnir gegna hér hlutverki form- mótunar en ekki upphafinnar stemmningar sumardagsins, og þó er myndin þrungin annars konar hrifmögnum berangurs víðernis og firrðar. Sjálfur sagði Jón: „Hlutimir verða að gefa í skyn ímynd af ljósinu. Formið myndast ekki með því að neyta litarins sem sérgildis, því með þeim hætti færi samhengið í myndinni forgörðum, heldur ætti liturinn eingöngu að vera í þjón- ustu ljóssins. Áhorfandinn ætti að finna að litinn bæri þannig að augað gæti ömgglega gengið um myndrúmið samtfmis þvf, að það skynjaði heim myndarinnar sem samheild. Liturinn, ljósið og for- mið áttu að „ganga upp“ í hærri einingu, á þann hátt, að liturinn yrði ljós og ljósið form, og hvert um sig óaðskiljanlegt frá hinu.“ Málverkið Skjaldbreiður er dánargjöf Alexandrínu, drottn- ingar vorrar sem var, til íslenzku þjóðarinnar 1953. Því hefpr lítið verið haldið fram opinberlega en óhætt mun að slá þvf föstu, að hér sé um eitt af lykilverkum á ferli Jóns Stefánssonar að ræða og því mikill fengur að því. Málarinn var mikill Islending- ur, og skyldi hann ekki hafa haft Ijóðlfnur listaskáldsins í huga er hann krassaði útlínur Herðu- breiðar á umslagið: Löngu hefur Logi reiður/Iokið steypu þessa við./Ógnarskjöldur bungubreið- ur/ ber með sóma réttnefnið. Bragi Ásgeirsson Fyrir- lestrar um pfla- gríma PRÓFESSOR Julia Bolton Hol- loway, sérfræðingur í kvennasögu miðaldakirkjunnar, heldur fyrir- lestur í Skálholtsskóla laugardag- inn 13. maí kl. 14 sem hún nefnir „Medieval Women Pilgrims and the Jubilee". Gerðist nunna og einsetukona Holloway er fyrrverandi prófess- or í miðaldabókmenntum við há- skólann í Boulder í Colorado. Hún er fædd í Bretlandi en las bók- menntir við Berkley háskólann í Kaliforníu og lauk doktorsnámi þaðan 1974 í ensku (bókmennta- fræði og miðaldafræði). Hún kenndi miðaldafræði um árabil við háskólann í Princeton og síðar í Boulder uns hún tók þá ákvörðun að gerast nunna og einsetukona í hæðum Toscana í nánd við Flór- ens. Þar heldur hún áfram rann- sóknum sínum í kaþólskum mið- aldafræðum, nú aðallega á trúarsögu heilagrar Birgittu frá Vadstena og Júlíönu frá Norwich. Eftir fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, mun hún sitja fyrir svörum á málþingi í setustofu Skálholtsskóla þar sem fjallað verður um trúarlega tjáningu kvenna á miðöldum og tengsl þeirra við stöðu kvenna í nútíman- um. Fyrirlestur í Odda Julia heldur einnig fyrirlestur í Odda, stofu 101, mánudaginn 15. maí kl. 16.15. Fyrirlestur sinn nefnir hún Dante Alighieri, Pilgr- image and Jubilee. Til skýringar verða sýndar litskyggnur. Eftir hana liggja nokkrar bæk- ur, m.a. Tales Within Tales: Apul- eius Through Time (2000), og þýð- ingar á ævisögu heilagrar Birgittu og opinberunum Birgittu. Hún hef- ur einnig skrifað fjölda fræðigreina og haldið fyrirlestra og erindi í út- varpi um kaþólsk miðaldafræði. Fyrirlesturinn er í boði heim- spekideildar Háskóla Islands. Yortónleik- ar tónlist- arskólanna Tónlistarskólinn í Reykjavík Árlegir vortónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir sunnu- daginn 14. maí nk. kl. 17 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Tónlistarskóli Árbæjar Vortónleikar almennrar deildar Tónlistarskóla Árbæjar verða í Ár- bæjarkirkju laugardaginn 13. maí kl. 14 og 15.30. Fram koma hljóðfæra- og forskólanemendur skólans. Vor- tónleikar einsöngsdeildar og söng- leikjadeildar ásamt samspilhljóm- sveitum skólans verða í Leikhúsinu, Ægisgötu 7, sunnudaginn 14. maí kl. 20. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar I Hásölum verða haldnir skólatón- leikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og ríður Skólalúðrasveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar á vaðið og held- ur tónleika sunnudaginn 14. maí kl. 16. Stjómendur sveitanna eru Stefán Ómar Jakobsson og Helga Björg Amardóttir. Um kvöldið kl. 20 verða vortónleikar Kammersveitar Tónlist- arskólans í Hásölum þar sem flutt verða verk eftir Svendson, Mozart, Telemann og Capuzzi. Einleikarar verða Finnbogi Óskarsson túbuleik- ari og Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari. Einsöngvari á tónleikunum verður Húbert Nói Gunnarsson en stjómandi Kammer- sveitarinnar er Óliver Kentish. Vortónleikar Grunndeildarinnar verða þriðjudaginn 16. maí kl. 18 í og um kvöldið kl. 20.00 verða tónleikar miðdeildarinnar. Tónleikar fram- haldsdeildarinnar verða miðvikudag- inn 17. maí kl. 20. Sunnudaginn 21. maí verða tvennir sérstakir sumartónleikar kl. 14 og kl. 16, þar sem fram koma efnilegir nem- endur Tónlistarskólans. Vortónleikar hjá forskólanum verða föstudaginn 19. maí kl. 18 í Víðistaðakirkju. Tónlistarskóli Austur-Hóraðs Fyrsta heila starfsári Tónlistar- skóla Austur-Héraðs lýkur í lok maí. Tónleikar verða á Eiðum í dag, föstu- dag og í kvöld á Egilsstöðum og mið- vikudagskvöldið 17. maí. -------------------- títskriftartónleik- ar í Borgarnesi TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarð- ar útskrifar nú fjóra nemendur með 8. stig og verða útskriftartón- leikar í Borgarneskirkju. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir lýkur 8. stigi í píanóleik og heldur tónleika sína kl. 17 á morgun, laugardag. Þrír söngnemendur luku 8. stigs prófi að þessu sinni og halda tón- leika sunnudaginn 14. maí kl. 20.30. Það eru Guðfinna Indriða- dóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Snorri Hjálmarsson. Fjölbreytileikinn er á Strikinu Á Strikinu færð þú eigið netfang og dagbók sem auðveldar þér skipulagið. Á Strikinu kemstu í samband við ótal netverslanir en þar er líka að fmna umræðu um trúmál, og pistla Egils Helgasonar sem skerpa sýn á þjóðmálin. Og það besta er að þú getur lagað Strikið að eigin þörfum, raðað þínum áhugaefnum á þitt Strik en látið annað eiga sig. Fjölbreytnin stendur þér til boða, þitt er að velja og hafna. Daqbókin rnfn Raðaðu þínu Striki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.