Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 39 LISTIR Morgunblaðið/Jenný Sigríður Björnsdóttir frá Kleppustöðum tekur hér lagið með Kvenna- kórnum Norðurljós sem heimsótti m.a. Drangnesinga á dögunum. Kvennakór gerir víðreist Árneshreppi. Morgnnblaðið. KVENNAKÓRINN Norðurljós frá Hólmavík hefur gert víðreist að undanförnu og haldið tónleika í Ár- neskirkju hinni njju og Sam- komuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Einsöngvari var Sigríður Björns- dóttir frá Kleppustöðum og tvísöng- ur í höndum þeirra systra Mariola og Elzbieta Kowalczyk, undirleik- arar voru Elzbieta Kowalcyk og Gunnlaugur Bjarnason. Kórinn var stofnaður síðasta haust og báru tónleikarnir það með sér að vorið er komið en dagskráin var Qölbreytt og lagavalið fjölþjóð- iegt. Þing norrænna rit- höfunda í Yilnius ÞING norrænna rithöfunda var haldið í norrænudeild Vilníusarhá- skóla 3. til 7. maí. I tengslum við þingið sendi Bókmenntakynningar- sjóður Islands Laxnesssýninguna til Vilníus. Sýninguna undirbjuggu menntamalaráðuneyti íslands, Landsbókasafn Islands, Bók- menntakynningarsjóður og Vaka- Helgafell. Sýningin var sett upp í Lands- M-2000 Föstudagur 12. maí. Sjóstangaveiðimót Akranesi. Sjávarlist - Akranesi er eitt af samvinnuverkefnum Menn- ingarborgar og sveitarfélaga. Hluti af þeirra dagskrá er sjóstangaveiðimót, sem bæjar- búum verður boðið upp á föstu- dagoglaugardag. Dagskráin er liður í menn- ingarborgarárinu. www.reykjavik2000.is. wap.olis.is. bókasafni Litháens en hún var opn- uð 4. maí. Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar, opnaði sýninguna. Halldór flutti fyr- irlestur um ævi Laxness og verk hans. A meðal gesta sýningarinnar voru þátttakendur rithöfundaþings- ins Mártha Tikkanen (Finnlandi), Inger Edelfeldt (Svíþjóð), Soren Ul- rik Thomsen (Danmörku), Ari Behn (Noregi) og einnig fyrsti þýðandi Laxness a litháísku, rithöfundurinn Vytautas Rudokas. Þýðing hans á Sjálfstæðu fólki kom út 1956. Heimsljós og fslandsklukkan hafa einnig verið þýddar á litháísku. Laxnesssýningin hefur vakið mikla athygli í Litháen og að sögn starfsmanna Þjóðbókasafnsins er hún vel sótt. Sýningin stendur til 16.maí. Halldór Guðmundsson flutti einn- ig fyrirlestur um íslenskar samtíma- bókmenntir í Vilníusarháskola. Um þessar mundir er Kristín Óm- arsdóttir, rithöfundur og ljóðskáld, í Vilníus og verður leikrit hennar „Segðu mér allt“ frumsýnt í Leik- húsi æskufólks í dag, föstudag. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Vortónleikar barnakórs BARNAKÓR Háteigskirkju lýkur vetrarstarfí sínu með tónleikum í Háteigskirkju í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Kórfélagar eru um 60 á aldrinum 6-13 ára og starfa í tveimur deildum. Stjórnandi kórsins er Bima Björns- dóttir. Undirleikari er Ari Agnars- son. Gunnhildur Vala Hannesdóttir leikur á þverflautu og Magdalena Olga Dubik á fíðlu. Aðgangseyrir er 700 kr. Nýjar plötur • GÖMUL visa um vorið er með 12 lögum og þjóðlagaútsetningum eftir Gunnstein Ólafsson. A diskinum koma fram þrír kórar. Flest lögin eru sungin af Kammerkór Kópavogs en auk hans syngja Kammerkór Biskupstungna, sem er barna- og unglingakór, og Kór Menntaskól- ans að Laugar- vatni sem að þessu sinni er ein- göngu skipaður stúlkum. Stjórnandi allra kóranna á diskinum er Gunn- steinn Ólafsson. Þá syngur Ágústa Sigrún Ágústsdóttir tvö lög við und- irleik Kristins Arnar Kristinssonar. Kammerkór Kópavogs ber hitann og þungann af útgáfunni. Hann var stofnaður árið 1998 og syngur nú í fyrsta sinn lög inn á geisladisk. Tónsmíðarnar eru við ljóð kunnra skálda á borð við Stein Steinarr, Jó- hannes úr Kötlum, Guðmund Böð- varsson, Tómas Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson, en einnig eftir kornungt ljóðskáld, Valgerði Benediktsdóttur. Geisladiskinum fylgir 24 síðna bæklingur með textum á íslensku, ensku og þýsku. Útgefandi er Gunnsteinn Ólafs- son en framleiðandi er Skref. Dreifíngu annast verslunin 12 tónar. Tónlistin er fáanleg á nótum hjá Islenskri tónverkamiðstöð. Hönnun var í höndum Ragnars Helga Ólafssonar. Um upptökur sá Ólafur Elíasson og fóru þær fram í Digraneskirkju, Fella- og Hóla- kirkju og Skálholtskirkju. Verð 1.999 kr. Spialibræðir Það er leitarvél á Strikinu 05- Mitt Strik en lika fjármálaráðgjöf, mataruppskriftir og upplýsingar um kvikmyndir, fþróttaviðburði, heilsu, veður og færð. mammmmmnm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.