Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 39

Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 39 LISTIR Morgunblaðið/Jenný Sigríður Björnsdóttir frá Kleppustöðum tekur hér lagið með Kvenna- kórnum Norðurljós sem heimsótti m.a. Drangnesinga á dögunum. Kvennakór gerir víðreist Árneshreppi. Morgnnblaðið. KVENNAKÓRINN Norðurljós frá Hólmavík hefur gert víðreist að undanförnu og haldið tónleika í Ár- neskirkju hinni njju og Sam- komuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Einsöngvari var Sigríður Björns- dóttir frá Kleppustöðum og tvísöng- ur í höndum þeirra systra Mariola og Elzbieta Kowalczyk, undirleik- arar voru Elzbieta Kowalcyk og Gunnlaugur Bjarnason. Kórinn var stofnaður síðasta haust og báru tónleikarnir það með sér að vorið er komið en dagskráin var Qölbreytt og lagavalið fjölþjóð- iegt. Þing norrænna rit- höfunda í Yilnius ÞING norrænna rithöfunda var haldið í norrænudeild Vilníusarhá- skóla 3. til 7. maí. I tengslum við þingið sendi Bókmenntakynningar- sjóður Islands Laxnesssýninguna til Vilníus. Sýninguna undirbjuggu menntamalaráðuneyti íslands, Landsbókasafn Islands, Bók- menntakynningarsjóður og Vaka- Helgafell. Sýningin var sett upp í Lands- M-2000 Föstudagur 12. maí. Sjóstangaveiðimót Akranesi. Sjávarlist - Akranesi er eitt af samvinnuverkefnum Menn- ingarborgar og sveitarfélaga. Hluti af þeirra dagskrá er sjóstangaveiðimót, sem bæjar- búum verður boðið upp á föstu- dagoglaugardag. Dagskráin er liður í menn- ingarborgarárinu. www.reykjavik2000.is. wap.olis.is. bókasafni Litháens en hún var opn- uð 4. maí. Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar, opnaði sýninguna. Halldór flutti fyr- irlestur um ævi Laxness og verk hans. A meðal gesta sýningarinnar voru þátttakendur rithöfundaþings- ins Mártha Tikkanen (Finnlandi), Inger Edelfeldt (Svíþjóð), Soren Ul- rik Thomsen (Danmörku), Ari Behn (Noregi) og einnig fyrsti þýðandi Laxness a litháísku, rithöfundurinn Vytautas Rudokas. Þýðing hans á Sjálfstæðu fólki kom út 1956. Heimsljós og fslandsklukkan hafa einnig verið þýddar á litháísku. Laxnesssýningin hefur vakið mikla athygli í Litháen og að sögn starfsmanna Þjóðbókasafnsins er hún vel sótt. Sýningin stendur til 16.maí. Halldór Guðmundsson flutti einn- ig fyrirlestur um íslenskar samtíma- bókmenntir í Vilníusarháskola. Um þessar mundir er Kristín Óm- arsdóttir, rithöfundur og ljóðskáld, í Vilníus og verður leikrit hennar „Segðu mér allt“ frumsýnt í Leik- húsi æskufólks í dag, föstudag. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Vortónleikar barnakórs BARNAKÓR Háteigskirkju lýkur vetrarstarfí sínu með tónleikum í Háteigskirkju í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Kórfélagar eru um 60 á aldrinum 6-13 ára og starfa í tveimur deildum. Stjórnandi kórsins er Bima Björns- dóttir. Undirleikari er Ari Agnars- son. Gunnhildur Vala Hannesdóttir leikur á þverflautu og Magdalena Olga Dubik á fíðlu. Aðgangseyrir er 700 kr. Nýjar plötur • GÖMUL visa um vorið er með 12 lögum og þjóðlagaútsetningum eftir Gunnstein Ólafsson. A diskinum koma fram þrír kórar. Flest lögin eru sungin af Kammerkór Kópavogs en auk hans syngja Kammerkór Biskupstungna, sem er barna- og unglingakór, og Kór Menntaskól- ans að Laugar- vatni sem að þessu sinni er ein- göngu skipaður stúlkum. Stjórnandi allra kóranna á diskinum er Gunn- steinn Ólafsson. Þá syngur Ágústa Sigrún Ágústsdóttir tvö lög við und- irleik Kristins Arnar Kristinssonar. Kammerkór Kópavogs ber hitann og þungann af útgáfunni. Hann var stofnaður árið 1998 og syngur nú í fyrsta sinn lög inn á geisladisk. Tónsmíðarnar eru við ljóð kunnra skálda á borð við Stein Steinarr, Jó- hannes úr Kötlum, Guðmund Böð- varsson, Tómas Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson, en einnig eftir kornungt ljóðskáld, Valgerði Benediktsdóttur. Geisladiskinum fylgir 24 síðna bæklingur með textum á íslensku, ensku og þýsku. Útgefandi er Gunnsteinn Ólafs- son en framleiðandi er Skref. Dreifíngu annast verslunin 12 tónar. Tónlistin er fáanleg á nótum hjá Islenskri tónverkamiðstöð. Hönnun var í höndum Ragnars Helga Ólafssonar. Um upptökur sá Ólafur Elíasson og fóru þær fram í Digraneskirkju, Fella- og Hóla- kirkju og Skálholtskirkju. Verð 1.999 kr. Spialibræðir Það er leitarvél á Strikinu 05- Mitt Strik en lika fjármálaráðgjöf, mataruppskriftir og upplýsingar um kvikmyndir, fþróttaviðburði, heilsu, veður og færð. mammmmmnm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.