Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 29

Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 29 AP Fáni Suðurrikjanna blaktir ekki lengur yfir þinghúsinu í Suður-Karó- línu en honum verður komið fyrir á þessu minnismerki um hermenn. Suðurrfkjafáninn dreginn niður Columbia. AP. FULLTRUADEILD þingsins í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum samþykkti í fyrrakvöld að hætta að flagga Suðurríkjafánanum á þing- húsinu en þess í stað verður honum komið fyrir á minnismerki skammt frá. Öldungadeild þingsins hafði áður samþykkt það sama en mun þó fá málið aftur til meðferðar vegna lítils- háttar breytingar, sem á því varð í meðförum fulltrúadeildarinnar. Suðurríkjafáninn var dreginn að húni yfir þinghúsinu 1962 til að minnast þess, að þá var öld liðin frá borgarastríðinu í Bandaríkjunum, en ýmsir hafa haldið því fram, að það hafi ekki síður verið gert til að lýsa yfir andúð á starfsemi mannrétt- indahreyfinga og baráttu blökku- manna fyrir fullum réttindum. Pess vegna sé fáninn tákn fyrir þrældóm og misrétti en stuðningsmenn hans segja hann vera menningarlega arf- leifð og hluta af þjóðarsögunni. Svo undarlegt sem það er, þá tóku stuðningsmenn fánans og blökku- menn á þingi höndum saman um að reyna að fella frumvarpið. Þeir fyrr- nefndu vildu hafa fánann áfram á þinghúsinu en þeir síðarnefndu vildu alls ekki, að fánanum yrði komið fyr- ir á minnismerkinu. Stendur það við mjög fjölfarin gatnamót og því mun í raun bera meira á fánanum þar en á þinghúsinu. Urðu einhverjir til að vinna nokkrar skemmdir á minnis- merkinu í fyrradag. Martin Luther King og Suðurríkjasambandið Suður-Karólínuþing samþykkti sl. mánudag, síðast bandarísku ríkj- anna, að blökkumannaleiðtogans Martin Luther Kings skyldi minnst með frídegi í febrúar ár hvert, en svartir þingmenn reyndu að koma í veg fyrir það. Var ástæðan sú, að frumvarpinu um Martin Luther King var hnýtt aftan í annað frum- varp um sérstakan frídag í minningu Suðurríkjasambandsins. Hvort tveggja frumvarpið var þó samþykkt og vegna þess síðara voru margir op- inberir starfsmenn í fríi í fyrradag. EES-samstarfíð Endur- skoðun vart möguleg KJARTAN JOHANNSSON, fram- kvæmdastjóri Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA), segir að endurskoðun EES-samningsins sé hvorki fýsileg né möguleg við þær aðstæður sem nú ríki í Evrópu. Þetta kom fram í svokölluðum Schuman-fyrirlestri sem Kjartan flutti í gær í Ósló, höfuðborg Nor- egs. Kjartan fallaði meðal annars um framkvæmd EES-samningsins, einkum með tilliti til þeirra breyt- inga sem eru að verða innan Evrópusambandsins (ESB). Að sögn hans veldur sífelld endur- skoðun grunnsáttmála sambands- ins því að ýmis lagaleg vandamál geta komið upp í tengslum við EES-samstarfið. I hvert sinn sem samstarf ESB-ríkjanna verði nán- ara og sameiginlegum ákvörðunum fjölgi, verði þau ríki sem myndi EFTA-stoð samstarfsins fyrir áhrifum. í sumum tilvikum takist að finna leiðir til að tryggja þátt- töku EFTA-ríkjanna en í mörgum tilfellum reynist það ekki mögu- legt. Kjartan nefndi að líklega væri hvorki ákjósanlegt né póli- tískt mögulegt að reyna að ná samningum við ESB um endur- skoðun EES-samstarfsins. Og fyrst svo væri þyrfti að leita nýrra leiða til að þróa samninginn. Samstarf við Persaflóaríki Kjartan gat þess að á næstunni væri fyrirhygað að EFTA undirrit- aði yfirlýsingu um tengsl við Samstarfsráð ríkja við Persaflóa (GCC). Hann sagði einnig að farið hefðu fram könnunarviðræður við Chile og Mexíkó. Einnig væri fyr- irhugað að undirrita yfirlýsingu um samstarf við ríki MERCOSUR og að hugsanlega yrðu hafnar við- ræður við Suður-Afríku, Singapore og Suður-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.