Morgunblaðið - 25.09.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.09.1998, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HEIMILISFÓLK í Brekkugerði og á Droplaugarstöðum stöð við færiband kartöfluupptökuvélarinnar og tíndi burt rusl og staka steina er slæddust upp á færibandið. Talið frá vinstri Agnes Helgadóttir bóndi á Droplaugarstöðum, Jóhann F. Þórhallsson bóndi í Brekkugerði, Þórhallur Jóhannsson sonur hans, og Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Brekkugerði og móðir Þórhalls. Morgunblaðið/KVM FRÁ uppsetningu ljósakrónunnar. Grundarfjarðar- kirkja Gullljósa- krónan komin upp Grundarfirði - Búið erað setja upp gullljósakrónuna sem Þor- kell Sigurðsson gaf Grundar- fjarðarkirkju í minningargjöf á dögunum. Guðni Hallgrímsson rafvirkjameistari annaðist verkið en honum til aðstoðar var skipstjórinn og sóknar- nefndaiTnaðurinn Runólfur Guðmundsson. I messu á sunnudeginum 27. september kl. 14 mun hr. Sig- urður Sigurðarson vígslubisk- up predika og helga ljósakrón- una í messu þar sem sr Karl V. Matthíasson mun þjóna fyrir altari. Erfiðleikar í rekstri Djúpbátsins á Isafirði ísafirði -Kristinn Jón Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi og bæjarstjóri í Isa- fjarðarbæ, var kjörinn formaður stjómar Hf. Djúpbátsins í stað Eng- ilberts Ingvarssonar á aðalfundi fé- lagsins í síðustu viku. Auk' Engil- berts gekk Björgvin A. Björgvinsson úr aðalstjórn og var Eiríkur Kristó- fersson kosinn í hans stað. Reynir Ingason, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri félagsins um nokkurt skeið, hefur sagt starfi sínu lausu. Framtíð félagsins er í óviss. Rekstur Hf. Djúpbátsins hefur um árabil verið erfiður, þrátt fyrir mikla ríkisstyrki í einu eða öðru formi. Rekstrargjöld félagsins á síðasta ári voru 57,6 milljónir króna en rekstr- artekjur 30 milljónir. Tap á reglu- legri starfsemi var því 27,6 milljónir króna. Ríkisstyrkir á síðasta ári námu 16,2 milljónum og rekstrartap eftir styrki var því 11,4 milljónir. Nýkjörin stjóm mun þegar í þess- ari viku hefjast handa við að fara ná- kvæmlega yfir rekstrargrundvöll skipsins og leita leiða til þess að komast fram úr fjárhagsvanda fé- lagsins. „Það er ekki grundvöllur fyrh- rekstrinum í því formi sem ver- ið hefur,“ sagði Kristinn Jón. „Vem- legar breytingar verða að koma til ef hann á að geta gengið. Vandinn er sá að finna rekstrargrundvöll fyrir skipið og nýjar leiðir til tekjuöflun- ar.“ Auk þeirra Kristins Jóns Jónsson- ar og Eiríks Kristóferssonar sem nú komu nýir í stjórn Hf. Djúpbátsins eiga þar sæti þeir Jónas Ólafsson, Hinrik Rristjánsson og Halldór Ant- onsson. Kartöfluupp- skera þokkaleg Vaðbrekka, Jökuldal - Bændur í Brekkugerði og á Droplaugar- stöðum í Fljótsdal eru um þessar mundir að taka upp kartöflur. Bændur á þessum tveimur bæj- um hafa samstarf um að taka uppúr görðum sínum og voru að enda við að taka uppúr görðun- um í Brekkugerði, síðan átti að halda áfram úti á Droplaugar- stöðum. Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttir í Brekkugerði er uppskeran held- ur lakari en á síðasta ári, þó er hún betri en Sigrún bjóst við vegna þess að kaldara var í sum- ar en undanfarin sumur og sprettutíð ekki eins góð þar af leiðandi. Morgunblaðið/Atli Vigfusson Eldri borgarar á faraldsfæti Laxamýri - Félagsstarf eldri borgara í Þingeyjarsýslu hefur aukist mikið á undanfórnum ár- um og er það einkum eftir að dvalarheimilið Hvammur á Húsa- vík tók til starfa. Fyrir utan kórstarf, dans og fóndur er farið í ferðalög, bæði dagsferðir sem og lengra, og er eldra fólk duglegt að drífa sig með og taka þátt í því sem er að gerast. Um helgina fóru eldri borgarar á Húsavík og Akureyri í rútur og heimsóttu Laxárdal og síðan lá leiðin í Mývatnssveit, þar sem drukkið var miðdagskaffi. A myndinni má sjá góða félaga frá Húsavík, þá Kjartan Jóhann- esson t.v. og Guðmund G. Hall- dórsson, sem létu vel af sér í blíð- viðrinu við kirkjuna á Þverá í Laxárdal. Kynningarfundur Landsbankans haldinn í Stykkishólmi Aukin samkeppni um spariféð Stykkishólmi - Forráðmenn Lands- banka íslands voru á yfirreið um Vesturland og héldu kynningarfund í Stykkishólmi í vikunni. Þangað var boðið forsvarsmönnum fyrirtækja^á Snæfellsnesi. . Birgir Jónsson, svæðisstjfe: Landsbankans á Vesturlandi, sagði frá að sitt svæði næði frá Akranesi að Barðaströnd. Landsbankinn er með útibú flestum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Markaðshlutdeild úti- búanna á Snæfellsnesi hefur aukist mikið á síðustu árum og hefur tvö- faldast á Hellissandi og Olafsvík. Út- lán Landsbankans á Vesturlandi voru á síðasta ári 4,1 milljarður sem er 37% markaðshlutdeild og innlán voru 3,1 milljarður. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri fór yfii- þróun í bankastarfsemi í Evrópu og hér á landi. Bönkum hefur fækkað mikið í Evrópu eða um 35% á tímabilinu 1980-1995, að hans sögn. Einingamar hafi orðið stærri og hafi m.a. á þann hátt verið náð fram hagræðingu í rekstri. Það sama muni gerast hér á landi og sú gerjun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FORSVARSMENN Landsbankans heimsóttu Stykkishólm, litu inn hjá fyrirtækjum og héldu kynningarfund, þar sem framtíðaráætlanir bank- ans voru kynntar. Á myndinni er Halldór Kristjánsson bankastjóri með sínu fólki fyrir framan Tang og Riis, skrifstofu Sigurðar Ágústssonar. sé þegar hafin. Það sé nauðsynlegt að ná niður rekstrarkostnaði bank- anna, það sé ein mikilvægasta leiðin til að gera þá samkeppnihæfari í þeirri miklu samkeppni sem er orðin um lánastarfsemi. Með því að koma ríkisbönkunum á hlutafjármarkað skapist miklir möguleikar til hag- ræðingar. Halldór sagði að Landbankinn mundi nýta eigið fé betur, en nú er gert. Lögð verður áhersla á að styrkja útibúin, þau verða sérhæfari, boðleiðir styttri og aukinn af- greiðsluhraði. I framhaldi af þessari stefnu sagði Halldór að áhugi væri hjá Landsbankanum að setja upp útibú í Stykkishólmi og Borgarnesi, sem eru þeir þéttbýliskjarnar á Vesturlandi þar sem bankinn hefur ekki afgreiðslu í dag og auka en sína markaðshlutdeilda á Vesturlandi. Akvörðun um slíkt verður tekin á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.