Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 29 LISTIR Reykjavík menningarborg árið 2000 Dans- og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs frumflutt UNDIRBÚNINGUR fyrir hátíðar- höldin árið 2000, þegar Reykjavík verður ein af níu menningarborg- um Evrópu, er vei á veg kominn, að sögn Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda verkefnisins. Stjórn verkefnisins vinnur nú að stefn- umótun og skipulagningu dag- skrárliða en hundruð tillagna að verkefnum bárust stjórninni í eins konar hugmyndasamkeppni sem efnt var til síðastliðinn vetur og hefur verið unnið úr þeim hug- myndum í sumar og fundað með umsækjendum. Verða megindrög að dagskránni og markmið menn- ingarársins kynnt á fundi nú í október um leið og samningur um fjárveitingar borgar og ríkis verð- ur undirritaður. Baldr fluttur í samvinnu norrænu borganna Að sögn Þórunnar verður sam- vinna hinna þriggja norrænu menn- ingarborga árið 2000, Reykjavíkur, Björgvinjar og Helsinki, mikil. Er fyrirhugað að borgirnar þrjár hafí samvinnu um að frumflytja dans- og tónverk Jóns Leifs, Baldr. Verkið yrði flutt í öllum borgunum þremur með viku millibili, frum- flutt í Laugardalshöllinni Iiér í Reykjavík á afmælisdegi borgar- innar, 18. ágúst, arið 2000. Sin- fóníúhljómsveit Islands myndi ann- ast flutninginn hér en filharmóníu- hljómsveitir Björgvinjar og Helsinki í heimaborgum sínum. Hljómsveitarstjóri og leikstjóri munu hins vegar verða hinir sömu í ölhun sýningunum en það eru flnnski stjórnandinn Leif Seger- stam, sem í vikunni var tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna, og Kjartan Ragnarsson Ieikstjóri sem myndu fara með þau hlutverk. Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að kórar og dansflokkar frá hverri borg fyrir sig muni taka þátt í sýn- ingunum en að aðaldansarar og einsöngvarar verði hinir sömu í öll- um sýningunum. Jón Leifs samdi Baldr á árunum 1943 til 1947. í formála höfundar að verkinu segir að það sé byggt á hugmynd sem þróast hafl með hon- um á 20 árum. Verkið er byggt á Eddukvæðunum en samkvæmt þvf sem Jón segir sjálfur má rekja hug- myndir að leikrænu formi þess til atburða seinni heimsstyrjaldarinn- ar og Heklugossins 1947. Baldr mætti allt eins skilgreina sem óperu án orða eins og dans- og tón- verk. Umfjöllunarefnið er barátta góðs og ills eins og hún bii'tist í sögunni af Baldri, sem kallaður hefur verið kristilegasta persóna formiorrænu goðafræðinnar. Verkið er samið fyrir fullskipaða ÞÓRUNN Sigurðardóttir, stjórnandi menningarársins 2000, og Svan- hildur Konráðsdóttir, útgáfu- og kynningarstjóri verkefnisins, segja undirbúninginn kominn vel á veg. JÓN Leifs (1899-1968) samdi dans- og tónverkið Baldr á ár- unurn 1943 til 1947 og byggði það á Eddukvæðunum en sviðs- setningin er undir áhrifum af atburðum seinni heimsstyrjald- arinnar og Heklugosinu 1947. sinfóníuhljómsveit, einsöngvara, blandaðan kór, sögumann, nokkra leikara sem leika 14 hlutverk, sviðsbúnað er táknar Fenrisúlfinn, Miðgarðsorminn og Hel, gyðju dauðans, og dansara sem túlka far- sóttir, eitur, eld, vatn, stál og aðra málma, steina, jörð, tré og dýr. Yrði þetta í fyrsta skipti sem verkið yrði flutt á sviði en Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar flutti og hljóðritaði verkið ásamt Söngsveitinni Fíl- harmómú, Jóhanni Siguröarsyni leikara og Ólafí Kjartani Sigurðs- syni söngvara árið 1991 undir stjórn Pauls Zukofsky. Þórunn segir þetta verkefni vera gríðarmikið að vöxtum og fram- kvæmd þess velti á því hvort styrk- ur fáist frá Norræna menningar- sjóðnum en þetta er jafnframt stærsta verkefnið sem norrænu borgirnar standa að saman árið 2000. „Við höfum sent inn sameig- inlega umsókn til sjóðsins og voru menn sammála um að Baldr yrði þar efstur á blaði. Fílharmónían í Helsinki og Leif Segerstam voru fyrst til að samþykkja þessa hug- mynd, sem ég sendi þeim síðast- liðinn vetur og fínnst mér norrænu borgirnar sýna okkur mikla velvild með þessu. En það er ljóst að verk- efnið stendur og fellur með fjár- mögnuninni.“ Bjartsýni Aðspurð hverju menningarárið muni skila Reykjavík og Islandi sagði Svanhildur Konráðsdóttir, út- gáfu- og kynningarstjóri verkefnis- ins, að bjartsýni væri lykilorðið. „Við viljum að árið hleypi auknum krafti í íslenskt menningarlíf, að það veiti nýju blóði inn í það. Við lítum þannig ekki á árið 2000 sem markmið í sjálfu sér heldur á það að vera upphafið að einhverju nýju. Þema ársins verður menning og náttúra en það eru kannski einmitt hin nánu tengsl þarna á milli sem einkenna okkur sem menning- arþjóð. Um leið og við viljum leggja áherslu á þessi tengsl teljum við það jafnframt vera meginhlutverk okkar að endurmeta þessi tengsl, skoða þau og kannski skilgreina upp á nýtt. Þannig viljum við leggja af stað inn í nýjan tíma á jákvæðan og kraftmikinn hátt.“ Hið dramatíska og dulúðga lífshlaup páfagauksins Paulie kVlklIYMHIi Háskólabíó TALANDIPÁFAGUKURINN PAULIE (,,PAULIE“) ★★ Leikstjóri John Roberts. Handrit Laurie Craig. Tónlist John Debney. Kvikmyndatökustjóri Tony Pierce- Roberts. Aðalleikendur Ilallic Kate Eisenberg, Trini Alvarado, Tony Shalhoub, Gena Rowlands, Cheech Marin, Bruce Davison, Buddy Hackett. 90 mín. Bandarisk. DreamWorks SKG. 1998.. VELGENGNI myndarinnar um svínið Badda - Babe er vafalaust aðalástæðan fyrir tilurð þessa bræðings um páfagukinn Paulie. I stað gríssins er kominn litskrúðug- ur páfagukur sem brellumeistarar sjónar og heyrnar gera furðu vel úr garði. Hann kemur inní líf Marie (Hallie Kate Eisenberg), lítillar stúlku sem á í erfiðleikum með að tjá sig. Hún stamar, en hinn fiðraði vinur hennar er farinn að koma Marie á rétta leið þegar ósköpin dynja yfir. Pabbi hennar kemur heim úr herþjónustu og hefur eng- an skilning á þessari vináttu og þar með hefst hið undarlega lífshlaup fuglsins, sem endar í útskúfun í kjallara dýraspítala. Þar kynnist Paulie ræstingamanninum Misha (Tony Shalhoub), einmana, land- flótta Rússa, og rekur fyrir hann sína litríku örlagasögu. Meðal smákrimma, ólöglegra innflytjenda, o.s.frv. Happ-í-endann minnir áhorfand- ann á að hann er að horfa á fjöl- skyldumynd, yfir setunni missir hann áttirnar. Það er nefnilega ekk- ert auðvelt að líta á þessa fiðruðu þungamiðju verksins sem umkomu- laust, ólánsamt gæludýr. Maður lít- ur frekar á hana sem mennska per- sónu, og hana furðu kjaftfora og borubratta, þrátt fyiár alla mæðuna. Þannig hefur Paulie þróast í hönd- um handritshöfundarins Craig og leikstjórnar Johns Roberts, og það er örugglega ekki sú stefna sem leikstjóri hinnar ágætu unglinga- myndar War of the Buttons, lagði upp með. Talandi páfagaukurinn Paulie grípur mann því aldrei og nær heldur ekki umtalsverðum tök- um á yngri áhorfendunum, sem hún á að höfða fyrst og fremst til. Paulie er alltof sjóaður orðhákur til hann veki samúð. Myndin er þó fjarri því að vera leiðinleg og seiglast áfram á sínu skrýtna ferðalagi án þess að maður líti á klukkuna. Sem er nokk- urt afrek, eðli málsins samkvæmt. Það ber fyrst og fremst að þakka skemmtilegum leikhópi með Tony Shalhoub í fararbroddi. Hann stendur sig vel, sem kemur ekki þeim á óvart þeim sem sáu The Big Night, litlu perluna hans Stanleys Tucci. Gena Rowlands, Cheech Marin og Bruce Davison lífga öll uppá grínið. Sæbjörn Valdimarsson 16.00 17.15 17-35 18.15 18.20 18.30 19.30 20.40 23.00 23.30 08.30 08.45 09.00 09.00 11.30 12.00 13.00 13.15 15.15 15-45 16.00 17.00 18.30 20.00 Sunn 09.30 IO.3O 11.00 12.00 14.00 15.00 % lf nua; n dTnaaþ á g u Flokksþing Alþýðuflokks, aflokks Islands 25.-27. september 1998 Grand Hótel Reykjavík F ö s t u da gu r 2 5 . se p tem b er Afhending þinggagna. Lúðrasveit verkalýðsins og kvennakórinn Vox femine. Ræða Sighvats Björgvinssonarformanns. „Sjá roðann í austri", lúðrasveit og kór frumftytja útsetningu Árna Björnssonar. Þingsetning. Kjör starfsmanna þingsins. ^ Pallborðsumræður-„Hvers vænti ég af Alþýðuflokknumfet- Matarhlé. Almennar stjórnmálaumræður. Eftirspil. )akob Magnússon við flygilinn. Háttumál. 0) æ ,? jp "tr Laugardagu r^újí q ep te m b e r jk Skýrsla formanns framkvæmdastjórnar. Skýrsla gjaldkera. Starf umræðuhópa 1. Lýðræði og jafnrétti. 2. Auðlindir og umhverfi. 3. Verkalýðshreyfingin og sameiningarferlið. Kosningar hefjast um formann, varaformann, gjatdkera, ritara og formann framkvæmdastjórnar. Framsaga fyrir tillögu að stjórnmálaályktun flokksþings. Hádegisverður. Haldið til Háskóla fslands. Kosningu um formann, varaformann, gjaldkera, ritara og formann framkvæmdastjórnar lýkur. „Háskólinn og samfélagið". Erindi og umræður. Kaffihlé. Haldið til Grand hótels. Úrslit kosninga kynnt. Kynning á sameiginlegu framboði. Tilkynna skal þingforseta framboð til framkvæmdastjórnar fýrir kl. 16.30. Skýrslur umræðuhópa. Kosningar til framkvæmdastjórnar. Þingfrestun. Hátíðardagskrá. 5» h. 11 d a s- u r 27 s é D t p m h p r Sunnudagur 27. september Lagabreytingar. Kosningar til flokksstjórnar og verkatýðsmálanefndar hefjast. Úrslit kosninga til framkvæmdastjórnar kynnt. Kynning á heimasíðu Alþýðuflokksins. Tillaga að ályktun um menntasamfélag. Framsaga og afgreiðsla. Hádegisverður. Guðmundur Andri Thorsson flytur ávarp. Framhatd almennrar umræðu. Afgreiðsla stjórnmátaályktunar og annarra mála. Þingslit. Nánari upplýsingar veittar á vefsíðum alþýðuflokksins //www.jafnadarmenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.