Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölvunefnd verður við beiðni fyrrverandi borgarstarfsmanns Greinargerð eytt úr skjölum Dag vist ar barna DAGVIST barna í Reykjavík hef- ur, að tilmælum Tölvunefndar, eytt greinargerð sem leikskóla- stjóri leikskólans Laufásborgar skrifaði til framkvæmdastjóra Dagvistar barna í nóvember 1996, í framhaldi af því að starfsmanni á leikskólanum var sagt upp störf- um. Starfsmaðurinn fyrrverandi, Guðrún María Óskarsdóttir, segir greinargerðina hafa verið stór- kostlega árás á persónu sína. Hún segist ítrekað hafa spurst fyrir um tilvist þessarar greinargerðar hjá framkvæmdastjóra Dagvistar barna. Framkvæmdastjórinn hafi tvívegis neitað tilvist greinargerð- arinnar skriflega og ekki viljað kannast við hana fyrr en eftir að málið var komið til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Brotið gegn upplýsingalögum og lögum um skráningu per- sónuupplýsinga Guðrún María segir að með þessu hafi Dagvist barna brotið gegn rétti sínum samkvæmt upp- lýsingalögum og lögum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýs- inga. Hún hyggst krefja borgar- sjóð um bætur vegna þess tjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. Hún segist munu krefjast tæplega 5 milljóna króna bóta. „Það eru laun fyrir þennan tíma og bætur fyrir æru mína,“ segir Guðrún María. Guðrún María segir að sér hafi verið sagt upp eftir sex ára starf á Laufásborg í október 1996. Skömmu síðar komst hún að því að leikskólastjórinn á Laufásborg hafði samið um hana þessa grein- argerð og sent Dagvist barna. Guðrún María telur að vegna þess sem standi í greinargerðinni hafi henni reynst útilokað að fá vinnu á leikskóla síðan, bæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún var sérhæfður starfsmaður í Sókn og hafði lokið öllum uppeld- ismenntunarnámskeiðum ófag- lærðs starfsfólks. Hún sagði að þegar hún lagði fram ósk um aðgang að greinar- gerðinni hefði hún átt skýlausan rétt á því, samkvæmt upplýsinga- lögum og samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga. Samkvæmt 9. grein laga um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga sé skylt að verða við beiðni þess sem óskar upplýsinga um hvort persónuupplýsingar um hann séu færðar í tiltekna skrá. Eins eigi aðili, samkvæmt 14. grein laganna, rétt á að krefjast þess að upplýsingar, sem skráðar eru um hann, verði færðar í rétt horf eða.þær afmáðar ef haldin er skrá yfír upplýsingar sem ekki var heimilt að skrásetja. Tölvunefnd Það var loks eftir að Umboðs- maður Alþingis hafði afskipti af málinu, segir Guðrún María, sem það fékkst viðurkennt að fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna hefði fengið leikskólastjórann á Laufásborg til þess að útbúa greinargerð til að leggja fyrir stjórn Dagvistar barna um ástæð- ur uppsagnarinnar. Hún segir að sú greinargerð sé full af óhróðri, dylgjum og röngum fullyrðingum um persónu sína. Umboðsmaður Alþingis tók ekki efnislega afstöðu í málinu og leitaði Guðrún María til Tölvunefndar vegna málsins. Tölvunefnd fór yfir þau gögn í vörslu Dagvistar bama sem tengjast máli hennar og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að greinargerðin hefði m.a. að geyma mat þess sem hana skrifaði á per- sónuleika Guðrúnar Maríu, upplýs- ingar sem orki tvímælis að séu réttar. Tölvunefnd beindi því til Dag- vistar barna að virða vafa um rétt- mæti upplýsinganna Guðrúnu Maríu í hag og fór þess á leit að skjalinu yrði eytt. Tölvunefnd hef- ur síðan fengið staðfestingu Dag- vistar á því að skjalinu hafi verið eytt og að það finnist ekki lengur í neinu skjalasafni hjá stofnunum borgarinnar. Sverrir Hermannsson Brottkastið er 100-200 þúsund tonn „í REIKNILÍKANI Hafrann- sóknastofnunar er reiknað með að brottkast þorsks af íslands- miðum sé í kringum 10 þúsund tonn. Ég fullyrði að brottkastið sé á milli 100 og 200 þúsund tonn,“ sagði Sverrir Her- mannsson, sem í gær kynnti stofnun nýs stjórnmálaflokks, Frjálslynda flokksins, en meg- inverkefni hans er að berjast fyrir breytingum á fiskveiði- stefnunni. Sverrir sagði að þekking fiskifræðinga á fiskistofnum og aðstæðum þeirra í hafinu væri ekki næg og hana þyrfti að stórauka. Sverrir sagði að þegar kvótakerfinu var komið á hefði markmiðið með því verið að bjarga fiskistofnunum og hag- ræða í sjávarútvegi. Hann full- yrti að þessi markmið hefðu ekki náðst. Sverrir benti á að meðalþorskafli af íslandsmið- um á ári á 20 árum áður en kvótakerfinu var komið á hefði verið 440 þúsund tonn. Núna væri þorskaflinn að komast upp fyrir 200 þúsund tonn. ■ Tekur tvö ár/10 Veglyklarnir eru komnir Morgunblaðið/Golli STARFSFÓLK og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja gengu á Keili á árlegum göngu- degi skólans í gær. Alls mættu um 600 manns og þar af gengu um 400 þeirra á fjallið. Tilgang- ur göngunnar var tvíþættur, ann- ars vegar að vekja athygli á ósk Suðurnesjabúa um að fjallið yrði áfram í eigu þeirra, en Hitaveita Reykjavíkur gerði tilboð í jarð- hitasvæði á landræmu á Vatns- leysuströnd upp að Keili og átti Qallið að fylgja með í kaupunum. 400 manns á Keili Af þeim verður þó ekki því Vatnsleysustrandarhreppur hef- ur tilkynnt að hann muni nýta sér forkaupsrétt á landsvæðinu. Hins vegar vildu nemendur og starfslið skólans njóta útiveru í góðu veðri og búa sig undir eril- sama námsönn. Að sögn Höllu Bjargar Evans, gjaldkera Nem- endafélags Fjölbrautaskólans á Suðumesjum heppnaðist dagur- inn vel, pylsur voru grillaðar, farið var í fótbolta, ræður fluttar og ljallið klappað og knúsað. Halla Björg sagði að nemendur hefðu einkum viljað hafa gaman af deginum og sagði að þeir hefðu tekið hugmyndina mis- alvarlega. Hún sagði að pólitísk- ur tilgangur fararinnar hefði þó aðeins verið í bakgrunni. SAMTALS 4.000 veglyklar, sem veita afslátt í Hvalfjarðargöngin, komu til landsins í fyrradag en lykl- arnir komu seinna en áætlað var þai- sem sending þeirra misfórst á leið til landsins, að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar framkvæmdastjóra Spalar ehf. Upphaflega áttu lyklarn- ir að vera komnir til landsins um síð- ustu helgi. Hægt er að kaupa veglyklana á þremur bensínstöðvum í Reykjavík, en þær eru Olís við Sæbrautina, Essó á Ártúnshöfða og Shell við VesL urlandsveg. Lyklamm eru einnig seldir hjá olíufélögunum í Borgarnesi og á Akranesi. Mestur afsláttur fæst með því að kaupa 40 ferðir í Hval- fjarðargöngin með veglykli og kosta þær samtals 24.000 krónur auk 2.000 króna sem fást endurgreiddar þegar veglyklinum er skilað. Hver veglykill er skráður á við- komandi bíl og festur á framrúðu hans. Er síðan sjálfkrafa lesið af DREGIÐ var úr Heita pottinum hjá Happdrætti Háskóla íslands í gær og hlaut Hafnfirðingur hæsta vinning, 10 milljónir króna. Annar Hafnfirðingur átti einfaldan miða og fékk rúmar 1,2 milijónir króna. Sá sem fékk 10 millj. átti tromp- honum þegar keyrt er inn í Hval- fjarðargöngin. Grænt ljós kemur við gangaopið ef búið er að greiða ferð- ina fyi-irfram en rautt ljós ef ferðin er ógreidd og sjálfkrafa tekin mynd af bílnum. --------------- Forsætis- ráðherra til Mexíkó FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson og frú Ástríður Thorai-en- sen fai-a í opinbera heimsókn til Mexíkó dagana 8. og 9. október nk. í boði Ernesto Zedillo forseta Mexíkó. I framhaldi af heimsókninni munu ráðherrahjónin og fylgdarlið fara til borganna Guymas og Mazatlan í Mexíkó og heimsækja fyrirtæki í eigu Islendinga, sem þar reka starf- semi. miða auk þriggja einfaldra miða með númerinu sem dregið var. í fi-étt frá happdrættinu er bent á að Hafnfirð- ingar hafi átt láni að fagna að undan- fómu því í síðasta mánuði fékk Hafn- firðingui', sem átti trompmiða, tæpar 7 millj. og annar fékk nýverið 10 millj. Fékk 10 milljónir 8SÍMIR Á FÖSTUDÖGUM Spennan magnast fyrir úrslitaleik KR og ÍBV/C1 Manchester United í þriðja sætið/C3 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.