Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veðurfar ekki eina ástæðan fyrir því að norræn byggð lagðist af á Grænlandi MARGAR ástæður hafa verið nefndar fyrir því að byggð norrænna manna lagðist niður á Grænlandi og segir sagn- fræðingurinn Astrid Ogilvie, sem talaði á ráðstefnu um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norður-Atlantshafí, í gær að ekki mætti alfarið rekja það til veðurfars, heldur hefði norrænum mönnum einfaldlega ekki tekist að laga sig að aðstæðum og taka upp þær að- ferðir, sem gerðu landið byggi- legt inúítum. Þá skorti sveigj- anleika. Astrid Ogilvie hefur verið að rannsaka byggð norrænna manna á Grænlandi ásamt hópi vísindamanna í Bandaríkjunum og á Bretlandi og Islandi. Nefndi hún sérstaklega þátt Jóns Hauks Ingimundarsonar við stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar á Akureyri, en einnig hefði hún notið aðstoðar fræði- manna við Stofnun Arna Magnússonar. Norrænir menn komu frá Is- landi til Grænlands um 985 og stóð nýlenda þeirra í allt að 500 ár. Þeir bjuggu á tveimur stöð- um, í Austurbyggð og Vestur- byggð. I fyrirlestri sínum fjallaði Ogilvie aðallega um Vesturbyggðina. Hún er sagn- fræðingur, en fræðimenn á ýmsum öðrum sviðum, til dæm- is fornleifafræði og jarðfræði, hafa lagst á eitt um að veita sem greinarbest svör við spurn- ingunni um norrænu nýlenduna á Grænlandi. Hún sagði að rannsóknin fælist í því að bera saman heimildir, allt frá því, sem hefði verið skrifað, til borkjarna úr ísnum í Græn- landsjökli. Hefur rannsakað hafissögu Islands „Ég þekki best heimildir um veðurfar á íslandi og hef rann- sakað það mál í mörg ár,“ sagði Ogilvie í samtali við Morgun- blaðið. „Lisa Barlow hefur ver- ið að rannsaka ískjarna og við höfum borið saman veðrið á ís- landi og hvernig við teljum að það hafí verið á Grænlandi á þessu tímabili, 14. öldinni. Við teljum að það hafí verið mjög kalt á Grænlandi miðað við ár- ferði undanfarin þúsund ár á timabilunum 1308 til 1318, 1324 til 1329 og sérstaklega 1343 til 1362.“ Gátu ekki lagað sig að erfiðum aðstæðum Hún sagði að hópurinn væri viss um að byggðin á Græn- landi hefði horfíð á síðastnefnda tímabilinu. Þá hefði meðalhiti sennilega farið niður í tvær gráð- ur á celsiuskvarða. „Við vitum til dæmis að við fs- land var mikill hafís í kringum 1360 og þótt við séum ekki alveg viss er því lýst í Guðmundar sögu biskups Arasonar að hafisinn hafí verið mikill bæði við landið og í hafinu," sagði hún. „Það þýðir að erfítt hafí verið að sigla milli Islands og Grænlands.“ Steingerðar flugur veita vísbendingar Hún sagði að einnig hefði verið notuð fornleifafræði við rannsókn þessa máls. Stein- gerðar flugur gæfu ákveðnar vísbendingar. Með norrænum mönnum á Grænlandi hefði borist fluga, sem þrifist bæði í hita og myrkri. Slíkir stein- gervingar hefðu fundist í bæ í Vesturbyggð. „Það hefur fundist heilmikið af þessum flugum,“ sagði hún. „En í siðasta laginu fínnst aðeins fluga, sem þrífst við kaldari aðstæður, og það þýðir að allt í einu hverfur fiskiflug- an. Af þessu má draga þá álykt- un að byggðin hafi liðið snögg- lega undir lok.“ Niðurstaðan er hins vegar ekki sú að loftslagið hafi ein- göngu leitt til þess að byggð norrænna manna á Grænlandi lagðist niður, þótt aukinn kuldi hafí gert þeim erfitt fyrir. Margar ástæður lægju að baki, en fyrst og fremst hefðu norræuu mennirnir átt erfitt með að laga sig að nýjum aðstæðum. Inúítar ekki í vandræðum vegna veðurs „Inúítarnir áttu ekki í nein- um vandamálum vegna veðurs, þannig að það var ekki ástæð- an,“ sagði hún. „Ef norrænu mennirnir hefðu notað sömu veiðiaðferðir og inúítarnir hefðu þeir getað veitt sel allt árið og þá hefðu þeir verið hólpnir, til dæmis með því að nota ákveðna gerð skutuls. En það gerðu þeir ekki. Þeir reyndu að lifa eins og á íslandi og halda kindur og kýr, en aðstæður voru einfaldlega öðru vísi. Það var harðbýlla á Græn- landi.“ Aðstæður á Grænlandi hefðu verið mun flóknari og inn í þetta hefðu blandast samskiptin við inúíta, sem ekki væri reynd- ar vitað mikið um. Skærur við inúíta „Við höfum heimild, sem nefnist Grænlandslýsing fvars Bárðarsonar," sagði hún. „Hún var skrifuð í Noregi, sennilega upp úr 1360. ívar skrifaði hana ekki sjálfur, en í bókinni segir höfundur að allt þetta hafi hann frá ívari, sem var raunveruleg persóna og var á Grænlandi í 20 ár. Hann var í Austur- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Astrid Ogilvie sagnfræðingur byggðinni og talar um það að hafa farið til að athuga hvernig fólk hefði það í Vestur- byggðinni. Þá hefði fólkið allt verið horfíð og taldi hann það mjög skrýtið. Hann segir síðan að skrælingjar hafi gert út af við norrænu íbúana. í fleiri heimildum er sagt að stríð hafi verið milli inúíta og norrænna manna á Grænlandi. Til dæmis stendur í annálum að inúítar hafi komið, myrt 18 manns og rænt tveimur drengjum til að selja í þrældóm. Hins vegar bendir annað til þess að verið hafi samgangur, ekki bara úlfúð. Fornleifafræðingar hafa fundið minjar um norrænt fólk hjá inúítum, þannig að kannski hefur verið verslun milli hópanna. Samskiptin voru því flókin.“ Samdráttur í verslun Ogilvie telur fleiri atriði, sem kunna að hafa skipt máli. „Einnig dró úr verslun við Evrópu á þessum tíma,“ sagði hún. „Þá var mikið um að rost- ungstennur og ísbjarnarskinn væru send til Evrópu, en allt í einu dró úr eftirspurninni, sem áður hafði verið mikil.“ Ymis merki hafa fundist um að matarskortur hafi verið í norrænu byggðunum. Ogilvie sagði að þegar borin væru sam- an bein, sem annars vegar hefðu fundist hjá norrænum mönnum og hins vegar inúít- um, kæmi í ljós að hinir fyrr- nefndu hefðu reynt að nýta matinn betur. Hinir norrænu hefðu brotið beinin og notað úr þeim merginn, en inúítarnir ekki. Neyddust til að borða hunda „Svo er annað, sem er spenn- andi og sorglegt um leið,“ sagði hún. „A einum stað fundust leif- ar veiðihunds og mátti ráða að fólkið hafði borðað hann. Það er víst að menn hefðu ekki borðað veiðihund fyrr en menn áttu ekki annars kost.“ Ogilvie er bresk og hún starfar við New Hampshire- háskóla í Durham. Hún hefur oft komið til Islands og talar ís- lensku. Hjá henni starfar dr. Ingibjörg Jónsdóttir, sem einnig er að rannsaka hafíssögu Islands. Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iandbúnaðarins Sameining matvæla- fræði og efnagrein- ingar FORSVARSMENN Iðntækni- stofnunar og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði matvælafræði og efnagi’einingar og verður starfsemi stofnana á þessum sviðum sameinuð. I samningnum kemur fram að á undanförnum árum hafi verið starfað á sviði matvælarannsókna á stofnunum og að leitað hafi verið eftir auknu hagræði og hagkvæmni í rekstri. Munu samningsaðilar vinna sameiginlega að fjáröflun, hönnun og byggingu framtíðar- húsnæðis fyrir Matvælarannsóknir Keldnaholti. Neytendum til góða Tilgangur sameiningarinnar er að stunda rannsóknir og þróun á matvælum sem koma neytendum á íslandi til góða og stuðla að vexti og hagnaði meðal framleiðenda á matvælum og fyrirtækja í mat- vælaiðnaði á Islandi og erlendis. Stefnt er að því að vera í farar- broddi á Islandi sem alhliða þekk- ingarmiðstöð á matvælasviði og veita ávallt viðskiptavinum há- gæðaþjónustu. Áhersla á alþjóðlegt samstarf Verður lögð áhersla á að þjóna innlendum framleiðendum og neyt- endum, en stuðla jafnframt að þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, sem tæki mið af ávinningi íslensks atvinnuh'fs. Jafnframt að leita sam- starfs við aðrar stofnanir á sviði matvælarannsókna og mat- vælatækni um uppbyggingu öflugs stoðumhverfis fyrir íslenskan matvælaiðnað. Lögð verður sér- stök áhersla á samstarf við háskóla um skipan á hlutastöðum í rannsóknum, verkefni og aðstöðu fyrir nemendur í rannsóknar- tengdu framhaldsnámi. SlAV\V Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980- 2.fl. 1981- 2.fl. 1982- 2.fl. 1993-2.fl.D 5 ár 25.10.98 - 25.10.99 15.10.98 - 15.10.99 01.10.98-01.10.99 10.10.98 kr. 351.395,70 kr. 211.344,70 kr. 148.549,20 kr. 14.485,50 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. september 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS Alþingi sett 1. október Sæberg IALLGRIMUR Jónasson, forstjórí Iðntæknistofnunar, Þorsteinn Tóm- tsson, forstjóri RALA, Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Guðmund- tr Bjarnason landbúnaðarráðherra og Vilhjálmur Lúðvíksson, for- itjóri Rannís, undirrita samkomulag um samstarf á sviði matvæla- fræði os efnaereinine'ar. ALÞINGI hefur verið kvatt saman fimmtudaginn 1. október næstkom- andi. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem séra Sigríður Guðmarsdóttur, sóknar- prestur á Olafsfirði, predikar. Alþingi verður sett að guðsþjónust- unni lokinni og flytur forsætis- ráðherra síðan stefnuræðu ríkis- stjórnarinnar, en það er í fyrsta skipti sem sá háttur er hafður á. Umræður um stefnuræðuna verða síðan um kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.