Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 Refsa þýzkir kjósendur Kohl fyrir að þekkja ekki vitjunartíma sinn? MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÝSK ÓVISSA ÞÓTT flestar skoðanakannanir undanfarna mánuði bendi til að þýskir jafnaðarmenn með Gerhard Schröder í forystu muni ná meira fylgi en Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Helmuts Kohls kanslara, ríkir mikil óvissa um niðurstöður kosninganna og hvað taki við að þeim loknum. Sú óvissa ræðst ekki síst af því að gengi smærri flokka gæti skipt meira máli en það, hvort stóru flokkarnir tveir fái einhverjum prósentu- stigum meira eða minna fylgi. Sjónir manna beinast eins og eðlilegt er fyrst og fremst að kanslaraefnum jafnaðarmanna og kristilegra demókrata. Hins vegar er að mörgu leyti erfitt að festa hendur á afgerandi deilumálum milli þeirra í kosningunum. Ágreiningur þeirra, t.d. varðandi skattamál, snýst fyrst og fremst um áherslur en ekki grundvallaratriði. Meginmunurinn felst í ímynd leiðtog- anna tveggja. Kohl leggur áherslu á reynslu sína og þá stað- reynd að kjósendur þekki hann vel og viti við hverju sé að bú- ast af honum eftir um sautján ára setu í embætti kanslara. Schröder kveðst hins vegar bjóða upp á ferskan valkost fyrir þá kjósendur sem orðnir eru þreyttir á hinum þaulsetna kansl- ara. Þrátt fyrir að persónuvinsældir Kohls hafi ekki mælst miklar á síðustu misserum hefur hann að undanförnu saxað verulega á forskot Schröders í könnunum. Hefur jafnaðar- mannaleiðtoginn sætt vaxandi gagnrýni fyrir það að lítið þykir standa á bak við ímyndina. Þótt Schröder hafi oft verið borinn saman við Bill Clinton Bandaríkjaforseta, er hafði forystu um að breyta áherslum Demókrataflokksins, og Tony Blair, sem hefur leitt breska Verkamannaflokkinn inn í nútímann, er sá samanburður ekki með öllu réttmætur. Clinton og Blair höfðu báðir unnið stefnu sinni fylgi áður en þeir héldu í kosningar. Schröder telst töluvert til hægri við forystu jafnaðarmanna en var þó valinn kanslaraefni. Ekki á grundvelli stefnu, heldur vegna þess, að hann var talinn sá einstaklingur, sem líklegast- ur væri til að sigra Kohl. Þar sem hin hugmyndafræðilega um- ræða og endurnýjun hefur enn ekki átt sér stað verður Schröder að sætta allar fylkingar flokksins og á því erfitt með að leggja fram afgerandi stefnu í umdeildum málum. Þegar upp er staðið gæti þó niðurstaðan reynst sú, að litlu skipti hvort þýskir kjósendur velji festuna eða umskipti. Hugs- anlegt er að úrslitum ráði hversu vel frjálsum demókrötum, græningjum og sósíalistum vegnar á sunnudag. Nái hinir síð- astnefndu, sem eru öflugir í austurhluta Þýskalands, inn á Sambandsþingið, gæti farið svo að jafnaðarmenn og kristilegir demókratar gangi í eina sæng í fyrsta skipti frá árinu 1969. VERÐTRYGGING OG VERÐHJÖÐNUN VISITALA neyzluvöruverðs hefur lækkað á síðustu þremur mánuðum um 0,6%. Þótt ekki sé hér um ýkja mikla lækkun að ræða, þá eru áhrif þessarar lækkunar á verðtryggðar skuld- ir heimilanna í landinu mjög jákvæð fyrir þau. Þær lækka um 2 milljarða króna fyrir áhrif verðhjöðnunarinnar. Þessi staðreynd sýnir ljóslega hve mikið hagsmunamál það er fyrir alla launþega, að verðbólgunni sé haldið í skefjum. Hér á árum áður, þegar verðbólgan geisaði, kollsteypti hún fjárhag heimila og fyrirtækja, enda varð hún mest tæplega 86% á árinu 1983 og mestur varð verðbólguhraðinn þá innan ársins á milli 120-130%. Tvöföldun skulda á einu ári sýnir bezt áhrif og af- leiðingar óðaverðbólgu. Um tíma var vísitölutenging launa bönnuð og olli sú aðgerð mörgum fjölskyldum miklum búsifj- um. I slíku ástandi var ekki hægt að gera neinar raunhæfar fjárhagsáætlanir. Stjórnvöld þurftu að grípa til opinberra að- gerða til að létta skuldaklifjar margra fjölskyldna. Með þjóðarsáttarsamningum vinnuveitenda og verkalýðs- hreyfingar í febrúar 1990 var ráðizt gegn óðaverðbólgunni. Síðustu árin hefur verðbólgan verið tiltölulega lítil og verð- hjöðnun einstaka mánuði. Nú hefur verðhjöðnun verið í tvo mánuði og sáralítil hækkun þriðja mánuðinn. Það er mikill áfangi fyrir launþega og heimilin, svo og atvinnulífið, en mörg fyrirtæki eru mjög skuldsett, þótt þau hafi greitt niður skuldir sínar örar en heimilin. Skuldir heimilanna í landinu eru nú um 407 milljarðar króna. Langstærstur hluti þeirra við lánastofnanir í landinu er verð- tryggður. Það á t.d. við um skuldir við íbúðalánasjóði og lífeyr- issjóði og einnig að stórum hluta á það við um skuldir við bankakerfi og tryggingafélög. Varlega áætlað má því gera ráð fyrir, að verðtryggðar skuldir séu á bilinu 300 til 350 milljarðar króna. Hin lága verðbólga og jafnvel verðhjöðnun er því mikið hagsmunamál launþega. Stjórnar- skipti fram- undan en eng- in umskipti Fátt þykir nú benda til annars en að Helmut Kohl kanzlari fari frá völdum eftir kosningarnar í Pýzkalandi næstkomandi sunnudag. Hvers konar stjórn tekur við er hins vegar enn óráðið, þótt ljóst þyki að hún verði undir forystu Jafnaðar- mannaflokksins (SPD). Auðunn Arnórs- son, sem er í Þýzkalandi, lýsir hér loka- spretti kosningabaráttunnar fyrir það sem gætu orðið sögulegar kosningar í voldugasta landi Evrópu. ALOKASPRETTI kosn- ingabaráttunnar íyrir Sambandsþingskosning- arnar í Þýzkalandi eru þýzkir stjórnmálaskýrend- ur á einu máli um að Helmut Kohl kanzlara, sem berst íyrir endurkjöri til setu í embætti fímmta kjörtímabilið í röð, og fleirum sem leiða kosningabar- áttu Kristilegra demókrata, hafí orðið á mistök sem ekki gætu annað en spillt fyrir horfum á að flokknum takist að vinna upp fylgisforskot það sem Jafn- aðarmannaflokkurinn SPD hefur notið í skoðanakönnunum. Það sem vekur sérstaka athygli í ljósi þessa er að munurinn á fylgi beggja fylkinga hefur í nýjustu könnunum mælzt svo til óbreyttur og hlutfall óákveðinna kjós- enda virðist óvenju hátt. Því er enn með öllu opið hvort Gerhard Schröder, kanzlaraefni SPD, takist ætlunarverk sitt - að leysa Kohl-stjórnina af - eftir að dómur hinna sextíu milljóna þýzkra kjósenda liggur fyrir eftir kosningarn- ar á sunnudaginn. Hvað veldur því, að Schröder og flokkur hans virðist ekki hagnast á mistökum andstæðinganna svo skömmu fyrir kosningar? Hafa jafn- aðarmenn líka leyft sér skyssur í kosningabaráttunni, sem vega upp skyssur andstæðinganna? Eða er ekkert að marka skoðanakannanirn- ar? Þetta eru spurningar, sem menn í herbúðum þýzku stjórnmálaflokk- anna, ritstjórnum fjölmiðla og í þeim stofnunum öðrum sem eru sérstak- lega uppteknar af þessum kosningum, velta nú alvarlega fyrir sér. __ í gær, þremur dögum fyrir kosningarnar, funduðu for- ystumenn allra fiokkanna sem sæti eiga á Sambands- þinginu og mátu árangur- inn af kosningabaráttunni. ——— Út á við sögðust allir sigurvissir og ánægðir með vel heppnaða kosninga- baráttu, hver frá sínum bæjardyrum séð, en augljósir veikir hlekkir blasa við hverjum þeim, sem fylgzt hefur með þessari baráttu. Tregða Kohls til að víkja fyrir arftaka Hjá Helmut Kohl og flokki hans má segja að stærstu mistökin hafí verið að hafa ekki tímanlega fyrir kosning- arnar ákveðið að útnefna nýjan mann kanzlaraefni flokksins. Aldrei áður hefur þýzkur kanzlari verið í framboði og tapað kosningum, en í þetta sinn virðist allt stefna í það. Þrátt fyrir að Kohl hafí sagzt bjóða sig fram til setu út allt komandi fjögurra ára kjörtíma- Sitjandi kanzl- ari hefur aldrei tapað kosningum bil vita allir, að nái hann nægu kosn- ingafylgi til að núverandi stjórnar- flokkar - CDU, bæverski systurflokk- urinn CSU og Frjálsi demókrata- flokkurinn (FDP) - þá muni hann draga sig í hlé áður en kjörtímabilið er úti. Hann verður sjötugur í apríl árið 2000, og ekki þykir ólíklegt að Kohl, sem þekktur er fyrir að meta það mikils sem hefur táknrænt gildi, hafi lagt svo mikið upp úr því að sitja sem fastast fram yfír einar kosningar enn til þess að ná að vera leiðtogi þjóðar sinnar fram yfir aldamótin. Fæst bendir nú til, að honum verði að þessari ósk sinni. Samstarfsflokkur- inn FDP á alvarlega á hættu, að fá ekki einu sinni nægt fylgi að þessu sinni til að hljóta eitt einasta þingsæti, þar sem hann verður að ná að minnsta kosti 5% atkvæða til þess og af skoð- anakönnunum að dæma er það með öllu óvíst. Þrátt fyrir það veðjar Kohl á að þegar upp verður staðið haldi stjórnarflokkarnir meirihluta sínum. Eingöngu með því getur hann haldið kanzlarastólnum. Með tilliti til skoðanakannana þyrfti allt að því kraftaverk til að Kohl yrði að ósk sinni. Það er því sennilegt, að ræðan sem hann heldur á kosninga- fundi í Mainz í kvöld, síðasta slíka fundinum fyrir kosningarnar, verði sú síðasta sem hann heldur sem kanzlari Þýzkalands. Eru Græningjar „ríkisstjórnarhæfir“? En hvað tekur við eftir Kohl? Allt bendir til að næsta stjórn verði annað hvort sam- steypustjórn SPD og Græningja, undir forystu Gerhards Schröders, eða svokölluð „stóra sam- — steypa", samstjórn stóru flokkanna tveggja, SPD og CDU. Græningjar vilja nú ólmir komast í ríkisstjórn eftir átján ára feril sem stjórnarandstöðuflokkur. Schröder hefur ekki viljað gefa neitt út um með hverjum hann vilji stjórna, og margir efast enn um að Græningjar séu yfir- leitt flokkur sem sé fær um að axla þá ábyrgð sem fylgi þátttöku í ríkis- stjórn. Aðeins einn maður úr forystu- sveit flokksins, Joschka Fischer, þykir í kosningabaráttunni hafa verið fær um að höfða til annarra en „áskriftar- kjósenda" Græningja. Hve sterkur hinn róttæki armur flokksins er sýndi sig berlega á flokksþinginu í vor, þar sem kosningastefnuskráin var ákveð- in. Með ályktunum á borð við þær, að stefna beri að því að hækka benzín- STUÐNINGSMAÐUR umbótasinnaði kosningafund flokksins í gær, heldur Kohls, kanzlara Þýskalands og fra verð upp í sem svarar 200 kr. á lítrann og að því að leggja NATO niður, hrukku margir í kút sem héldu að hóf- samir og ábyrgðarfullir menn hefðu náð yfirhöndinni í flokksforystunni. Víst er, að flokkurinn missti með þessu af mörgum atkvæðum, sem hann annars hefði átt góðan mögu- leika á að vinna á sitt band, í nafni þess að ný stjórn jafnaðarmanna og ábyrgðarfullra Græningja myndi verða valkostur sem meirihluti Þjóð- verja gæti hugsað sér að væri færari um að takast á við þau vandamál sem þarf að leysa og núverandi stjórn hef- úr ekki tekizt. Á kosningafundi sem blaðamaður Morgunblaðins var viðstaddur í vik- unni, þar sem Joschka Fischer tróð upp í „hippalegri" menningarmiðstöð í hinni stranglega kaþólsku borg Fulda, var augljóst að stuðningsmenn Græn- ingjaflokksins skera sig úr stuðning: mönnum allra hinna flokkanna. í þeirra hópi ber mest á fólki sem greinilega leggur mikið upp úr lífsstíl sem minnir eins lítið og mögulegt er á borgaralegheit. Og í máli Fischers bar mest á gagnrýni á frjálsa demókrata, sem hafa í gegnum tíðina aðallega staðið fyrir baráttu fyrir skattalækk- unum og frjálshyggju í efnahagsmál- Takmörk jafnaðarmanna Þessu til samanburðar var greini- lega yfirgnæfandi meirihluti hinna 4.500 gesta á kosningafundi SPD í iðn- aðarborginni Ludwigshaven dæmi- gerðir fulltrúar þýzkrar millistéttar, sem ekki væri nein leið að greina frá gest- um á kosningafundi CDU, a.m.k. ekki af útliti, aldri, klæðaburði o.s.frv. að dæma. Af máli ræðumanna á Ekki i Schi verði I vinm SPD-fundinum - þeirra fremstur var Gerhard Schröder að sjálfsögðu - var greinilegt, að kosningabarátta þeirra gengur fyrst og fremst út á að koma þeim boðskap á framfæri að Helmut Kohl sé útbrunninn eftir sextán ár í embætti, stjórn hans ekki fær um að leysa helztu vandamálin sem blasa við þjóðinni, og að tími sé kominn til að skipta um menn „í brúnni". I þessu felst ef til vill skýringin á hinu háá hlutfalli óákveðinna kjós- enda, svo skömmu fyrir kosningar. Margir sjá ekki mikinn mun á því hvað stóru flokkarnir tveir standa fyr- ir. Schröder segist enda ekki vilja um- bylta neinu í stjórn landsins, heldur aðeins stjórna „betur“. Brezka frétta- tímaritið Economist orðaði það svo í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.