Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 23 ERLENT FYLGST MEÐ FELLIBYLNUM GEORG Fellibylurinn Georg gekk yfir Kúbu í gær og stefndi í átt að suðurhluta Flórída. Á annað hundrað manns lét lífið og rúmlega 100.000 misstu heimili sín þegar fellibylurinn gekk yfir eyjar í Karíbahafi fyrr í vikunni Bandaríski flugherinn sendir hugprúða flugvélasveit til að fylgjast með fellibylnum. Sex Hercules-flugvélar fljúga þá inn I storminn með ýmis mælitæki. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin fer í slíkar ferðir frá því fellibylurinn Andrés gekk yfir svæðið árið 1992 Flugvél afgerðinni WC-130 Hercules flýgur í gegnum miðju stormsins og varpar niður búnaði sem mælir hita, vindhraða og rakastig Hercules-vélin flýgur undir 3.000 m hæð og fer fjórum sinnum í gegnum auga fellibylsins. Flugferðin tekur 11 kiukkustundir FLUGVELASVEITIN Mikið manntjón af völdum fellibyls á eyjum í Karíbahafí Meira en eitt hundrað manns fórst Havana. Reuters. FELLIBYLURINN Georg gekk yfir Kúbu í gær og stefndi í átt að suðurodda Flórída eftir að hafa orðið að minnsta kosti 110 manns að bana á eyjum í Karíbahafi síð- ustu daga. Yfirvöld vöraðu fimm milljónir íbúa í suðurhluta Flórída við felli- bylnum og um 80.000 íbúum eyja og strandsvæða, þar sem hætta er á flóðum, var skipað að fara af svæðinu. Miðja fellibylsins var yfír Kúbu í gær og óveðrið olli þar að minnsta kosti tveimur dauðsföllum. Felli- bylurinn olli einnig talsverðu eignatjóni og flóðum í austurhéruð- um eyjunnar og um 2.000 hús voru þar undir vatni. Hálfri inilljón nianna skipað að yfirgefa heimili sín Um hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín á Kúbu og um 70.000 skólabörn voru flutt frá fjallahéruðum þar sem þau höfðu dvalið vegna kaffiuppsker- unnar. Vindhraðinn hafði minnkað í 120 km á klukkustund þegar fellibylur- inn gekk yfir Kúbu. Búist var við að hann efldist á ný þegar hann færi yfir hafið í átt að Flórída og vindhraðinn yrði allt að 144 km á klukkustund. Mikið manntjón í Dóminíska lýðveldinu Leonel Femandez, forseti Dóminíska lýðveldisins, sagði í sjón- varpsávarpi að a.m.k. 70 manns hefðu látið lífið af völdum fellibyls- ins í landinu á þriðjudag og 100.000 manns misst heimili sín. 90% land- búnaðaruppskenmnar, m.a. hrís- grjón og bananar, hefðu eyðilagst. „Mjög fáir heyi’ðu ávarp forset- ans vegna þess að því sem næst allt landið er rafmagnslaust,“ sagði Angel Barriuso, ritstjóri dagblaðs- ins Hoy. Yfirvöld á Haiti sögðu að a.m.k. 27 manns hefðu látið lífið þar af völdum fellibylsins. Níu til viðbótar var saknað og margir misstu heim- ili sín vegna skriðufalla og flóða. Fimm biðu bana þegar fellibyl- urinn gekk yfir Púertó Ríkó á mánudag og fjórir létu lífið á eyj- unni St. Kitts á sunnudag. Fellibyl- urinn varð einnig tveimm- mönnum að bana á Antigua og Barbuda. Geðprýð- in er ekki alltaf góð ÞAÐ er hollt fyrir hjartað, að fólk skipti skapi öðru hverju og láti í ljós óánægju sína. Þeir, sem eru þannig skapi farnii’, að það dettur hvorki af þeim né drýpur, hafa nefni- lega 75% meiri líkur á því en hinir að fá hjarta- og æða- sjúkdóma. Voru þessar niðurstöður lagðar fram á ráðstefnu í London fyrir nokkrum dögum °g byggjast á rannsókn á 2.500 karlmönnum á árunum 1984 til 1993. Var einnig tekið fullt tillit til líkamlegs ástands mannanna og lífshátta. Eng- inn er svo geðlaus, að honum geti ekki runnið í skap en um það var spurt hvernig menn brygðust við þegar þeim þætti sér misboðið, hvort þeir þegðu þunnu hljóði eða létu aðeins í sér heyra. Talið er, að útkoman sýni, að sú andlega áreynsla, sem fylgir því að bæla allt niður innra með sér, hafi mikil áhrif á líkamann og þá eink- um á hjarta og æðar. Því fer þó fjarri, að læknar ráðleggi mönnum að rjúka upp af minnsta tilefni, heldur bara að þeii’ láti í ljós tilfinningar sínar með eðlilegum hætti. Þeir leggja líka áherslu á, að líkamleg áreynsla af ýmsu tagi, til dæmis ganga eða skokk, sé kjörin til að eyða streitunni. Stórviðburður í höllinni Viu (ipnum Hd. fl.00 f dag I öfiug'f' fJfe«3íx4 fé^MÉ!rSnM osLf^lftlHðSM oAútÍWs^. 9esti/ Ödýrar veitingar! Kr. 600.- fyrir fullorðna - frítt fyrir 12 ára og yngri i fylgd með fullorðnum. Opnimartfmari Fðstud. Kl. 18.00 - 22.00 Laugard. Kl. 10.00 - 22.00 Sunnud. Kl. 10.00 - 22.00 fjölskyldunnar LAUGARDALSHOLL 25. - 27. SEPT. •Ferða- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar / •Útivistarvörur •Aukahiutir is-’iV ■tmm 15 ára afmælissýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.