Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskipta- hugbúnaður til kennslu Flugleiðir birta upplýsingar um afkomu félagsins og dótturfélaga þess í sumar Hagnast um 2 milljarða króna í júlí og ágúst HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta í júlí og ágúst nam tæplega 2 milljörðum króna samkvæmt bráða- birgðauppgjöri sem félagið greindi frá í gær. Er það 560 milljónum kr. betri afkoma en sömu mánuði á síð- asta ári. Félagið tapaði tæplega 1,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur því náð að vinna tapið upp. Stjórnendur félagsins gera þó ráð fyrir að tap verði á rekstrinum á árinu. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að nú sé að skila sér sú áhersla sem félagið hefur lagt á að fjölga ferðamönnum til íslands. Nýjar flugleiðir hafí gengið vel og nefnir hann sérstaklega Minneapol- is í því sambandi, sömuleiðis aukna tíðni til Bretlands og Bandaríkj- anna. „Við sjáum að ferðamönnum fjölgar um 20-30% frá sumum stöð- um. Það skiptir verulegu máli fyrir Flugleiðir og ferðaþjónustufyrir- tæki félagsins," segir Sigurður. Hann nefnir einnig sem skýringu á betri afkomu félagsins í sumar en síðasta sumar að fjölgun hafí orðið á Saga Class farþegum, sérstaklega til og frá íslandi en einnig milli Bandaríkjanna og Evrópu. Vegna þess síðarnefnda segir hann að Flugleiðir hafi byggt upp gott flutn- ingakerfí og séu þar með orðnir betri valkostur fyrir fólk í viðskipta- erindum. Loks nefnir forstjórinn að félagið hafi rekið einni vél meira í sumar en árið áður, sætanýting hafi verið góð og tekjustýring tekist vel. Flugleiðir gera ávallt upp rekst- urinn miðað við júlílok og ágústlok, auk hefðbundinna árshlutareikn- inga en tölurnar eru ekki alltaf birt- ar. „Við töldum það mikil umskipti hafa orðið í rekstrinum að okkur væri ekki stætt á því að liggja á upplýsingunum," segir Sigurður spurður um ástæður þess að upp- lýsingar um hagnaðinn í sumar eru birtar nú. Óbreytt stefna Taprekstur Flugleiða var meiri fyrstu sex mánuði ársins en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Þegar niðurstöð- ur hálfs árs uppgjörs voru kynntar greindu stjómendur félagsins jafn- framt frá því að útlitið íyrir sumarið væri gott og að bráðabirgðauppgjör sýndi að 850 milljóna króna hagnað- ur hafi orðið í júlí, 370 milljónum kr. meiri en í sama mánuði í fyrra. Töl- urnar sem nú eru birtar sýna að í ágúst hefur hagnaður einnig verið meiri en í sama mánuði 1997 en munurinn hefur þó verið minni en í júlí. Eftir að tölur um tap félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru birtar ákvað stjórn félagsins að grípa til ýmissa aðgerða til að snúa rekstrin- um við, meðal annars hætta flugi til Lúxemborgar eftir áramót, selja eina flugvél og gera sérstakt sparn- aðarátak. Sigurður segir engin áform um að hætta við þessar ráð- stafanir þótt vel hafi gengið í sum- ar. Flugleiðamenn minna á að vegna árstíðasveiflu í flutningum sé ávallt mikil sveifla í afkomu félagsins inn- an hvers árs. Hagnaður félagsins myndast fyrst og fremst í júní, júlí og ágúst, en tæplega 40% af heild- arveltu fyrirtækisins er í þeim mán- uðum. Sigurður segir að enn séu eftir 2-3 erfiðir mánuðir og því sé gert ráð fyrir tapi á árinu í heild. Síðdegis í gær, eftir að Flugleiðir birtu upplýsingar um hagnað fé- lagsins í sumar, hækkuðu hlutabréf félagsins úr 2,80 í 3,0, eða um 7,1%. Á bak við verðhækkunina eru þó að- eins viðskipti sem nema rúmri millj- ón kr. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík svo og Verslunarskóli íslands hafa báðir valið Navision Financials viðskiptahugbúnað til kennslu. Navision Software á ís- landi hefur sýnt skólunum stuðn- ing sinn með því að gefa þeim hugbúnaðinn. Notaður í 20 löndum víða um heim Búnaðurinn, sem er danskur að uppruna, er nú notaður í 20 löndum víða um heim. Von er á nýrri og endurbættri útgáfu í nóvember og munu báðir skól- arnir fá hana að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Navision Software á Islandi. Na- vision-hugbúnaðurinn er allur þýddur á íslensku. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu hugbúnaðarins, fyrir framan hús Viðskiptahá- skólans. Frá vinstri eru Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Navision Software á íslandi, Þor- varður EIíasson, skóIastjóri Verslunarskóla Islands, og Guð- finna Bjarnadóttir, rektor Við- skiptaháskólans í Reykjavík. Hæstiréttur staðfestir frávísun á máli samkeppnisráðs Sameining Myllunnar og Samsölubakarís stendur Breytingar á reglum Kvótaþings Upplýsinga- gjöf aukin HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest frávísun héraðsdóms Reykjavíkur á máli samkeppnisráðs gegn áfrýj- unamefnd samkeppnismála vegna kaupa Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. Rétturinn telur að lægra stjómvald hafi í þessu til- viki ekki haft heimild til að höfða mál á hendur æðra stjómvaldi. Því stendur sameining Myllunar- Brauðs og Samsölubakarís. Myllan-Brauð hf. keypti öll hlutabréfin í Samsölubakaríi hf. fyrr á árinu. Samkeppnisráð bann- aði yfirtökuna á þeim forsendum að hún skaðaði samkeppni á mark- aðnum. Áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála úrskurðaði hins vegar að frestur samkeppnisráðs til afskipta af málinu hafi verið liðinn og felldi úrskurð samkeppnisráðs úr gildi. í framhaldi af því fór samkeppnisráð í mál við Mylluna-Brauð, Mjólkur- samsöluna og áfrýjunamefnd sam- keppnismála til að fá úrskurði áfrýjunarnefndar hnekkt og málið tekið til efnislegrar umfjöllunar. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeirri forsendu að samkeppnisráði Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÚLVUDEILO SÆTUNI 8 SlMI 5691500 e i ® « væri samkvæmt lögum ekki heimilt að vera aðili máls með þeim hætti sem hér um ræðir, enda hefði það ekki lögvarða hagsmuni af því að fá umræddan úrskurð áfrýjunar- nefndarinnar felldan úr gildi. Hæstiréttur hefur nú staðfest þessa niðurstöðu. I niðurstöðu dómsins er á það bent að í málinu liggi fyrir gagnstæð niðurstaða tveggja stjórnvalda á vegum ríkis- ins, sem bæði starfa að samkeppn- ismálum, á lægi-a og æðra stigi. Samkvæmt meginreglu stjóm- sýsluréttar væri úrlausn æðra stjómvalds um skýringu á lögum bindandi við þessar aðstæður fyrir lægra stjórnvald og myndi hið síð- arnefnda ekki geta skotið henni til enn æðra stjórnvalds, nema fyrir hendi sé ótvíræð lagaheimild fyrir það til að skjóta deiluefninu til dómstóla. Telur rétturinn ekki að svo sé í þessu tilviki. Urskurður héraðsdóms var stað- festur um annað en málskostnað. Samkeppnisráði var gert að greiða Myllunni-Brauði og Mjólkursam- sölunni samtals 150 þúsund kr. í málskostnað sem er mun minna en dæmt var í héraðsdómi. Feginn niðurstöðu Myllan-Brauð og Samsölubakarí sameinuðust í byrjun júlí sl. undir nafni fyrmefnda félagsins. Bene- dikt Jóhannesson, stjómarformað- ur fyrirtækisins, segist vera mjög feginn niðurstöðu Hæstaréttar. Hann telur það hins vegar íhugun- arefni fyrir stjórnvöld, viðskipta- ráðherra, hvað gera eigi við Sam- keppnisstofnun sem tapi ítrekað málum í Hæstarétti og geri sig bera af vankunnáttu í grundvallar- atriðum. Hann segir að viðvanings- bragur af hálfu stofnunarinnar hafi einkennt þetta mál sem þó hefði verið full ástæða til að.vanda sig vel við. Spurður um tjón Myllunnar- Brauðs af málinu segir Benedikt að það felist í beinum útlögðum kostn- aði. Ovissa og óþægindi hafi þó valdið meiri erfiðleikum og tafir orðið á hagræðingu í rekstri fyrir- tækjanna vegna þess. STJÓRN Kvótaþings íslands hef- ur ákveðið að breyta reglum þingsins í því skyni að auka við upplýsingagjöf vegna tilboða á þinginu. Breytingarnar felast í því að birt verður magn kaup- og sölutilboða sem eftir stendur þeg- ar útreikningi viðskiptaverðs er lokið. Einnig verður birt vegið meðalverð kaup- og sölutilboða sem eftir standa að loknum út- reikningi viðskiptaverðs. Ef hag- stæðustu tilboð em skilyrt mun það koma fram. Að sögn Tómasar Arnar Krist- inssonar, stjórnarformanns Kvóta- þings, eru breytingarnar sam- kvæmt óskum útvegsmanna víða um land en stjórn Kvótaþings hef- ur átt fundi með þeim og fengið gagnlegar ábendingar um það sem betur mætti fara í framkvæmd þingsins. Breytingar á reglum þingsins taka gildi í dag. Tómas vonast til þess að þær leiði til aukningar á kvótaviðskiptum á þinginu. Sölutilboð einfölduð Stjórn þingsins hefur einnig ákveðið að einfalda gerð sölutil- boða með því að þeir sem þau leggja fram geti staðgreitt fastan hluta gjalds samkvæmt gjaldskrá Kvótaþings en til þessa hefur verið gerð krafa um bankatryggingu vegna þessa. Þeir sem vilja stað- greiða gjaldið verða að senda Fiskistofu staðfestingu á greiðsl- unni þar sem kemur fram númer sölutilboðsins. Áfram verður þó að krefjast tryggingar vegna kauptil- boða þar sem um blind stað- greiðsluviðskipti er að ræða, segir í fréttatilkynningu frá Kvótaþingi. Þegar viðskipti hafa orðið er því ekki hægt að fella þau niður eða breyta. Kvótaþing hefur viður- kennt bankaábyrgðir, hvort sem þær eru fyrir tilteknum viðskipt- um eða öllum viðskiptum viðkom- andi aðila og einnig eru greiðslur sem lagðar eru á sérstaka bundna reikninga taldar nægileg trygging. Þeir sem leggja fram kauptilboð verða því að snúa sér til innláns- stofnunar og ganga þar frá greiðslutryggingu með þeim hætti sem að ofan er lýst. Útbúin hafa verið sérstök eyðu- blöð vegna tilboða á Kvótaþingi ís- lands. Eyðublöðin eru með áprent- uðum númerum og því er ekki hægt að fjölfalda þau til notkunar. Eyðublöðin eru ókeypis og liggja frammi hjá Fiskistofu, í sjávarút- vegsráðuneytinu, í afgreiðslum banka og hjá LIÚ, LS. Allir sem þess óska geta fengið eyðublöðin send til sín. HFSkúlagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.