Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 18

Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HEIMILISFÓLK í Brekkugerði og á Droplaugarstöðum stöð við færiband kartöfluupptökuvélarinnar og tíndi burt rusl og staka steina er slæddust upp á færibandið. Talið frá vinstri Agnes Helgadóttir bóndi á Droplaugarstöðum, Jóhann F. Þórhallsson bóndi í Brekkugerði, Þórhallur Jóhannsson sonur hans, og Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Brekkugerði og móðir Þórhalls. Morgunblaðið/KVM FRÁ uppsetningu ljósakrónunnar. Grundarfjarðar- kirkja Gullljósa- krónan komin upp Grundarfirði - Búið erað setja upp gullljósakrónuna sem Þor- kell Sigurðsson gaf Grundar- fjarðarkirkju í minningargjöf á dögunum. Guðni Hallgrímsson rafvirkjameistari annaðist verkið en honum til aðstoðar var skipstjórinn og sóknar- nefndaiTnaðurinn Runólfur Guðmundsson. I messu á sunnudeginum 27. september kl. 14 mun hr. Sig- urður Sigurðarson vígslubisk- up predika og helga ljósakrón- una í messu þar sem sr Karl V. Matthíasson mun þjóna fyrir altari. Erfiðleikar í rekstri Djúpbátsins á Isafirði ísafirði -Kristinn Jón Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi og bæjarstjóri í Isa- fjarðarbæ, var kjörinn formaður stjómar Hf. Djúpbátsins í stað Eng- ilberts Ingvarssonar á aðalfundi fé- lagsins í síðustu viku. Auk' Engil- berts gekk Björgvin A. Björgvinsson úr aðalstjórn og var Eiríkur Kristó- fersson kosinn í hans stað. Reynir Ingason, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri félagsins um nokkurt skeið, hefur sagt starfi sínu lausu. Framtíð félagsins er í óviss. Rekstur Hf. Djúpbátsins hefur um árabil verið erfiður, þrátt fyrir mikla ríkisstyrki í einu eða öðru formi. Rekstrargjöld félagsins á síðasta ári voru 57,6 milljónir króna en rekstr- artekjur 30 milljónir. Tap á reglu- legri starfsemi var því 27,6 milljónir króna. Ríkisstyrkir á síðasta ári námu 16,2 milljónum og rekstrartap eftir styrki var því 11,4 milljónir. Nýkjörin stjóm mun þegar í þess- ari viku hefjast handa við að fara ná- kvæmlega yfir rekstrargrundvöll skipsins og leita leiða til þess að komast fram úr fjárhagsvanda fé- lagsins. „Það er ekki grundvöllur fyrh- rekstrinum í því formi sem ver- ið hefur,“ sagði Kristinn Jón. „Vem- legar breytingar verða að koma til ef hann á að geta gengið. Vandinn er sá að finna rekstrargrundvöll fyrir skipið og nýjar leiðir til tekjuöflun- ar.“ Auk þeirra Kristins Jóns Jónsson- ar og Eiríks Kristóferssonar sem nú komu nýir í stjórn Hf. Djúpbátsins eiga þar sæti þeir Jónas Ólafsson, Hinrik Rristjánsson og Halldór Ant- onsson. Kartöfluupp- skera þokkaleg Vaðbrekka, Jökuldal - Bændur í Brekkugerði og á Droplaugar- stöðum í Fljótsdal eru um þessar mundir að taka upp kartöflur. Bændur á þessum tveimur bæj- um hafa samstarf um að taka uppúr görðum sínum og voru að enda við að taka uppúr görðun- um í Brekkugerði, síðan átti að halda áfram úti á Droplaugar- stöðum. Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttir í Brekkugerði er uppskeran held- ur lakari en á síðasta ári, þó er hún betri en Sigrún bjóst við vegna þess að kaldara var í sum- ar en undanfarin sumur og sprettutíð ekki eins góð þar af leiðandi. Morgunblaðið/Atli Vigfusson Eldri borgarar á faraldsfæti Laxamýri - Félagsstarf eldri borgara í Þingeyjarsýslu hefur aukist mikið á undanfórnum ár- um og er það einkum eftir að dvalarheimilið Hvammur á Húsa- vík tók til starfa. Fyrir utan kórstarf, dans og fóndur er farið í ferðalög, bæði dagsferðir sem og lengra, og er eldra fólk duglegt að drífa sig með og taka þátt í því sem er að gerast. Um helgina fóru eldri borgarar á Húsavík og Akureyri í rútur og heimsóttu Laxárdal og síðan lá leiðin í Mývatnssveit, þar sem drukkið var miðdagskaffi. A myndinni má sjá góða félaga frá Húsavík, þá Kjartan Jóhann- esson t.v. og Guðmund G. Hall- dórsson, sem létu vel af sér í blíð- viðrinu við kirkjuna á Þverá í Laxárdal. Kynningarfundur Landsbankans haldinn í Stykkishólmi Aukin samkeppni um spariféð Stykkishólmi - Forráðmenn Lands- banka íslands voru á yfirreið um Vesturland og héldu kynningarfund í Stykkishólmi í vikunni. Þangað var boðið forsvarsmönnum fyrirtækja^á Snæfellsnesi. . Birgir Jónsson, svæðisstjfe: Landsbankans á Vesturlandi, sagði frá að sitt svæði næði frá Akranesi að Barðaströnd. Landsbankinn er með útibú flestum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Markaðshlutdeild úti- búanna á Snæfellsnesi hefur aukist mikið á síðustu árum og hefur tvö- faldast á Hellissandi og Olafsvík. Út- lán Landsbankans á Vesturlandi voru á síðasta ári 4,1 milljarður sem er 37% markaðshlutdeild og innlán voru 3,1 milljarður. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri fór yfii- þróun í bankastarfsemi í Evrópu og hér á landi. Bönkum hefur fækkað mikið í Evrópu eða um 35% á tímabilinu 1980-1995, að hans sögn. Einingamar hafi orðið stærri og hafi m.a. á þann hátt verið náð fram hagræðingu í rekstri. Það sama muni gerast hér á landi og sú gerjun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FORSVARSMENN Landsbankans heimsóttu Stykkishólm, litu inn hjá fyrirtækjum og héldu kynningarfund, þar sem framtíðaráætlanir bank- ans voru kynntar. Á myndinni er Halldór Kristjánsson bankastjóri með sínu fólki fyrir framan Tang og Riis, skrifstofu Sigurðar Ágústssonar. sé þegar hafin. Það sé nauðsynlegt að ná niður rekstrarkostnaði bank- anna, það sé ein mikilvægasta leiðin til að gera þá samkeppnihæfari í þeirri miklu samkeppni sem er orðin um lánastarfsemi. Með því að koma ríkisbönkunum á hlutafjármarkað skapist miklir möguleikar til hag- ræðingar. Halldór sagði að Landbankinn mundi nýta eigið fé betur, en nú er gert. Lögð verður áhersla á að styrkja útibúin, þau verða sérhæfari, boðleiðir styttri og aukinn af- greiðsluhraði. I framhaldi af þessari stefnu sagði Halldór að áhugi væri hjá Landsbankanum að setja upp útibú í Stykkishólmi og Borgarnesi, sem eru þeir þéttbýliskjarnar á Vesturlandi þar sem bankinn hefur ekki afgreiðslu í dag og auka en sína markaðshlutdeilda á Vesturlandi. Akvörðun um slíkt verður tekin á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.