Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Danskur textflhönnuður sýnir í Deiglunni um helgina Skrýtnir hlutir í skrýtnu landi DANSKI myndlistarmaðurinn og textílhönnuðurinn Frans Peter Valbjarn Knudsen sýnir verk sín í Deiglunni á laugardag, 26. sept- ember, og sunnudaginn 27. sept- ember frá kl. 14 til 18. Sýningin verður aðeins opin um helgina. Frans útskrifaðist úr textfldeild danska hönnunarskólans í Kaup- mannahöfn árið 1991 og hefur síðan unnið að fjölda verkefna á sínu sviði og tekið þátt í sýningum bæði í heimalandi sínu og víðar, m.a. Finnlandi, Svíþjóð og Belgíu. Nú í ár var hann einn af þremur hönnuðum sænsku húsganga- verslunarinnar IKEA, en þeim var falið að hanna ný efni á hús- gögn frá IKEA. „Verkefnið fólst í því að gera nýtt efni, sem átti í senn að vera einfalt og heillandi og höfða á þann hátt til kaup- enda,“ sagði Frans um þetta verk- efni sitt. Frans hefur um eins mánaðar skeið dvalið í gestavinnustofu Gil- félagsins í Kaupvangsstræti og er hann á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börn- um. Gestavinnustofa Gilfélagsins er afar vinsæl og jafnan biðlisti eftir dvöl, en listamenn geta dval- ið frá einum og upp í þijá mánuði í senn. Hún hefur sannað gildi sitt, er mikilvæg fyrir bæinn og hefur aukið á menningarlíf, en til þess er ætlast að gestir miðli af list sinni að lokinni dvöl. Dönum þykir Island spennandi Frans hefur komið til íslands Qórum sinnum og þykir alltaf jafn gaman að heimsækja landið. „Ég kom hingað fyrst fyrir átta árum og þá með vinum mínum, fór tvær slíkar ferðir, þá kom ég með eiginkonunni og núna í fjórðu ferðinni er ég með alla fjölskylduna með,“ sagði hann. „Mörgum Dönum þykir spenn- andi að koma til Islands, þeir hafa ákveðnar hugmyndir um landið, sumar reyndar mjög óraunverulegar. Fólki finnst eitt- hvað heillandi við Iandið og margir reyna að komast hingað til að kynnast landi og þjóð,“ sagði hann og benti á að saga landanna hefði frá fornu fari tvinnast saman og gerði kannski að verkum að löndum hans þætti spennandi að heimsækja fsland. Frans sagðist hafa hitt nokkra íslendinga og við það hefði áhugi hans vaknað, en sér hefði þótt Morgunblaðið/Kristján FRANS Knudsen, danskur textflhönnuður sem dvalið hefur ásamt fjöl- skyldu sinni í gestavinnustofu Gilfélagsins að undanförnu, sýnir verk sín í Deiglunni um helgina. skemmtilegt að kynnast þeim. I fyrstu væri gainan að íhuga dálít- ið þann mun sem væri á fslend- ingum og Dönum, en eftir því sem hann hefði komið oftar til lands- ins og kynnst fólkinu betur þætti sér erfiðara að greina þennan mun sem við fyrstu sýn virtist vera. Óhrein ull í poka Á sýningunni í Deiglunni ætlar Frans að sýna fimm lítil verkefni sem hann hefur unnið að, en hann segir tímann hafa liðið hratt og í mörg horn hafi verið að líta þann tíma sem hann hefur dvalið á Akureyri. „Þótt tíminn hafi verið stuttur hef ég fengið margar hug- myndir hér, fengið frískt loft ef má orða það svo,“ sagði Frans, en yfirskrift sýningarinnar er „Skrýtnir hlutir frá skrýtnu landi“. Vísar hann m.a. til þess að listamaðurinn sem dvaldi í íbúð- inni á undan honum skildi eftir poka með óhreinni ull. Þótt pok- inn hafi pirrað hann í fyrstu varð hann staðráðinn í að nýta sér hann með einhveijum hætti og má sjá afraksturinn á sýningunni. „Ég hef verið að gera ýmislegt hér sem ég var ekkert viss um hvað yrði, en það er gaman að fara út á nýjar brautir, reyna eitt- hvað annað en það sem maður er vanur að gera og endurnýja sig,“ sagði Frans. Nafn á nýju sveitarfélagi við utanverðan Eyjafjörð Hljdmsveit Ingu Eydal verður hljóm- sveitin VIP NÚ Á haustdögum er að hefja upp raust sína hljómsveitin VIP en hún starfaði áður undir nafni Ingu Ey- dal söngkonu. Hljómsveitin hefur nú fengið til liðs við sig nýjan bassa- leikara, Viðar Garðarsson, en auk hans skipa hljómsveitina Inga Ey- dal, Snorri Guðvarðsson gítarleikari og Þorleifur Jóhannsson trommu- leikari. Aðalstarfsvettvangur þeiiTa er Akureyri og nágrenni og hafa þau haft fasta viðkomu á veitingastaðn- um Við Pollinn á Akureyri. Hljóm- sveitin leikur einmitt á Pollinum í kvöld, föstudag og á morgun Iaug- ardag. Dalvíkiirbyg’g’ð skal það heita BÆJARRÁÐ sameiginlegs sveitar- félags við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkurbæjar, Svarfaðardals- og Árskógshrepps, samþykkti sam- hljóða á fundi sínum í gær að nafn á sveitarfélaginu verði Dalvíkurbyggð. Nafnamálið kemur til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn nk. þriðju- dag og átti Rögnvaldur Skíði Frið- bjömsson bæjarstjóri ekki von á öðru en þar yrði nafnið Dalvíkur- byggð samþykkt. Rögnvaldur Skíði sagðist mjög ánægður með þetta nýja nafn og hann var enn ánægðari með að nú sér fyrir endann á nafna- málinu. „Það skiptir hins vegar töluverðu máli fjárhagslega hvort nafn sveitar- félagsins endar á bær eða byggð. Auðveldast hefði verið fyrir svona samfélag að nota eitt af nöfnum sveitarfélaganna sem sameinuðust og þessi niðurstaða kostar sveitarfélagið nokkur hundruð þúsund krónur." Sveitarfélagið hefur verið nafn- laust frá sameiningarkosningunum sl. vor og Rögnvaldur Skíði sagði það vissulega hafa valdið óþægindum og þá ekki síst varðandi það að stofna til skuldbindinga. „Menn hafa þá gripið til þess ráðs að telja upp nöfn sveit> arfélaganna þriggja. Við fengum þó kennitölu og sveitarfélagsnúmer strax og höfum notað bréfsefni Dal- víkurbæjar á þessum tíma.“ Flestir vildu nafnið Árdalsvík Ömefnanefnd sendi nýlega bæjar- stjórn hins sameiginlega sveitarfé- lags álit sitt á þeim 7 tillögum sem hún hafði til umfjöllunar og voru; Ár- dalsvík, Víkurströnd, Norðui’byggð, Norðurslóð, Eyjafjarðarbær, Valla- byggð og Víkurbyggð. Rögnvaldur Skíði sagði að örnefnanefnd hefði getað sætt sig við nöfnin Víkurbyggð og Vallabyggð en nefndin benti jafn- framt á að Dalvíkurbyggð og Svarf- dælabyggð væra nöfn sem höfðuðu frekar til svæðisins. Samfara sveitarstjórnarkosning- unum í maí sl. var kosið um nýtt nafn á hið sameinaða sveitarfélag. Nafnið Árdalsvík fékk þá flest atkvæði en nafnið Víkurbyggð næstflest og munaði aðeins örfáum atkvæðum á þessum nöfnum. Fyrirlestur um sham- anisma DR. JURGEN W. Kremer flyt- ur fyrirlestur á vegum Endur- menntunamefndar Háskólans á Akureyri næstkomandi laugar- dag, 26. september kl. 14 í húsa- kynnum háskólans við Þing- vallastræti 23, stofu 16. Dr. Kremer er prófessor í sálarfræði við California Institute of Integral Studies í San Francisco í Bandaríkjun- um. Hann mun í fyrirlestrinum sem nefnist Shamanismi og eðl- islæg þekking á okkar dögum fjalla um lækningamátt seið- manna - shamanisma - og eðlis- læga þekkingu í nútíma samfé- lagi. M.a. leitast hann við að skilgreina hugtakið eðlislæg vísindi og fjallar um viðhorf bandarískra frumbyggja til eðl- islægs hugarfars og hvers virði það er að átta sig á fornri menningu eigin kynstofns og þjóðfélags. Fyrh'lesturinn verður fluttur á ensku og eru allir velkomnir. Bæjarráð getur ekki stutt Bjölluna BÆJARRÁÐ Akureyri getur ekki orðið við erindi sem barst í síðustu viku frá Kristjáni Sverrissyni og Flugfélaginu Lofti þar sem sótt var um styrk að upphæð krónur 5 milljónir til að setja upp nýtt íslenskt leikrit, Bjallan, eftir Ólaf Hauk Símon- ai-son, á Renniverkstæðinu. Ráðgert er að frumsýna leikrit- ið í nóvember næstkomandi. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn byrjar á laugar- dag, 26. september, kl. 11 í Sval- barðskirkju. Nýtt og skemmti- legt fræðsluefni. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 sunnudagskvöldið 27. septem- ber. Kirkjuskólinn í Grenivíkur- kirkju byrjai' á laugardag, 26. september, kl. 13.30. Nýtt og skemmtilegt fræðsluefni. MÖÐRUVALLAPRESTA- KALL: Kvöldguðsþjónusta verður í Möðravallakirkju næstkomandi sunnudag, 27. september, kl. 21. Kór kirkj- unnar syngur, organisti Birgir Helgason. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Nafni Sambands veitinga- og gístihúsa breytt í Samtök ferðaþjónustunnar Öll fyrirtæki í ferðaþjön- ustu undir einn hatt hAskúunim A AKUREVRI Shamanismi og eölislæg þekking á okkar dögum. Dr. Jiirgen W. Kremer flytur fyrirlestur á vegum endur- menntunarnefndar Háskólans á Akureyri, laugardaginn 26. september kl. 14.00, í húsakynnum háskólans (á Akureyri) Þingvallastræti 23, stofu 16. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. ALLIR VELKOMNIR. TILLAGA um að breyta nafni Sambands veitinga- og gistihúsa í Samtök ferðaþjónustunnar og opna þannig félagið fyrir öllum fyrir- tækjum sem starfa á sviði ferða- þjónustu var samþykkt einróma á aðalfundi sambandsins á Akureyri í gær. Stofnfundur Samtaka ferða- þjónustunnar verður haldinn í Reykjvík 11. nóvember næstkom- andi. Ema Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa, sagði að í kjölfar þessara breytinga myndu fyrirtæki sem störfuðu í ferðaþjónustu eignast málsvara, eftirleiðis yrðu undir ein- um og sama hatti m.a. hótel og gistihús, bíialeigur, ferðaskrifstof- ur, flugfélög, hópferðafyrirtæki, fé- lög sem störfuðu á ýmsum sviðum afþreyingar, s.s. þau sem byðu jökla- eða bátsferðir og hestaleigur svo dæmi séu tekin. „Það er gaman að sjá á hve fjölbreyttum sviðum þessi félög starfa,“ sagði hún, en forskráning fyrir stofnfund Sam- taka ferðaþjónustunnar er þegar hafin. Erna sagði ferðaþjónustu fram til þessa ekki hafa haft einn málsvara, það hefði komið niður á greininni að eiga ekki sameiginlegan talsmann. Þá væru einnig dæmi þess að stjómvöld hefðu fengið misvísandi upplýsingar vegna þess hve tals- menn á hinum ýmsu sviðum væm margir. „Það hefur alllengi verið rætt um nauðsyn þess að breyta þessu, þannig að ferðaþjónustan yrði öll undir einu þaki og nú er komið að því. Þessi leið, að breyta nafni okk- ar samtaka og taka fleiri þar inn er fljótleg og þægileg, það eru fyrir hendi eignir og starfsemi þannig að ekki þarf að byrja alveg frá grunni," sagði Ema. Meiri slagkraftur Helstu kosti þess að gera um- ræddar breytingar sagði hún vera meiri hagkvæmni í rekstri og þá yrði slagkraftur samtaka af þessu tagi meiri en þegar menn störfuðu í smærri einingum. Erna sagði mörg verkefni framundan, endurskoða þyrfti starfsumhverfí ferðaþjónust- unnar, stór verkefni biðu á sviði gæða- og umhverfismála og þá myndu menn einbeita sér að mark- aðsmálum. Tvö erindi voru flutt á aðalfund- inum, Geir Haarde fjármálaráð- herra ræddi um starfsumhverfí greinarinnar, en fyrir dyrum stend- ur að fjalla um ýmsa þætti þess á vegum stjórnar sambandsins og ráðuneytisins. Þá fjallaði Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, um menntun í ferðaþjónustu. Meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af í þeim efnum, að sögn Emu, er skortur á plássum fyrir nema í mat- reiðslu og framreiðslu og hefur starfshópi verið falið að kanna leiðir til úrbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.