Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listútilega í Nýlistasafninu MYJVDLIST Nýlistasafnið INNSETNINGAR/ BLANDAÐ EFNI ÝMSIR Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Sýningin stendur til 27. september. SÝNINGIN sem nú stendur í nokkra daga í Nýlistasafninu er í raun lokaáfangi verkefnis sem stað- ið hefur í heilt ár og teygt anga sína frá hinum austlægari endum Evr- ópu hingað vestur og uppundir heimskautsbaug. Sagan hófst í Ziirich í september í fyrra þar sem saman komu nokkrir listamenn frá íslandi, Sviss og Ungverjalandi undir yfirskriftinni „Station to Sta- tion“ eða Stöð til stöðvar. Markmið- ið var að mynda einhvers konar hópstarf þar sem þátttakendur gætu lagt að nokkru til hliðar þær hugsanir og vinnubrögð sem hver hafði tamið sér og unnið í staðinn að sameiginlegu verkefni sem byggðist á „frjálsri miðlun hug- mynda og reynslu," eins og segir í sýningarskrá. Tengsl og samvinna leysa úr læðingi óvænt sköpunar- ferli þótt frumkrafturinn haldi auð- vitað áfram að búa með hverjum einstökum þátttakanda." Framhald á sögunni varð í Ungverjalandi fyrr á þessu ári og nú hefur hópurinn hreiðrað um sig á Islandi. Alls er um að ræða fimmtán listamenn. íslendingarnir eru þau Egill Sæbjörnsson, Gabríela Frið- riksdóttir, Guðlaugur Kristinn Ótt- arsson, Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir, Magnús Sigurðar- son, Margrét Blöndal, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Valborg Salóme (Valka) Ingólfsdóttir. Frá Sviss eru hingað komin Christina Hemauer, Nicole Henning og Jörg Hugentobler, og lið Ungverja skipa Imre Mariann, Kámán Gyöngyi, Lakner Antal og Roskó Gábor. Auk þeirra tengjast verkefninu þeir Bencsik Barnabas og Halldór Björn Runólfsson, en þeir eru verk- efnisstjórar. Markmiðið með verkefninu stöð til stövar virðist vera tvíþætt. Ann- ars vegar er stefnt að því að auka samskipti listamanna, að gera þeim kleift að hittast, kynnast og hrista saman hugmyndir sínar á ferðalög- um hver um land annars. Hins veg- ar er það stefnan að leita nýrra leiða við undirbúning og úthugsun listsýninga. Eins og þátttakendur benda á hefur eitt sýningarform verið ráðandi umfram önnur frá því í árdaga módernismans um miðja síðustu öld, en það er hin gamal- kunna gallerísýning þar sem einn eða fleiri listamenn bjóða fram verkin sem þeir hafa barist við einir á vinnustofu sinni; sýningin er af- urð listamannsins, endaleg, frá- gengin og í raun ekki á hans vegum lengur. Með Stöð til stöðvar er hins vegar stefnt að því að líta á sýning- una sem einn lið í samstarfi eða samlífi listamannahópsins og þetta er undirstrikað með því að erlendu þátttakendurnir búa í Nýlistasafn- inu meðan þeir dvelja hér. Sýningin er þannig í senn leikvöllur lista- mannanna þar sem þeir tefla fram hugmyndum sínum og flétta hver við annars, og hins vegar eins kon- ar útilega þar sem allir þættir lífs- ins fléttast saman við gerð lista- verkanna. Eins og leiða má að líkur eftir of- ansögðu er sýningin ákaflega fjöl- breytt og verkin tengjast að nokkru leyti saman. Samveran hefur greinilega orðið til þess að afmá að nokkru þau mörk sem yfirleitt skilja á milli þátttakenda á samsýn- ingum svo úr verður ein heild, „einn líkami," svo notuð séu orð verkefnisstjóra. Pá er rétt að geta þess að sýningin er alls ekki endi- lega fullbúin þegar hún er opnuð al- menningi; listamennirnir búa enn- þá í henni og yrkja hana áfram eins og ábúendur til sveita yrkja sínar jarðir. Á sýningunni má því segja að öllu ægi saman en jafnframt að öllu sé hrært saman í eina heild. Þar má sjá undirbúningsteikningar, verk sem eru eins konar heimild um samstarf listamannanna, sam- starfsverkefni þar sem nokkrir þeirra hafa lagt hönd á eitt verk og svo ýmsar pælingar sem sprottnar eru upp af flakki hópsins, til dæmis útfærslur á Reykjavík og skipulagi hennar. Framlag einstakra lista- manna ber vott um hæfni og hug- myndaauðgi, en þó kannski fyrst og fremst um þann umsnúning sem orðið hefur á viðteknum hugmynd- um við samstarf þeirra. Greinilegt er að listamennirnir hafa tekið til sín það markmið sýningarinnar að umturna viðteknum hugmyndum um listasamvinnu og sýningarhald og í því ljósi er ekki óviðeigandi að draga fram innsetninguna í Bjarta: sal að öðrum verkum ólöstuðuð. I þessum sal hafa þau Egill, Gabríela og Haraldur komið upp risastórum rassi á vegg - rassi sem hlær. Þannig undirstrika þau umsnúning viðtekinna gilda um leið og þau hafa eins konai- endaskipti á líkam- anum sjálfum. I hugann koma til- vísanir í rassahúmor skáldsins Ra- belais, einkum ef hafðar eru í huga hugmyndir bókmenntafræðingsins Bakhtíns um frelsandi mátt slíkrar kímnigáfu. Þó má kannski enn frek- ar hugsa sér að þarna sé kominn hinn sólræni rass - solar annulus - sem Georg Bataille velti fyrir sér. Þannig yrði líkami sýningarinna að erótískri upplifun - lýsandi leikur í myrkraheimi þess sem ekki má segja. Jón Proppé Fyrirlestur osr námskeið í MHÍ ELSA D. Gísladóttir myndlistar- maður sýnir skyggnur og segir frá verkum sínum og sýningum í Mál- stofu fyrirlestrasalar MHÍ í Laugar- nesi mánudaginn 28. sept. kl. 12.30. Danski textíllistamaðurinn og hönnuðurinn Frans Knudsen heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyi'irlestra- sal MHÍ, Skipholti, miðvikudaginn 30. september kl. 12.30. Hann fjallai- um verk sín og sýningar og um stórt textílhönnunarverkefni sem hann vinnur að um þessar mundir fyrir IKEA í Svíþjóð. Námskeið Tölva - verkfæri í myndlist er grunnnámskeið ætlað fólki sem starfar að sjónlistum og hefur hug á að kynnast tölvuvinnu. Kennai-i er Leifur Þorsteinsson, umsjónarmað- ur tölvuvers MHI, og fer kennslan fram í tölvuveri MHÍ og hefst mánu- daginn 28. september. Ljósmyndir og menning nefnist námskeið í umsjón Sigurjóns B. Haf- steinssonar, mannfræðings og um- sjónarmanns Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Námskeiðið fer fram í Baimahlíð, húsnæði MHÍ í Skipholti 1, og hefst fimmtudaginn 1. október. ---------------- Sýningum lýkur Gallerí Hornið SÍÐASTA sýningarhelgi hjá Vapen, Valdimar Bjarnfreðssyni, í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, verður nú um helgina en sýningunni lýkm- mið- vikudaginn 30. september. Galleríið er opið alla daga kl. 11-24. currxiKI FÉLAGAR úr liópnum að leik og störfum í Sviss. 1 _ List nikkunnar TÚLKUN Geirs Draugsvoll tók fyrir alla for- dóma og vantrú á möguleikum harmonikkunnar sem konserthljóðfæris, segir m.a. í dómnum. TOJVLIST IVorræna húsið HARMONIKKULEIKUR Geir Draugsvoll flutti verk eftir Faukstad, Mossenmark, Rameau, Nordheim, Piazzolla, Lindberg, Moz- art og Norgard. Miðvikudaginn 23. september. HARMONIKKAN er ungt hljóð- færi og varð sérlega vinsælt meðal áhugafólks um dans. Á seinni árum hafa höfundar alvarlegrar konserttónlistar sýnt hljóðfærinu áhuga og samið fyrir það og sér- staklega þó einstaka snillinga, er sakir tækni sinnar og endurbóta á gerð hljóðfærisins hafa sýnt fram á að harmonikkan er áhrifamikið hljóðfæri, er býr yfir mjög skemmtilegum möguleikum, bæði er varðar fjölbreytileika í útfærslu blæbrigða og fágun í leik. Harmon- ikkan var fyrst smíðuð 1822 af Friedrich nokki-um Busehmann en til eru frá svipuðum tíma aðrar gerðir dragspila, sem náð hafa nokkrum vinsældum. Tvær gerðir af harmonikkum eru í notkun, svo- nefndar hnappanikkur og píanó- nikkur, en þar munar á gerð hljóm- borðs hægri handar. Leikur Geir Draugsvoll á hnappanikku. Harmonikkan býr enn við þær aðstæður að vera aðallega leikfang áhugamanna, er leika nær eingöngu danstóniist, og þarf sá sem stefnir á að verða konsertleikari bæði að striða við vantrú „klassíkera" og einnig þeirra, sem enn skynja hljóð- færið sem alþýðuleikfang og nota það eingöngu til ílutnings danstón- listar. Af þeim sökum man fólk þess vegna aðallega eftir hljóðfærinu í tengslum við „gömlu dansana“. Geir Draugsvoll er konserterandi harmonikkuleikari, frábærlega teknískur og góður túlkandi. Leikni hans og fínleg tónmótun kom sér- lega vel fram í þremur norskum þjóðlagaútsetningum eftir Jon Faukstad. Efnisskráin var sniðug- lega samansett þar sem skiptust á tónverk í hefðbundnum stíl og nú- tímaverk, enda var annað viðfangs- efni tónleikanna skemmtilegt verk eftir Staffan Mossenmark, Wood Spirit (1990), þar sem heyra mátti alls konar hljómklasa, stutt og snögg skalatilþrif og jafnvel fóta- stapp, sem líklega á að vera tilvísun til þess að alþýðuspilarar „stöppuðu taktinn". Þriðja verkið var útfærsla Geirs á tveimur sembalverkum eftir Ra- meau og var útfærslan fallega unn- in og sérlega vel flutt. Flashing (1985) eftir Nordheim var næst á efnisskránni og þar var heldur bet- ur tekið til hendinni í að nýta tón- myndunarmögu- leika hljóðfærisins og var útfærsla Geirs hreint frábær og það geislaði af leik hans í konsert- tangóunum eftir Pi- azzolla en þar mátti heyra sérlega skemmtileg hryntil- brigði, sem Geir út- færði af snilld. Eftir Magnús Lindberg lék Geir mjög erfitt verk sem nefnist Jeux d | Anches og var það sannarlega skemmtilegur málmtunguleikur, sem vísar til þess, að tónn harmon- ikkunnar myndast í litlum málmtung- um. I þessu erfiða verki sýndi Geir að hann er afburða tekníker. Músíkin var í fyrsta sæti í Andante (K. 616) eftir Mozart, en þetta verk er samið fyrir sjálfspilandi orgel, hreint ótrúlega fagurt verk, sem Geir Draugsvoil lék svo fallega, að vart verður betur gert. Tónleikunum lauk með mögnuðu verki eftir Per Norgard frá 1967 sem hann nefnir Anatomic Safari. Þar er allt gert sem tilraunatónskáldin voru að fást við eftir 1950, stappað, skellt í góm, klappað á nóturnar, leikið á vind- bassann, ásamt því að mynda alls konar hljómbrigði, sem Geir út- færði svo meistaralega, að tók fyrir alla fordóma og vantrú á möguleik- um hljóðfærisins sem konserthljóð- færis. Þetta voru glæsilegir tónleik- ar og Geir Draugsvoll er sannar- lega frábær flytjandi og mikill lista- maður. Jón Ásgeirsson Þróttmiklar hetjur KVIKMYNDIR Stjörnubfð, Borgar- bfð, Bföhöllin og Laugarásbíð THE MASK OF ZORRO ★ ★V!á Leikstjóri: Martin Campbell. Handritshöfundur: J. Eskow, Ted Elliot, T. Rossio. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Anthony Hop- kins, Catherine Zeta-Jones og Matthew Letschen. Tristar Pict- ures. 1998. ZORRO er goðsögn í lifanda lífi sem kemur alþýðunni til hjálpar þegar grimmir yfirboðarar henn- ar eru að ganga af henni dauðri. Hann er raunverulega til og að því kemur að konunni hans fara að leiðast þessar hættufarir eigin- mannsins auk þess sem hann er að verða of gamall fyrir álagið sem þeim fylgir. Hann getur samt ekki skilið alþýðuna eftir vernd- aralausa og finnur sér arftaka til að þjálfa upp til að verða næsta stóra hetja. Myndin er þessi venjulega blanda af húmor, ást og hetjuskap sem einkennir flestar ævintýra- myndir. í upphafi spilar húmor- inn of mikið inn á bjánalæti tengd þjálfun nýju hetjunnar. Þetta ger- ir því miður það að verkum að erfitt er að virða hetjuna nóg tii að samsama sig henni. Hann má vera óheflaður, sem hann er líka, en ekki bjáni. Skyndilega breytist hann svo á einni kvöldstundu í al- vöru hetju. Það var nokkuð snöggt bað miðað við það sem á undan var gengið. Hins vegar fór ég að gráta þegar gamli Zorro dó, því hann var alvöru töffari; góður, glæsilegur og samkvæmur sjálf- um sér. Anthony Hopkins er gamli Zor- ro og það er ekki annað hægt að segja en að hann sé ótrúlega flott- ur gæi þótt árin hafi færst yfir hann. Catherine Zeta-Jones stendur sig ágæ'tlega sem Elena, dóttir gamla Zorros. Hún er ekki geysilega mikið leikkonuefni er ásjáleg með eindæmum og mun- um við því sjálfsagt bráðlega fá tækifæri að berja hana augum á ný. Hver hefði verið betri en sjálf- ur suðræni sjarminn Antonio Banderas til að túlka þessa ástríðufullu hetju? Varia neinn, hann er sniðinn fyrir hlutverkið og stendur sig eftir því. Það eru mörg flott hasaratriði í myndinni, og glæsileiki einkennir þau þegar miðað er við myndir með bandarískum hetjum. í skylmingum eru hreyfíngar dansi líkastar og allur líkamsburður hinn fágaðasti. Hetjan okkar kann líka lagið á hestum og getur á baki þeim framkvæmt ýmsar kústir. Það hefði samt verið gam- an að sjá þessi atriði enn betur gerð, þar sem kvikmyndatakan hefði skipt meiri sköpum, ekki bara kóreógrafían. Svipað og John Woo tekst að gera byssu- bardaga, og þess vegna afhausan- ir, að augnayndi. Duiúðug og fal- leg tónlistin eftir James Horner hjálpar líka mikið til við glæsi- leika atriðanna. Yfir heildina vantar myndina sérkenni og frumleika, en stendur samt undir sér sem fín afþreying- armynd. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.