Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 38
-38 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Frelsi á „landinu bláa“ Þessi stefna er sérlega ógeðfellt dæmi um forræðishyggju íslenskra stjórnmálamanna. M jög margir telja að Viðreisnin svonefnda hafí verið merkasta ríkisstjórn sem setið hefur við völd á Islandi. Og það er ekki að ófyrirsynju. Und- ir forustu réttnefndra stjórnvitr- inga sameinuðust Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur um að leiða þjóðina út úr myrkviði hafta, forsjárhyggju og spilling- ar á vit nútímans. Þessir menn sýndu frumkvæði og hugrekki sem seint verður oflofað. Þeir breyttu Islandi. Oumdeilanlegt er að á síðustu árum hefur VIÐHORF ýmsu verið ------ þokað til frels- Eftir Ásgeir isáttar hér á Sverrisson landi; anda Viðreisnar- manna. Dregið hefur verið úr svonefndum „sértækum pólitísk- um aðgerðum" í efnahagslífinu og afskipti stjórnvalda af at- vinnulífínu hafa minnkað. EES- samningurinn hefur nú þegar skilað Islendingum miklu og skapað nýtt og heilbrigðara and- rúmsloft í efnahags- og við- skiptalífínu. A hinn bóginn hafa stærstu skrefín í frelsisátt hér á landi oftar en ekki verið stigin fyrir þrýsting erlendis frá og vegna alþjóðlegra samninga sem Is- lendingar hafa ekki getað hundsað. Nægir þar að minna á EES og GATT-samkomulagið. Frumkvæði hefur skort enda fer valdastaða og hagsmunamat stjórnmálaflokka ekki alltaf saman við yfirlýsta frelsisást. Þegar horft er yfír sviðið - við dögun nýrrar aldar, „eins og skáldin myndu segja“, - gerist sú hugsun áleitin að arftakar Viðreisnarmanna hafi ekki búið yfír nægum kröftum til að halda fánanum á lofti. íslendingar hafa að visu komið sér fyrir á frelsisbrautinni en ökutækið hefur reynst lúið og hægfara. Hestastóðið undir vélarhlífinni hefur enda verið tregara í taumi en margir hefðu ætlað og við skoðun hafa þar fundist rétt- nefndar tindabikkjur. Þannig þykir mörgum með al- gjörum ólíkindum að í ráði sé að færa tilteknu fyrirtæki með lög- um einkaleyfí til að framkvæma ákveðnar rannsóknir á Islandi. Gefur reynsla Islendinga af einkaleyfum tilefni til að ætla að þetta reynist gæfuspor? Og ein- hverjir gætu íreistast til að álykta að það sé tæpast í sam- ræmi víð tíðarandann að færa tilteknum hópi manna slíkan einkarétt. Frelsið á víðar undir högg að sækja á íslandi. Þvert á viðtekn- ar hugmyndir um frjálsan vinnumarkað stunda stjórnmála- leiðtogar þá iðju að koma skó- sveinum flokkanna í störf á veg- um ríkisins. Miðstýringarmenn móta byggðaáætlanir, stofnanir eru fluttar með tilskipunum. Ríkisvaldið keppir við einkafyr- irtæki á sviði útvarps- og sjón- varpsrekstrar. Akvarðanir og mannaráðningar á þeim vett- vangi eru eins og annað háðar samþykki fulltráa stjórnmála- flokkanna. Þeir fylla ráð af öllu tagi og úthlutunarnefndir. Frelsið felur í sér traust í garð þeirra sem þess eiga að njóta. íslenskir stjómmálamenn treysta ekki þjóðinni til að um- gangast áfengi með sama hætti og aðrar siðaðar þjóðir gera. Þess vegna er við lýði á Islandi einkasala íTkisins á áfengi sem einkum miðar einkum að því að „torvelda aðgengi" fólks að slík- um veigum. Þessi stefna er sér- lega ógeðfellt dæmi um forræð- ishyggju íslenskra stjórnmála- manna. A Islandi hafa kyndil- berar frelsisins einnig bannað áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum og verð á áfengi er óvíða hærra, sem stuðlar að smygli, heimabruggun og eitur- lyfjaneyslu. Fyrrum ráðsmaður fjármála verður lengi í minnum hafður fyrir þá dirfsku sem hann sýndi er hann ákvað að al- menningi skyldi heimilað að kaupa bjórdósir í stykkjatali í ríkisreknum áfengisverslunum. Þar leið yfir völlu eitt frelsis- blysið en á því slokknaði fljótt. Neytendur búa við frelsis- skerðingu vegna þeirrar hafta- stefnu sem mótuð hefur verið um innflutning búvara. Islend- ingar gæta þess í hvívetna að standa aðeins við lágmarkskröf- ur GATT-sáttmálans og fylgja því jafnan veruleg harmkvæli. Menn fá ekki ráðið því hvað þeir setja ofan í sig. Slíkt er háð samþykki ríkisvaldsins. Frelsi atvinnustjórnmála- manna hefur á hinn bóginn verið aukið skipulega á kostnað al- mennings. Þeirra frelsi felst í frelsinu til að úthluta. Kvótum er úthlutað í landbúnaði og sjáv- arátvegi. Kvótum er úthlutað við innflutning á landbúnaðaraf- urðum. Einkaleyfi er úthlutað í hátækni-iðnaði. Hálendinu er skipt upp í sneiðar og þeim út- hlutað. Ríkisembættum er út- hlutað samkvæmt kvótaskipt- ingu stjórnmálaflokka. Menn fá tæpast dorgað leng- ur fyrir þorski vegna kvótans, enn er glæpsamlegt athæfi að vera eigandi danskrar spægipylsu, bráðum verður erfitt að fara í berjamó og senn verða upplýsingar um heilsufar Islendinga orðnar háðar einka- leyfishafa. Allar þessar ákvarð- anir atvinnumanna í forsjár- hyggju varða frelsi fólksins í landinu. Þrátt fyrir yfirlýsta frelsisást og umbótavilja margra stjórn- málamanna er ísland í hópi þeirra ríkja sem kalla mætti hálf-sósíalísk. Það getur vart talist undrunarefni. Hvað ráða- menn varðar hafa engin raun- veruleg kynslóðaskipti í póli- tískri hugsun orðið hér á landi á síðustu 30 árum. Sjálfsagt er að lofa frelsið og efnt hefur verið til hátíðarkvöld- verðar af minna tilefni. Mikið starf bíður hins vegar þeirra sem hafa vilja og þor til að vinda ofan af því kerfi pólitískrar fjar- stýringar og forræðishyggju er enn þrífst og dafnar á „landinu bláa“. Kristin trú eða trú á stokka og steina EFTIR að hafa lesið mergjaða kjallaragrein Helga Geirssonar fram- kvæmdastjóra hér í blaðinu 3. þ.m., þar sem hann m.a. leggur bisk- upi ísL þjóðkirkjunnar lífsreglumar, þá virti ég um stund fyrir mér mynd höfundarins, er greininni fylgdi. Eg sá fyrir mér myndarlegan, festulegan en dálítið harðneskjulegan karl- mann, sem vel kann að tjá hugsanir sínar. Þar sem vafasamar fullyrð- ingar eru í greininni og sitthvað gefið í skyn, sem mér fannst hann hefði mátt út- skýra nánar, þá fann ég fyrir þörf á viðbrögðum með nokkrum ábending- um til athugunar og umhugsunar fyrir greinarhöfundinn og e.t.v. ein- hverja af lesendum blaðsins. Biskup okkar er fullfær um að svara fyrir sig, er hann telur þess þörf. En þar sem mér finnst ég of oft árangurs- laust hafa beðið eftir svörum frá skriftlærðum talsmönnum kirkjunn- ar við blaðagreinum líkum þeirri sem hér um ræðir, þá ætla ég að þessu sinni ekki láta hjá líða að tjá mig þótt áhætta kunni að fylgja og við ofjarl að etja. Eg finn mig í þakk- arskuld við kirkjuna okkar kristnu, sem við og áar okkar höfum notið í senn 1000 ár. Ekki var gefið út neitt „starfs- leyfi“ - eins og nefnt er í greininni - fyrir ísl. kirkju á Þingvöllum árið 1000, þegar við lá að til vopnaðra átaka kæmi þar milli heiðinna manna og kristinna, heldur var gæfa þjóðarinnar slík (fyrir Guðs hand- leiðslu í mínum huga) að bestu og vitrustu menn, heiðnir og kristnir, fengu því til leiðar komið, að þingið samþykkti, að þjóðin okkar unga skyldi búa við ein lög og einn sið - hinn kristna. Og hinir heiðnu tóku skírn. Þeir voru skírðir í „nafni föð- ur, sonar og heilags anda“ og fyrir þeim beðið, efnislega þannig: ,A1- máttugur Guð, faðir Drottins vors Jesú Krists, sem nú hefur endurfætt þig fyrir vatn og heilagan anda, tek- ið þig í ríki síns elskaða sonar, þar sem er fyrirgefning syndanna, líf og sáluhjálp - hann styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Friður sé með þér.“ Þetta er kjarni þess er gerðist þá og enn eru yfir 90% landsmanna skírðir. Auðvitað hefur á ýmsu gengið hér í þessi 1000 ár eins og víðast um hinn kristna heim - og gengur enn, svo írlands sé nú nefnt sem dæmi. En hvað er kristin kirkja? Hún hefur m.a. verið skilgreind þannig: „Guðs kirkja er byggð á bjargi, / en bjargið Jesús er; / hún er hans undra- smíði, / sem alla dýrð hans ber. / Af vatni, orði og anda / hún öðlast hef- ur líf 7 og sett á öllum öldum / sem allra þjóða hlíf' (Fr.Fr.) Þijú inni- haldsrík vers lylgja, sem finna má í Sálmaþók ísl. kh-kjunnar. Og aðra skilgreiningu úr enska heiminum rakst ég á nýlega - þessa: „Það er nauðsynlegt og mjög mik- ilvægt að muna, að kirkjan er ekki / Eg fínn mig í þakkar- skuld við kristni og kirkju, segir Hermann Þorsteinsson, sem við og áar okkar höfum notið í nær þúsund ár. mannleg uppfinning - ekki góð hug- mynd, sem sló niður í einhvern þess efnis að þeir sem tráa á Jesú skyldu safnast saman og mynda eigin fé- lagsskap. Kirkjan er guðleg ráðstöf- un, sköpun og fyrirmæli Drottins Krists. Hann lét eftir fá fyrirmæli til fylgjenda sinna. Hann hefur ekki íþyngt lýð sínum með margvíslegum reglum. Um skipan kirkjunnar og stjómendur segir hann ekkert. Bisk- up, díakon, presbyter eða öldung - engan þeirra nefnir hann á nafn. En ein ljós fyrirmæli gefur hann læri- sveinum sínum í mikilvægustu kringumstæðum, þ.e. að þeir skuli elska hver annan; og fjöldi manna sem elskar hver annan og allir elska hinn sama leiðtoga og drottinn, kom- ast vart hjá því að koma saman og mynda samfélag til að hjálpa hver öðrum til að fylgja fyrirmælunum." (Rev. Charles Brown, D.D.) Varðandi „áhyggjur af íslenskri þjóðtrá og að menn heiti að gamni sínu á steinrunnin tröll og forn goð“, þá skal á það minnt að eitt fyrsta verk Þorgeirs Ljósvetningagoða eft- ir heimkomuna norður frá Þingvöll- um árið 1000, var að varpa gömlu goðunum sínum í fossinn mikla (Goða-foss), og láta þau heyra til hin- um heiðna, liðna tíma. Hann gekk hreint til verks. Það eigum við líka að gera. Annaðhvort eða ... Ritn- ingin geymir orð Jesú: „Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir." (Matt. 12:30) Þar má einnig lesa: „En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur ná kaldur mun ég skyrpa þér út af munni rnínum." A sama stað má fleira lesa hollt og kjarngott. (Op. 3,14-22). Islenska menn, sem á þessari öld hafa fengið köllun til að starfs sem kristniboðar bæði í Kina og Afríku (Eþíópíu og Kenýa) hef ég heyrt segja frá margvíslegum stokka- og steinaátránaði hinna heiðnu þar í löndum og hvernig þeir farga þess- um „goðum“ sínum, er jieir fagnandi hafa gengið inn í ljós kristninnar. Undur og stórmerki hafa gerst á meðal fólksins á þessum svæðum fyrfr vitnisburð og tilverknað þess- ai’a landa okkar. Það hefi ég bæði séð og þreifað á. Hví skyldum við hér í okkar senn 1000 ára kristna þjóðfé- lagi halda áfram að gæla við hina heiðnu hætti - „að gamni“? Núlifandi heimkomnir kristniboð- ar okkar munu eflaust fúslega stað- festa alvöru þessa máls. Starfsstöð þeirra hefur síma 588 8899. - I grein H.G. segir einnig m.a.: „Is- lensk kirkja er að verða hluti af er- lendu afli“ ... „hin útlenda kirkja er að verða einn trójuhesturinn enn í ís- lensku þjóðfélagi". - „Duldist fáum hvað klukkan sló,“ segir í annai’ri grein á sömu opnu í DV. Fyrr á þessari öld sóttu að ströndum okkar hin erlendu trúarbrögð þeirra Sta- líns og Hitlers. Ymsir ánetjuðust í okkar frjálsa samfélagi. En þessi átránaður rann sitt skeið og hrundi til grunna, er augu manna opnuðust fyrir því að hér var um falsguði að ræða, sem náðu þó að koma svo miklu illu til leiðar víðsvegar. Ég nefndi Irland fyrr, en hér mætti minna á Moskvu í dag og líðan fólks- ins þar í landi. En ég tek heilshugar undir loka- orð greinar H.G.: „ ... og stuðli að því að það sem íslenskt er njóti sín“. Var nýverið á Þingvöllum í björtu og blíðu veðri og þar fannst mér ég enn heyra óminn af söng Þjóðkórsins 1944: „Hver á sér fegra föður- land... „ Hittumst heil þar á kristnihátíð árið 2000. Höfundur er fyrrv. fnunkvæmdii- stjóri. Hermann Þorsteinsson Stöndum saman um rekstur björgunarskipanna ÞESSA dagana stendur yfír landssöfn- un Slysavarnafélagsins til styrktar Björgunar- bátasjóði félagsins. Sjóðurinn stendur straum af kostnaði við rekstur hins þétta og öfluga nets björgunar- skipa og -báta sem fé- lagið hefur komið upp við strendur landsins á undanförnum árum. Staðsetning björgunar- skipanna er byggð á niðurstöðum rannsókna á sjósókn og slysatíðni og með þeim hefur orð- ið gjörbylting í öryggi sjófarenda. Því er mikilvægt að þeim sé tryggður eðlilegur rekstrar- grundvöllur. Samkvæmt reglum um skipulag og yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu annast Slysa- varnafélagið aðgerðarstjórn með- fram allri strönd landsins og á svæð- inu sem markast af allt að 12 mílum frá landi. Ég er þeirrai' skoðunar að kostnaðurinn af þessu umfangs- mikla starfi ætti að greiðast úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna en sú hefð hefur hins vegar skap- ast hérlendis að hann er á herðum frjálsra fé- lagasamtaka sem reiða sig á stuðning almenn- ings. A meðan svo er verðum við að haga okkur samkvæmt því og standa vörð um Bj örgunarbátasj óðinn. Mestan minn aldur hef ég búið í sjávarplássum úti á landi og þar teng- ist sjósókn hverju heimili. Almenn vitund er um nauðsyn björg- unarbátanna og ánægja með þann árangur sem náðst hefur á undanfórnum árum með komu nýrra björgunarskipa í hvern lands- hluta. Eitt af séreinkennum íslend- inga er hins vegar það að þegar tæk- in eru komin teljum við þau sjálf- sögð og að viðkomandi verkefni sé til lykta leitt. Málið er því miður sjaldan svo einfalt. Þegar búið er að leggja hornsteininn verður að halda áfram ef byggingin á að verða að Þessa dagana stendur yfír landssöfnun Slysa- varnafélagsins til styrktar Björgunar- bátasjóði félagsins. Björn Grétar Sveins- son biður fólk að leggja sitt af mörkum. veruleika. Það gengur ekki af sjálfu sér. Ég leyfi mér því að fullyrða að með komu björgunarskipanna hafi verið markað nýtt upphaf í björgun- arsögu þjóðarinnar. Hvert fram- haldið verður ræðst af þátttöku og skilningi landsmanna á að leggja þessu þjóðþrifamáli lið. Stöndum saman um rekstur björgunarskipanna og styrkjum Björgunarbátasjóð Slysavarnafé- lagsins. Höfundur er formuöur Verkamannasambands íslands. Bjöm Grétar Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.