Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 4á> sjón hans, hefur orðið til þess að tugþúsundir Islendinga leggja stund á hestamennsku. Þetta hefur orðið til að gera hundruðum íslenskra bænda kleift að búa á jörðum sínum og halda þeim í byggð á tímum of- framleiðslu og niðurskurðar í hefð- bundnum landbúnaði og á dögum fólksflótta úr sveitum. Hugsjónir og störf Gunnars urðu þess valdandi að hundruð þúsunda manna víða um heim njóta samvista við íslenska hestinn og milljónir manna þekkja til Islands vegna hestsins. Þúsundir manna hvaðanæva úr heiminum sækja Landsmót hestamanna og Heimsleika á íslenskum hestum sem haldnir eru annað hvert ár. Gefin eru út um tuttugu tímarit á ótal þjóðtungum eingöngu um íslenska hestinn. Störf Gunnars birtast einnig í því að tugþúsundir ferða- manna heimsækja ísland árlega vegna áhuga á hestinum. Allt þykir þetta nú á dögum fremur sjálfgefíð, en því var alls ekki svo farið í upp- hafi og stórum hluta starfsferils síns hjá samtökum bænda þurfti Gunnar að verja til að berjast við vantrú og fordóma, viðskiptahindranir, öfund og skilningsleysi Islendinga sjálfra. Oftar en ekki fóru þar fremstir í flokki forystumenn og ráðunautar bænda, sem engan skilning höfðu á hugsjónum hans eða á þeim breyttu tímum sem voru að renna upp á Vesturlöndum með aukinni hagsæld og meiri frítíma fólks. Gunnar skynjaði þessar breytingar og sá þá möguleika sem íslenski hesturinn átti í nýjum heimi sem reistur var á rústum síðari heimsstyrjaldarinnar. Samtíminn er þess alla jafna ekki umkominn að greina hvenær tíma- mót verða í lífi þjóða eða landa. Hitt fer varla milli mála, að þegar 20. öld- in verður gerð upp og framlag ein- stakra manna til hennar metið, þá mun nafn Gunnars Bjarnasonar verða nefnt. Halldór Laxness stend- ur upp úr á vettvangi bókmennta; Bjarni Benediktsson hafði forgöngu um að Islendingar skipuðu sér til frambúðar í sveit vestrænna þjóða. Hannes Hafstein lagði í mörgu tilliti grunninn að skipulagi þjóðríkisins. Þannig mætti telja upp merka menn aldarinnar; Gunnar Bjarnason er einn þeirra, hann hefur haft áhrif á líf og lífsstíl milljóna samferða- manna. Lífshlaup Gunnars var um margt merkilegt. Hann var af vel efnuðu fólki kominn, sem þó missti síðar nánast allt sitt. Hann var afburða námsmaður, svo áhrifamiklir menn veittu því eftirtekt og studdu hann í háskólanámi erlendis. Gunnar tók ástfóstri við íslenska hestinn, þótt ekki væri hann hestamaður, heldur skynjaði hann í honum einstaka eig- inleika og þann menningararf sem hann fól í sér. Þetta vildi hann kynna öðru fólki heima og erlendis og það tókst honum með eldmóði sínum. Af sama toga var metnaður hans fyrir hönd íslenskra sveita og það varð til þess að hann réðst sem skólastjóri að Bændaskólanum á Hólum. Þar vildi hann byggja upp og koma staðnum til virðingar. Hann þótti hins vegar fara of geyst í sakirnar og var neyddur til að hætta. Kaldhæðnislegt er að Gunnar var rekinn frá Hólum fyrir að gera það sem núverandi skólastjóra er talið til tekna: Að reisa staðinn nán- ast úr rústum niðurlægingar. Síðar tók Gunnar sér fyrir hendur að leið- beina bændum í alifuglarækt og svínarækt og framsýni hans gerði það að verkum að hann sá fyrir nauðsyn þess að byggja stór bú sem myndu mæta þörfum stærri og sí- breytilegra markaða þótt forysta bænda vildi halda greinunum til frambúðar sem litlum aukabúgrein- um. Jafnframt vakti hann athygli á að hefðbundin landbúnaðarstefna íslendinga væri að komast í þrot. Þessu var illa tekið af forystumönn- um bænda svo ekki sé meira sagt og ýmsar hömlur voru settar á störf Gunnars og tækifæri hans til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá fór hann í fundaherferð um land- ið sem enn er í minnum höfð undir kjörorðunum „Skynvæðing landbún- aðarins“. Húsfyllir var á mörgum samkomustöðum út um land, þar sem tókust á gamlir tímar og nýir; Gunnar Bjarnason og fulltrúar valdastéttar bænda. - Skoðanir þeirra sem hæst mótmæltu Gunnari á þessum fundum, eða þeirra sem ekki skildu möguleikana sem fólust í íslenska hestinum eða þein-a sem reyndu að leggja stein í götu út- flutnings hrossa, skipta nú ekki lengur máli. Sjónarmið Gunnars hafa orðið ofan á og eru nánast orðin óumdeild og talin sjálfsögð. Þar hef- ur dómur sögunnar þegar fallið. Gunnar Bjarnason var gleðimaður og miðdepill hverrar samkomu er hann sótti. Ógleymanleg er ferð sem við Vala fórum með honum á hesta- sýninguna miklu, Equitana í Þýska- landi, fyrir nokkrum árum. I mann- hafi tugþúsunda sýningargesta streymdi til hans fólk; gamlir vinir og ókunnugt fólk; aðdáendur ís- lenska hestsins og Islands eins og Gunnar hafði kynnt það. Þetta fólk umvafði Gunnar með hlýju, aðdáun og þakklæti fyrir að hafa gert líf þess auðugra og innihaldsríkara. Margt annað minnisstætt kemur upp í hugann, svo sem er við fórum um Suðurland og hittum hrossa- ræktendur að máli. Ógleymanlegir voru fundir Gunnars í þeirri ferð með ræktunarjöfrunum Jóni Páls- syni dýralækni á Selfossi og Sigurði Haraldssyni í Kirkjubæ. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera viðstaddur þessa hinstu fundi þeirra. Um langt árabil ræddum við Gunnar saman oft í viku og ef hugur Gunnars flaug hátt gátu símtölin orðið mörg sama daginn. Alltaf var uppörvun að fundum með honum og þótt oftast væri umræðuefnið hrossarækt og framgangur íslenska hestsins, var aldrei um endurtekn- ingar að ræða, svo frjór sem Gunnar var í hugsun til hins síðasta. Jafnan er ég heyri merkra manna minnst kemur mér Gunnar Bjarnason í hug. Aðstandendum votta ég samúð. Anders Hansen. Það eru að verða sextíu og þrjú ár síðan við Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur sáumst fyrst. Ég sótti þá um haustið námskeið á Hvanneyri, sem haldið var fyrir eft- irlitsmenn nautgripa- og fóður- birgðafélaga, en Gunnar hóf það haust nám í búfræði við bændaskól- ann. Fyrsta laugardagskvöldið, sem ég var þar, héldu skólapiltamir dansæfingu, eins og það var kallað, og fengum við námskeiðsþátttak- endur leyfi til að koma þar og taka þátt í gleðskapnum. Það setti óneitanlega svip á þessa samkomu að dömumar voru ansi fá- ar, eða 10-12 að tölu, en piltarnir sennilega 40-50 og þeir sem hikuðu eða vora lengi að hugsa sig um fengu enga dömu, en hinir þeir heppnu og ákveðnu dönsuðu þarna hnakkakerrtir um dansgólfið. Ég veitti strax tveimur ungum mönnum athygli, sem bára sig sér- lega vel í dansinum, og síðar þetta kvöld var ég kynntur fyrir þeim, en það vora þeir Guðmundur Péturs- son frá Botnum í Meðallandi og Gunnar Bjamason frá Húsavík. Ég hafði þegar þetta var kynnst nokkram systkinum Gunnars, og því vildi ég gjarnan kynnast Gunnari og framtíðaráætlunum hans. Hann sagði mér að hann væri ennþá óráðinn í hvaða lífsstarfi hann myndi gegna á ævinni, en hann hefði áhuga á að kanna hvort hann gæti komið að liði í landbúnaðinum, og því væri hann hér á skólanum í vet- ur. Ég sá strax að Gunnar, sem var jafnaldri minn, dansaði hvern dans- inn eftir annan við sömu dömuna, granna og fíngerða, ljóshærða stúlku, sviphreina með góðlegan svip, og man ég ennþá eftir því hve þetta var glæsilegt par og gæfulegt. Stúlkan var Svava Halldórsdóttir, skólastjóradóttir á Hvanneyri. Þremur árum síðar hittumst við Gunnar aftur í Kaupmannahöfn. Hann var þá á þriðja ári í almennum landbúnaðarfræðum, en ég var að hefja mitt háskólanám. Mér varð fljótt ljóst, að Gunnari sóttist námið mjög vel, enda drakk hann í sig af áfergju allar nýjar vísindalegar staðreyndir, sem boðuðu nýja stór- sókn til hagkvæmari búvörafram- leiðslu. Hann sannfærðist un að með nýrri þekkingu mætti útrýma fá- tækt og kyrrstöðu, ef tækist að fá bændur og stjórnmálamenn til þess að vinna skipulega, og trúa á hina nýju þekkingu og hagnýta sér hana. Um það leyti sem Gunnar var að ljúka kandidatsprófi í almennri bú- fræði fékk hann bréf frá Bjarna Ás- geirssyni alþingismanni, móður- bróður sínum, en hann var þá stjórnarmaður í Búnaðarfélagi Is- lands, um að Gunnari stæði til boða að taka að sér að verða hrossarækt- arráðunautur Búnaðarfélagsins. Það hittist nú svo á að ég var staddur heima hjá Gunnari, þegar hann fékk þetta atvinnutilboð, og minnist ég þess, að honum leist ekki vel á það í fyrstu. Hann sagðist lítið hafa átt við hesta og sér fyndist háskólinn ekki hafa gefið sér nægilega mikla fræðilega þekkingu að byggja á. Ég reyndi aftur á móti að stappa í Gunnar stálinu. Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af takmörkuðum pi'axis. Hann myndi örugglega fara inn á nýjar brautir og skapa reið- hest og reiðmennsku, sem hæfði ís- lenska hestinum og sem umheimur- inn myndi læra að meta og dást að. „Þú ert sennilega maðurinn, sem hefur hæfileika til að koma þessu í kring, þar sem þú ert hrifnæmur og hefur í þér mikinn áróðurskraft, og átt auðvelt með að fá öfluga sam- starfsmenn," sagði ég og Gunnar fór meira og meira að velta þessu starfstilboði fyrir sér. Gunnar hafði um þessar mundir fengið heitkonu sína til sín, dömuna sem hann leyfði helst engum að dansa við á dansæfingunni forðum á Hvanneyri, Svövu Halldórsdóttur, og hún var mér sammála og hvatti hann til að taka þessu tilboði. Þar með var svo teningunum kastað og Gunnar fór að einbeita sér að því að kynna sér hrossakynbætur, hestaí- þróttir og reiðmennsku og þar með hófst nýr kapítuli í sögu íslenska hestsins, um ótrúlega árangursríkt starf og glæsilegan árangur. Sú mikla saga verður ekki sögð hér, en henni verða vafalítið gerð glögg skil í næstu framtið, sem einhverju merkilegasta ræktunarafreki sem átt hefur sér stað í búfjárrækt á síð- ustu hálfri öld. Tíu áram eftir að Gunnar tók við starfi hrossaræktarráðunautar hitt- umst við oft heima hjá þeim Gunnari og Svövu, sem höfðu flust að Hvann- eyri fyrir nokkrum áram, þar sem Gunnari fannst að hann gæti vel annast kennslu við bændaskólann og framhaldsdeildina ásamt hrossa- ræktarstarfinu, sem var unnið mest vor og sumar, þegar minna var að gera við kennsluna. Við áttum þarna margar ógleymanlegar stundir á skemmtilegum viðræðukvöldum, þegar skiptust á umræður um al- vörumál eins og stofnun Hrossa- ræktarsamtakanna og Landssam- bands hestamanna, en að hvoram tveggja þeim merku samtökum átti Gunnar gildan þátt. En við hvfldum okkur einnig á því að segja hvert öðra gamansögur af sjálfum okkur og samstarfsfólki, græskulaust gam- an, en stundum með svolítið beittum húmor, sem engan meiddi þó. Ég fór með Gunnari á margar hrossasýningar og á allmarga fræðslufundi og get borið um það að hann var skarpskyggn dómari og af- burða ræðumaður og uppfræðari. Gunnar tók að sér alltaf ný og ný verkefni og lét öðram eftir að full- gera margt sem hann byrjaði á. Hann sleppti þó aldrei hendinni af útflutningi hrossa og hann var lengst af í fararbroddi í starfi al- þjóðafélagsskapar um ræktun ís- lenska reiðhesteins. Nú að leiðarlokum kveðjum við gamlir samstarfsmenn Gunnar með virðingu og þökk fyrir glæsilegan árangur við ræktun íslenska hests- ins og fyrir þá alþjóðlegu viðurkenn- ingu sem íslenski hesturinn hefur öðlast á síðustu áram sem fjölhæfur ganghestur og mikilhæfur reiðhest- ur. Það má fyrst og fremst þakka Gunnari Bjarnasyni. Hafi Gunnar heiður og þökk fyrir sitt mikla og góða lífsstarf. Hjalti Gestsson. • Fleirí minningargrcinar um Gunnar Bjamason bíða hirtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. DAGBJORT UNNUR MAGNÚSDÓTTIR + Dagbjört Unnur Magnúsdóttir fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík hinn 15. nóvember 1908. Hún lést á Sjúkra- liúsi Suðurnesja hinn 19. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Snjá- friður Ólafsdóttir, f. 14.6. 1865, d. 6.12. 1937, og Magnús Magnússon, f. 11.11. 1863, d. 14.8. 1949. Maki Dagbjartar var Kristján Níels Konráðsson, f. 1. janúar 1902, d. 24. janúar 1985. Börn þeirra eru Gunnar Valgeir, f. 22. mars 1928, og Alda, f. 1. nóvember 1929. Útför Dagbjartar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar að minnast ömmu með örfáum orðum. Ekki var amalegt að fá að alast upp í húsinu þar sem amma og afi bjuggu og vora alltaf tiltæk og til staðar ef á þurfti að halda. Ekki var heldur verra að hafa stans á leiðinni upp stigann, rennandi blautur beint úr fjöranni, fá hvítar flatkökur eða eitthvert nýbakað góðgæti í eldhúsinu hjá ömmu. Það má heldur ekki gleyma kjallaranum á Sólbakka sem stóð okkur systkinunum opinn og ófáir fengu að njóta og vera þar við leik og störf. Minnisstæðar era okkur þær amma Dæja og Dóra á Bergi við borðstofuborðið að spila Marías. Varla leið sá dagur á meðan heilsan leyfði að ekki væra teknir einn eða tveir slagir. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, hún fór að vinna úti sem ekki var vaninn með ömmur á þeim tíma, handa- vinna var henni hjart- ans mál og vora ófáar flíkurnar sem hún hjálpaði okkur með hvort sem það var prjónað eða saumað og um heimilið var hugsað af mikilli reisn. Dugleg kona var hún með afbrigðum og sannaðísfr það best eftir að hún fékk áfallið fyrir 22 áram, hún lærði að lifa með fötlun sinni og hélt áfram af dugnaði að prjóna, sauma og síðast en ekki síst að mála og sést það á verkum hennar sem hún gaf okkur við hin ýmsu tækifæri. Við hefðum gjarnan viljað að hún hefði fengið að fagna 90 ára afmælinu sínu í nóvember nk. en við fáum ekki við allt ráðið því nú er komið að leiðarlokum og kveðjustund. Við getum ekki látið hjá líða að þakka starfsfólkinu á Garðvangi þar sem hún bjó sl. 14 ár fyrir þeirra óeigingjarna starf og væntumþykju í hennar garð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Kærar þakkir fyrir allt, elsku amma, og nú er „allt í lagi fyrir mig“. Hulda, Einar og Linda. AUÐUR JÓNSDÓTTIR + Auður Jónsdóttir fæddist 23. apríl 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 17. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Oddsson, bóndi í Hvammi í Breiðdal, og Stefanía S. Ólafsdóttir. Auður giftist 1941 Birni Kristni Aspar, d. 18.11. 1951. Börn þeirra eru: 1) Hall- dór, f. 1940. 2) Jón, f. 1942. 3) Birgir, f. 1943. 4) Stefán, f. 1944. 5) Edda, f. 1946. 6) Torfi, f. 1947. 7) Gunnar, f. 1949. 8) Birna Kristín, f. 1951. Utfor Auðar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Auður Jónsdóttir, mágkona mín, fluttist til Akureyrar ung stúlka, innan við tvítugt og þar lágu leiðir þeirra saman, Björns Kristins, bróður míns og hennar. Þau giftust 1941 og eignuðust átta böm. Þrjátíu og eins árs gömul var Auður orðin ekkja með átta böm, það elsta 11 ára. Sjá má hvað í þessa konu var spunnið að hún hélt saman hópn- um sínum og kom þeim öllum til manns, eins og sagt er. Öll era þau virt fyrir dugnað og~ heiðarleika. Einn af ríkustu þáttum í skap- gerð Auðar var að koma hreint fram og að vera heiðarleg, skulda helst engum neitt og vera trúr því sem þér er treyst fyrir. Afkomend- ur hennar era komnir á fimmta tug- inn. Seinni ár hefur hún búið með Torfa, syni sínum. Ævi þessarar góðu hagleikskonu, sem bar mikla virðingu fyrir tilverunni, er nú á enda. Ég og við systkinin viljum þakka henni samfylgdina og erum hreykin af því sem hún hefur áork- að í lífinu. Jón E. Aspar. d» Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri . lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtai- grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.