Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 5£ FRÉTTIR Ráðstefna um heilsu- leikskóla HEILSUEFLING mun ásamt leikskólanum í Skólatröð og Kópa- vogsbæ standa fyrir ráðstefnu um heilsuleikskóla föstudaginn 25. september í Smáranum í Kópavogi. A ráðstefnunni verður hug- myndafræði heilsuleikskóla kynnt og sagt frá þróunarverkefnum sem unnin hafa verið en þau eru m.a. bæklingur um Nónhressingu og Heilsubók barnsins. Einnig munu fulltrúar foreldra og heilsugæsl- unnar segja frá viðhorfum sínum til heilsueflingar í leikskólum. Síð- ast en ekki síst verður ýmiss konar heilsuefling fyrir þátttakendur. Heilsubók barnsins er tæki til að meta þroska barnanna, líkamlega, andlega og félagslega. Þannig geta leikskólakennarar brugðist fljótt við frávikum í samvinnu við for- eldra og heilsugæslu. Heilsubókin hefur mikið forvarnagildi og er akkur fyrir bömin, foreldrana og leikskólakennara. „Heilsuefling hefur lagt áherslu á samtarf við skóla á öllum skóla- stigum. Hinn 30. ágúst 1996 hlaut leikskólinn Skólatröð fyrstm' allra leikskóla titilinn heilsuleikskóli. Skólatröð gegnir hlutverki þróun- ar- og fyrirmyndarskóla á sviði heilsueflingar og vonast er til að hugmyndin breiðist út til annarra leikskóla. Markmiðið er að auka hreysti, gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik,“ segir í frétta- tilkynningu. LEIÐRÉTT Ekki krafa um fjárhagslegan aðskilnað ÁRÉTTAÐ skal vegna fréttar í blaðinu í gær að Póst- og fjarskipta- stofnun hefur í rekstrarleyfi til Landssímans gert kröfu um bók- haldslegan aðskilnað GSM-þjónustu frá öðrum rekstri. Tal hf. hefur hins vegar gert kröfu til Samkeppnis- stofnunar um fullan fjárhagslegan aðskilnað GSM-kerfísins frá öðrum rekstri Landssímans. Það er því ekki rétt að Póst- og fjarskipta- stofnun hafí tekið undir alla ki’öfu- gerð Tals eins og skilja mátti af fréttinni. Valgarð vantaði í FRÉTT í blaðinu í gær þar sem fjallað var um fjallgöngumennina á leið til Himalayafjalla vantaði nafn Valgarðs Sæmundssonar undir myndinni af göngugörpunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. John Coll- ins á Kaffi Reykjavík BANDARÍSKI söngvarinn John Collins syngur á föstu- dags- og laugardagskvöld á Kaffí Reykjavík ásamt Stjörnu- bandinu með Hjört Howser í fararbroddi. Þess má geta að þetta er síð- asta helgin sem Collins kemur fram á Kaffi Reylqavík. Þýsk-norrænu lögmannasam- tökin á íslandi ÞÝSK-norrænu lögmannasam- tökin halda haustfund sinn í Reykjavík dagana 25. og 26. september. Gert er ráð fyrir að um 70 meðlimir muni sitja fund- inn sem hefst með setningar- ræðu Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu, að morgni fóstu- dagsins 25. september. Fram- söguerindi þingsins að þessu sinni eru á sviði flutninga- og hafréttar. Samtökin voru stofnuð árið 1988 og eru meðlimir í dag um 450 talsins og skiptast til helm- inga milli Þýskalands og Norður- landanna fimm, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Islands. Allh' meðlimir starfa mikið í lögmennsku sem viðkem- ur Þýskalandi og einhverju Norðurlandanna og því undan- tekningarlítið mælandi á tvö tungumál þ.e.a.s. eitt Norður- landamál og þýsku. Samtökin koma saman tvisvar á ári og er annað skiptið að öllu jöfnu í ein- hverju af Norðurlöndunum. Þetta er í fyrsta skipti sem fund- að er á Islandi en aðeins eru tveir íslenskir lögmenn meðlimir í samtökunum sem stendur. Auk þess að sitja þingið munu þátttakendur, sem margir hverj- ir hafa maka sinn með í för, skoða sig um á suðvesturhorn- inu. Hluti gestanna ætlar að auki að nota tækifærið og ferðast nokkra daga um Island að af- loknu þinginu. Umsjón með skipulagningu þingsins og ferðum þátttakenda til landsins hefur Island Tours í Hamborg. Inn’á gafli Hafnar- fjörður 90 ára Síðasta sýningarhelgi NU I sumar hefur Hafnarfjarð- arbær haldið upp á það að 90 ár eru liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Að því tilefni hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar haldið afmælissýningu í sýning- arsalnum Smiðjunni, Strandgötu 50. Þema sýningarinnar Inn’á gafli Hafnarfjörður 90 ára er Hafnarfjörður mánudaginn 1. júlí 1908, daginn sem bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Leiðsögumaður og gestgjafí er innfæddur Gaflai'i sém lifað hef- ur tímana tvenna. Hann kynnir bæinn sinn fyrir gestum og á fjölmörgum spjöldum geta sýn- ingargestir fengið leiðsögn hans á málfari og stafsetningu kyn- slóðarinnar sem fædd er fyrir síðustu aldamót. Sýningin verður opin til 30. september og er opið frá kl. 13-17 alla daga vikunnar. Málþing um stöðu kvenna og atvinnumál LANDSSAMBAND Framsókn- arkvenna efnir til málþings laug- ardaginn 26. september um stöðu kvenna og atvinnumál í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafn- arfh’ði. Þingið hefst kl. 10. Þar fjallar sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélags íslands, um sjálfsímynd kvenna, Ingi- björg Davíðsdóttir alþjóðastjórn- málafræðingur um breytingar á atvinnumarkaði, Jónína Bjart- mars lögmaður um fjölskylduá- byrgð og konur Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður um starfslok. Einnig mun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður flytja erindi um atvinnulíf og stjórnmál. Þingið er öllum opið og þátt- tökugjald er ekkert. Fyrirlestrar og ráð stefna um íþróttir ÍÞRÓTTASKOR Kennai’aháskóla Islands og Iþrótta- og Ólympíusam- band Islands hafa boðið þremur vís- indamönnum á sviði íþróttafélags- fræði hingað til lands, til fyrirlestra og umræðna um ýmis álitamál sem við blasa í heimi íþrótta. Þetta eru þeir dr. Gunnar Breivik, dr. Sig- mund Loland og dr. Bjorn Barland, sem starfa allir við íþróttaháskólann í Ósló. Föstudaginn 25. september halda gestirnir fyrirlestra í stofu M-201 í Kennaraháskóla Islands við Stakka- hlíð og eru þeir öllum opnir og að- gangur ókeypis. Klukkan 16 fjallar dr. Sigmund Loland um íþróttarann- sóknir - stöðu og framtíðarhorfur og kl. 17 ræðir dr. Gunnar Breivik um félagsleg gildi þjóðfélagsins og íþróttasamfélagsins. Laugardaginn 26. september verður haldin ráðstefna á sama stað og ber hún yfirskriftina Ytri mörk íþrótta. Fyrir hádegi (kl. 9-12) verð- ur fjallað um baráttuna við metin, lyfjamisnotkun í íþróttum og ástæð- ur hennar. Eftir hádegi (kl. 13-16) verður fjallað um aðdráttarafl afrek- síþrótta, leit fólks að spennu í áhættuíþróttum og þau gildi og tak- markanir sem þar eru ráðandi. í fréttatilkynningu segm: „Að und- anfórnu hefur mikið verið fjallað um notkun ólöglegra lyfja í heimi íþrótt- anna og hafa athyglisverðar upplýs- ingai’ komið fram á sjónarsviðið, m.a. í sambandi við hjólreiðakeppnina Tour de France. Svo virðist sem margir íþróttamenn séu tilbúnir að gera hvað sem er til að ná sem lengst í íþrótt sinni og jafnvel stefna lífi sínu í hættu. Forráðamenn íþróttasamtaka víða um heim og vísindamenn á sviði íþróttarannsókna hafa velt því fyrir sér hvort baráttan við metin sé kom- in út í slíkar öfgar að það geti skaðað ímynd og útbreiðslu íþrótta og lík- amsræktar á komandi árum. í beinu framhaldi af þessu hafa umræður um gildi og siðfræði afreksíþrótta æ oftar skotið upp kollinum." Gunnar Breivik, prófessor í íþróttafélagsfræði, hefm’ í fjölda ára unnið að rannsóknum á sviði íþrótta- félagsfræði, meðal annars í sálfræði, siðfræði og heimspeki. Sigmund Lol- and, prófessor í heimspeki íþrótta, vinnur að rannsóknum á heimspeki, sagnfræði og siðfræði íþrótta. Hann er núverandi deildarforseti félags- fræðideildar íþróttaháskólans í Ósló. Bjom Barland, íþróttafræðingur, varði nýlega doktorsritgerð sína við sama skóla, en þar rannsakaði hann hverjar eru hinar raunverulegu ástæður þess að íþróttafólk notar ólögleg lyf. Þátttökugjald á laugardaginn er kr. 2.500 (kr. 1.000 fyrir háskóla- nema) og er léttur hádegisverður innifalinn. Góður tími verður ætlaður í umræður og fyrirspurnir. Fyrir- lestrai-nir verða fluttir á ensku báða dagana. Efnahagsleg hnattvæðing og félagsleg upplausn FRANSKI félagsfræðingurinn Alain Touraine flytur fyrirlestur laugar- daginn 26. september kl. 15.15 í Há- tíðasal Háskóla íslands (2. hæð Aðal- byggingu) sem hann nefnir: Efna- hagsleg hnattvæðing og félagsleg upplausn - fer þetta nauðsynlega saman? Fyrirlesturinn verður á flutt- ur ensku og heitir á því máli Economic globalization and social fragmentation - Is there a way past this opposition? í fréttatilkynningu segir: „Alain Touraine er í hópi þekktustu félags- fræðinga heims í dag. Á ferli sem spannar liðlega fjóra áratugi hefur hann stundað rannsóknir í heima- landi sínu og erlendis m.a. í Suður-fé- lagsfræði sína „sociology of action" eða „félagsfræði athafna“ og skiptir fræðaferli sínum í þrjú tímabil. I fyrstu starfaði hann aðallega á sviði félagsfræði vinnunnar og er bók hans um síð-iðnaðarsamfélagið (The Post- Industrial Society, 1971) kunnasta framlag hans frá þessu skeiði. Um og upp úr 1968 þróaði hann aðferð í fé- lagsfræði sem byggir á þátttöku fé- lagsfræðinga í þjóðfélagshræringum og dvaldi hann þá m.a. í Chile og Pól- landi en í seinna landinu dvaldi hann allt árið 1981 og skrifaði bók um verkalýðsfélagið Einingu. Á síðari árum hefur Touraine samið mikil rit þar sem hann er að leitast við að skilja þjóðfélagsbreyt- ingar í heiminum á síðustu árum í al- þjóðlegu og sögulegu samhengi. Ein af höfuðspurningunum sem hann fæst við er hvernig lýðræðinu muni reiða af á tímum vaxandi hnattvæð- ingar. Jafnframt hefur hann verið að þróa hugtök til að skilja betur þessar breytingar. Eitt af meginhugtökum hans er „sjálfsveran" (the subject) sem verður til þegar einstaklingurinn skilgreinir sjálfan sig í samfélagsbar-' áttunni. Þekktastar þessara bóka eru, í enskri útgáfu, Critique of Modemity (1992) og What is Democraey? (1994). Nýjasta bók hans heitir á frönsku Pourrons-vous vivre ensemble? Egaux et différents (1997) sem útleggst „Munum við geta lifað saman, jöfn en ólík?“. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ÝMISLEGT FUIMOIR/ MAISIIMFAGIMAOUR SMÁAUGLÝSINGAR Fjárfestir óskast Sérvöruverslun sem veltir ca 130 millj. óskar eftir aö komast í samband við fjárfesti sem hef- ur áhuga á 50% eignaraðild. Æskilegt að viðkomandi geti starfað við fyrir- tækið þó ekki skilyrði. Ahugasamir leggi inn nafn og síma á af- greiðslu Mbl. fyrir 1. okt. merkt: „F — 6231". ÓSKAST KEVPT HJÚKRUNARHEIMILI Trérennibekkur óskast Óskað er eftir trérennibekk. Nánari upplýsingar veitir húsvörður í síma 587 3200 milli kl. 8.00 og 12.00 virka daga. Aðalfundur leigjendasamtakanna verður haldinn í Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 8 — 10 á morgun kl. 14.00 Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf • Staðan í húsnæðismálum. Leigjendasamtökin. til sölu Lagerútsala Dagana 25., 26. og 27. sept. verður haldin lag- erútsala á barnafatnaði. Mikið úrval af vönduð- um flísfatnaði og öðrum barnafatnaði á mjög góðu verði. Opið fös. 25. sept. frá kl. 16—19, lau. kl. 11—16 og sun. kl. 11—16. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 ■ 1799258’/2 = 9.0. I.O.O.F. 1 s 17992581/2 = Rk. I.O.O.F. 12 e 17992610 - 10.0. matur 13.0. Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Á morgun, laugardag, verður haldið sérstakt kaffisamsæti í húsi félagsins I tilefni þess að nýtt starfsár er aö hefjast. Húsið verður opnað kl. 15.00 og eru all- ir hvattir til að koma og njóta góðrar samverustundar. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 26. sapt. kl. 9.00. Eldborgir — Þjófahraun — Klukkuskarð. Ný gönguferð í Laugardalsfjöll- um. Verð 1.800 kr. Sunnudagur 27. sept. kl. 10.30. Síldarmannagötur. Gamla þjóðleiðin úr Hvalfirði yfir* í Skorradal, ekki síður áhugaverð en hin vinsæla Leggjarbrjótsleið. Verð 1.600 kr. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Haustlita- og fræsöfnunar- ferð í Þórsmörk 2.-4. októ- ber. Hagstætt verð. Göngu- ferðir. Grillmatur. Tilvalin fjölskylduferð. Kynnið ykkur ferðirnar ó textavarpi bls.. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.