Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 217. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mjótt á niuimmim milli þýzku flokkanna Bitist um atkvæðin Frankfurt. Morgunblaðið. PÝZKU stjómmálaflokkamir, stór- ir sem litlir, reyndu í gær, á síðustu fréttamannafundunum þar sem stjórnendum kosningabaráttunnar gafst færi á að tala til kjósenda, sitt ýtrasta til að ná til þeirra sem enn hafa ekki gert upp hug sinn fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn, en útlit er fyrir að mjórra verði á mununum í þeim en dæmi em um síðustu áratugi. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgisforskot Jafnaðarmannaflokks- ins SPD, með kanzlaraefnið Ger- hard Schröder í broddi fylkingar, á Kristilega demókrata, flokk Helmuts Kohls kanzlara, orðið það lítið að það má teljast innan skekkjumarka. Undir þessum kringumstæðum hafa vangaveltur magnazt um það, að svo kunni að fara að stóra flokkarnir neyddust til að sameinast um stjórnartaumana. Schröder sagður „pólitískt tómarúm" En þessar vangaveltur héldu ekld aftur af talsmönnum flokkanna að láta andstæðinginn fá það óþvegið. Peter Hintze, framkvæmdastjóri CDU, kallaði Schröder „pólitískt tómarúm"; hann væri „kameljón sem breytti útliti sínu til að þóknast hvaða áheyrendahópi sem er“, eins konar David Copperfield stjórnmál- anna. Franz Muentefering, fram- kvæmdastjóri SPD, sagði að hinn óvinsæli Kohl væri mesta byrði CDU og að í hvert sinn sem hann hefði reynt að hleypa krafti í kosn- ingabaráttu sína hefði honum mis- tekizt hrapallega. „Schröder hefur unnið á í allri kosningabaráttunni og mun vinna þessar kosningar," sagði Muentefering. Litlu flokkarnir, Græningjar, sem vilja komast í stjórn með jafn- aðarmönnum, og Frjálsir demó- kratar, sem eru í stjórn með Kohl, beindu spjótum hvor að öðrum. Græningjar sögðust vissir um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi og talsmenn FPD sögðust vilja fyrir alla muni hindra að „rauð-græn“ stjórn SPD og Græn- ingja kæmist til valda. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa Frjálsir demókratar ástæðu til að óttast að ná ekki 5% atkvæða, sem er lág- mark til að fá úthlutað þingsætum á Sambandsþinginu. ■ Stjórnarskipti/34 Rússar vilja ekki beita valdi í Kosovo KLA hvetur til loftárása Genf. Reuters. TALSMAÐUR Frelsishers Kosovo (KLA) sagði í gær að ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna vegna átakanna í Kosovo-héraði í Júgóslavíu „ógnaði í engu völdum Serba“ og hvatti Atlantshafsbanda- lagið (NATO) til þess að gera loft- árásir á Júgóslavíu. Igor Ivanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, tjáði Bill Clinton í gær að stjórn sín væri mót- fallin því að hervaldi yrði beitt til þess að stöðva átökin í Kosovo vegna „ófyrirsjáanlegra afleiðinga þess“. Stjómvöld í Belgrad sökuðu SÞ um tvískinnung í garð Serbíu og stuðning við hermdarverkamenn. Tanjug-fréttastofan hafði eftir Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, að „ástandið í Kosovo væri að færast í eðlilegt horf eftir að hryðjuverkahópar hefðu verið brotn- ir á bak aftur“. Mahnuti Bardhyl, talsmaður KLA, telur fulla nauðsyn til þess að her- styrkur Serba í Kosovo verði að engu gerður með loftárásum áður en sest verði að samningaborði. „Eina lausn- in í stöðunni, þ.e.a.s. eina ábyrga iausnin sem örugglega bindur enda á fjöldamorðin og villimennskuna, era loftárásir NATO,“ sagði Bardhyl á blaðamannafundi í Genf. Heimildir innan NATO herma að stjóm Þýskalands vilji setja Milosevic úrslitakosti sem gefi honum einnar viku frest til þess að leggja niður vopn, ellegar verði gerðar loftárásir. ■ Loftárásir þurfa/22 Georg gerir óskunda FELLIBYLURINN Georg gekk yfir Kúbu í gær og olli miklu ijóni vegna hvassviðris og flóða. Hann stefndi í átt að suðurodda Flórída, og þar er nú mikill við- búnaður. Nærri milljón manna hefur verið hvött tii að yfirgefa svæði í strandhéruðum vegna flóðahættu. Á myndinni sést þorpið San Pedro de Macoris í Dóminíska lýðveldinu, þar sem Georg olli gífurlegum usla. ■ Á annað hundrað/23 BONDEVIK kemur til vinnu í forsætisráðuneytinu í gærmorgun eftir rúmlega þriggja vikna veikindaleyfi. Kraftana þraut KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, sneri aftur til starfa í gær eftir veik- indaleyfí sem varað hefur í hálfa fjórðu viku. Sagði forsæt- isráðherrann að kraftana hefði þrotið. Engu einu væri um að kenna, vinnuálagið hefði ein- faldlega verið orðið of mikið en hann væri kominn til heilsu. „Nú mun ég þola álagið og meira til,“ sagði hann. „Eg hef alltaf verið heilsu- hraustur, þolað mikla vinnu og mikið álag. Eg vissi að starf forsætisráðherra væri enn erf- iðara og krefðist enn meiri ábyrgðar en fyrri leiðtogastörf mín en dró ekki nógu skýr mörk.“ Bondevik vildi ekki svara spurningum um hvort hann hefði tekið lyf við veikindum sínum og sagði aðeins að þau hefðu lýst sér í svefnleysi og svartsýni. Síðustu vikur hefði hann hvílst, farið í gönguferðir og spilað „yatzy“. ■ Bondevik segist kominn/22 * Akvörðun um rann- sókn í byrj- un október Washington. Reuters. FORMAÐUR dómsmálanefnd- ar fulltrúadeildar Bandaríkja- þings tilkynnti í gær að nefndin myndi ákveða 5. eða 6. október næstkomandi hvort hefja ætti rannsókn sem leitt gæti til málshöfðunar til embættismiss- is Bills Clintons Bandaríkjafor- seta. Greiði meh*ihluti nefndar- innar því atkvæði að formleg rannsókn hefjist má búast við því að fulltrúadeildin gangi til atkvæða um málið á fundi 8. eða 9. október, að sögn Henrys Hydes, formanns dómsmála- nefndarinnar. Bill Clinton mun eiga viðræð- ur við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, og Yasser Ai-afat, leiðtoga Palest- ínumanna, í Washington í næstu viku, að því er háttsettur embættismaður skýrði frá í gær. Hann tók þó fram að ekki væri áformað að þeir kæmu all- ir þrír saman til fundar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, staðfesti að Arafat hefði þekkst boð Clint- ons um viðræður. ■ Bilið breikkar/24 ■ Umheimur undrandi/24 Bretar og íranar taka upp stjórnmála- samband að nýju Dauðadómi yfír Rushdie aflétt London. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bret- lands og Irans komust í gær að sam- komulagi um að taka á ný upp fullt stjómmálasam- band og skiptast á sendiherrum, eftir að írönsk stjórn- völd ábyrgðust að öryggi rithöfund- arins Salmans Rushdies yrði tryggt. Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra írans, gaf út þá yfirlýsingu að írönsk stjómvöld hefðu engin áform um að ógna lífi Rushdies, né mundu þau hvetja eða grípa til aðgerða í þá veru. Hann sagði ennfremur að íranska stjórnin frábæði sér að vera bendluð við það að fé hefði verið lagt til höfúðs honum, og að hún væri því ósamþykk. Rushdie lýsti í gær yfir fógnuði og létti eftir að hafa þurft að fara huldu höfði í nær áratug. „Ég hef öðlast frelsi á ný,“ sagði hann við frétta- menn. Ayatollah Khomeini, fyrrverandi leiðtogi Irans, kvað upp dauðadóm yfir Rushdie árið 1989 vegna bókar- innar Söngvai- Satans, sem þótti innihalda guðlast, og hefur hann síð- an verið undir lögregluvernd í Bret- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.