Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 62
iJ&2 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bíórásin í loftið í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg BJORGVIN Halldórsson, umsjónarmaður Bíórásarinnar. ÞAÐ VAR mikið að gera hjá Björg- vini Halldórssyni, umsjónarmanni Bíórásarinnar, þegar hringt var í hann á miðvikudag. Ekki nema von, enda rásin að fara í loftið tveimur dögum síðar. Þegar Björgvin er spurður um tilurð Bíórásarinnar segir hann að hugmyndin hafi verið i vinnslu hjá eigendum íslenska út- varpsfélagsins um nokkurt skeið og nú hafí verið ákveðið að auka þjón- ustu félagsins við íslenska sjónvarps- áhorfendur. Sýnt allan sólarhringinn „Bíórásir eru vel þekktar erlend- is og njóta mikilla vinsælda. En þetta er stór stund fyrir okkur hérna, því þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út kvik- myndir allan sólarhringinn með ís- lenskum texta, alla daga vikunnar og nýjung á íslenskum sjónvarps- markaði. Við munum sýna um 170 kvikmyndir í mánuði að meðaltali. Við erum að bæta við þjónustu Is- lenska útvarpsfélagsins með því að koma með bíórás, því kvikmyndir eru jú eitt vinsælasta sjónvarpsefn- ið í dag.“ - Hvernig kvikmyndir verða á Bíórásinni? Þegar Björgvin er spurður um hvernig myndir þeir verði með, segir hann grínaktugur að þeir verði bara með þöglar myndir allan daginn og alla nóttina, en hlær svo og segir „Nei, ég er nú að grínast. Við verð- um með úrvalskvikmyndir sem eru til sýninga í sjónvarpi um allan heim og þá eingöngu kvikmyndir en ekki sjónvarpsmyndir.“ Björgin segir að stefnt sé að því að hafa sem fjölbreyttast úrval kvik- mynda í boði á Bíórásinni enda sé markmiðið að höfða til sem flestra. „Við ætlum að sýna íslenskar, evr- ópskar og bandan'skar kvikmyndir. Eg get nefnt að fyrsta myndin sem fer í loftið í kvöld er mynd Agústar Guðmundssonar, Land og synir, og á eftir henni kemur mynd eftir danska leikstjórann Lars von Trier, „Break- ing the Waves“, en það er frumsýn- ing í íslensku sjónvarpi. Síðan eru fjölmai’gar myndir sem fylgja í kjöl- farið, margir gullmolar og blanda nýrra og eldri kvikmynda." Fjölbreytt úrval - Verða þetta sömu myndirnar og sýndar eru á Stöð 2 og Sýn ? „Eitthvað af myndunum verður sýnt á hinum stöðvunum, því ein hugmyndin er að fólk geti valið hvenær það vill horfa á myndirnar. En hluti kvikmyndanna á Bíórásinni verða þó frumsýningar. Við ætlum að leitast við að vera með góðar evr- ópskar myndir í bland við myndir frá enskumælandi löndum; myndir sem við teljum eiga erindi til íslenskra áhorfenda. Einnig leggjum við áherslu á íslenskar kvikmyndir og stefnum á að sýna þær allar. Sem dæmi verða fjölmargar íslenskar kvikmyndir sýndar á fyrstu vikun- um, t.d. Land og synir, Utlaginn, Punktur, punktur, komma, strik, Atómstöðin, Stuttur Frakki, Só- dóma, svo aðeins nokkrar séu nefnd- ar. En helsta markmið okkar er að hafa góðar myndir á dagskránni." - Hvernig líkar þér nýja starfíð? „Eg er nú mikill kvikmyndaáhuga- maður sjálfur, hef fylgst með kvik- myndum frá því ég var krakki, og er búinn að sjá flestar af þeim myndum sem sýndar eru í sjónvarpi í dag. En ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum og kann því mjög vel við mig í nýju starfi. Enda er hópurinn sem stend- ur með mér að rásinni mjög góður, allt úrvalsfólk, svo það er ekki annað hægt en kunna vel við sig.“ Utsending Bíórásarinnar hefst í kvöld kl. 20 með sýningu myndarinn- ar Land og synir eftir Agúst Guð- mundsson. Utsendingar verða í op- inni dagskrá fram að 1. október, en sent verður út á örbylgju og nást sendingar á útséndingarsvæði Fjöl- varpsins fyrst um sinn. Askriftar- gjaldið er 1190 krónur á mánuði. Föstudagur 25.10 20.00 ► Land og synir 22.00 ► Brimbrot (Breaking the Wa- ves, ‘96) ★★★'/á, er víðfræg og marg- loíúð mynd eftir Danann Lars Von Tri- er, um unga og hrekklausa skoska þorpsstúlku (Emily Watson). Fær ein- angrað samfélagið upp á móti sér er hún giftist aðkomumanni á 01100017)811; (Stellan Skarsgaard). Skömmu eftir brúðkaupið lamast eiginmaðurinn af slysforum. Stúlkan er strangti-úuð og heldur að Drottinn skipi henni að taka sér elskhuga, þá læknist mein bóndans, sem hvetur hana til dáða. Harla óvenju- Ieg mynd um ástina og trúna, afar vel íéikstýrð og skrifuð af Von Trier en borin uppi af stórkostlegum leik Wat- son. Skarsgaard er litlu síðri. Marg- slungin og sterk. 24.00 ► Hnefafyllli af dollurum, ‘64, ★★★, er fyrst „dollaramyndanna", sem síðar ólu af sér hundruð mis- jafnra eftirlíkinga. Tímamótamynd í vestragerð. Tekin á Spáni, gerði stór- stjörnur úr sjónvarpsmyndaleikaran- um Clint Eastwood, tónskáldinu Ennio Morricone og leikstjóranum Sergio Leone. Byggð á Yojimbo, meistarverki Kurosawa. MÖLIN HEILLAR 20.00 ► Það á ekki illa við að gang- setja nýju kvikmyndarás ÍÚ með frumburði „íslenska kvikmyndavors- ins“, Landi og sonum, ‘80, ★★★. 'Fagmannlegri og hnökralítilli, ramm- íslenskri þjóðlífssögu. Búferlaflutning- unum úr sveitum landsins, er bænda- synir fórnuðu öllu; sögunni, kóngsrík- inu, frjálsræðinu, jafnvel ástinni sinni fyrir draumsýnina, hana Möl. Kvik- myndagerðarmenn fanga dável aldar- farslýsinguna, landið og synina. Land- ið sterkasti þátturinn, stórfenglegt í fagurri töku Sigurðar Sverris, sem flytur ljóðrænar og litríkar náttúru- lýsingar skáldsins tignarlega á tjaldið. Textinn er hreinn og beinn, eðlilegur, Þola íslenskt veðurfar Þakrennukerfi& fró okkur er samsett úr galvanhú&u&u plaslvör&u stóli. Þa& er auðvelf og fljótlegt í uppsetningu. Þakrennukerfi sem endist og endist. Gnncnzmimö TÆKNIDEILD ÓJ*K fek öhvggm -T» Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 MYNDIR FYRSTU VIKUNA A BIORAS óuppskrúfaður. Leikurinn og leikara- valið nánast óaðfinnanlegt í stórum hlutverkum sem smáum. Og Agúst heldur öllum endum saman. Með Sig- urði Sigurjónssyni, Guðnýju Ragnars- dóttir, Jóni Sigurbjörnssyni, Magnúsi Olafssyni, ofl. Laugardagur 26.09 18.00 ► Útlaginn, 'gf. Sjáumsögní ramma. 22.00 ► Einn gegn öllum (Against All Odds, ‘84), er skörp endurgerð Out of the Past, „film noir“ klassík frá 1947. Nú fara gæðaleikararnir James Woods og Jeff Bridges með aðallhut- verk kattarins og músarinnar en Rachel Ward er „femme fatale". Bridges flækist í svikavef Woods og Ward og berst leikurinn til Mexíkó. Bragðmikil og blóðheit. ÖRLÖG GÍSLA SÚRSSONAR 20.00 ► Útlaginn, ★★★ Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson Leik- arar: Árnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Sigurbjömsson, Helgi Skúlason, Þráinn Karlsson. Kvikmyndagerð Gísla sögu Súrssonar er í flesta staði hin ágætasta, enda ein sú árennilegasta til sh'kra hluta. Sígild ástar- og harmsaga í veröld sem var, siðfræði ásatrúarinnar í ógnarfjarlægð frá nútímamanninum, rígbundnum í sínu kristilega uppeldi og rafvædda raunveruleika. Persónusköpun í hand- Fjaran: Jón Möller leikur rómantíska pianótónlist fyrir matargesti, úsamt syngjandi gengilbeinum Fjörugaröurinn: Vlkingasveitin leikur og syngur fyrir vikingaveisíugesti Hljómsveít Rúnars Júl. ásamt Magnúsí Kjartans STRANDGÖTU 55 SÍMI 565 1890 riti Ágústs er skýr hvað snertir aðal- persónur, þær minni oft til óljósrar uppfyllingar. Leikmyndin er mikið vandaverk sem er farsællega og ná- kvæmlega leyst í aðalatriðum. Okkar stórbrotna land er fangað af lista- mannsauga Sigurðar Sverris og leikur Arnars í titilhlutverkinu með því jafn- besta í íslenskri kvikmynd. Ragnheið- ur ekki langt undan né þeir Jón og Helgi. Vörpuleg mynd, umvafin ís- lenskri fegurð, byggð á traustum gmnni þjóðararfsins. Sunnudagur 27.09 18.00 ► Punktur, punktur, komma, strik, ‘81. Sjá umsögn í ramma. 20.00 og 04.00 ► Jerry Maguire, ‘96. ★ ★★. Vel leikin mynd um umboðs- mann (Tom Cmise) sem lendir í ónáð hjá eigendum skrifstofunnar er hann segir sína meiningu umbúðalaust. Byrjar sjálfstætt með nánast tvær hendur tómar, utan einnar skrifstofu- stúlku og vafasams íþróttamanns. Með Reneé Zellweger og Cuba Gooding, sá síðarnefndi fékk Oskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki. 22.15 og 02.00 ► Kristín - (Christine) ★★'/2, er Carpenterhroll- vekja eftir bók Stephens King, þar sem segir frá Plymouth Fury, 1958, illa innrættum. Breytir eiganda sínum (Gordon) úr feimnum bekkjarbjálfa í kvennamann, síðar samviskulausan morðingja. Sjálfur er bíllinn ódrepandi og snyrtir sig sjálfur eftir drápsferð- irnar. Ekkert ógeðfellt á ferðinni, enda Carpenter sparsamur á tómat- sósu og annan sóðaskap. Leikur óþekktra ungmenna, Keith Gordon og John Stockwell, vonum fremri og gömlu jaxlarnir, Robert Prosky og Harry Dean Stanton, vita hvernig þeir eiga að haga sér. SAGAN AF ANDRA 18.00 ► Punktur, punkt- ur, komma, strik ★★‘AStrákurinn Tlndri skömmu fyrir fæðingu, tíu ára og táningur, myndin spannar tímabilið frá miðjum fimmta áratugnum, fram á þann sjöunda. Dregnar upp margar bráðskemmtilegar, ljóslifandi skissur af æskuárum eftirstríðsbai’nsins, kyn- slóðabilinu og gelgjuskeiðið er ekki tekið út með sældinni, frekar en fyrri daginn. Fyrri hlutinn, með Pétri unga, ~ er heilsteyptari og.betur unninn, ann- ars er fagmannssvipur á kvikmynda- gerðinni, bæði hvað snertir leikstjórn og handritsgerð. Búningar og munir óaðfinnanlegir, sem kvikmyndatakan og yfir leiknum hjá Pétri B. Jónssyni, Halli Helgasyni, Kristbjörgu Keld og Erling Gíslasyni, þarf ekki að kvarta. Lítil og snotur barna- og fjölskyldu- mynd. Leikstjóri Þorsteinn Jónsson. Mánudagur 28.09 18.00 ► Atómstöðin. Sjá umsögn í ramma. 22.00 ► Djúpið (The Deep, ‘77) er barn síns tíma og naut vinsælda sök- um blautbolsins hennar Jaqueline Bis- set, sem heldur ásamt Nick Nolte til Bahama á vit ævintýranna, í fjársjóðs- leit. Þar morar allt í skipsflökum, ókindum - og skúrkum. Dæmigerð, vel lukkuð formúlumynd; metsölubók (næsta bók Benchleys eftir ,,Jaws“), kunnur átakamyndaleikstjóri, (Peter Yates), vinsælfr leikarar, bestu fáan- legu tæknimenn og starfsfólk. Útkom- an vel viðunandi skemmtun með óvenjulegum og vönduðum hasaratrið- um í undirdjúpunum. Og Lou Gosset Jr. er illilegur skratti. SAKLEYSIÐ OG HERMANGIÐ 18.00 ► Atómstöðin, ‘84. ★★ Sveita- stúlkan Ugla (Tinna Gunnlaugsdóttir) flyst á þingmannsheimili á eftirstríðs- árunum, og lendir í vafasömum ásta- málum og pólitískri togstreitu um her- setuna. Ein íburðarmesta og dýrasta íslenska bíómyndin sem gerð hefur verið og ákaflega metnaðarfull fram- leiðsla. Vönduð í ytra útliti, leikmynd- um eftirstríðsáranna, búningum og endursköpun tímabilsins í dágóðri og alltaf áferðarfallegri kvikmyndatöku Karls Óskarssonar. Handritshöfund- unum þremur, Þorsteini Jónssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Ornólfi Árna- syni, tekst hinsvegar engan veginn að siíta sig úr bókmenntaverkinu og gera sjálfstætt kvikmyndaverk úr því. Margt er vel af hendi leyst en heildar- myndin aldrei nógu sannfærandi eða dramatísk til að fanga mann. Synd að segja að sambandið blossi á milli Gunnars og Tinnu. Byggð á sam- nefndri sögu Halldórs Laxness. Leik- stjóri Þorsteinn Jónsson. Þriðjudagur 29.09. 10.00 og 16.00 ► Síðasta sýningin (The Last Picture Show, ‘71). Sjá um- sögn í ramma. 18.00 ► Sódóma, Reykjavík, ‘92, ★★★, er bráðhress og háðsleg gaman- mynd um unglinga Reykjavíkm- við upphaf tíunda áratugarins. Skemmti- lega lúðaleg smákrimmasaga fléttuð leit ungmennis að fjarstýringunni sinni. Með Birni Jörundi, Eggert Þorleifs- syni, Helga Björnssyni, Sóley Elías- dóttir, ofl. Leikstjóri Óskar Jónasson. SMÁBÆR í DAUÐATEYGJUM 10.00 og 16.00 ► Síðasta sýningin (The Last Picture Show, ‘71) ★★★★. Leikarar: Timothy Bottoms, Jeff Bridges, Ben Johnson, Cloris Leach- man, Ellen Burstyn, Sybill Shepherd, Eileen Brennan, Randy Quaid. Meist- arstykki Peters Bogdanovich er frábær söguskoðun og aldarfarslýsing á mann- lífinu, einkum unglinga, í krummaskuði í Texas undir lok sjötta áratugarins. Það er fátt að gerast og verið að loka kvikmyndahúsinu. Hér skilai-, að mestu leyti þá, lítt kunnur leikhópur frábæru dagsverld og gamli John Ford leikar- inn Johnson ber ægishjálm yfir aðra í minnisstæðri túlkun á sýningarmann- inum sem er að hætta. Ein af undir- stöðumyndum áttunda áratugarins. Miðvikudagur 30.09 06.00 og 12.10 ► Roxanne, ★★★>/2 Leikarar: Steve Martin, Daryl Hannah, Rick Rossovich, Shelley Duvall, John Kapelos, Fred Willard. Gamanmynd. Bandaríldn. 1987.107 mín. Einstaklega vel heppnuð nútimagerð sögunnar um aðalsmaninn Cyrano de Bergerac. Mai’tin leikur hinn hugum- og nefstóra nútímariddara af kostgæfni en sverða- glamur 17. aidar breytist í banvæna leikni hans með tennisspaða. Lífvarða- sveitin er samansett af fullkomlega vanhæfum undirmönnum á slökkviliðs- stöðinni og draumadísin er ómótstæði- leg Hannah. Martin hefur sannarlega tilfinningu fyrii- huggulegri rómantík, brandaramii' eni á hverju strái, sam- tölin fyndin, hvergi er slegin feilnóta. Mynd með bein í nefinu - á stærð við lærlegg. FRANSMAÐUR Á VILLIGÖTUM 18.00 ► Stuttur Frakki, ‘93, ★★ Ein af fjölmörgum og misjöfnum gam- anmyndum sem litu dagsins Ijós á fyrri hluta áratugarins. Fylgst með villuráfandi Frakka (Jean-Philippe Labadie), umba í tónlistarheiminum, sem kemur til Sögueyjunnar til að nasa uppi efnilega listamenn á tónleik- um helstu poppara landsins í Laugar- dalshöllinni. Ætl't fer á annan veg. Litli Frakkinn gleymist í flugstöðinni á Miðnesheiðinni, lendir í allskyns hremmingum, viðs fjarri höllinni og ólánssemi hans lítil takmörk sett. Heldur þunnur þrettándi í kringum „hádújúlækæsland“-brandara, ofl. af þvi sauðarhúsi. Á sína kaosspretti á milli. Með Elvu Ósk Ólafsdóttir, Egg- ert Þorleifssyni og Birni Karlssyni. Leikstjóri Gísli Snær Erlingsson. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.