Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 41 GUNNAR BJARNASON GUNNAR Bjarnason sýnir Þjóðverjum tölt á gæðingnum Blesa frá Skörðugili í Bonn árið 1954. + Gunnar Bjamason fæddist á Húsavík 13. desember 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjami Benediktsson kaupmaður og útgerðarmaður á Húsavík og Þórdís Ásgeirsdóttir frá Knarr- arnesi í Mýrasýslu. Hann var fimmti eistur 15 systkina og einnar fóstursystur. Látin era Ásgeir, Benedikt, Stefán, Regína Magdalena, Kristín og Bjarni Benedikt. Eftirlifandi em: Ragn- heiður, Vemharður, Ásta, Bryn- dís, Þórdís, Hansína Margrét, Rannveig Karólína, Baldur og Þóra Ása Guðjohnsen. Gunnar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Svava Halldórs- dóttir, sem er látin og em synir þeirra Halldór, eiginkona hans Margrét Kjerúlf Jónsdóttir, og Bjarni, eiginkona hans Guðrún Helga Kristinsdóttir. Seinni kona Gunnars var Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir og em börn þeirra Gunnar Ásgeir, eigin- kona hans, Ingibjörg Adda Kon- ráðsdóttir, og Regína Sólveig, en Gunnar var einnig sem faðir barna Guðbjargar af fyrra hjónabandi, Ragnars, Gísla, Margrétar og Haralds, sem er látinn. Barnaböm Gunnars eru 14 og barnabamabörn 5. Fallinn er frá frækilegur garpur. Gunnar Bjarnason hefur þeyst á sínum hvíta fáki um Gjallarbrú. Hann var eldhugi, sem markaði spor hvar sem hann kom að málum. í minningum sínum segist hann sem drengur hafa verið „snaróður ærslabelgur". Hann ólst upp á Húsavík á fjölmennu menningar- heimili í hópi 12 systkina. Hann var stoltur af uppruna sínum og hafði mestar mætur á langafa sínum í foð- urætt, Kristjáni ríka Jónssyni í Stóradal og Bjarna riddara Sívert- sen, langafa fóðurömmu sinnar. Hann taldi sig geta rakið þætti í eðli sínu til þessara manna, sem „hundsuðu ranglát og heimskuleg valdboð." Gunnar nam landbúnaðarfræði. Fyrst við Bændaskólann á Hvann- eyri og síðar við Landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Hann gerðist að námi loknu kennari við bændaskólann á Hvanneyri. Ég hef heyrt fjölmarga nemendur Gunnars láta mjög af því hversu góður og lif- andi kennari hann var. Gunnar samdi greinargóðar kennslubækur á sínum kennslusviðum. Gunnar var skamman tíma skóla- stjóri Búnðarskólans á Hólum. Það verkefni varð honum um margt til erfiðleika og þungrar skapraunar. Hólaskóli hafði þá lengi verið rekinn með myndarbrag, en síðustu árin fyrir skólastjóraskipti hallaði undan á margan hátt. Nauðsynleg endur- nýjun og endurbygging á staðnum hafði ekki átt sér stað, sem m.a. má kenna ófullnægjandi fjárveitingum. Bústofn og rekstrartæki bús voru einnig í ófullnægjandi ástandi fyrir skólastað, þar sem bændaefni fram- tíðar áttu öðru fremur að sjá fyrir- myndir til eftirbreytni síðar í eigin búskap. Gunnar sá allsstaðar blasa við þörf á endurnýjun og uppbyggingu. Hann hófst handa af þeim firna- krafti sem honum var gefinn, en valdsmenn í „kerfinu“ höfðu ekki sama viðbragðshraða. Fjárveitingar til greiðslu margvíslegs kostnaðar voru ekki tiltækar þegar þurfti. Sitt- hvað fleira varð Gunnari mótdrægt. Mest var það, sem mátti rekja til ákvarðana frá því áður en hann tók við starfi. Gunnar skrifaði bók um þennan kafla í lífi sínu, „Líkaböng hringir". Þar má glöggt sjá hvaða erfiðleikum hann mætti, þegar hann tók við stjórn Hólaskóla. I skólaslitaræðu sinni vitnaði Gunnar í kvæði Einars Benedikts- sonar, Haugaeldur, um lyndisein- kenni forfeðra okkar á landnámsöld, þar sem skáldið segir: Gunnar varð gagnfræðingur frá MA 1933, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1936 og lauk B.Sc.-námi frá Den Kongelige Veterinær- og Land- bohajskole í Kaupmannahöfn 1939. Vann síðan víða erlendis við hrossadóma og kynbótaskipu- lag þar til hann varð hrossarækt- arráðunautur Búnaðarfélags ís- lands frá 1940 til 1961. Hann var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1947 til 1961 og 1963 til 1972 og skólastjóri Bænda- Þeir heiðruðu rétt - en þeir hötuðu valdið. Þá æðri stétt allt sem ofar var sett því eðlið var baldið með ofstopa en ekki með prett. Síðar sagði Gunnar við nemendur 4 ræðu sinni: „Virðið valdsmenn rétt- lætis og hlífið þeim, en hlífið í engu valdsmönnum ranglætis og brigð- mælgi. Virðið og metið þær stéttir, sem bjóða frið og sanngirni, en standið gegn hinum, sem berjast með ágirnd og órétti." Skólastjórastarfið stóð stutt, en þá var einnig stutt í glæstasta kafl- ann í ferli Gunnars, þegar hann greip sinn hvíta hest til kostanna. Gunnar hafði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands unnið að hrossarækt allt frá árinu 1940. Starfsferill hans á þeim vettvangi varð langur og litríkur. Hann átti af þeim sökum mikil samskipti við bændur og hrossaræktendur um allt land. Á ferðum hans um landið, sam- skiptum við fólkið sem byggði hinar dreifðu byggðir, komst hann í tilfinn- ingaríka snertingu við margt það sem dýrast glóir í íslenskri þjóðarsál. Hann geymdi vel með sjálfum sér allt það sem hann nam. Nokkuð gaf hann þó okkur hinum með útgáfu ritanna „Ættbók og saga“. Upphaflega áttu þau rit að verða þrjú, en urðu sjö. í þeim ritum geymast öldum og óbom- um perlur í máli og myndum. Gunnar hugaði fljótt eftir 1950 að möguleikum á útflutningi hrossa. Verkefnið mætti í upphafi mikilli tregðu margra forystumanna í bændasamtökunum. Það stöðvaði samt ekki fullhugann Gunnar og segja má að hann hafi geyst áfram um mörg þjóðlönd Evrópu í því skyni að kynna íslenska hestinn. Hann leitaði kynna við áhrifamenn í hverju landi, sem þekktu til hesta og eftir yrði tekið, ef þeir sýndu ís- lenska hestinum áhuga. Það var við ramman reip að draga, hagsmunaá- rekstrar við forsvarsmenn annarra hrossakynja og lengi heyrðist ómur- inn af þeim áróðri, að íslenski hest- urinn væri smáhestur sem ekki hefði burði fyrir fullvaxið fólk. Ekkert stöðvaði Gunnar. Seigla hans og sannfæringarkraftur var ódrepandi. Hann var hvatamaður að stofnun félagssamtaka um reiðhesta í Bretlandi, Þýskalandi og fleii’i löndum. Mestum árangri mun hafa skilað félag það sem stofnað var í Rínarlöndum árið 1969, heima í stofu vinar okkar Gunnars, Walters Feldmann. Fyrsta stjórn FEIF Evrópusam- taka eigenda íslenskra hesta, var skipuð öflugum hesta- og heiðurs- mönnum frá fjórum þjóðlöndum, skólans á Hólum 1961-1962. Hann var einnig alifugla- og svínaræktarráðunautur BÍ 1963 til 1978, hrossaútflutningsráðu- nautur BÍ 1965 til 1987 og for- stöðumaður Fóðureftirlits ríkis- ins hjá RALA 1973 til 1980. Hann vann að stofnun félaga- samtaka um íslenska hestinn hérlendis og erlendis, samdi kennslubækur, ritaði Ættbók og sögu íslenzka hestsins á 20. öld í 7 bindum, ásamt því að gefa út bækur og tímarit, sem tengdust landbúnaðarmálum og baráttumálum hans. Hann vann einnig að ýmsum tilraunum, s.s. hönnun fyrstu járnristaflóra í fjós og átti hugmyndir að mark- aðssetningu íslenska reiðhests- ins með margskonar kynning- um og ferðum eins og t.d. Am- eríkureið þvert yfir Bandaríkin sumarið 1976. Hann varð heið- ursfélagi ýmissa félaga og heiðraður margvíslega innan- lands og utan, ásamt því að vera kjörinn fyrsti heiðursforseti FEIF (Alþjóðasamband eig- endafélaga íslenskra hesta), sem hann upphaflega stofnaði með öðram. títför Gunnars fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Sviss, Þýskalandi, íslandi og Dan- mörku. Gunnar var lengi varafor- maður þeirra og íyrsti heiðursfélagi. í dag eiga tuttugu Evrópulönd aðild að þessum samtökum, sem starfa í góðu gengi. Ég átti þess kost á þessum áram og allt til starfsloka Gunnars, að fylgjast nokkuð með starfi hans og fyrir kom að ég gat lagt honum lítil- lega lið. Hann hafði ótrálegt þrek og vilja til að sækja fundi erlendra fé- lagasamtaka og áhugahópa um ís- lenska hestinn. Hann bar af öllum í ræðustól fyrir mælsku og orðgnótt. Framsögn hans var ekki taut eða tæpitungumál. Hann var höfðingja- djarfur, en jafn við alla. Sannfæring- arkraftur fylgdi orðum hans. Hin glaðbeitta framkoma hans hreif þá sem stundir áttu með honum. Lit- ríkur og geislandi persónuleiki svo af bar. Á þessum fundum sínum, sem hann rækti af alúð og öðram sam- verastundum með erlendu áhuga- fólki, eignaðist Gunnar góða vini, sem margir hverjir hafa rækt vin- áttu við hann til hans hinsta dags. Allnokkur dæmi eru um að þessir vinir hans hafi skýrt syni í höfuð hans. Síðast íyrir rúmu ári eignaðist hann nafna suður í Saarbrácken í Þýskalandi. En Gunnar og íslenski hesturinn eignuðust ekki aðeins nýja vini. Is- land eignaðist jafnframt í flestu þessu fólki nýja vini, sem landið og þegnar þess margir hafa síðan notið á svo margvíslegan hátt. Gunnar er því öllum öðrum frem- ur höfundurinn að því mikla ævin- týj*i, sem gerst hefur síðastliðin 30 ár í samskiptum milli þjóða, þar sem íslenski hesturinn er tengiliðurinn. Gunnar gaf æviminningum sínum heitið „Kóngur um stund.“ Það má tileinka Gunnari næstu ljóðlínu í kvæði Einars Benediktssonai-,að kórónulaus átti hann ríki og álfur, þegar starfsdegi hans lauk. Gunnar var tráaður maður og sótti styrk í bænina. Megi hann, nú þegar hann hefur hleypt sínum hvíta fáki hlaðsprett- inn, mæta þeim fögnuði sem hann vænti. Sveinbjörn Dagfinnsson. Minningunum íignir í gegnum huga minn og tárin læðast í augn- krókana. Þó verður einhvern veginn alltaf stutt í brosið, því oft var svo mikil hreyfing og kraftur í kringum þig, elsku pabbi minn. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var fimm ára og við ákváðum að verða feðgin. Síðan þá höfum við gengið saman í gegnum gleði og sorg. Þú tókst okkur systk- inin fjögur að þér og varðst faðir, vinur og öryggisventill í lífi okkar. Hjarta þitt hafði endalaust rám fyrir þá sem þurftu á þér að halda og sótt- ust eftir að þiggja af kærieiksbrunni þínum. Sem fjölskyldufaðii- varstu óvenjulega natinn og á undan þinni samtíð. Þú gekkst í þau verk sem til féllu. Ég man eftir þér sinna okkur veikum og leysa úr ýmsum hjartans málum bernskunnar. Sérstaklega er mér minnisstæð fæðing yngsta barnsins, Regínu Sólar. Þú hreinlega hoppaðir hæð þína af hamingju og gleði. Ég, sem þá var þrettán ára, sá fram á að nú yrði mín ekki þörf framar þar sem þú eignaðist loks dóttur af eigin holdi og blóði. Áhyggjur mínar reyndust óþarfar. Þú áttir einfaldlega tvær dætur og fullt af strákum án tillits til blóð- tengsla og frændsemi. Þessi fullvissa gerði okkur ljúft að elska litla sólar- geislann þinn. Örlögin höguðu því þannig til að ég fylgdist með þér á blómaskeiði lífs þíns. Þá varstu orðinn þroskaður maður, búinn að skapa þér ákveðinri sess og fullur af orku. Þú elskaðir að berjast fyiir hugsjónum þínum og komst mér oft fyrir sjónir eins og Kópernikus forðum er hann sagði: En hún snýst samt. Þú vissir að þú hafðir rétt fyrir þér, en furðaðir þig á tregðu manna til að meðtaka boð- skapinn. Gott dæmi var deilumálið um hvort flytja ætti út graðhesta og merar. Alþýðan var þess fullviss að ef svo yrði myndi hestaútflutningur frá Islandi leggjast af. En annað kom á daginn og í dag er útflutningurinn aldrei meiri. Þú hafðir rétt fjTÍr þér! Þú varst ekki fullkominn frekar en aði’ii- menn og stundum gastu verið stríðsmóður. Þær stundir í lífi þínu eru mér ekki síður eftirminni- legar. Þá ræddum við saman um þá erfiðleika er steðjuðu að. Eitt sinn sendirðu mér bréf sem allt var í bundnu máli og sýndi að þú varst einnig vel skáldmæltur. Stundum særðir þú fólk með fljótfæmi og gassagangi, hreinlega lokaður inni í eigin hugarheimi. Ef þú síðan varðst þess vís, þá fylltistu harmi og hugar- víli yfir ófullkomleika þínum. Hugrakkur og fullur af eldmóði stóðstu við sannfæringu þína í trá- málum eins og á öðram vettvangi. Þú varst hvitasunnumaður og á hverjum morgni lastu í biblíunni og baðst fyrir fjölskyldunni og öðrum samferðamönnum þínum. Trúin var þér styrkur í raun og oft fórstu með Davíðssálminn: Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttga, sá er segir við Drottin; hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á. (Sálm. 91:1-3) Svo gastu tekið upp á að sprella og eitt og annað kom út úr þvi sem ekki var í upphafi fyrirséð. Besta dæmið um það er þegar þú keyptir þér Trabant til að nota í vinnuna og vinnufélagar þínir stríddu þér óspart og þú svaraðir fyrir þig með því að stofna Trabantklúbbinn „Skynseminn ræður“. Ævintýri þetta, sem byrjaði í gamni, vatt ujip á sig og varð heljarinnar batterí sem þú hafðir lúmskt gaman af. Ég sé þig í minningunni lifandi kominn með nýja hugmynd í sköp- un. Fasmikinn, með hreyfingu í silfi’aða lokkinum á tignarlegu enni og með eld í augum. Höfðingja í háttum, fullan af hæfileikum og list- rænu eðli. Það vora stórkostleg for- réttindi og upplifun að fá að taka þátt í og fylgjast með lífi þínu. Ég kveð þig í þeirri vissu að þú sért sæll og að þú bíðir eftir fjalla- vegum nýjum. Þín dóttir Margrét. Mig langar til að minnast afa míns, Gunnars Bjarnasonar, með nokkram orðum fyrir hönd okkar systkinanna. Afi Gunnar var alltaf afi okkar þótt blóð hans rynni ekki í okkar æðum. Hann passaði okkur og kom fram við okkur eins og við væram hans eigin barnaböi’n. Enda vorum við það frá deginum sem við fæddumst. Hann tók fullan þátt í að fylgjast með okkur stækka. Hann hélt stoltur á nafna sínum, Gunnari Erni, er honum var gefið nafn og kallaði hann alla tíð nafna. Afi var frábær karakter. Með hattinn og á Trabantinum fór hann með okkur í ökuferðir og aldrei vor- um við viss, hvoi’ki hann né við^, hvort við kæmumst heil á húfí a" leiðarenda. Afi arkaði oft inn með látum og berserksgangi og spurði um Möggu sína, en settist svo niður með okkur ki’ökkunum og ræddi við okkur um allt og ekkert. En afi hafði skoðanir á öllu þótt þær féllu ekki alltaf í góðan farveg hjá með- bræðrunum. Hann var með kröft- ugar og framlegar skoðanir á hlut- unum. Hann var alltaf glaður og hress og maður naut þess að vera með honum, því að hann var svo sérstæður persónuleiki. í minni minningu var þrennt sem var aðals^- merki afa míns. Það var appel- sínugula kaffikrúsin, sakkarínið sem hann hafði alltaf á sér og Trabantinn sem hann hafði svo mikla ofurtrú á. Afi minn mun alltaf vera í til í mörgum fallegum og góðum minn- ingum. En nú er hann kominn heim til Jesú, eftir langa og viðburðaiík«y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.