Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kyrrt að kalla í Afríkuríkinu Lesotho en ótti við skæruhernað Innrásin klúður og álits- hnekkir fyrir S-Afríkustjórn Félagi bin Ladens tekinn höndum KHALED al Fawaz, gamall vinur hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens, var hand- tekinn í London á miðvikudag, samkvæmt arabískum heim- ildum. Fawaz er einn af leið- togum saudi-arabískrar stjórnarandstöðuhreyfingar sem berst fyrir því að Saudi- konungdæminu verði steypt. Breska lögreglan staðfesti í gær að sjö menn hefðu verið teknir höndum í áhlaupi í tengslum við rannsókn á hryðjuverkum, en vildi ekki nafngreina þá. Tilræði ráð- gert í Ham- borg? LÖGREGLA í Þýskalandi skýrði frá því í gær að sér hefðu borist upplýsingar um ráðgert sprengjutilræði við bandarísku ræðismannsskrif- stofuna í Hamborg, og að hugsanlegt væri að það tengd- ist sprengingum við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu í ágúst. Talsmaður lögreglunnar í Hamborg sagð- ist ekki geta útilokað að áformunum yrði hrint í fram- kvæmd, og hámarksöryggis- gæsla er nú við ræðismanns- skrifstofuna. 150 milljónir án atvinnu SAMKVÆMT nýrri könnun Alþjóðavinnumálastofnunar- innar munu um 150 milljónir manna um heim allan vera at- vinnulausar um næstu áramót. Að auki eru 750 til 900 milljón- ir manna, eða um 30% vinnu- afls í heiminum, í minna en fullu starfí, eða þéna minna en nauðsynlegt er til að brauð- fæða sig. I tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær segir að efnahagskreppan í Asíu hafí orðið þess valdandi að 10 milljónir manna hafi misst vinnuna. Sprenging í Jerúsalem EINN maður særðist er sprengja sprakk á strætis- vagnabiðstöð í Jerúsalem á annatíma í gærmorgun. Þá var skotið að bifreið ísraelski-a landnema á Vesturbakkanum í gær, en enginn særðist. Mik- ill öryggisviðbúnaður hefur verið í Israel sl. tvær vikur vegna hótana Hamas-skæru- liðahreyfíngarinnar um frek- ari hermdarverk, en ekki er þó talið að hún hafí staðið að sprengingunni í gær. Verðbólga eykst hratt í Rússlandi VERÐBÓLGA í Rússlandi jókst um 67% í síðasta mán- uði. í tilkynningu frá rúss- neska seðlabankanum í gær segir að ástandið eigi enn eftir að versna, og því er spáð að verðhækkanir á þessu ári muni nema um 300%. Reuters Tilræði við Hun Mjúkar skálar verð frá r)J)' "J HAGKAUP Alltaf betri kaup Sen Stjórnmálaandstæðingarnir Norodom Ranariddh og Hun Sen forsætisráðherra Kambödíu ræddust við í gær en þá kom þjóðþing landsins saman í fyrsta sinn eftir að kosningar fóru fram í sumar. Sprengja sprakk fyrr um daginn er þingmenn voru á leið til þingsetningar og dó einn og þrír særðust. Sagði Hun Sen að markmið tilræðis- manna hefði greinilega verið að ráða hann af dögum. Maseru. Reuters, The Daily Telegraph. NOKKUR kyrrð var komin á í Ma- seru, höfuðborg Lesothos, í gær en borgin er víða ein rjúkandi rúst. Að minnsta kosti 66 menn féllu í átök- unum milli uppreisnarhermanna og herliðs frá Suður-Afríku og Botswana en það var sent til aðstoð- ar við stjórnvöld í landinu. I S-Af- ríku er mikil andstaða við þessi af- skipti af málefnum gi-annríkisins og óttast margir, að þau muni draga dilk á eftir sér. Flokkar manna hafa farið um borgina síðustu daga, rænt og ruplað og kveikt í flestum verslunum. Voru þeir enn á kreiki í gær en þó fámenn- ari en áður. Andstaða við s-afrísku hermennina og þann hluta stjómar- hersins, sem er hollur ríkisstjórninni, er orðin lítil en nokkuð var um, að leyniskyttur létu til sín taka uppi í hæðunum fyrir ofan borgina. Átta S-Afríkumenn féllu Að minnsta kosti 66 manns hafa fallið og þar af átta s-afrískir her- menn, þeir fyrstu, sem falla í hern- aðarátökum síðan Nelson Mandela varð forseti landsins 1994. Var mannfallið mest í átökum um her- stöð í útjaðri Maseru. Um 160 menn hafa verið handteknir frá því á þriðjudag og mikið tekið af vopnum. Útlendingar í landinu, sem er umlukið S-Afríku, hafa flúið burt hver sem betur getur og breska og bandaríska sendiráðið hafa flutt burt mest af sínu starfsfólki. Mikil ólga hefur verið í landinu að undanfornu en stjórnarandstaðan sakar stjórnarflokkinn um stórkost- legt svindl í síðustu kosningum en þá fékk hann kjörna 79 þingmenn af 80. Með innrásinni breyttist ólgan í beina uppreisn og margir óttast, að ástandið geti orðið S-Afríkustjórn hættulegt, haldi uppreisnarmenn mótspyrnunni áfram uppi í fjöllun- um. Stjórnarandstöðuflokkarnir í S- Afi-íku eru næstum allir andvígir þessum afskiptum af Lesotho og einnig S-afríska kirkjuráðið, sem lét mikið að sér kveða í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Nú er staðan þannig, að það eru hvítir, s-afrískir hægrimenn, sem gagnrýna harðast „þennan yíh'gang" við nágrannaríki. Allt í skötulíki Er hvítir réðu í S-Afríku gerðu þeir ósjaldan skyndiárásir inn yfir íandamæri grannríkjanna og þá með töluverðum herafla og eftir ná- kvæma skipulagningu. Innrásin nú var hins vegar klúður og hermenn- irnir virtust varla vita til hvers þeir voru komnir. Það hefur líka vakið athygli, að það var ekki varnarmála- ráðherrann, sem stjórnaði henni, heldur Sidney Mufamadi öryggis- málaráðherra, én hann er annálaður fyrir getuleysi. Þegar talsmaður hersins var spurður um innrásina og ástandið í Lesotho vissi hann ekkert í sinn haus og ljóst er, að í því efni reiða stjórnvöld sig aðallega á fréttir erlendra fréttastofa. Þetta mál þykir sýna enn einu sinni, að utanríkisstefna S-Afríku- stjórnar er í molum. Hún er aldrei sjálfri sér samkvæm, heldur er ým- ist hlaupið í eða úr. Stundum tekur stjórnin ákveðna afstöðu til ein- hverra deilumála í nágrannaríkjun- um en er líka jafnfljót að falla frá öllu saman. S-Afríkustjórn telur sig gegna siðferðilegu forystuhlutverki í suð- urhluta álfunnar og vill ekki vera eftirbátur neinna vestrænna ríkja á þeim vettvangi. Hefur þessi afstaða hennar og oflæti til dæmis birst í því, að í viðskiptaviðræðunum við Evrópusambandið hafa s-afrísku fulltrúarnir jafnan veríð íljótir að móðgast og ganga út finnist þeim ekki nægilegt tillit tekið til megin- krafna þeirra. Þá eru þeir búnir að gleyma því, að ESB þarf miklu minna á viðskiptunum við S-Afríku að halda en S-Afríka við ESB. Reuters S-AFRÍSKIR hermenn í Maseru, höfuðborg Lesotho. Flestar verslanir eru brunarústir einar eftir að múgur manns hafði látið greipar sópa um þær og síðan kveikt í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.