Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ sínar, koma þeim á koppinn í sam- vinnu við góða samstarfsmenn. Upp- finningamenn hafa alltaf átt erfitt uppdráttar á íslandi og svo er lík- lega enn. Fór Gunnar ekki varhluta "*Sf því og oft og tíðum ekki talinn með réttu ráði. Hafði hann gaman af að segja frá því þegar einn sam- starfsmanna hans gaf honum þá ein- kunn að hann væri fluggáfað fífl. Þessir hæfileikar nýttust honum vel í útbreiðslustaif! og hrossaútflutn- ingi. Hann skildi vel lögmál markað- arins og til allrar gæfu áttaði hann sig fljótt á því að sú hugmynd að banna útflutning kynbótahrossa yrði rothögg á frekari markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Var sú barátta hatrömm á köflum og hann ^neðal annars kallaður landráðamað- ur fyrir að vilja selja stóðhesta úr landi. Með seiglu og þrautseigju fékk Gunnar menn til að skilja að ef kaupendur hrossanna fengju ekki útrás fyifr sköpunargleðina myndu þeir fljótt missa áhugann og snúa sér að öðrum hrossakynjum. Þetta hefur sannast rækilega því öfugt við það sem menn spáðu hefur útflutn- ingur aukist ár frá ári og ávallt er seldur fjöldi kynbótahrossa árlega sem skilar góðum tekjum. Síðustu árin hafa hestamenn séð framtíðar- spár og kenningar Gunnars rætast hverja af annarri. Kenningar sem þóttu fáránlegar þegar þær voru settar fram en þykja sjálfsagðar begar þær eru orðnar að raunveru- leika. Gunnar Bjarnason var maður augnabliksins, fljótur að hugsa og sjá möguleika líðandi stundar. Hann var ofursnjall áróðursmaður og var með ólíkindum hvað hann gat hrifið menn með sér í litríkum málflutn- ingi þar sem hann tvinnaði á ótrú- legan hátt saman baráttuákefðina og húmorinn. Hann var sóknarmað- ur í eðli sínu en gat einnig varist fimlega ef með þurfti og beitti hann þá húmornum skemmtilega. Mér er ofarlega í minni frægur fundur sem hestamannafélagið Fák- ur hélt fyrir mörgum árum, held ég mest til að lífga upp á umræðuna í skammdeginu. Umræðuefnið var hrossarækt í sinni víðustu mynd og nokkrir kunnir frummælendur hófu umræðuna. Gunnar var að sjálf- sögðu í þessum hópi og man ég vel að umræðan var mjög stefnulaus, ekki verið að ræða eða rífast um neitt sérstakt. En Gunnar var betri en enginn, hann reif fundinn með mælsku sinni og húmor upp á fjör- legt plan. Hitnaði í framhaldinu í kolunum og varð úr fjörleg umræða. í hita leiksins setur Gunnar fram einhverja skoðun og bætir við: „Ég yeit að allir hér inni eru mér sam- mála og því til sönnunar bið ég fund- armenn að standa á fætur og klappa fyrir mér.“ Og eins og alltaf þegar galsinn tók völdin hjá Gunnari tísti örlítið í honum, svona hálfgerður hrekkjalómshlátur. Auðvitað stóðu allir á fætur og klöppuðu fyrir Gunnari en ekki man ég hvaða skoð- un hann setti fram. Eitt sinn mætti Gunnar á aðal- fund Félags tamningamanna þar sem hann var heiðursfélagi. Bar hann upp þá hugmynd til okkar ungu mannanna að nú skyldum við beita okkur fyrir því að Sörli frá Sauðárkróki skyldi seldur úr landi. Það væri til heilla fyrir útflutninginn ■fjpg sýndi áhuga okkar á að styrkja ræktunina erlendis. Þrátt fyrir að FT þætti framsækið félag féll hug- mynd gamla meistarans í grýttan jarðveg og upp hófust miklar deilur við heiðursfélagann. í hita leiksins fór hann eitthvað frjálslega með staðreyndir. Þegar svo Þorvaldur Ágústsson rekur ofan í hann ósann- indin er andrúmsloftið orðið býsna eldfimt en Gunnar vinkar þá hend- inni að Þorvaldi og segir hlæjandi: „Þetta er allt í lagi, Þorvaldur minn, ég mátti bara til með að gera þig svolítið reiðan.“ Þar með var létt á -^•;pennunni og allt féll í ljúfa löð. Þannig gat Gunnar spilað með and- rúmsloftið á fundum, æst alla upp í topp og loftað út æsingnum með nokkrum kæruleysislegum orðum og léttum hlátri. Gunnar lifði hratt. Hann var þess eðlis að þurfa alltaf að hafa gust í kringum sig. Stundum varð hann "^fullstífur á móti og víst er að Gunnar fékk sinn skammt af andstreymi lífsins. En þrátt fyrir það hélt hann reisn sinni, galsa og húmor, sérstak- lega þegar skroppið var aftur í for- tíðina og rifjaðir upp skemmtilegir tímar og atvik úr fjölskrúðugu lífs- hlaupi hans. Alltaf stutt í galsann þótt illa áraði. Síðast hittumst við Gunnar þegar ég bauð honum í morgunkaffi einn laugardagsmorgun fyrir fáum árum. Þrátt fyrir að vera nokkuð farinn að heilsu var allt til staðar, húmorinn og galsinn. Áður en langur tími var liðinn var það hláturinn og lífsgleðin sem réðu ríkjum og nokkrar leik- sýningar liðinnar tíðar settar á „fjal- imar“ og eins og áður var það Gunn- ar sem var leikarinn og sögumaður. Þá sagðist hann hafa orðið ástfang- inn af íslenska hestinum þótt tilvilj- anir hafi ráðið því að hann gerðist hrossaræktarráðunautur. Nú er sögumaðurinn þagnaður. Eftir lifa í minningunni fjölmargar ánægjustundir sem ég bar gæfu til að eiga með þessum mikla lífsins listamanni. Gunnar reisti sér minn- isvarða í mörgum myndum. Hæst ber að sjálfsögðu hestamennskuna á íslandi og víðar í heiminum í dag í sinni fjölbreyttu mynd. Þar lagði Gunnar grunninn á flestum sviðum. Má þar nefna stofnun Landssam- bands hestamannafélaga, landsmót- in, dómar kynbótahrossa og dóm- stigann sem þar hefur verið notað- ur. Þá var Gunnar frumkvöðull að stofnun Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta og evrópumótanna sem í dag heita heimsmeistaramót. Ólíklegt er að nokkur einstaklingur eigi jafnstóran hlut í þeirri út- breiðslu sem íslenski hesturinn hef- ur náð. Hvar sem borið er niður á sviði hestamennskunnar má segja að Gunnar sé í bakgrunni, kannski ekki með burðuga samkomu á nú- tímavísu en í mörgum tilvikum vísi að glæsilegum viðburði í fyllingu tímans sem beðið er með eftirvænt- ingu víða um heim. Gunnar var ólatur við skriftir og eftir hann liggja ómetanlegar perlur eins og Ættbók og saga þar sem hann segir starfssögu sína í sjö bindum. Þá er að nefna bókina „Líkaböng hringir" þar sem Gunnar lýsir sinni hlið á einu sárasta skip- broti lífs síns og að síðustu viðtals- bókina „Kóngur um stund“ og er það nafn við hæfí. Að hitta Gunnar á förnum vegi í bankanum eða bakaríinu í Mosfells- bæ var ávallt stund gleði og uppörv- unar. Stutt spjall og snarpt þar sem hann gaukaði að mér hvert sinn einni eða tveimur hugmyndum um hvað við ungu hestamennirnir þyrft- um að gera. Alltaf gekk maður upp- rifinn og frískur af fundi Gunnars, uppfullur af krafti og nýjum hug- myndum, eitthvað til að hugsa um. Ég hef lengi saknað Gunnars en yljað mér við góðar minningar um samverustundir með honum. Eng- inn verður samur eftir að hafa kynnst slíkum manni og þakka ég forsjóninni fyrir að verða þeirrar gæfu aðnjótandi. Aðstandendum færi ég samúðarkveðjur. Minningin um einstæða persónu Gunnars Bjarnasonar mun lifa og kveð ég hann með ljóðlínum Einars Benediktssonar: Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Valdimar Kristinsson. Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur til margra ára er látinn. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum um leið og honum eru færðar þakkir fyrir sinn hlut í varðveislu íslenska hestsins. Gunnar var fæddur á Húsavík við Skjálfanda, sonur Bjarna Bene- diktssonar, síðast póstmeistara, og konu hans Þórdísar Ásgeirsdóttur. Bjarni var sonur sr. Benedikts Kri- stjánssonar, prests á Grenjaðarstað, en Þórdís dóttir Ásgeirs Bjarnason- ar, bónda á Knarrareyri á Mýrum. Að honum stóð því gjörvilegt fólk og miklar ættir. Gunnar ólst upp í stórum systk- inahópi en þau voru alls 13. Foreldr- ar hans stóðu í ýmsum framkvæmd- um m.a. verslunarrekstri, útgerð, búskap og hótelrekstri. Gunnar hafði því snemma kynni af athafna- semi og djörfu frumkvæði sem síðan varð fylgifiskur hans. Sem unglingur komst hann í sveit hjá bændahöfðingjanum Hallgrími Þorbergssyni á Halldórsstöðum í Laxárdal og konu hans Bergþóru Magnúsdóttur. Það var ungum mönnum mikill skóli að dveljast á Halldórsstöðum. Engum manni hef ég kynnst sem betur var til þess fall- inn að kenna unglingum og láta þá vinna með sér en Hallgrími. Hann var eins og svo margt af Halldórs- staðafólki víðmenntaður, hafði dvalist með öðrum þjóðum til að nema af þeim búskaparhætti og kynbætur sauðfjár. Þarna var yndis- legt að dvelja. Það reyndi ég sjálfur. Þarna fékk Gunnar tilfinninguna fyrir ræktun og þann skilning að ræktun af hvaða toga sem hún væri væri göfugasta hlutskipti mannsins. Á henni byggðist þroskinn og fram- farirnar. Gunnar fór til náms til Akureyrar og síðan í Bændaskólann á Hvann- eyri. Að því námi loknu innritast hann í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifast sem búfræðikandidat þaðan. Það var í sjálfu sér tilviljun sem því réð að Gunnar varð ráðunautur í hrossa- rækt og hrossaverslun. Árið sem Gunnar útskrifast í Kaupmannahöfn lést Theódór Arinbjarnarson hrossaræktarráðunautur og þvi vantaði mann til að gegna því starfi. Haft var samband við Gunnar og hann beðinn að taka þetta starf að sér, Hann hafði ekki haft nein sér- stök kynni af hestum fram að þessu önnur en flest ungmenni á íslandi á þeim tima. Dráttarklárum hafði hann kynnst i sveitinni og raunar fræðst miklu meira um sauðfé af húsbónda sínum, sem var sérfræð- ingur á því sviði. En hann tók þessu boði að gerast ráðunautur í hrossa- rækt. Hann fór þá í starfsþjálfun í hrossadómum og kynbótaskipulagi á Norðurlöndum. Á skömmum tíma náði Gunnar mikilli þekkingu á hestakynjum og hestahaldi víða um heim og ég held að enginn hafi stað- ið honum þar á sporði. Það kom enda síðar í ljós að þekking hans á þessu sviði átti sinn þátt í því hve vel honum gekk að skapa sér tiltrú er- lendra hestamanna. Svo kemur Gunnar heim og hefst handa. Lýsingar á hans fyrstu starfsárum era margar skrautlegar, enda maðurinn lærður meira af bók en reynslu sem reiðmaður. En eðli Gunnars var námfysi og metnaður og hann komst fljótt í góðan kunn- ingsskap við helstu stóðbændur landsins. Hann byrjaði á því að leggja á ráðin um ræktun traustra dráttarhesta sem gætu nýst bænd- um vel. Þó mörgum hafí á stundum þótt Gunnar fljóthuga þá var hann hagsýnn þegar til framtíðar var litið. Honum fannst vanta betri ræktun á sviði vinnuhesta sem kæmu að betra gagni við notkun hestaverkfæra. En þessi tími stóð stutt. Island breyttist á fáum áram frá frumbýlingshætti í búskap til vélaaldar. Not fyiár drátt- arhestinn heyrðu sögunni til. En þá var það hlutverk ráðunautarins að efla þann þátt íslenska hestsins sem í raun hafði alltaf verið hans aðal, reiðhestskostina til yndis og ánægju þjóðarinnar. Þetta var ekki létt verk því hest- urinn var á undanhaldi fyrir vélum og hraða tímans. En hann fékk góða menn í lið með sér við að endurreisa hestinn sem reiðhest og færa rækt- unina frá dráttarhesti yfir í reið- hestinn. Þar með var bjargað óhemju verðmætum á íslandi og eiga allir þeir menn sem þar lögðu hönd á plóg ómældar þakkir skilið. En það þui-fti eldhuga í þetta verk- efni, mann sem hafði framsýni, þekkingu og óbilandi trú. Það kom líka fljótt í ljós að menn á æðri stöð- um áttu oft erfitt með að fylgja Gunnari eftir og fannst hann fljúga fullhátt til að geta náð góðri lend- ingu. Með starfi sínu sem ráðunaut- ur var Gunnar lengst af kennari á Hvanneyri og hafa nemendur hans jafnan rómað hve gaman hafi verið í tímum hjá Gunnari. Þuit kennslu- bókin var þar ekki meginmál frekar en hjá öðram góðum kennurum heldur það líf og sá kraftur sem í kennaranum var til að hrífa nem- endur með sér. Þetta starf hans gaf honum möguleika til að kveikja neista hestamennskunnar og efla starflð meðal verðandi bænda í land- inu. Þetta skilaði ríkulegum ávexti er tímar liðu. En það var ekki átaka- laust að sannfæra yfirvöld um fram- tíð hrossaræktar á íslandi og um fjárhagslegt gildi hennar sem sölu- vöru. En Gunnari var mjög umhug- að að bændum yrði eitthvað úr þess- ari framleiðslu sinni. HroHsaræktin átti ekki bara að vera leikur heldur hagnýt ræktun. Þegar Gunnar hóf störf sem ráðunautur var íslenski hesturinn seldur úr landi til vinnslu í námum eða sem dráttardýr í öðram störfum. En Gunnar vissi hvað í þessari skepnu bjó og eftir að reið- hestarækt hefst fyrir alvöru eftir stríð fer Gunnar að vinna hestinum fylgi sem reiðhesti og vini fjölskyld- unnar. Það var löng barátta og ströng því fáir höfðu þá framsýni sem hann í þeim efnum og höfðu miklar efasemdir um hvernig Gunn- ar myndi lenda þessu máli. Það er skemmst frá að segja að starf hans á þessu sviði mun halda uppi nafni hans um ókomin ár. Það er með ólík- indum hve afrek hans á þessu sviði voru mikil og _um leið þáttur hans í því að kynna Island í gegnum hest- inn. Þar nutu sín leiftrandi gáfur hans, flugmælska og sannfæringar- kraftur. Hann gat hafið menn til skýjanna með lýsingum sínum á fjöl- hæfni íslenska hestsins. Hann sann- færði þúsundir manna og reynslan kenndi þessu fólki að allt gekk eftir sem hann sagði um þessa einstöku skepnu. Gunnar var prýðilega vel ritfær og stóð í stanslausum bréfaskriftum bæði innan lands og utan. Hann rit- aði sögu íslenska hestsins sem fyllir sjö bindi. Þar er starfssaga hans rakin og þar er ættbók íslenska reið- hestsins. Hann ferðaðist land úr landi til að kynna hestinn og stofna hestamannafélög. Hann var aðal- hvatamaður að stofnun Landssam- bands hestamannafélaga og hafði forgöngu um fyrsta landsmót hesta- manna á Þingvöllum 1950. Síðast en ekki síst stofnaði hann íslandshesta- vinafélagið FEIF (Federation Europáischer Islandpferde Freunde) sem hefði líka getað verið skammstöfun fyrir Félag eigenda ís- lenskra fáka. Gunnar sat lengi í stjórn þessara samtaka sem vara- forseti. Það var í raun heiðurssæti, því fylgdu ekki embættisskyldur. Ái'ið 1983 var hann svo kosinn fyrsti heiðursforseti FEIF. Þessi samtök ná nú til nítján landa í Evrópu og Ameríku og félögunum fjölgar stöðugt. Þau standa fyrir heimsleik- um íslenska hestsins annað hvert ár og þátttakan þar fer árvaxandi. ís- lenski hesturinn dregur fleiri ferða- menn til íslands en nokkur annar þáttur í íslensku menningarlífi. Allt þetta eigum við Gunnari Bjarnasyni öðram fremur að þakka. Gunnar hlaut margar viðurkenningar fyiir störf sín, m.a. Riddarakrossinn. Hann er heiðursfélagi í Landssam- bandi hestamannafélaga og Félagi tamningamanna og fátt hefur mér fundist ánægjulegra en mega sæma hann gullmerki fyrir hönd Lands- sambands hestamanna í fæðingarbæ okkar beggja á landsþingi LH á Húsavík á 75. aldursári Gunnars. Um langa tíð mun stafa miklum Ijóma af nafni Gunnars Bjarnasonar í augum hestamanna, enda var hann langt á undan sinni samtíð hvað það varðar að gefa útlendingum kost á að kynnast íslenska hestinum og um leið að gera hann að verðmætri út- flutningsvöra. í augum útlendinga er hann dáður brautryðjandi. Fyiir allt þetta ber að þakka en þó var mikilvægast að fá að kynnast persónunni sjálfri Gunnari Bjarna- syni, sem var í senn mikill öðlingur og mikill höfðingi. Nú þegar hann hefur kvatt þessa jarðvist fylgja honum árnaðaróskir í nýjum heim- kynnum og samúðarkveðjur til barna, systkina og annarra ætt- menna. Kári Arnórsson. Um Gunnar Bjarnason má segja líkt og sagt var um Gissur ísleifsson Skálholtsbiksup, að úr honúm mætti gera marga menn; og hvarvetna hefði hann verið í forystu. Gunnar kom víða við á langri og viðburða- ríkri ævi, en fyrst og fremst helgaði hann líf sitt íslenska hestinum og baráttunni fyrir framgangi hans og virðingu heima og erlendis. Gunnar var í fylkingarbrjósti þeirra manna sem vildu fínna hestinum nýtt hlut- verk í upphafí vélaaldar og hann var öðrum fremur höfundur áætlana um framgang íslenska hestsins á er- lendrl grundu. Þetta verk Gunnars, þessl lífshug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.