Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 81 Morgunblaðið/Sig. Fannar. TORIL Malmo Svensson með eitt verka sinna. Toril Malmo sýnir í Gall- eríi Garði Selfossi. Morgunblaðið. TORIL Malmo Svensson opnar sýn- ingu í Galleríi Garði, Selfossi, í dag, fóstudag. A sýningunni verða málverk og módelskartgripir eftir Toril en hún hefur stundað myndlist og málm- smíðar í fjölda ára og rekur verk- stæði á Helgastöðum í Biskupstung- um þar sem hún býr. Toril er fædd og uppalin í Malm í Norður-Þrændalögum í Noregi, en hefur búið á Islandi síðan 1967. Hún lauk hönnunarnámi í málmsmíða- deild listaskólans Statens handverk- og kunstindustriskole í Ósló vorið 1967. Toril hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þáttí samsýningum hjá Myndlistafélagi Árnessýslu, þar sem hún er ritari. Fyrsta einkasýning hennar var ár- ið 1989 í Hótel Selfoss, síðan sýndi hún í Eden árið 1991 og sama ár í Gallery Jane, 1995 í Eden, 1996 í Kaffi Lefolii, 1997 í Kaffi Krók og síðan hefm- hún tvisvar haldið einka- sýningar í Kaffi Krús og eina í Skál- holtsskóla. Sýningin stendur til 15. október nk. og er þetta önnur sýningin í Gall- eríi Garði frá opnun þess. Galleríið er opið á opnunartíma verslana í Miðgarði. ------------------- Vatnslitir í Stöðlakoti SÝNING á vatnslitamyndum eftir Nikulás Sigfússon verður opnuð í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg, laugardag- inn 26. september kl. 15. Nikulás er læknir að mennt og starfar sem forstöðumaður Rann- sóknarstöðvar Hjartavendar, en hef- ur um áratuga skeið lagt stund á vatnslitamálun. Auk einkakennslu í þessari listgrein var hann við nám i Skóla frístundamálara undir leið- sögn Kjartans Guðjónssonar, segir í fréttatilkynningu. Nikulás hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum, m.a. í tilefni afmælishátíð- ar Hveragerðiskaupstaðar 1996 og Læknafélags Reykjavíkur 1984. Sýningin verður opin daglega kl. 14—18 og lýkur 11. október. ------------------- Nýjar bækur • BARNASKÓLI á Þingeyri í Dýra- fírði 100 ára er í samantekt Hall- gríms Sveinssonar, fyrrum skóla- stjóra, en skólinn átti 100 ára afmæli síðastliðið haust. Bókin skiptist í 30 kafla, formála, eftirmála pg heim- ildaskrá. I bókinni eru á annað hund- rað mynda úr skólasögu staðar- ins, allt frá fyrstu skólaárinu til dags- ins í dag. Útgefandi er Vestfírska forlagið. Bókin er 107 bls., umbrotin í ísprenti ehf. Kápuhönnun, prentun og bók- band var unnið hjá Grafík hf. Verð 2.800 kr. Hallgrímur Sveinsson Eloi Puig sýnir í Galleru Ingólfsstræti 8 Uppbygging og niðurrif Morgunblaðið/Ásdís ELOI Puig við eitt verka sinna á sýningunni í Galleríi Ingólfsstræti 8. KATALÓNSKI listamaðurinn Eloi Puig sýnir um þessar mundir nokkur stór tölvuunnin ljós- myndaverk og myndbandsverk í Galleríi Ingólfsstræti 8. Sýningin, sem hófst í gær og stendur fram til 11. október, er þriðji hluti trílógíu sem hófst í Barcelona ár- ið 1994 og er meginhugsun sýn- inganna, að sögn listamannsins, uppbygging og niðurrif. Eloi Puig er fæddur í Barce- lona árið 1966 og lauk listnámi frá Universitat de Barcelona, Facultate de Sant Jordi, árið 1989. Hann hefur haldið sex einkasýningar í heimalandinu og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann nýtir sér mismunandi tækni, svo sem ljósmyndun, tölvu- vinnslu, Netið og myndbands- tækni, auk þess sem hann varpar skyggnum á stóra fleti utanhúss. Að sögn Eddu Jónsdóttur í Galler- íi Ingólfsstræti 8 er sýning hans á margan hátt ólík þeim sem þar hafa verið settar upp áður. Ná- lægðin í verkum hans sé mikil og smæstu einingar lífsins áberandi. Allt er eyðileggingunni undirorpið Hver hluti trílógíunnar hefur ákveðna yfirskrift eða þema. Eitt orð sem ekki er til í raun og veru en listamaðurinn hefur brætt saman úr þekktum orðum eða fyr- irbærum og fær sérstaka merk- ingu í verkum hans. Þema fyrstu sýningarinnar var fagonia, en það er runnið saman úr orðunum agonia, sem þýðir kvöl eða þján- ing, og fagia, sem þýðir að borða sjálfan sig. „Þetta byggist á sam- skiptum fólks og hvemig það í raun eyðir sjálfu sér í þeim sam- skiptum, þegar það opnar sig og gefur færi á sér,“ segir Eloi Puig. Þema númer tvö var enfermenta, sem er sett saman úr orðunum en- fermedad, sem stendur fyrir sjúk- dóm, og fermenta, sem er gerjun. Þetta sér listamaðurinn fyrir sér sem ákveðna eyðileggingu sem fer fram innra með manneskjunni sjálfri. „Það geta verið veikindi en líka lífið í sjálfu sér, því um leið og maðurinn fæðist hefur hann göngu sína að dauðanum." Þriðja þemað, það sem nú kemur fyrir sjónir þeirra sem ieggja leið sína í Galleríi Ingólfsstræti 8 á næstunni, er semimagma. Það orð er heldur ekki til nema í orða- forða Eloi en er sett saman úr orðunum semilla, sem þýðir frjó, og magma, sem þýðir hraun- kvika. „Þess vegna er ég kominn til íslands," segir hann og útskýr- ir að eftir að hann hafi unnið eins mikið með eyðilegginguna og raunin varð þá hafi hann hrein- Iega skort andrúmsloft. „Þá fór ég að snúa hlutunum við og leita leiða til að vinna mig út úr því. En það var ekkert auðvelt, ég gat ekki bara byrjað að búa til ein- hver blóm og eitthvað væmið. Svo ég tók fyrir hugsunina mað- ur/hlutur. Mig hafði lengi langað til að vinna með hluti skapaða af mönnum og svo fór hugsunin að snúast í kringum það að allt sem maðurinn skapar er í raun líka undirorpið þessum eyðilegging- arlögmálum, það eyðileggst alltaf allt á endanum. Þá fór hugsunin aðeins lengra og ég fór að gera hluti sem springa, svipað og f mikla hvelli, eða „big bang.“ Sprengingin er jú upphafið að einhverju nýju, eins og frjókorn fyrir eitthvað nýtt,“ segir Eloi Puig. Ragna Ingimundardóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness Breytir heilmiklu Morgunblaðið/Ki-istinn RAGNA Ingimundardóttir tekur við starfsstyrk bæjarlistamanns Sel- tjarnarness úr hendi Ernu Nielsen, forseta bæjarstjórnar. RAGNA Ingimundardóttir leirkera- smiður hefur verið valin bæjarlista- maður Seltjarnarness árið 1998 og var henni afhentur starfsstyrkur að upphæð 400.000 kr. við hátíðlega at- höfn í Koníaksstofunni á Eiðistorgi í gær. Ragna sagðist í samtali við Morgunblaðið varla trúa þessu en tilnefningin væri henni mjög mikill heiður og starfsstyrkurinn breytti heilmiklu fyrir hana. Þetta er í þriðja sinn sem valinn er bæjarlistamaður á Seltjarnarnesi en menningarnefnd bæjarins stendur fyrir valinu. I fréttatilkynningu frá menningarnefndinni segir að til- gangurinn með vali bæjarlistamanns sé að styðja listamenn búsetta á Sel- tjarnarnesi tii frekari dáða á menn- ingar- og listasviðinu og veita þeim viðurkenningu fyrir framlag sitt til bæjarfélagsins með listsköpun sinni. Ragna stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands á ár- unum 1977-1982 og við Gerrit Riet- veld Academic í Hollandi 1982-1984. Hún hefur rekið sitt eigið verkstæði frá 1984 og verið stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1987. Hún hefur haldið fjölmarg- ar sýningar á verkum sínum hér á landi og erlendis og ráðgerir nú stóra einkasýningu árið 2000, auk þess sem tvær samsýningar eru í undirbúningi. Ragna hefur á síðustu árum unnið að því að þróa tækni við að mála á stór leirker líkt og listmál- ari málar á striga, auk þess sem hún hefur unnið að útfærslu á mósaíkborðum sem hún vinnur sjálf alveg frá grunni. Aðspurð hvaða þýðingu það hafi fyrir hana að vera valin bæjarlista- maður segir Ragna að nú geti hún farið að gera eitthvað sem hana langi til og þá jafnvel beðið með hitt sem hún hafi þurft að gera. „Svo get ég kannski líka notað styrkinn til þess að fara á einhverjar sýningar og námskeið úti, gera ný mót og kaupa einhver efni sem ég tími ekki að kaupa mér annars," segir hún. Hrappur sýnir í Galleríi Nema hvað HRAPPUR Magnússon opnar með Innsetninguna „Þurrkaðir regnbogar & fljótandi sólarljós" laugardaginn 26. september kl. 16. Þetta er fyrsta sýningin í nýju húsnæði Gallerís Nema hvað, en galleríið er flutt á Skólavörðustíg 22 C. Gallerí Nema hvað er nem- endagallerí Myndlista- og handíða- skóla íslands. A síðsta ári voru haldn- ar 25 sýningar og er galleríið mikil- vægur hlekkur í starfi skólans, segir í fréttatilkynningu. Hrappur Magnússon er þriðja árs nemi af skúlptúrskor skólans og lýk- ur sýningu hans sunnud. 4. október. ---------------- Teikningar og vatnslita- myndir í Haukshúsum SÝNING á teikningum og vatnslita- myndum verður í Haukshúsum, menningar- og listamiðstöð Dægradvalar á Álftanesi, laugardag- inn 26. og sunnudaginn 27. segtem- ber. Þar sýna verk sín Anna Ólafs- dóttir Björnsson, Guðjón Steinsson, Guðný Ándrésdóttir, Guðrún Helga Gestsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Helgi Jónsson, Kristinn Helgason og Ólöf Helga Guðmundsdóttir. Húsið er opið kl. 14-18. Nýjar hljómplötur • PRÍM er fyrsta sólóplata Jóels Pálssonar tenór- og saxófónleik- ara. Lögin eru öll eftir Jóel, utan eitt íslenskt þjóðlag sem Jóel flyt- ur i nýrri útfærslu, en lögin eru alls 10. Jóel til aðstoðar eru þeir Eyþór Gunnarsson, Hilmar Jens- son, Einar Scheving, Gunnlaug Guðmundsson, Matthías Hem- stock og Sigurð Flosason. Þeir spila með í ýmiskonar samsetn- ingum, allt frá dúó (Eyþór) og upp í septett þar sem eru tveir saxófónar, tvö trommusett, gítar, píanó og kontrabassi, segir í fréttatilkynningu. Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH 4. og 5. ágúst sl. Hljómplat- an er annar í Jazzís-seríunni. Um dreifíngu sér Japis. Verð 1.999 kr. Sýningji vatnslitamyndum Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Nikulás Sigfússon opnar sýningu á vatnslitamyndum í Stöðlakoti, | Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 26. september kl. 15.00. Á sýningunni verða myndir málaðar á síðastliðnum tveim árum. LMyndefnið er sótt í náttúru íslands. Sýningin verður opin alla daga kl. 14.00-18.00 til 11. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.