Morgunblaðið - 06.06.1989, Side 14

Morgunblaðið - 06.06.1989, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Í4 Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C íeinu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SfliLoiHlasiigjtuiiif’ VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Afvopnunarkapphlaupið eftir Jón Baldvin Hannibalsson Nýafstaðins leiðtogafundar Atl- antshafsbandalagsins verður tvímælalaust minnst sem eins merkasta fundar forystumanna að- ildarríkjanna í tvo áratugi. Niðurstöður fundarins komu flestum í opna skjöldu. Frásagnir vestrænna fjölmiðla fyrir fundinn höfðu verið mjög á einn veg. Talið var að ágreiningur einstakra aðild- arrílqa um skammdrægu kjama- vopnin myndi skyggja á aðra dag- skrárliði. Um stund hefði mátt ætla að framtíð sjálfs bandalagsins myndi einkum ráðast af því hvort HEFURÐU PANTAÐ SKÍÐANÁMSKEIÐ SUMARSINS? Brottför ]Utn 21 25 1 úli 2 9 16 23 30 Agúst 4. 7. 13 20 25 Tegund námskeiðs UNGLINCAR UNGLINGAR FIÓLSKYLDUR FIÖLSKYLDUR FIÖLSKYLDUR FIÖLSKYLDUR I8ÁRAOC ELDRI ALMENNT I t’erslumirnuwnahelgil FIÖLSKYLDUR UNGLINGAR UNGLINGAR ALMENNT Daga- fiöldi 6 6 6 6 6 4 5 6 6 5 Grunnajald, breytilcdt eltiraldri þátttakcnda 13.150 17.150 I 1 100 (il 19 400 II 100 til 19.400 I I 100 íi/ 19 400 II 100 ii/ 19 400 19.400 6.400 til 1 1 600 7 900 til 14 900 17.150 17.150 7 lOOii! 13.400 UPPSELT UPPSELT BIÐLISTI BIÐLISTI BIÐLISTI FAEIN SÆTI LAUS BIÐLISTI FÁEIN SÆTI LAUS GRUNNGIALD felur í sérfœði og húsnæði í Skíðaskólanum, ferðir milli skála og skíðalands, afnot af skíðalyftum og aðgang að kvöldvökum, svo og skíðakennslu fyrir 15 ára og yngri. KENNSLUGJALD FYRIR FULLORÐNA (16 ára og eldri) er kr. 1.700 á 4 daga námskeiði, kr. 1.200-2.200 á 5 daga námskeiði og kr. 2.900 á 6 daga námskeiði. FARGIALD REYK/AVÍK - KERLINGARF/ÖLL - REYKfA- VÍK er kr. 2.800. Afsláttur fyrir börn yngri en 12 ára á fjöl- skyldunámskeiðum og almennum námskeiðum. HELGARNÁMSKEIÐ (föstud. - sunnud.) allar helgar á tímabilinu 30. júní til 27. ágúst. Grunngjald kr. 4.250 til 7.400. Kennslugjald fyrir fullorðna kr. 1.200. Fáein sæti laus í iúní oa iúlí. Laus sæti í áaúst. ÚPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 OG UMBOÐSMENN URVALS UM LAND ALLT tækist að leysa þetta ágreinings- efni. Hin neikvæða umfjöllun fjölmiðl- anna gaf tæpast rétta mynd af því se'm raunverulega gerðist á fundin- um. Aðalatriðin eru þessi: Á fundin- um komu leiiðtogarnir sér saman um efnismikla, hnitmiðaða lokayfir- lýsingu, þar sem framtíðarsýn bandalagsins í samskiptum við ríki Austur-Evrópu er lýst með ítarlegri hætti en dæmi eru um síðan Har- meldskýrslan var lögð fram 1967. Einnig gáfu þeir út tímamótaskjal um heildarstefnuna í vígbúnaðar- eftirlits- og afvopnunarmálum, sem ætlunin er að bandalagið hafí að leiðarljósi næstu árin, en heildar- stefnan á rætur að rekja til vorfund- ar utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins í Reykjavík 1987. Leiðtogafundurinn varð þannig bæði til að efla einhug aðildarríkj- anna um grundvallarstefnu banda- lagsins í alþjóðamálum og renna stoðum undir markvisst frumkvæði þess á sviði vígbúnaðareftirlits og afvopnunar. Yfirlýsing leiðtogafundarins sýn- ir svo ekki verður um villst að Átl- antshafsbandalagið er enn sem fyrr í stöðugri aðlögun að kröfum nýs tíma. Athygli vekur hve rík áhersla er lögð á að nýta til fullnustu í þágu friðar og stöðugleika þau tækifæri sem nýjabrum á stjórnar- háttum í Sovétríkjunum býður upp á. Þrátt fyrir að þörfin á áfram- haldandi árvekni vestrænna ríkja sé ítrekuð kemur fram að hernaðar- legi þátturinn í samskiptum austurs og vesturs er nú fýrirferðarminni en áður og að pólitísk samskipti og samvinna á sviði efnahags-, mann- réttinda- og umhverfísmála eiga vaxandi rétt á sér. Fyrir fundinn höfðu íslendingar óskaði eftir að vikið yrði sérstaklega að nauðsyn aukins samstarfs í umhverfismál- um. Skjalinu um heildarstefnuna í vígbúnaðareftirlits-og afvopnunar- málum er fyrst og fremst ætlað að skilgreina verkefríaskrána í af- vopnunarmálunum í ljósi varnar- þarfa bandalagsins í heild. Af- vopnun og vígbúnaðareftirlit hafa á undanfömum ámm verið snar þáttur þeirrar yfírlýstu stefnu bandalagsins að draga úr tor- tryggni með pólitískum samningum við Varsjárbandalagið. Á tímum aukinna tækifæra þarf að aðgæta sérstaklega að samdráttur vígbún- aðar verði ekki á kostnað rétt- mætra öryggishagsmuna og ógni þannig stöðugleika í samskiptum ríkja. I skjalinu er fjallað um alla þætti vígbúnaðar- og afvopununarmája. Atlantshafsbandalagið áréttar ásetning sinn að stefna að umtals- verðum niðurskurði kjamavopna og hefðbundinna vopna og allshetjar- banni efnavopna. Áætlanir banda- lagsins varðandi skammdræg kjamavopn snerta einvörðungu einn þátt vamarstefnunnar. Á fund- inum var sá skilningur leiðtoganna staðfestur að öryggi aðildarrílq'anna mun áfram byggjast á kjamavopn- um og hefðubundnum vopnum. Útrýming skammdrægra kjama- flauga á landi kemur ekki til álita á meðan Varsjárbandalagið nýtur núverandi yfirburða á sviði hefð- bundins vígbúnaðar. Viðbrögð leið- toga Varsjárbandalagsins við tillög- um Atlantshafsbandalagsins mun því skera úr um framhaldið. í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði fram á Alþingi hinn 24. apríl síðastliðinn, tók ég þannig tl orða að Atlantshafsbandalagið ætti ekki að útiloka möguleikann á að endumýja birgðir skammdrægra kjarnavopna við núverandi aðstæð- ur. Jafnframt benti ég á að endan- leg ákvörðun í því efni hlyti að ráð- ast af þeim árangri sem næst í væntanlegum Vínarsamningi um niðurskurð hefðbundinna vopna og aukið jafnvægi á því sviði. Niðurstaða leiðtogafundarins hvað varðar skammdrægu kjarna- Jón Baldvin Hannibalsson „Niðurstöður leiðtoga- fiindarins hljóta að vissu leyti að vera sér- stakt ánægjuefiii fyrir íslendinga. Nái tillögur bandalagsins fram að ganga um skjótan árangur í viðræðunum í Vín um niðurskurð hefðbundinna vopna mun það vafalítið verða til að greiða fyrir því sem ég hef kosið að nefna „næsta áfanga“ í afvopnunarmálum.“ vopnin varð mjög í þessum anda. Fallist er á að fresta ákvörðun um endumýjun flauganna til ársins 1992 og tengja tímasetningu við- ræðna um gagnkvæma fækkun þeirra árangri í Vín. í yfírlýsingu fundarins er þó skýrt tekið fram að Varsjárbandalagið muni þurfa að fækka einhliða og vemlega sínum skammdrægu kjamavopnum áður en gengið verður til slíkra gagnkvæmra saminga, en Varsjár- bandalagið hefur nú margfalda yfír- burði yfir Atlantshafsbandalagið á þessu sviði. Enginn vafi leikur á að hinar róttæku tillögur Bush Bandaríkja- forseta, sem lagðar vom fram og samþykktar á fundinum, greiddu fyrir þessu samkomulagi um skammdrægu flaugamar. Tillög- umar ganga m.a. út á að hraða eins og kostur er yfirstandandi við- ræðum um fækkun hefðubundinna vopna og taka til umfjöllunar nýjar tegundir vopna, svo sem orrustu- flugvélar og þyrlur, sem ekki var kveðið á um upphaflega í erindis- bréfí þessara viðræðna. Viðbrögð Varsjárbandalagsins við þessu skel- egga fmmkvæði Atlantshafsbanda- lagsins verða mikilvægur prófsteinn á raunvemlegan vilja Varsjár- bandalagsins til að komast fyrir rætur þess gmndvallarágreinings, sem einkennt hefur samskipti aust- urs og vesturs undanfama áratugi. í samræmi við margendurteknar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda á undanfömum ámm tók forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, þá ákvörðun að fjalla sérstak- lega um áhyggjur Islendinga af áframhaldandi vígbúnðarkapp- hlaupi á höfum. í máli forsætisráð- herra kom fram að íslendingar em fyllilega sammála þeirri forgangs- röðun verkefna í afvopnunarmálum sem ákveðin hefur verið og líta svo á að jafnvægi á sviði hefðbundinna vopna sé forsendan fyrir áfram- haldandi afvopnun. Jafnframt lýsti hann því sjónarmiði íslendinga að stefnt yrði hið fyrsta að viðræðum Altantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins til að draga úr stærð kjamorkuflotans. Yfírlýsing forsætisráðherra er í fyllsta sam- ræmi við þau viðhorf sem ég lýsti í ræðu minni á Alþingi 24. apríl síðastliðinn varðandi „næstu skref“ í afvopnunarmálum. Fyrirsögn Morgunblaðsins á frétt af leiðtogafundinum 30. maí síðast- liðinn um að íslendingar hefðu dregið til baka „tillögu" sína um afvopnun á höfunum á ekki við rök að styðjast. Ummmæli, sem höfð em eftir utanríkisráðherra Noregs, Thorvald Stoltenberg, í Dagblaðinu 1. júní síðastliðinn, um að enginn ,hafí vitað að íslandingar ætluðu að bera fram „tillöguna" fá heldur ekki staðist. Þvert á móti höfðu íslendingar þegar lagt í það tölu- verða vinnu á undanfömum mánuð- um, jafnt innan Atlantashafsbanda- lagsins sem utan, að kynna sjónar- mið sín til afvopnunar á höfunum. Hafi norskum embættismönnum láðst að koma upplýsingum um málið á framfæri við yfirvöld í Osló er tæplega við íslendinga að sakast í því efni. Niðurstöður leiðtogafundarins hljóta að vissu leyti að vera sér- stakt ánægjuefni fyrir íslendinga. Nái tillögur bandalagsins fram að ganga um skjótan árangur í viðræð- unum í Vín um niðurskurð hefð- bundinna vopna mun það vafalítið verða til að greiða fyrir því sem ég hef kosið að nefna „næsta áfanga" í afvopnunarmálum. Vert er að hafa hugfast að daginn fyrir leið- togafundinn hafði Atlantshafs- bandalagið ekki gert ráð fyrir að ákveðnar tegundir vígbúnaðar, svo sem orrustuflugvélar og þyrlur, yrðu taldar með í fyrstu samningum í Vín. Meiri skriður er nú kominn á afvopnunarmálin en dæmi eru til um í áraraðir. Þrátt fyrir að af- vopnun á höfunum sé ekki á for- gangslista bandalagsins í dag getur enginn sagt til um hvað morgun- dagurinn kann að bera í skauti sér. Mest er um vert að íslendingar hafa tekið ákveðið frumkvæði að því að um málið verði fyallað í hópi þeirra ríkja sem samleið eiga með þeim í vamar- og öryggismálum. Höfundur er utanríkisráðherra. Forsetaembættið fær Chevrolet EMBÆTTI forseta íslands er að fá nýjan bíl um þessar mundir og verður sá bíll númer tvö. Bif- reiðin er af gerðinni Chevrolet Caprice Classic Brougham og kemur í stað níu ára gamals bíls af gerðinni Buick Electra. Hinn nýi forsetabíll kostar ná- lægt 2,6 milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum frá umboðinu, Bílvangi hf. Ástæða þess að keyptur er bíll af þessari tegund er sú, að sögn Komeslíusar Sigmundssonar for- setaritara, að Alþingi ætlaði 2,1 milljón króna á fjárlögum þessa árs til að endumýja bifreiðaflota emb- ættisins. Til viðbótar þeirri upphæð kemur það fé sem fæst fyrir gamla bílinn, þegar hann verður seldur á uppboði hjá Innkaupastofnun ríkis- ins, en það er aætlað 300 til 400 þúsund krónur. Því hafí þessi bif- reið verið keypt, þar sem verð henn- ar er innan þess ramma sem fjárráð embættisins leyfa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.