Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 24
24 686Í mUL .9 SUöÁQUtCOH^Í ðlðAJSMUí^SDM MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JtM 1989 ’ Mótmælafundur á ísafírði gegn skerðingu veiðiheimilda og kvótakerfí: Atvinnuvegir lagðir í rúst Ófegrar lýsingar fimdarmanna á afleiðingum kvótakerfisins fyrir Vestfírðinga Vestfirðinga, heldur allra íslend- inga um leið. Þetta er líka í sam- ræmi við fyrstu grein laganna um VITLEYSA, reglugerðafargan, atvinnuvegir lagðir í rúst, helstefna, þetta eru nokkur af þeim orðum sem ræðumenn höfðu um kvótakerf- ið og afleiðingar þess á mótmælafundi gegn kerfinu á ísafírði síðast- liðinn laugardag. Öll verkalýðs- og sjómannafélög á Vestflörðum, félag útvegsmanna og skipsfjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan, efiidu til fúndarins. Allir fimm þingmenn Vestfirðinga komu á fúnd- inn, sem var fjölsóttur. Komu menn hvaðanæva af Vestflörðum og fiskvinnslufólk fjölmennti með mótmælaspjöld, þar sem það krafðist þess, að halda vinnu sinni. Markmið fúndarboðenda var að sýna fram á styrk og samstöðu Vestfirðinga og ná fram leiðréttingu á aflakvót- anum. Sjávarútvegsráðherra var boðaður á fúndinn, en komst ekki og sendi fúlltrúa sinn. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt í lok fundarins: „Fundur hald- inn í Alþýðuhúsinu á ísafirði þann 3. júní 1989, mótmælir harðlega síendurteknum skerðingum stjóm- valda á fiskveiðiheimildum flórð- ungsins. Fiskimiðin eru sú auðlind sem Vestfirðingar byggja alla sína afkomu á. Því felur fiindurinn fund- arboðendum að fylgja því eftir að hlutlaus heildarúttekt verði gerð á áhrifum kvótakerfisins á veiðiheim- ildir Vestfirðinga. Niðurstaða þeirr- ar úttektar verði síðan grundvöllur áframhaldandi aðgerða. Fundurinn fagnar ályktun Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 29. apríl 1989, þar sem lagt er til að kvótakerfið verði afnumið." Fyrst var það þorskurinn Reynir Traustason formaður Bylgjunnar setti fundinn með ávarpi. Hann sagði ástæður fundar- ins vera viðvarandi skerðingar á veiðiheimildum Vestfirðinga. „... skerðingar sem við höfum mátt búa við frá upphafí kvótakerfisins. Fyrst var það þorskurinn, síðan grálúðan og þorskurinn." Reynir bar saman þorskafla Vestfirðinga og Austfirðinga. „Hlutdeild okkar í heildarþorskveið- um leikur í dag á bilinu 14 til 15 prósent en fór hæst í frjálsri sókn í 18,5 prósent. Til glöggvunar má PHILCO W 393 ÞVOTTAVÉLIN NÚNA Á MJÖG GÓÐU VERÐI • Þvottakerfi við allra hæti, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • 1000 snúninga vinda • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleðsla: 5 kg (af þurrum þvotti) • Sparnaðarrofi • Tekur inn bæði heitt og kalt vatn • Ryðfrítt stál á ytri og ínnri belg • H:85, B:59.5, D:55cm. Verð kr. 49.880,- 47«° Heimilistæki hf MM sattutútgxoK' geta þess að hlutdeild Austfirðinga í þorskveiðum hefur aukist að sama skapi og er 1988 samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskifélagi íslands 16,8 prósent, en var á bilinu 10 til 12 prósent í frjálsri sókn. Þetta þýðir á einföldu máli að 1987 er fýrsta árið frá upphafi sem Austfirðingar hafa borið meiri þorsk á land en Vestfirðingar. Mesta seinni tíma áfall sem Vestfirðingar hafa orðið fyrir af völdum kerfisins er þó tvímælalaust skerðing grálúðukvót- ans í ár, þar sem einstök skip á Vestfjörðum missa úr kvóta sínum allt að 500 tonnum af grálúðu á ári. Menn geta svo hver fyrir sig spáð í það hvert þau tonn fara. Undir þessu ranglæti viljum við fundarboðendur ekki sifja þegjandi og höfum þess vegna blásið til and- stöðu við kerfi sem frá upphafi hefur verið okkur óvinveitt." Ekki enn hrun Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri talaði fyrstur framsögumanna. Hann rakti aðdraganda kvótakerf- isins. „Lög og reglur um stjómun fiskveiða hafa á hveijum tíma orðið til vegna þess að talið hefur verið að fískstofnar, einn eða fleiri, væru i hættu vegna of mikillar veiði. Svartar skýrslur fiskifræðinga hafa varað við ofveiði og hruni fisk- stofna. Sem betur fer hefur ekki enn komið fram hrun í neinum af okkar botnfisktegundum. Þær stjómunarleiðir sem við höfum tek- ið upp em afleiðing spádóma Haf- rannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðunum. Auðvit- að emm við sammála því göfuga markmiði að nýta fiskstofna á sem arðbærastan hátt. Við höfum hins vegar alltaf stokkið á einhveijar lausnir í hræðslukasti, vegna svartra skýrslna frá Hafrannsókn- arstofnun, og þar er ég engin und- antekning. Síðan tekst okkur illa að ná aftur áttum og setjum skömmtunarkerfi og einstaklings- höft. Höftin teljast nauðsynlegust af öllu sem upp er fundið.“ Of stór floti „Það liggur hins vegar fyrir að fískveiðum verður að stjóma á næstu ámm og sennilega um alla framtíð," sagði Guðjón. „Það er hins vegar ekki sjálfgefið, að þar eigi að byggja á kvótakerfi á ein- stök skip. Eg tel það hins vegar líklegt, að sú verði niðurstaðan. Vandinn liggur í því að skammta réttlætið og koma í veg fyrir að kerfið leiði til þess að mönnum verði mismunað. Flotinn er of stór og getur hæglega aflað meira en hann fær að veiða ár hvert. Fullnýta þarf allan flotann, jafnt innan sem utan landhelginnar." Síðan sagði hann: „Best væri að stýra flotanum með sókn í eitt til tvö ár, láta alla raða sér sjálfa upp á nýtt, eftir getu. Þá aðferð má auðveldlega útfæra án þess að ganga um of á fiskstofnana.“ Tökum tillögum fískifræðinga með varúð „Ég hef ekki séð nein þau hættu- merki í þorskstofninum," sagði Guðjón, „að við væmm að ganga frá honum og þess vegna held ég að við getum leyft okkur þann ms munað, að taka tillögum fiskifræð- inga með þeirri varúð að vega þær á reynslunni sem er til margra ára- tuga og skoðað hvað þorskstofninn hefur getað gefið af sér.“ Guðjón gagnrýndi enn frekar fiskveiðistjómunina þegar hann kom að grálúðuveiðunum og sýndi dæmi um kvótaskiptinguna þar. „Ég bý þama til skip númer eitt, sem ég kalla Amlóða. Árið 1988 veiddi þetta skip 40 tonn af grá- lúðu, en hefur heimild til að veiða 550 tonn á þessu ári, ef það er á sóknarmarki. Svo kemur skip núm- er tvö, ég kalla það Bjargálna. Það var 1988 með 550 tonn og fær að veiða áfram 550 tonn í sóknar- marki. Svo kemur skip númer þrjú, sem heitir þama Duglegur. Hann veiddi 1.500 tonn 1988, en fær að veiða í sóknarmarki 550 tonn.“ Eini grundvöllur vestfírskra byggða Einar Oddur Kristjánsson rakti í á lífskjör sín og afkomu undir sjáv- arútveginum.“ Hann rakti tvær megin röksemd- ir kvótamanna. „Sú fyrri var að með afmörkuðum kvóta á skip væri miklu auðveldara að ná markmiðum stjórnvalda um takmörkun á afla hverrar tegundar. í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur er ljóst að þetta hefiir reynst hið herfíleg- asta bull. Öll árin hefur veiði á þeim tegundum farið stórkostlega fram úr áætlun stjómvalda, svo stórkostlega að það munar tug- þúsundum tonna af til dæmis þorski á hveiju einasta ári. En það hafði einmitt tekist all þokkalega áður en kvótafyrirkomulagið var sett á til að ná markmiðum stjómvalda," sagði Einar Oddur. „Hin aðal röksemdarfærslan var sú að lögin um fiskveiðistjómun frá 1976 mundu ekki ráða við stækkun fiskiskipaflotans, en það mundi kvótakerfíð gera af sjálfu sér. Þetta var að því leyti rétt, að að físki- fiskveiðistjórnun, en þar segir að fiskistofnamir í sjónum séu sam- eign þjóðarinnar allrar og þjóðin nýtir þessa sameign sína á engan hátt annan betri en að hámarka virðisauka veiðanna. Þetta baráttu- mál okkar Vestfirðinga sem skiptir okkur í raun lífi og dauða er því í raun og vem hagsmunamál þjóðar- innar allrar.“ Spyrnum við fótum Sveinbjöm Jónsson oddviti á Suð- ureyri hóf mál sitt með ósk um samstöðu Vestfirðinga. „Það er vonandi að við Vestfirðingar bemm gæfu til að sameina kraftana og spyma all myndarlega við fótum gegn þeirri vá sem hefur verið að herða á okkur tökin, hægt og ró- lega, en einnig markvisst, og að því er virðist óstöðvandi undanfarin ár. Þar á ég að sjálfsögðu við kvó- tann svonefnda." Sveinbjöm gagnrýndi harðlega viðhorf, sem sjávarútvegsráðherra hefur látið uppi, að Vestfirðingar fái að veiða of mikinn karfa og nauðsynlegt sé að grípa þar í tau- mana. „Sannleikurinn er sá, að fyrst urðu Vestfirðingar að láta af hlutdeild í þorskveiðum þegar þeir vora settir inn í heild, norðursvæðið svokallaða. Síðan hefur hver ein- asta breyting sem gerð hefur verið Morgunblaið/ÞJ Vestfirðingar fylltu Alþýðuhúsið á ísafirði þegar öll verkalýðs- og sjómannafélög í fjórðungnum blésu til mótmælafúndar gegn skerðingu veiðiheimilda og kvótakerfi. Allir þingmenn kjördæmisins komu á fúndinn og sjást hér á fremsta bekk. upphafi máls síns aðdraganda þess, að Vestfirðingar hefðu ávallt verið andvígir kvótakerfinu. „Menn sáu það í hendi sér að með því að út- deila ákveðnu veiðimagni á ákveðið skip, mundu smám saman verða að engu gerðir þeir möguleikar Vestfirðinga að njóta náttúmlegrar staðsetningar sinnar. Bolfiskveið- amar og vinnslan em í bókstafleg- um skilningi eini gmndvöllur byggðanna hér á Vestijörðum og ef við fáum ekki að njóta staðsetn- ingar okkar, fáum ekki að reyna að keppa að því að ná betri ár- angri en aðrir, þá er því eina sem við höfum umfram aðra kippt frá okkur og þá er ekkert eftir.“ Reglur á reglur ofan Hann sagði grálúðudæmið ekki vera einstakt slys, heldur óaðskilj- anlegur fylgifiskur kerfisins og ekki dugi að ætla að lappa frekar upp á það. „Það verða settar reglur á reglur ofan, gefnar út nýjar og nýjar reglugerðir, reglum verður breytt, reglur verða afnumdar og svo verða settar enn nýjar reglur og alltaf verður árangurinn sá sami, kerfið verður flóknara og flóknara, það verður óréttlátara og óréttlát- ara, vitlausara og vitlausara og það sem verst er þó af öllu, að tjónið, sem öll þjóðin þarf að bera að lok- um, hið gífurlega efnahagslega tjón, það mun vaxa og vaxa. Þjóðin skipaflotinn hafði haldið áfram að vaxa og lögin frá 1976 náðu ekki til þess að stýra stærð hans. En, fullyrðingar þeirra kvótamanna um að kerfið sjálft mundi sjá til þess að flotinn stækkaði ekki hefur því miður reynst hin ömurlegasta blekking. Sannleikurinn er sá að stærð flotans og afkastageta hans hefur aldrei aukist hraðara en ein- mitt nú hin síðari 'ár, eftir að núver- andi kerfi var tekið upp.“ Einar Oddur sagði að setja verði lög um stærð og afkastagetu fiski- skipaflotans og stofna til þess úreld- ingarsjóð, að hægt væri að fækka skipum, menn verði að sætta sig við það, að núverandi floti fái lög- gildingu til fiskveiðanna og nýir aðilar fái þar ekki aðgang, nema að kaupa þau skip sem fyrir em. Þá ræddi hann um hagkvæmni veiðanna og sagði einungis hægt að tryggja hámarks hagkvæmni með því að einstaklingar fengju að njóta sín og keppa um að ná aflan- um. Hann lauk máli sínu með þess- um orðum: „Þessi heimur er harður og við skulum aldrei láta það henda okkur að biðja einn eða neinn um nokkra miskunn eða hjálp. Búseta hér, sem á að byggjast á ölmusum er fráleit. Með þessari kröfu um að fá að keppa emm við ekki að taka neitt frá neinum, heldur viljum við fá að sýna að við getum gert bet- ur, gert veiðamar hagkvæmari og þannig bætt lífskjör, ekki eingöngu á þessum hlutföllum verið til þess að minnka aftur yfirburði sem þeir höfðu fyrir. Þegar karfinn varð verðmætur, þá þotti kominn tími til að spyma við fótum gegn því að þeir sæktu í hann, þá daga sem þeir annars hefðu orðið að liggja í landi, þeir áttu jú að Iiggja í höfn og þess vegna varð að breyta því til fyrra horfs, en þá höfðu aðrir stundað karfaveiðar. Núna em síðustu fréttir sem þið hafið fengið að sjá, um grálúðuna. Og með ein- dæmum eins og menn hafa séð hér.“ Hann kvaðst eiga von á að næst yrði steinbíturinn tekinn af Vestfirðingum. Fyrir dómstóla Sveinbjöm vitnaði til skýrslu sem hann hafði áður skrifað um þessi mál og sagði: „Ég er þeirrar skoð- unar að ef áframhald verður á slíku óréttlæti, eigi Vestfirðingar að leita réttar síns fyrir dómstólum, jafnvel á alþjóðavettvangi ef ekki dugir annað. Það yrði gaman fyrir Breta og Þjóðveija að fylgjast með slíkum málarekstri. Sannleikurinn er sá að það er löngu orðið tímabært fyrir Vestfirði að láta reyna á þetta kerfí.“ Sveinbjörn sagði stjórnmála- mönnum og kerfiskörlum ekki treystandi fyrir því valdi að útdeila gæðunum. „Auk þess get ég ekki séð ástæðu til að ætla, að það sé annað siðgæði sem vakir yfir gjörð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.