Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 30
18 30 e861 ÍWJL .9 flUOACltJLGIflq fflQAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Perú: Llosa í for- setaframboð Arequipa, Perú. Reuter. MARIO Vargas Llosa, kunnasti rithöfundur Perú, var á sunnu- dag tilnefndur frambjóðandi kosningabandalags mið- og hæg- riflokka við forsetakosningar í apríl á næsta ári. Á útifundi í Arequipa, sem er næststærsta borg Perú, í gær, sagði Vargas Llosa, að næði hann Iq'öri myndi hann sjálfur leiða baráttuna gegn skæruliðum vinstrimanna. „Herinn mun fá öll þau vopn, sem hann þarf til að vinna stríðið við skæruliða og uppræta starfsemi þeirra," sagði hann. Talið er að nálægt 15 þúsund manns hafi verið Sovétríkin: Reuter Vargas Llosa felldir í átökum við skæruliða maó- ista eða týnt lífi vegna ofbeldisverka þeirra. Bretland: Lyflablanda vinnur bug á leghálskrabba Daily Telegraph BRESKIR læknar hafa skýrt frá nq'ög árangursríkri meðferð við leghálskrabbameini en í Bretlandi verður það árlega 2.000 konum að aldurtila og gerist æ algengara meðal unglingsstúlkna. Er um að ræða blöndu þriggja lyQategunda en með henni hefur tekist að lækna 70% þeirra kvenna, sem hana fengu og áttu annars dauðann einn vísan. Mörg hundruð farast í gífurlegu lestarslysi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, gaf í skyn á fulltrúaþingi Sov- étríkjanna að yfir 600 manns hefðu farist í einhveiju mesta lestar- slysi sögunnar í ÚralQöllum á laugardag. Margir hinna látnu voru börn á leið í sumarbúðir við Svartahaf. Slysið varð með þeim hætti að leki kom að gasleiðslum í eins kílómetra fjarlægð frá jámbrautar- teinunum og sprenging varð vegna neistaflugs frá lestunum rétt fyrir hádegi að sovéskum tíma á laugardag. Ízvestía, málgagn sljóm- valda, sagði að þorpsbúar í gTennd við slysstaðinn hefðu fúndið gaslykt löngu áður en sprengingin varð. Sprengingin var svo öflug að rúður splundruðust í húsum borgarinnar Asha í um 15 km ijar- lægð. Míkhaíl Moisejev, forseti sovéska herráðsins, sagði í viðtali við Tass-fréttastofuna að yfir 400 manns hefðu farist í slysinu og um 600 manns slasast. Yfirvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær og fúndi fúll- trúaþingsins var siitið. Opinberir embættismenn sögðu að 1,200 manns hefðu verið í lestun- um tveim sem mættust um 70 km austur af borginni Ufa í Úralfjöll- „Konur, sem áttu aðeins nokkrar vikur ólifaðar, eru nú, fjórum árum síðar, við hestaheilsu og engin merki krabbameins finnanleg," sagði dr. George Blackledge, sem starfar við rannsóknamiðstöð há- skólans í Birmingham, og bætti því við, að lyfið hefði litlar og skammæjar aukaverkanir. Rúmlega 100 konum, sem voru svo langt leiddar, að þeim var ekki unnt að hjálpa með uppskurði eða geislun, var gefin lyfjablandan en hún samanstendur af lygunum Ifos- famide, Bleomycin og Cisplatin. Fengu þær lyfíð í þijá daga í senn vikulega um sex vikna skeið. Mjög hljótt hefur farið um þessar tilraunir en vísindamennimir sex, sem að þeim hafa unnið síðastliðin fjögur ár, starfa við rannsókna- stöðvar í Birmingham, Gateshead, Southampton og London. Hefur nú verið frá þeim skýrt á alþjóðíegri ráðstefnu í San Fransiseo. „Konur, sem áður máttu horfast í augu við dauðann, hafa fengið nýja lífsvon,“ sagði dr. John Bux- ton, kvensjúkdómalæknir á Sjúkra- húsi Elísabetar drottningar í Birm- Evrópubandalagið: Eftirlit með bókunarkerfi ingham. „Ef fljótt næst til sjúkling- anna er unnt að bjarga allt að 80% þeirra." ERLENT um. Gasský lá yfir svæðinu vegna lekans úr gasleiðslunum og spreng- ing varð þegar lestamar mættust. Gorbatsjov, sem fór á slysstað á sunnudag ásamt Nikolaj Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna, lýsti því fyrir þingfulltrúum að að- koman hefði verið eins og „helvíti á jörð“. „580 manns komust lífs af en margir þeirra vom alvarlega slasaðir og tala látinna á eftir að aukast,“ sagði Gorbatsjov á full- trúaþinginu í gær. Eldar loguðu í lestarvögnum á yfir tveggja kílómetra svæði og skógarsvæði brann til ösku í fjög- urra kílómetra radíus við slysstað. Við sprenginguna fóm 38 farþega- vagnar út af sporinu og að sögn sovésks blaðamanns í borginni Tsjeljabínsk í Úralfjöllum urðu mörg fómarlambanna logunum að bráð og tveir farþegavagnar Khomeini, erkiklerkur í íran, látinn: Ógiiarstj órn heima fyrir og hryðjuverk erlendis Daily Telegraph AYATOLLAH Ruholla Khomeíni, leiðtogi írana, sem lést á laugar- dag á 87. aldursári, var heftidarengill hinnar islömsku trúar holdi klæddur. Síðan hann kom heim úr útlegðinni í Frakklandi árið 1979 hefiir hann beitt sér fyrir hryðjuverkum í Miðausturlöndum og Evrópu, blásið í glæður styrjaldarinnar við Iraka og komið á ógnarstjórn í sínu eigin landi með villimannlegfri túlkun á íslömsk- um lögum. Það, sem fyrst og fremst vakti fyrir Khomeini, var að auðmýkja Bandaríkin og vestræn ríki og hann olli einnig Sovétstjóminni áhyggj- um með því að ýta undir ókyrrð meðal sovéskra múslima. Gíslatök- ur og alls kyns glæpamennsku víða um lönd má á hann skrifa og eitt af hans síðustu verkum í þessum dúr var að dæma indverska rithöf- undinn Salman Rushdie til dauða fyrir óhróður um íslamska trú. Aðeins í eitt skipti féllst hann á málamiðlun en það var á sl. ári þegar unnt reyndist að koma hon- Khomeini á írönsku veggspjaldi. um í skilning um, að íranir væru komnir af fótum fram og gætu ekki lengur haldið út stríðinu við íraka. Khomeini var fæddur 24. sept- ember árið 1902 í borginni Kho- mein í Mið-íran og voru faðir hans, afí, eldri bróðir og tengdafaðir allir erkiklerkar eða ayatollar en sá tit- ill útleggst sem „guðsgjöf". Um einkalíf Khomeinis er flest á huldu en sagt er, að hann hafi átt tvær konur og kvænst þeirri fyrri þegar hann var 29 ára en hún 10. 01 hún honum barn aðeins unglingur að aldri en talið er, að hún hafí látist snemma. Reuter Ali Khamenei, nýkjörinn leiðtogi írana: Kuirnur fyrir hóf- semi í skoðunum — en almennt talinn málamiðlun í valdabaráttunni Nikósíu. Reuter. ALI Khamenei, forseti írans, sem á sunnudag var kjörinn eftirmað- ur Ruhollah Khomeini og leiðtogi landsins, er tiltölulega óreyndur stjórnmálamaður og hann hefur að mestu haldið sig utan við valda- baráttuna milli klerkafylkinganna. Haft er eftir heimildum, að Kho- meini hafi sjálfúr bent á Khamenei sem arftaka sinn en flestir líta á kjör hans sem málamiðlun og bráðabirgðalausn. flugfélaga Lúxemborg. Reuter. Samgönguráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna 12 (EB) náðu um helgina samkomulagi um nýjar reglur um tölvubókunar- kerfi flugfélaga (CRS) sem eiga að tryggja drengileg vinnubrögð flugfélaga við skráningu upplýs- inga í kerfúnum, að sögn stjórn- arerindreka. Um 70% allra farpantana fara í gegnum tölvubókunarkerfi, sem flugfélög eiga sjálf. Hafa flugfélög- in möguleika á vissri hlutdrægni við skráningu og framsetningu upp- lýsinga. Koma má í veg fyrir að ferðir annarra flugfélaga birtist á skjánum eða breyta röð upplýsinga viðkomandi flugfélagi í hag. Einnig má láta svo út líta sem ferðir eins flugfélags séu hagstæðari en ann- ars. Að sögn stjómarerindreka eiga hinar nýju reglur EB að spoma gegn misnotkun af þessu tagi í bókunarkerfunum. Samkvæmt nýju reglunum fær framkvæmdastjóm EB vald til þess að fylgjast með bókunarkerfunum og grípa til að- gerða gegn flugfélögum, sem talin væm misnota aðstöðu sína. Khamenei, sem er 49 ára að aldri, hreppti forsetaembættið aðal- lega vegna þess hve mælskur hann er og þeirra vinsælda, sem hann ávann sér með föstudagspredikun- unum í Teheran, en fylkingamar, sem nú hafa sæst á hann sem leið- toga, em annars vegar íhaldsmenn í efnahags- og utanríkismálum og hins vegar þeir, sem vilja slaka nokkuð á klónni og bæta samskipt- in við Vesturlönd. Khamenei em kunnur fyrir hóf- samar skoðanir á flestum málum eftir því sem gerist í íran og hann hefur lagt áherslu á aukið hlutverk einkaframtaksins í efnahagslífinu. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann var kosinn en margir höfðu búist við, að háttsettari klerkur yrði fyrir valinu. Raunar hafði Kho- meini áður tilnefnt erkiklerkinn Hossein Ali Montazeri sem eftir- mann sinn en honum var ýtt til hliðar í mars sl. eftir að hann hafði farið hörðum orðum um ástand mannréttindamála í landinu. Khamenei er fæddur 15. júlí árið 1939 í borginni Mashhad í Norð- austur-íran og stundaði þar nám í arabísku, rökfræði og lögvísi. Hann er mikill unnandi persneskra bók- mennta en guðfræðinámið stundaði hann í Najaf í írak og síðar undir Reuter Ali Khamenei, eftirmaður Kho meinis. handleiðslu Khomeinis í borginni Qom. Hann hóf sín fyrstu afskipti af andspymunni gegn keisaranum upp úr 1960 og var fyrst hand- tekinn 1963 fyrir að bera boð frá Khomeini. í ævisögu hans segir, að hann hafí alls setið sex sinnum í fangelsi keisarastjórnarinnar fram til 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.