Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 16
HÁTÍÐARHÖLD Á SJÓMANNADAGINN: Kappróður í Reykjavíkurhöfn. Reykjavík: Fimm voru sæmd heiðurs- merki sjómannadagsins Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavik semn annars staðar á landinu. Hátiðarhöldin hófiist á því að fánar voru dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn og minningarguðsþjónusta um drukkn- aða sjómenn var haldin í Dómkirkjunni. Boðið var upp á skemmtisigl- ingu um sundin með hvalbátum, en útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn hófiist kl. 13.30. Hátíðarhöldin við höfnina voru flölbreytt og hófust á leik lúðrasveit- ar Reykjavíkur, sem lék sjómanna- lög. Samkoman var sett kl. 14 og það gerði Hannes Þ. Hafstein, for- stjóri Slysavarnarfélags íslands, sem jafnframt var þulur og kynnir dags- ins. Fyrstur flutti ávarp Halldór As- grímsson, sjávarútvegsráðherra, fyr- ir hönd ríkisstjómarinnar. Þá héldu einnig tölur þeir Ágúst Einarsson, útgerðarmaður í Reykjavík og Guð- jón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands. Guðjón sagði meðal annars í ávarpi sínu, að sú ríkisforsjá, sem nú gætti á öllum sviðum þjóðlífsins, hvort sem væri í kjarasamningum, fiskverði eða fiskveiðum, ætti engan rétt á sér og yrði að vinna að því að hún hyrfi að mestu. Hann vék að fiskverði, sem hann sagði að ætti að vera fijálst. Verð- lagsráð ætti að miðla upplýsingum milli manna um þróun fískverðs eftir tíma og stöðum, svo menn hefðu eitt- hvað að byggja á, þegar samið væri um verð á frjálsum grundvelli miðað við framboð og eftirspum, en sagði að hann gæti ekki séð að Verðlags- ráð ætti að halda áfram að ákveða lágmarksverð. Þá ræddi Guðjón meðal annars um menntamál og sagði að það væri mjög knýjandi að örva að nýju áhuga ungs fólks til menntunar í sjómanna- skólum landsins. Snúa þyrfti þeirri þróun við að meirihluti þeirra, sem færi í framhaldsnám, væri að stunda nám sem leiddi þá frá undirstöðu þjóðfélagsins, sjávarútveginum. Jóhann Páll Símonarson, háseti, gaf tvo verðlaunabikara, sem hann óskaði eftir að yrðu veittir sem viður- kenning fyrir sérstaka árvekni í ör- yggismálum kaupskipa og fiskiskipa. Fyrir valinu þetta fyrsta ár varð tog- arinn Vigri RE og flutningaskipið Kyndill. Skipstjórar skipanna, þeir Steingrímur Þorvaldsson og Ingvar Friðriksson, tóku við bikurunum, sem eru farandbikarar og skulu veittir í 10 ár, eða I síðasta skipti 1998. Að því loknu verða þeir í vörslu sjó- mannadagsráðs. Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs, kvað þessa gjöf gleðja sig mjög, því hún sýndi að borið hefði árangur sá áróð- ur sjómannasamtaka að árverkni, kunnátta og þekking á skipum og búnaði þeirra væri grundvöllur þess að fyllsta öryggis væri gætt. Það væri sérstaklega ánægjulegt að há- seti í íslenska flotanum hefði ákveðið að gefa þessa bikara sjálfur. Pétur Sigurðsson heiðraði aldraða sjómenn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Heiðursmerkin hlutu fimm manns. Ámi Jón Konráðsson hóf sjómennsku árið 1948 og hefur því stundað sjóinn í 41 ár, lengst af á togurum. Hann var staddur við skyldustörf á hafí úti á sjómannadag- inn og tók eiginkona hans, Helga Helgadóttir, við viðurkenningunni fyrir hans hönd. Garðar Pálsson, fyrrverandi skipstjóri, hóf sjó- mennsku 1939. Hann hefur verið starfsmaður Landhelgisgæslunnar í rúm 40 ár og tekið þátt í öllum þorskastríðum íslendinga, beint eða óbeint. Jón Öm Ingvarsson, vélstjóri, starfaði 52 ár til sjós, meðal annars á skipum Ríkisskipa. Hann starfaði óslitið við sjómennsku á skipum Sam- bands íslenskra samvinnufélaga frá 1953 til 1986. Samúel Kristinn Guðnason hóf sjó- mannsstörf 14 ára vestur á SÚganda- fírði og hefur stundað sjóinn í 51 ár. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum 1955 og fór þá til starfa á bátaflotann, ýmist sem stýrimaður eða skipsljóri. Síðustu 20 árin hefur hann verið á ms Fífli GK 54 og er þar enn. Þá var einnig heiðruð frú Laufey Halldórsdóttir. Hún var fyrsti for- maður Kvenfélagsins Öldunnar og gegndi því starfi í 12 ár. Kvenfélag- ið styrkti meðal annars bamaheimili Sjómannadagsins og átti dijúgan þátt í uppbyggingu orlofshúsa sjó- mannafélaga í Grímsnesi. Laufey var sæmd æðsta heiðursmerki Sjó- mannadagsins í Reykjavík, gullmerki Sjómannadagsins. Klukkan 14.45 hófst kappróður í Reylq'avíkurhöfn og var keppt í karla- og kvennasveitum. Þá sýndu félagar í björgunarsveit Slysavarnar- félagsins hinn nýja björgunarbát fé- lagsins, Heniý Hálfdánarson. Auk þess gátu gestir skemmt sér við að horfa á sund, koddaslag og fleira. Á sjómannadaginn í Reykjavík voru veittar viðurkenningar og aðldraðir sjómenn heiðraðir. Lengst til vinstri á myndinni eru Ingvar Sigurðsson, skipsljóri á Kyndli og Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra, sem tóku við viðurkenningum fyrir sérstaka árvekni í öryggismálum kaupskipa og fiskiskipa. Þeim næstur er Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs og við hlið hans er Laufey Halldórsdótt- ir, sem hlaut æðsta heiðursmerki sjómannadagsins fyrir störf að félagsmálum. Þá er Helga Helgadótt- ir, sem tók við heiðursmerki sjómannadagsins fyrir hönd eiginmanns síns, Árna Jóns Konráðssonar. Loks eru þrír sjómenn, sem heiðraðir voru fyrir störf sín, þeir Garðar Pálsson, Jón Örn Ingvarsson og Samúel Kristinn Guðnason. Keflavík: Viðurkenningar fyrir sjómennsku og björgunarafrek Keflavík. Hátiðarhöld sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum hætti i Keflavík, þó með þeirri undantekningu að verðlaunum aflakóngs á nýlokinni vertíð var ekki úthlutað þar sem forsendur væru brostnar vegna kvótakerf- isins. Svavar Óskarsson vara- formaður Vélstjórafélags Suður: nesja flutti hátíðarræðuna. í ræðu sinni talaði Svavar um vert- íðina sem hefði verið gjöful þrátt fyrir erfiða tíð. En þrátt fyrir ágætan afla ætti útgerð og fisk- vinnsla í vök að veijast vegna geysimikils Qármagnskostnaðar, fískveiðiskip væru seld í burtu í stórum stíl ásamt dýrmætum kvóta. Á sama tíma tútnuðu bankastofnanir út af gróða og með sama áframhaldi væri mark- visst verið að leggja útgerð og fiskvinnslu af. Þrír sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni, þeir Magnús Bergmann skipstjóri, kenndur við Fuglavík á Miðnesi, Sigurður Hallmannsson, vélstjóri úr Garði og Ámi Gunnar Sveinsson einnig úr Garði. Þá fékk Oddur Sæmundsson skipstjóri á Stafnesi KE viðurkenningu fyrir björgunarafrek, en Oddi og skips- höfn hans tókst, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, að bjarga Pétri A. Stein- þórssyni, skipveija á Ágústi Guð- mundssyni GK, sem féll útbyrðis af báti sínum 18. janúr s.l. Síðan fór fram skemmtidagskrá, þyrla Landhelgisgæslunnar kom og sýndi björgun úr sjó ásamt Hjálpar- sveit skáta í Njarðvík og Björgunar- sveitarinnar Stakks í Keflavík sem einnig sýndi björgun með fluglínu- tækjum. Þá var keppt í kappróðri, stakkasundi og í koddaslag. Auk þess fór Stafnes KE og Happasæll KE í stutta skemmtisiglingu með bæjarbúa. Fremur kalt var í veðri og var þátttaka í hátíðarhöldunum með minna móti. BB Sandgerði: Gáfii land undir safti- aðarheimili Sandgerði. Hátíðarhöld sjómannadagsins í Sandgerði hófust með guðs- þjónustu í slysavarnarhúsinu kl. 10.30. Að henni lokinni var farið upp á Landakotstún, þar sem Öskar Árnason tók fyrstu skóflu- stungu að verðandi safiiaðar- heimili Hvalsnessóknar, en hann og systkini hans, þau Árni Árna- son og Sigríður Amadóttir gáfii af miklum rausnarskap rúmlega 3000 fermetra land undir starf- semi þessa. Vonandi verður þessi gjöf syst- kinanna hvati fyrir fyrirtæki og ein- staklinga í Miðneshreppi til að leggja sitt af mörkum með vinnu og framlögum, svo að safnaðar- heimili þetta rísi sem fyrst, öllum til gagns og ánægju. Að öðru leyti fóru hátíðarhöldin fram með hefðbundnum hætti og var þátttakan góð, þrátt fyrir kalsa- veður. Þeim lauk svo með dansleik í samkomuhúsinu, sem hófst kl. 22. -SB. Morgunblaðið/ÞJ Ölver við Óshyrnu Sexæringurinn Ölver siglir hér þöndum seglum úti fyrir Bolungarvík og fyallið Óshyma trónir að baki. Bátur þessi heimsótti Bolvíkinga síðastliðinn laugardag í tilefni af 50 ára afmæli Sjómannadagsins þar. Ölver var smíðaður fyrir fyrir Byggðasafn Vestfjarða árið 1941 og siglir hér í fyrsta sinn. Við stjómvölinn er gömul aflakló úr Bolung- arvík, Sigurgeir Sigurðsson, og hefur með sér í áhöfninni unga menn sem læra þamá verktök forfeðranna. Sexæringar sem þessi vom helstu róðraskip Vestfírðinga fram á þessa öld og var á þeim sótt í hákarl alla leið út á Hala. Það er við hæfi að Ölver sigli undan Ós- hymu, þar sem elsta verstöð landsins hefur verið endurbyggð við rætur fjallsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.