Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Netaveiðin í Hvítá: Rúmlega 20 laxar komnir á land á Hvítárvöllum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ólafur bóndi á Hvítárvöllum í vitjun með góðan afla. VEIÐI hefiir verið heldur dræm í Hvítá í Borgarfirði það sem af er þessu veiðitímabili. A fimmtu- dagsmorguninn komu sjö laxar á land hjá Ólafi Davíðssyni á Hvítárvöllum þrátt fyrir að mikið væri í ánni og hún gruggug. Voru laxamir 8 til 12 pund að stærð. Ólafur hafði lagt 6 net af 10, en vegna þess hve mikið vatn hefiir verið í ánni hafði hann ekki getað lagt þau eins langt út og hann er vanur. Þegar netin voru tekin upp fyrir helgina voru rúmlega 20 laxar komnir á land á Hvítárvöllum. Netin verða lögð aftur í dag. Ekki stöldruðu laxamir lengi við hjá Ólafi því Júlíus Jónsson kaup- maður í versluninni Nóatúni í Reykjavík beið á bakkanum og keypti þá alla. Hann hafði lofað að útvega tveimur konum í Reykjavík lax fyrir kvöldið og lagði á sig ferð upp í Borgarfjörð til þess að geta / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 6. JUNI YFIRLIT í GÆR: Hæg breytileg átt var á landinu. Léttskýjað var um allt vestanvert landið og einnig víða á Norðurlandi, en Austan- lands var skýjað og þoka á austfjörðum. Hiti var 4-12 stig, hlýjast á Suðurlandsundirlendi. SPÁ: Sunnan- og suðaustankaldi og dálítii rigning um vestanvert landið, en sunnan- og suðvestangola eða kaldi og skýjað með köflum um landið austanvert. Hiti 8 til 14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustlæg átt, skýj- að og dálítil rigning við suður- og vesturströndina, en þurrt og sums staðar léttskýjað á Norðurlandi. Hiti 7-14 stig. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 9 léttskýjað Bergen 15 skýjað Helsinki 21 hilfskýjað Kaupmannah. 15 lóttskýjað Narssarssuaq 7 rigning Nuuk 3 rigning Osló 14 rigning Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 12 skýjað Barcelona vantar Berlín 17 hálfskýjað Chicago 13 alskýjað Feneyjar 18 alskýjað Frankfurt 9 skúr Glasgow 12 skúr Hamborg 13 alskýjað Las Palmas vantar London 16 skýjað Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 8 skúr Madríd vantar Malaga 27 hálfskýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 15 skýjað New York 18 skýjað Orlando 25 hálfskýjaö París 18 skýjað Róm 20 skýjað Vfn 19 skýjað Washington v 22 alskýjað Winnipeg vantar orðið við þeim óskum. Laxabændur við Hvítá hafa sam- ið við Veiðifélag Borgarfjarðar um að friða svæðið einn föstudag í mánuði. í staðinn verður 191.000 smáseiðum og 7.500 gönguseiðum sleppt í ána í sumar. Nýr sendiherra Banda- ríkjanna tilnefndur Bandaríkjaforseti hefir tilnefiit Charles E. Cobb jr. sendiherra á íslandi í stað Nicliolas Ruwe, sem verið hefir sendiherra Banda- rílganna á íslandi frá 1985 og hefir ríkisstjóm íslands samþykkt tilnefninguna. Charlgs Cobb hefir verið aðstoð- arráðherra í viðskiptamálaráðu- neytinu síðan 1987 og farið með ferðamál. Hann hefur stjórnað við- leitni Bandaríkjastjómar til að auka flölda erlends ferðafólks til lands- ins. Áður gegndi Cobb embætti aðstoðarráðherra, sem sneri að af- skiptum af auknum útflutningsvið- skiptum. Hann var fulltrúi Bandaríkja- stjómar við Út- og innflutnings- bankann, en sú stofnun sér m.a. um_ fjárfestingar erlendis. Á ámnum 1984-87 var Charles Cobb formaður og aðalfram- kvæmdastjóri Disney Development Company, sem er angi af Disney félaginu. Á árunum 1980-1984 starfaði hann við stjóm ýmissa stór- fyrirtækja t.d. Penn Central, sem veltir um 3 milljörðum dollara ár- lega og hefir hann um 40.000 starfsmönnum á að skipa....... Charles Cobb stundaði nám við Stanfordháskólann á ámnum 1954-58 og aftur 1960-62. Hann lauk BA- og MBA-prófum við þá stofnun. Charles F. Cobb var valinn, sem þátttakandi. í grindahlaupi í ólympíusveit Bandaríkjanna 1960. Hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf á mörgum öðmm sviðum t.d. í starfi fyrir mótmælendatrúfélög. Hann er yfir- lýstur stuðningsmaður Repúblik- anaflokksins. Eiginkona hans, Sue McCourt Cobb, er lögfræðingur. Þau eiga tvo syni, Christian McCourt, fæddan 1963, sem er húsameistari og Tob- in Tempelton nema fæddan 1964. Eins og lög gera ráð fýrir verður útnefningin í sendiherraembættið lögð fyrir Bandaríkjaþing til sam- þykkis, eða andmæla en það er ekki búist við að það verði nein töf á samþykki þingsins. Fríkirkjan: Séra Cecil hlaut lögmæta kosningu KJÖRSTJÓRN Fríkirkjusafiiaðar- ins hefiir úrskurðað séra Cecil Haraldsson löglega kjörinn prest safiiaðarins eftir að hann hlaut ® hluta greiddra atkvæða í prests- kosningu um helgina. Séra Cecil var einn í kjöri. Á kjörskrá vom 4409. 1151 greiddi atkvæði, eða 26%. Við síðustu prestkosningar var 25% kjörsókn. Séra Cecil hlaut 775 atkvæði, auðir seðlar vom 367 og ógildir 9. Einar Kristinn Jónsson formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar saðgi í samtali við Morgunblaðið að úrslit- in væra ótvíræð og kjörsókn væri svipuð, jafnvel meiri en tíðkast hefði við prestskosningar i söfnuðinum hingað til. Hann kvaðst líta svo á að með þessu væri fengin endanleg niðurstaða í þeim deilum sem geisað hafa innan söfnuðarins frá því að séra Gunnari Bjömssyni var vikið frá í fyrrasumar og að ágreiningur yrði innan tíðar til lykta leiddur í sáttavið- ræðum við stuðningsmenn séra Gunnars. Hann sagði að einn fundur hefði verið haldinn með stuðnings- mönnum séra Gunnars, sem hingað til hefðu ekki gefið svör við sáttaum- leitunum stjómarinnar og i bréfi frá Aðalfundur VSÍ í dag AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn í dag að hótel Sögu og hefst klukkan 10.40 með kjörfundi beinna meðlima. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi. Séra Cecil Haraldsson lögmanni séra Gunnars frá því fyrir kosningar hefði verið litið svo á að hann væri enn réttkjörinn prestur safnaðarins. Nú að loknum kosning- um væri rétt að taka mál þessi til skoðunar að nýju en Einar sagðist engin viðbrögð hafa fengin við úrslit- unum frá stuðningsmönnum séra Gunnars Bjömssonar, sem hvatt höfðu Fríkirkjufólk til taka þátt í kosningunum og skila auðu. Að lokinni ræðu formanns VSÍ, Gunnars J. Friðrikssonar, ávarpar Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, fundinn. Þá munu nokkrir aðilar ræða um satnkeppn- isskilyrði íslenskra atvinnuvega. Ólafur Nilsson, endurskoðandi, mun ræða um afkomu í atvinnurekstri, Hannes G. Sigurðsson, hagfræðing- ur, um samkeppnishæfni íslensks atvinnurekstrar, Krislján Jóhanns- son, rekstrarhagfræðingur, um Evrópu og atvinnulífið. Einnig flyt- ur Ema Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri, erindi, sem hún nefnir „I samkeppni um sumarfrí" og Friðrik Pálsson, forstjóri, nefnir sitt erindi „Það em fleiri í heiminum". Þá flytur framkvæmdastjóri VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, skýrslu sína um liðið starfsár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.