Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989' 45 Misminni frá marslokum 1949 Athugasemdir við frásögn Gísla Jónssonar, menntaskólakennara eftirDaníel Daníelsson Til fróðleiks og óblandinnar ánægju les ég að jafnaði hina snjöllu pistla Gísla Jónssonar um íslenskt mál í Morgunblaðinu. Gísli hefur lag á að gera þætti sína skemmtilega aflestrar án þess að það komi í nokkru niður á ná- kvæmni, samviskusemi og hlut- lægni hins agaða fræðimanns. Ein- mitt vegna þessara ríku fræði- mannseiginleika Gísla verður undr- un okkar lesenda hans enn meiri en ella þegar hann afklæðist kufli hins grandvara fræðimanns er hann tekur að skrifa um önnur efni en íslenskt mál og þá sérstaklega um atburðina við Alþingishúsið 30. mars 1949. Fyrir nokkrum árum ritaði Gísli grein í Morgunblaðið um þessa at- burði sem mig minnir að hann nefndi „Ég veit það af því að ég sá það“. Nú 30. mars 1989 ritar Gísli enn um sömu atburði og ef ég man rétt er þar að mestu um að ræða endur- sögn fyrri greinar. Og nú er orðið harla lítið úr var- fæmi, hlutlægni og samviskusemi fræðimannsins. Einn maður, já, sennilega aðeins einn, virðist vita nákvæmlega um allt sem gerðist á Austurvelli þennan dag. Hann veit raunar ekki aðeins um það sem sýnilegt var mannlegum augum, hann veit einnig hinar leyndustu hugsanir manna. Hin lymsku- legustu launráð sprottin úr dýpstu hugarfylgsnum hinna kaldrifjuðu kommúnista les hann jafn auðveld- lega og fyrirsagnir Morgunblaðsins. Og allt þetta vegna þess, að sem þingskrifari, gat hann verið bæði úti og inni. Eða með hans eigin orðum „svifað sér að og frá eftir því sem atburðir gerðust". Eftir að hafa lesið frásagnir Gísla, leitar óneitanlega á hugann hvort hann hafí ekki nokkuð oft svifað sér frá, svo fjarri raunvem- leikanum er fjölmargt í frásögn hans. Svo vill til að ég sem þetta rita var einnig staddur á Austurvelli þennan dag og eins og Gísli Jóns- son fór ég á fund þann sem verka- lýðshreyfingin hafði boðað til fram- an við Miðbæjarskólann en skynjaði þar satt að segja allt annað en Gísli Jónsson. Krafan um þjóðaratkvæði var að sjálfsögðu ekkert yfirvarp, enda Ijóst hveijum hugsandi manni að hér vom að gerast atburðir sem vom líklegir til að verða mun ör- lagaríkari fyrir íslenska þjóð en t.d. lýðveldisstofnunin. Því hvað var konungssamband við vinveitt smáríki eins og Dan- mörku miðað við inngöngu í harð- svírað hemaðarbandalag. Hveijum heilskyggnum manni var að sjálfsögðu ljóst hversvegna Bandaríkjamenn lögðu slíkt ofur- kapp á að fá ísland inn í NATO sem raun bar vitni. Tilgangur þeirra var svo sem síðar kom fram að færa vamar- og sóknarlinu sína í hugsanlegri styrj- öld sem lengst frá eigin landi. Án efa vó þar einnig þungt að í kal- driljuðum hemaðaráætlunum em útskagar sem ísland metnir til jafns við óbyggt land. Satt best að segja er ég sann- færður um að stór hluti fólks gerði sér á þessum tíma vonir um að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu hefði áhrif á þingmenn ef hún væri borin fram af nógu mörgum. Lymskuleg örvæntingarviðbrögð NATO-forsprakkanna gerðu hins- vegar þessar vonir að engu svo sem síðar mun að vikið. Það var ekki aðeins á hinum ör- stutta útifundi verkalýðsfélaganna sem reynsla mín var harla ólík reynslu Gísla Jónssonar. Að þeim fundi loknum gengu fundarmenn fylktu liði niður á Aust- urvöll svo sem áður hafði verið ákveðið og auglýst. Á leiðinni þangað hóf einn ágæt- ur háskólastúdent upp raust sína og hóf að syngja Oxar við ána. Hressilega var tekið undir og gekk nú fylkingin inn á völlinn syngjandi þetta rammíslenska göngulag. Sú mynd sem við mér blasti þeg- ar inn á Austurvöll kom var þessi: í stað þess mikla manngrúa sem Gísli Jónsson sá skipa sér í hring um Alþingishúsið, standandi þar af ótrúlegri þolinmæði og æðruleysi og ofurmannlegu hugrekki sá ég allt aðra sýn. Ég sá þarna einfalda röð ungra manna. Marga þeirra þekkti ég sem Vökupilta úr Háskóla íslands sem vikuna á undan höfðu mætt sam- viskusamlega í Sjálfstæðishúsinu til æfínga fyrir þennan dag, að sögn undir stjóm Olafs nokkurs Péturs- sonar þess er þekktur varð af fram- göngu sinni í Noregi á hemámsár- um nazista þar. Aðrir varðliðar Al- þingis munu hafa verið þekktir Heimdellingar sem einnig höfðu notið sömu tilsagnar en margir full- yrtu að hvorki framsóknarmönnum né krötum hefði verið treyst til að taka þátt í vömum Alþingis þennan dag. Þessir menn báru engin ein- kennismerki, hvorki bórða né arm- bindi, sem greindu þá á nokkurn hátt frá almenningi. Ljóst var að hér var um mjög ögrandi fyrirkomulag að ræða þar sem almenningur mætti fýrst lög- reglukeðju en bak við hana var raðað þessum óeinkennisklæddu hvítliðum. Varð nú mörgum fyrir að spyija lögreglumenn hvaða sér- stöðu þessir menn hefðu fram yfir almenna borgara sem þó hafði ver- ið stefnt á völlinn af formönnum Daníel Daníelsson „Ljóst var að hér var um mjög' ögrandi fyrir- komulag að ræða þar sem almenningur mætti fyrst lögreglukeðju en bak við hana var raðað þessum óeinkennis- klæddu hvítliðum.“ stjórnmálaflokkanna. Svörin voru kylfuhögg sem í raun voru lykillinn að þeirri atburðarás sem átti eftir að gera þennan dag að einu af kennileitum íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Mér tókst fljót- lega að troða mér fram á gangstétt- arbrúnina gegnt dyrum Alþingis- hússins þar sem ég var stöðvaður af lögreglukeðjunni. Fljótlega eftir að ég hafði tekið mér stöðu þarna varð ég var við að byijað var að henda eggjum og jafnvel smásteinum í Alþingishúsið og varð mér ljóst að þeir sem að þessu stóðu hlutu að standa skammt fyrir aftan mig og skyggndist ég því um. Sá ég þá að þarna var samankominn hópur ung- menna, sem stóðu fyrir þessum aðgerðum. Ég sá að sumir sóttu skotfæri að styttu Jóns Sigurðsson- ar en aðrir köstuðu. Þetta var á að giska hópur 10 drengja og í hópnum var einn fullorðinn maður en hinir allir úr hópi þeirra sem þekktir voru að því að standa fyrir aðför að lögreglustöðinni á gaml- árskvöld sem tíðkaðist mjög á þess- um tíma. Það sem mér fannst furðu- legast var að lögregla sem mér virt- ist að mundi eiga hægt með að fjar- lægja þessi ungmenni, sýndi enga tilburði í þá veru og einu mennimir sem ég varð var við að reyndu að tala við strákana og fá þá til að hætta gijótkastinu, voru nokkrir frammámenn verkalýðshreyfíngar- innar. Menn úr hópi hinna harðsvír- uðu kommúnista Gísla Jónssonar. Rétt í þessu gerðist það að dreng- ur um eða innan við fermingu gerði hróp að einum þekktum lögreglu- þjóni sem þama var. Þetta varð til þess að viðkomandi lögregluþjónn reif sig lausan og rauf þar með lög- reglukeðjuna til þess að reyna að elta drenginn. Af þessu tilefni gerðist sá furðu- legi atburður að lögreglan gerði fruntalega árás á það fólk sem þama stóð og hafði ekki gert annað af sér en að óska þjóðaratkvæða- greiðslu um inngöngu í NATO. Voru nú kylfur látnar ríða mis- kunnarlaust á þeim sem fremstir stóðu og hlutu margir slæma pústra og jafnvel svöðusár svo að ríflega blæddi. Ég er ekki einn um það að álíta að þessi árás Iögreglunnar hafi átt mestan þátt í því sem síðar gerðist þennan dag. Við þennan atburð breyttist and- rúmsloftið á Austurvelli. Það átti þó eftir að breytast enn meir þegar hópi hvítliða úr Heimdalli var hleypt út úr Alþingishúsinu. Þeir bám hjálma og kylfur og armborða og var þeim nú orðið mál að beita kylfunum. Svo sem vænta mátti æstist leik- urinn við þetta og höfðu margir, jafnvel rólyndismenn, gaman af að hafa endaskipti á þessum piltum. Næsti kafli í mistakakeðju yfír- valda þennan dag var nú skammt undan en það var þegar lög og regl- ur voru brofnar með því að hefja án viðvörunar táragasárás á mann- ijöldann sem stefnt hafði verið á Austurvöll. í þessari árás sem jafnframt var fylgt eftir með barsmíðum lögreglu hlutu margir sár og jafnvel friðsöm- ustu menn gripu steinvölur eða annað lauslegt til þess að sýna í verki andúð sína á því sem hér fór fram. Hitt má hveijum réttsýnum manni vera ljóst að skipulagt of- beldi þennan dag kom aðeins úr einni átt, þ.e. frá stjómvöldum og þjónum þeirra. Gísli Jónsson dregur enga dul á hversu geðshræringin lék hann hart í sambandi við atburðina 30. mars 1949 enda hvarflar að manni að hún hafí sett varanlegt mark á dómgreind hans að því er snertir mat á þessum atburðum. Hann kemur jafnvel með söguna um viðsnúning bijóstmyndar Jóns Sigurðssonar rétt eins og þar sé um óupplýst mál að ræða. Enginn þarf að segja mér að Gísla Jónssyni sé ekki kunnugt um að eftir að ákveðinn þingmaður Sósíalistaflokksins hafði alsaklaus legið undir þeim ásökunum um ára- tugi að hafa snúið við þessari mynd, játaði einn þekktur borgari og NATO-sinni nú fyrir nokkrum ámm að hafa verið valdur að þessum verknaði og látið sér í léttu rúmi liggja þótt öðmm væri um kennt. Svo sem vænta mátti ber frásögn Gísla Jónssonar af aðdraganda at- burðanna 30. mars 1949 harla lítinn svip þess grandvara fræðimanns sem við höfum kynnst í þáttum um íslenskt mál í Morgunblaðinu. Svo sem þeir muna sem komnir vom til vits ára þegar þessir atburðir gerðust höfðu verkalýðsfélögin fyrir 30. mars skorað á meðlimi sína að fella niður vinnu þann dag en mæta á Austurvelli til þess að mót- mæla aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Hins vegar höfðu forystumenn stjómarflokkanna skorað á sína fylgjendur að ganga til vinnu sinnar þennan dag eins og ekkert hefði í skorist. Það var því ekki fyrr en að morgni hins 30. mars sem forysta NATO-flokkanna gerði sér ljóst hversu sterk andstaðan var gegn fyrirhugaðri inngöngu í Atlants- hafsbandalagið og hvílíkt áróðurs- legt áfall það yrði þeim er Austur- völlur fylltist af mótmælendum þrátt fyrir áskomn þeirra til al- mennings um það að fólk skyldi halda sig að venjulegum daglegum störfum þennan dag. Nú vom góð ráð dýr. Aðeins örfá- ar klukkustundir til stefnu til þess að vefa einhvem þann blekkingar- vef sem að haldi mætti koma. Áróðursmeistarar NATO-flokk- anna bmgðu nú við og á örskömm- um tíma var prentaður aragrúi dreifimiða sem blaðsöludrengir hlupu með um götur bæjarins þar sem foringjar NATO-flokkanna þriggja skomðu á stuðningsmenn sína að Qölmenna á Austurvöll þennan dag, þvert ofaní það sem þeir höfðu áður gert. Svo örvæntingarfull vom við- brögðin að við lá að brotist væri inn á auglýsingaskrifstofu Ríkisút- varpsins svo sem þáverandi auglýs- ingasijóri útvarpsins, frú Valgerður Tryggvadóttir, skýrði frá í blaða- grein fyrir nokkmm ámm, einmitt í svari til Gísla Jónssonar. Þetta var vissulega snjallt her- bragð enda því blákalt haldið fram enn í dag að meirihluti fólksins á Austurvelli, fólksins sem barið var með lögreglukylfum og svælt burt með táragasi, hafí verið friðsamir NATO-sinnar komnir saman til að veija Alþingi. Ekki skal því neitað að bmgðið hafí fyrir einstaka broslegum atvik- um í sambandi við þessa annars dapurlegu atburði. Þannig sagði Hannibal Valdi- marsson sem þá var einn af hörð- ustu andstæðingum NATO frá því í blaðaviðtali að hann hefði í upp- hafí þingfundar staðið út við glugga ásamt Olafí Thors. Sem þeir stóðu þarna heyrðu þeir skyndilega Qöldasöng og var sungið Óxar við ána. Þá gaf Olafur Hannibal olnbogaskot og sagði: „Koma mínir menn, syngja ættjarð- arsöngva." En í því streymdi lið NATO-andstæðinga inn á völlinn. Höfundur er yGrlæknir á Selfossi. Að láta fara í súgínn eftír Árna Helgason í uppvexti mínum var brýnt fyrir bömum og unglingum að fara vel með. Fara vel með dýrin, fara vel með allt sem þau eignuðust og hefðu undir höndum, henda engu sem not væri að og þótt smátt væri eignast og á lengri tíma, þótti dyggð að geyma, því þetta gæti komið síðar að gagni. Enginn fór svo í ferðalag að hafa ekki snæris- spotta og margir bættu hníf við. Og það sannaðist æ að rétt var á minnt. Og svo að fara vel með allan mat. Hann væri gjöf guðs og við lásum þá í bókum um bágindi manna út um allan heim, og ég var ekki gamall þegar ég óskaði þess að ég gæti gefíð þessum svöngu sem mamma las um, svo sem helm- ing úr diskinum mínum. Þó fátækt- in væri mikil vorum við svo glöð, og hver gjöf, hversu smá sem hún var, var okkur dýrmæt. Og við fundum fljótt að margt smátt gerir eitt stórt og við litum á bækumar okkar, sem fáar voru, sem helgi- dóm. Það var synd að skemma og eyðileggja hlutina. Reyna að láta ekkert fara í súginn. Oft lít ég til baka og sérstaklega þegar ég sé kæruleysislega farið með hlutina. Skuldum vafin þjóð fótum treður verðmætin. Og þó jafnvel í smáu sé, vitandi að margt smátt gerir eitt stórt. Stjómendur landsins fjarlægjast jafnt og þétt að fara vel með, bera ábyrgð, og fyrirtæki á vegum lands og þjóðar sigla í sama farið. Og allt miðar að því að gera stórt smátt. Þetta getur ekki leitt til famaðar né sparnaðar. Fólk er hætt að taka þingmennina alvarlega þegar það sér í kjarabaráttu vinnandi manna, Ámi Helgason hversu þeir sem skammta eiga og barma sér eru á fullri ferð sjálfír að ná sem mestum veraldarauði og komast í aðstöðu til að bera mörg- um sinnum meira úr býtum en sá „Oft lít ég til baka og sérstaklega þegar ég sé kæruleysislega farið með hlutina. Skuldum vafin þjóð fótum treður verðmætin.“ sem auðæfin skapar með huga og hönd. Það er talað um að menn verði að stilla kröfum í hóf og spara en þeir sem hávaðasamastir eru í þeim efnum fara þveröfuga leið. Og þar er kannski ekki verið að hugsa um þótt sálinni sé fómað og orð biblí- unnar kæfð, hvað gagna manninum peningamir ef samviskan er ekki í lagi og þegar upp er staðið þá fara menn ekki að lokum með auðæfin í kistunni. Getur verið að þjóðholl- ustan sé svona hörmulega á niður- leið. Margar hugsanir koma til manns í öllum þessum vinnudeilum og þjarki. Ugg setur að þegar fyrirtæki sem eiga að vera stoðir þjóðfélagsins hrynja hvert af öðru og aðalatriðið virðist vera að koma undan, svilqa undan skatti o.s.frv. Getur þetta gengið. Nei, en byijunin á spamaði og góðri meðferð verður að koma ofan frá. Og þótt sumt sé lítið til að byija með þá má með góðr með- ferð og réttum huga mikið bæta og auka í þjóðfélaginu. Hún er allt- af ný vísan hans Jónasar Hallgríms- sonar: Bera bý, bagga skoplítinn, hvert að húsi heim, en þaðan koma ljós hin logaskæru, á altari hins göfga guðs. Að vera sannur íslendingur í dag er kannski erfitt, en samt lífsspurs- mál. Verðum við ekki að fara að hugsa? Erum við hætt að syngja fullum hálsi: Ég vil elska mitt land? Höfundur er fyrrverandi símstöðvarstjóri i Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.