Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 2
2 MÓRGUNBLAÐED ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 „VIÐ bæði hlökkuðum til og kviðum dálítið fyrir heimsókn páfans," sögðu nokkur börn sem hittu Jóhannes Pál páfa Q um helgina i samtali við Morgun- blaðið. Þau Anna Lilja Odds- dóttir, Berglind Jóhannsdóttir og Stefán og Tómas Bjamasynir voru öll í hópi kaþólskra bama sem fóm til Keflavíkurflugvallar síðastliðinn laugardag til að bjóða páfa velkominn til lands- ins. Berglind, Tómas og Anna Lijja gengu í fyrsta sinn til altar- is f páfamessunni daginn eftir ásamt hátt í sextíu öðmm böm- um. Stefán var hins vegar messu- þjónn í athöfhinni á Landakoti. Bömin tala um móttökuathöfn- ina á flugvellinum og segja að bið- in á fjugvellinum hafi verið löng og margir krakkanna orðnir óþolin- móðir. „Okkur var mjög kalt á flug- vellinum en það gleymdist þegar páfinn kom. Hann heilsaði sumum með handabandi og blessaði aðra, og svo kom kardináli og gaf okkur öllum talnabönd," segir Anna Lilja. En hvað er félögunum minnis- stæðast úr heimsókn hans heilag- leika? Berglind, Anna Lilja og Tóm- as segja að þeim þyki altarisgang- an til páfa merkilegasti atburður helgarinnar. Bæði af því að þau þáðu altarissakramentið í fyrsta sinn að loknum löngum undirbún- ingi og enn frekar af því að sjálfur páfmn veitti þeim það. Stefán seg- ir að messa páfa á sunnudaginn sé stærsti viðburðurinn fyrir hann. „Þá var ég messuþjónn í fyrsta Morgunblaðið/Einar Falur Þessi börn voru meðal þeirra sem hittu páfann um helgina. Frá vinstri: Anna Lifja Oddsdóttir, Amar, Tómas og Stefán Bjamasyn- ir, Berglind Jóhannsdóttir. Bræðumir og Anna Lifja era afkom- endur fyrsta kaþólikkans á hér á landi eftir siðaskipti. Fjögur börn sem hittu páfa um helgina: Hefði átt að vera í mánuð skipti og eiginlega vissi ég ekkert hvað ég átti að gera. Svo að ég hermdi bara eftir hinum og þetta gekk allt saman vel,“ segir hann. Þegar bömin eru spurð hvort þeim þyki tómlegt þegar páfinn sé farinn, hika þau dálítið en svara svo játandi. „Mér finnst svo skrítið að hann hafi bara verið hér nokkra kiukkutíma," segir Anna Lilja og Berglind hnýtir við: „Helst hefði ég viljað að hann væri hér heilan mánuð." Amar Bjamason, fjórtán ára, aðstoðaði páfa við messuna á Landakotshæð á sunnudag. Raun- ar hitti Amar páfa alls fjórum sinn- um á þeim tæpa sólarhring sem hans heilagleiki hafði hér viðdvöl. Amar er bróðir Stefáns og Tómas- ar Bjamasona sem einnig hittu páfann um helgina, en bræðumir em afkomendur Gunnars Einars- sonar, fyrsta kaþólska íslendings- ins eftir siðaskipti. Að auki var fyrsti íslendingurinn sem var bisk- up kaþólskra hérlendis langafa- bróðir bræðranna. Amar býr sig nú undir fermingu um næstu helgi. „Fyrst hitti ég páfann við komu hans til Keflavíkurflugvallar, því ég var í krakkahópnum sem fagn- aði honum þar,“ segir Amar. „Svo aðstoðaði ég við borðhald páfans og fleiri manna á laugardagskvöld- ið. Þá sýndist mér páfinn vera mjög þreyttur, enda engin furða eftir allan þeytinginn á laugardeg- inum. Síðan hjálpaði ég til við máltíðina sem páfinn átti eftir messuna á sunnudeginum, rétt áð- ur en hann fór út á flugvöll. Mér fannst hann miklu hressilegri þá heldur en kvöldið áður. Við krakk- amir sem þjónuðum þama vomm kynnt fyrir honum, hann reyndi að hafa eftir nöfnin okkar, spurði í hvaða skóla við væmm og gerði að gamni sínu.“ Amar kveðst hafa verið messu- þjónn í Kristskirkju síðan hann gekk fyrst til aitaris fyrir sex ámm. Siðameistari Páfagarðs hafi komið hingað nokkra fyrir heimsókn páfa og valið sig og þijá aðra til að þjóna í páfamessunni. Amar segir að auðvitað hafi þetta verið heiður fyrir sig og ógleymanlegt að hitta Jóhannes Pál páfa. Páfi setti öryggis- verði út af laginu ÞAÐ varð uppi fótur og fit hjá öryggisvörðunum, sem gættu páfa, er hann settist ekki upp í einkabifreið sína eftir bænastundina í Þingvallakirkju á laugardag, heldur tók sér sæti í rútubflnum, sem flutti biskupa og kardínála tfl messustaðarins. „Bænastundinni í kirkjunni var Rútan hafði verið fullskipuð á lokið og við Ebba vomm á leið upp leiðinni að kirkjunni, og þar sem í rútuna. Þegar við ætlum að fara að stíga inn kemur páfi skyndilega aðvífandi og segir: „Er pláss fyrir mig?““ sagði sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup og verðandi biskup íslands, er Morgunblaðið bað hann að lýsa atvikinu. „Við sögðum að auðvitað væri pláss, og hann væri velkominn. Hann settist svo ásamt Jolson biskupi í fremsta sætið, þar sem við höfðum setið, og við færð- um okkur aftur fyrir,“ sagði sr. Ólafur. Ekki sagðist hann vita hvað páfa hefði gengið til. páfi og Jolson biskup höfðu nú bætzt í förina urðu þeir sr. Heimir Steinsson, Þingvallaprestur og þjóðgarðsvörður, og sr. Kristján Búason að taka sér far með páfabílnum ásamt hringjaranum á Þingvöllum. „Öryggislögreglan varð klumsa. Páfinn var skyndilega horfinn," sagði sr. Ólafur. Nokkur bið varð á því að bílalestin legði af stað frá Þingvallabænum vegna þessa atviks, á meðan öryggisverð- imir vora að koma öllu heim og saman. Sljórn Fiskveiðasjóðs um endurskipulagningu: Tillögum um Olafsflörð og Stöðvarflörð hafiiað STJÓRN Fiskveiðasjóðs befúr hafiiað tillögum Hlutafiársjóðs um þátttöku sjóðsins í (járhagslegri endurskipulagningu Hraðfrysti- húss Ólafsfiarðar og Hraðfrysti- húss StöðvariQarðar með því að hann tæki við hlutdeildarbréfum Hlutafjársjóðs. Hins vegar voru tillögur um endurskipulagningu Búlandstinds hf. á Djúpavogi sam- þykktar. Halldór Blöndal alþingis- maður segir að þetta hafi verið ákveðið á fúndi sjóðsstjómarinnar í gær. „Þetta em mikil ótíðindi. Það er í samráði við stjómvöld, sijóm At- vinnutryggingasjóðs og stjóm Hluta- fjársjóðs, sem unnið hefur verið að endurskipulagningu og sameiningu frystihúsanna í Olafsfirði, og þeir Ólafsfirðingar vissu ekki annað en stjómvöld hefðu í grófum dráttum fallizt á hana. Af þeim sökum var frysting hafin á nýjan leik í Ólafs- firði nú eftir páska með fulltingi Byggðastofnunar og hefur gengið mjög vel,“ sagði Halldór. „Það er greinilegt að það eru allar forsendur fyrir því að hraðfrystihúsin og út- gerðarfélagið á Ólafsfirði geti gengið miðað við tillögur Hlutaflársjóðs." Halldór sagðist óttast að synjun Fiskveiðasjóðs fæli það í sér, að Ól- afsfirðingar stæðu nú á nýjan leik á upphafsreit. „Ég tel það um leið augljóst að stefna ríkisstjómarinnar hvað varðar endurskipulagningu fískvinnslunnar er hmnin. Hlutaljár- sjóður er úr sögunni í mínum huga eftir þessa afgreiðslu stjómar Fisk- veiðasjóðs," sagði Halldór,-— ------ Áskorun ASÍ og BSRB: Fólk kaupi ekki mjólk í þijá daga Á FUNDUM miðstjómar ASÍ og stjórnar BSRB í gærdag var sam- þykkt að hvetja almenning til þess að kaupa ekki mjólk og nýólkurvör- ur næstu þijá daga þ.e. í dag, miðvikudag og fimmtudag. Þetta var ákveðið til að knýja á um að ríkisstjórnin dragi hækkanir á land- búnaðarvörum til baka í samræmi við gefin loforð í síðustu kjarasamn- ingum. Mjélk og mjólkurvörur hækkuðu um mánaðamótin um 13-15%. Þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, kynntu aðgerðimar síðdeg- is í gær og kom fram í máli þeirra, að frekari aðgerðir væm ekki áform- aðar að sinni. Framhaldið yrði metið er árangur þessara aðgerða lægi fyrir. Bæði Ásmundur og Ögmundur vildu taka það skýrt fram að þessum aðgerðum væri ekki beint gegn bændum og samtökum þeirra. As- mundur sagði að það væri sameigin- legt hagsmunamál neytenda og bænda að hinar miklu hækkanir sem orðið hafa á landbúnaðarvömm gengju til baka. Asmundur og Ögmundur leggja áherslu á alvömna sem býr að baki aðgerða ASÍ og BSRB. Þeir furða sig á því að hafa engin svör fengið enn frá ríkisstjóminni eins og þeir áttu von á í kjölfar útifundanna í síðustu viku. Svör við þeim kröfum að ríkisstjómin standi við þau loforð sem gefín vom við síðustu Iq'ara- samninga. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í gær að það væri ekki rétt að ríkisstjórnin hefði ekki svarað kröfum ASÍ og BSRB. Hann vitnar til fréttatilkynningar sem ríkisstjómin sendi frá sér fyrir helg- ina. í henni komi m.a. fram að verð- hækkanir á þjónustu ríkisfyrirtækja verði ekki umfram forsendur fjár- laga, aðhaldi verði beitt við verð- ákvarðanir einokunar- og markaðs- ráðandi fyrirtækja og að 5-600 millj- ónum króna verði varið til aukinna niðurgreiðslna á landbúnaðarvöram. Við þetta hafi verið staðið. Steingrímur vildi að öðm leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins: SÍS nær sér ekki út úr þessu ófremdarástandi - ef óhróður er bormn ut um starfsmenn í UMRÆÐUM um skýrslur forstjóra og formanns Sambandsstjómar á aðalfúndi Sambandsins í gær sagði Gunnar Kristmundsson, Kaupfélagi Árnesinga, að vart hefði verið búið að ráða núverandi forstjóra Sam- bandsins, Guðjón B. Ólafsson, þegar ákveðnir menn innan Sambandsins hefðu byrjað að rægja hann. Þetta hefði kostað Sambandið óbætanlegt tjón. Ásakaði Gunnar bæði Erlend Einarsson, fyrrverandi forstjóra og Val Amþórsson, fyrrverandi stjór Kliður fór um ftmdarsal nýja Sam- bandshússins þegar Gunnar hóf máls á þessu, enda hafði verið reiknað með að viðkvæm ágreiningsefni lægju í láginni á þessum fundi. „Hver hefði trúað því á Erlend Einarsson, sem við vomm búnir að þjóna af trú og dyggð í nokkra áratugi, að láta hafa sig í það, að rægja nýjan for- stjóra,“ spurði Gúnnar og bætti við: „Sama má kannski segja um fyrrver- andi formann Sambandsstjórnar. “ Gunnar sagði að þessir menn hefðu aldrei átt að samþykkja ráðningu forstjórans, fyrst þeim var á annað borð svona innanbijósts. Undir lok máls síns kvaðst Gunnar vera þeirrar skoðunar að aðalfundur Sambandins ætti að fara að fordæmi Kvennalistans, sem hefði boðað að hann myndi skipta út nú í sumar. rformann, í þessu efiii. „Það skulum við líka gera,“ sagði Gunnar. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins, tók undir orð Gunnars í ræðu sinni. Hann sagði að ákveðnir forystumenn Sambandsins mættu ekki láta það á sig sannast að þeir bæm út óhróður um starfsmenn Sambandsins, hvorki um forstjóra né aðra. Væm starfsmenn óhæfir, bæri einfaldlega að reka þá. Tækju menn sig ekki á í þessu efni, næði Sambandið sér ekki út úr því ófremd- arástandi sem nú ríkti. Ekki náðist samband við Val Am- þórsson eða Erlend Einarsson í gær- kvöldi. Sjá fréttir af aðalfúndi Sam- bands íslenskra samvinnufélaga bls. 27. Togari Súgfirð- inga kyrrsettur Sýslumaðurinn á ísafirði hef- ur kyrrsett og innsiglað togar- ann Elínu Þorbjamardóttur ÍS 700 frá Suðureyri við Súganda- flörð vegna vangoldinna stað- greiðsluskulda Hlaðsvíkur hf., sem gerir skipið út. „I Fiskiðjunni Freyju og þorpinu sem heild er togarinn uppistaðan í hráeftnsöfluriinni," sagði Svein- bjöm Jónsson, oddviti á Suðureyri, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að skipið veitti 60-80 manns atvinnu. Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið að sömu eigendur væm að mestu leyti að Fiskiðjunni Freyju og Hlaðsvík. Freyja hefði undanfarið verið í athugun hjá Hlutafjársjóði og Byggðasjóði. Freyja hefði feng- ið greiðslustöðvun 21. maí, en Hlaðsvík ekki. Eigendum hefði verið gerð grein fyrir því að ganga þyrfti frá_ skuldum Hlaðsvíkur,_ en. ennþá hefði ekki verið greitt. Togarinn Hafþór ÍS, sem Útgerð Hafþórs hf. á ísafirði gerir út, var einnig innsiglaður í gær vegna skulda fyrirtækisins. Þær vom hins vegar greiddar og innsiglið rofið. Mikill verð- munur á fiski MIKILL verðmunur er á fiski í verslunum á höfúðborgarsvæðinu, samkvæmt verðkönnun Verðlags- stofiiunar. Heil rauðspretta kost- aði til dæmis frá 125 til 280 krón- ur, og er því 124% munur á lægsta og hæsta verði. Siginn fiskur, roðlaus, kostaði á bilinu 230 til 450 krónur og munar þar 96%. Á eldislaxi í sneiðum var 86% verðmunur, 73% á kinnum og 72% á smálúðuflökum. Minnstur yerðmunar var á ýsuflökum. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.